Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Sjávarafli Allur gámaf iskur á II i II rr Fiskmarkaðurinn íHafnarfirði vill að innlendum aðilum verði gert kleift að bjóða í fiskígámumsemflytjaáutan. Boðið uppá þjónustu og aðstoð Fiskmarkaðurinn í Hafnarfírði hefur kynnt útgerðar- og fisk- vinnsiufyrirtækjum þá nýju þjón- ustu markaðarins að bjóða upp físk í heilum gámum hvar sem er á landinu. Með siíku móti væri inn- lendum vinnslufyrirtækjum gef- inn kostur á að bjóða í þann físk sem annars yrði fluttur með gám- um á erlenda markaði. Forráðamenn markaðarins í Hafnarfirði segja að miðað við það verð sem fengist hefur á mörkuðunum hér á undanförn- um mánuðum, sé hagkvæmara að selja fiskinn innanlands heldur en að flytja hann í gámum á er- lendan markað. Fiskseljendur hafi engu að tapa með að láta bjóða í fiskinn hér heima. Ef þeim lítist ekki á verðið sem boð- ið er geti þeir flutt hann út. Haraldur Jónsson stjórnarfor- maður Fiskmarkaðarins segir að ef vel takist til með slík uppboð og einnig uppboð á fiski til af- hendingar beint úr skipum, sé tryggð eðlileg aflamiðlun í landinu. Guðrún Lárusdóttir útgerðar- maður og stjórnarmaður í Fisk- markaðnum í Hafnarfirði segir tMuW ^P^^B mm '-~*6 B ~~~æL ; 1 ^mrf^; -—^^ \^<I3' l^^m Wk T>«l Mp^-í*?»f| ^H *-** JÉ^H ¦ 4^ ¦ i / wí f ýw0 \ t- ¦ 4 ' i §»¦¦'/:::::" f 1 í* ||H <' 1 1 \ l ¦ * mm. I^K '¦'¦ ¦¦¦¦¦¦ IINI^H ^L^E^ Hii B^*^ i mM 1 A ¦ * "t j^ j d [*S Forystumenn Fiskmarkaðarins í Haf narf irði sem vilja reyna að hamla á móti fiskútf lutningi í gámum með því að gefa kost á uppboði á fiskinum fyrst hér heima. Frá v. Óskar Vigfússon, Einar Sveinsson, Guðrún Lárusdóttir, Jón Friðjónsson og Haraldur Jónsson. Mynd-Jim. Smart. hugmyndir um sérstaka aflamiðl- un til viðbótar við fiskmarkaði alls óraunhæfar. Markaðirnir eigi vel að geta sinnt aflamiðlun með fljölbreyttri þjónustu víða um land, m.a. með uppboðum á heilum gámum og skipsförmum eins og nú sé boðið uppá. -Ig- Ríkissjóður 1988 Aukafé til að Ijúka gömlum skuldum Jón Baldvin segirþorra aukafjár veittan íráðherratíð Olafs Ragnars. Fjármálaráðherra: Greiddi gamla reikninga Eg er ekki hlynntur því að draga greiðslur í mánuði og jafnvel ár, sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra í gær. í síðdegisblaðinu DV bar Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og fyrrum fjár- málaráðherra, honum á brýn að hafa „sópað útgjöldum á árið 1988, útgjöldum sem annað tveggja hefði átt að færa yfir á árið í ár í uppgjöri ríkissjóðs eða hafna." Einsog kunnugt er var almenn- ingi í fyrradag birt greinargerð fjármálaráðuneytisins fyrir af- komu ríkissjóðs á árinu sem leið. Umskiptin eru hrikaleg, hallinn 7,2 miljarðar sem rakið er til þess að útgjöld fóru 4 miljarða fram úr áætlun en tekjur urðu 3 miljörð- um minni en áætlað hafði verið. Meginorsök þessa er alkunn; efnahagssamdráttur og þrenging- ar í íslensku þjóðlífi. Enda versnaði hagur sjóðsins um 4 miljarða á síðasta og erfiðasta fjórðungi ársins. í greinargerðinni eru rakin helstu vik frá fjárlagaáætlun: auknar vaxtagreiðslur uppá 2 miljarða króna, auknar niður- greiðslur nema 600 miljónum, út- flutningsbætur (sem núverandi og fyrrverandi fjármálaráðherra rekja einkum til misheppnaðarar sauðakjötsútsölu Þorsteins Páls- sonar í Finnlandi í maí) uppá 300 miljónir króna. Síðast en ekki síst: aukafjárveitingar sem nema 1.650 miljónum króna. Ósund- urliðað. Jón Baldvin sagði í gær að lunga aukafjárins, 1.135 miljón- ir, hefði Ólafur Ragnar veitt í sinni ráðherratíð og var hissa á því að þetta skyldi ekki tekið skýrt fram í greinargerðinni. Þetta hefði ekki farið á milli mála á ríkisstjórnarfundi í fyrrakvöld. Ólafur segist vissulega hafa innt þessar greiðslur af hendi en flestar hefðu þær átt rót að rekja til skuldbindinga ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, frá því í upp- hafi og um miðbik ársins sem leið og einnig að hluta frá því í hittið- fyrra. Hann hefði einfaldlega greitt reikninga í stað þess að leggja þá ofaní skúffuna og geyma til betri tíma. ks. Menntamálaráðu neytið Kjaramálin Mesl raett vióBHMR Fjármálaráðherra vísar því á bug að hann hundsi óskir for- ráðamanna BHMR um viðræður um kjaramál. Á mánudag gengu þau Páll Halldórsson, formaður BHMR, og Wincie Jóhannsdótt- ir, formaður HÍK, á fund forsæt- isráðherra og báðu hann um að annast milligöngu um að samn- ingaviðræður hæfust við fjármál- aráðuneytið, BHMR hefði ítrek- að óskað þessa í bréfum til ráðu- neytisins en þeim verið látið ósvarað. Þetta er satt best að segja ekki málefnalegur málflutningur sagði Ólafur Ragnar Grímsson í gær. Það hefur ekki verið rætt við neinn jafnmikið og BHMR. í janúar voru vikulegir fundir sam- starfsnefndar BHMR og okkar fólks hér í fjármálaráðuneytinu. Ólafur sagði að í þessum við- ræðum hefði verið gengið frá fjöl- mörgum hagsmunamálum BHMR-manna, málum sem þeir hefðu verið að berjast fyrir um árabil. ks. Húsavík Bæjarstjom krefct lausnar á hvalamálinu Bæjarstjórn Húsavíkur hefur sent ríkistjórninni áskorun um að leysa nú þegar þann fjárhags- vanda sem skapast hefur hjá fyrirtækjum í lagmetisiðnaði, vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í hvalamálum. f greinargerð sem bæjarstjórn- in sendi frá ,sér segir að ekkert annað en rekstrarstöðvun blasi við þeim fyrirtækjum sem starfa innan lagmetisiðnaðarins, vegna stefnu undanfarinna og núver- andi ríkistjórna í hvalamálum. Það er mikið áfall fyrir Húsa- vík ef lagmetisfyrirtækið sem starfar í bænum verður að hætta starfsemi, en það framleiðir af- urðir fyrir 50-70 miljónir og skapar atvinnu fyrir 15-20 manns. Bæjarstjómin leggur til að fyrirtækjum sem hvalamálið bitn- ar á, verið veitur rekstrarstyrkur á meðan unnið er að lausn mark- aðsmála. -«g Þjóðarsamstaða um skólastefnu Menntamálaráðuneytið gengstfyrir könnun íáherslum ískóla málum. Svavar Gestsson: Viljum meðþessu kanna afstöðu þjóðarinnar til skólamála Markmið með þessari könnun er fyrst og fremst að koma af stað umræðu um skóiamál, leita til fólksins úti á akrinum, sagði Svavar Gestsson menntamála- ráðherra þegar hann kynnti blað- amönnum könnun sem ráðuneyt- ið gengst nú fyrir um forgangs- verkefni í íslenskum skólamálum. Ráðuneytið hefur sent um 400 aðilum bréf þar sem þeir eru beðnir að gera lista yfir 4-10 mikilvægustu verkefni á sviði skólamála á næstu 10 árum. - Það starfið sem fer fram í skólunum, kemur öllum lands- mönnum við. Flestir eiga börn í skóla eða hafa átt. Það starf er grunnur að framtíðinni, sagði Svavar. Hann vonaðist til að með þessari könnun væri hægt að Nemendur 3. bekkjar Vesturbæjarskólans eru væntanlega ekki mjög uppteknir af framtíðarstefnu skólamála hér á landi. Menntamálaráðuneytið lýsir eftir hugmyndum og skoðunum þjóðarinnar og er það von menntamálaráðherra að sem flestir taki þátt í þeirri umræðu. Mynd Jim Smart. marka framtíðarstefnu bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, stefnu sem allir gætu fylkt sér um. Hann sagði að þó að til væru lög um starfsemi skóla vantaði skýrari stefnu um hvert væri markmiðið með skólastarfinu. Gerður Óskarsdóttir ráðgjafi menntamálaráðherra í skólamál- um hefur umsjón með könnun- inni. Hún sagði að allir skólar landsins, fræðsluráð, landshluta- samtök, sveitarfélög, fagfélög og mörg önnur samtök hefðu verið beðin um að taka þátt í könnun- inni. Gert er ráð fyrir að svör liggi fyrir í lok mánaðarins, og mun þá Félagsvísindastofnun Háskólans hefja úrvinnslu. I maí verður sömu aðilum sendur listi yfir þau mál sem oft- ast verða nefnd í fyrstu lotu og þeir beðnir að raða þeim í for- gangsröð. Gert er ráð fyrir að gefa út skýrslu um niðurstöðu þessarar könnunar. - Ég vona að sem flestir taki þátt í þessari umræðu, ekki bara skólamenn heldur einnig allur al- menningur. Þeim sem ekki hafa fengið send gögn frá okkur er að sjálfsögðu meira en velkomið að senda inn sínar hugmyndir. Á það við um bæði félagssamtök og einstaklinga, sagði Svavar, og bætti við að á grundvelli þessarar könnunar gefist gott tækifæri til þess að vinna heildarstefnu um skólamál. Hann lagði áherslu á að nauðsynlegt væri fyrir okkur að víðtæk samstaða ríkti um að- gerðir og stefnu í skólamálum. -sg Laugardagur 4. februar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.