Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Suður-Ameríka og Sámur frændi 1 Nýju helgarblaöi í gær var talaö við tvö ungmenni sem nýkomin eru frá Suður-Ameríku. Þau segja farir fólks- ins ekki sléttar í Colombíu, einu af leppríkjum Banda- ríkjanna í álfunni: „Við vorum lengi nýlenda," segir Cheo Cruz frá Col- ombíu, „og erum það í rauninni ennþá, því arður af öllum okkar auði rennur til Bandaríkjanna." Mönnum hefur lengi verið Ijóst að Bandaríkin nota löndin í Suður-Ameríku eins og sitt eigið forðabúr, það- an má fá ómældan auð í framleiðslu, ávexti jarðarinnar af öllu tagi, gull og aðra góðmálma, og svo gróðurinn. En þrátt fyrir auðinn hefur skipting hans verið ójöfn allt frá tímum nýlenduherranna; lengi áttu fáeinar ættir allt land og afurðir þess, nú hefur hvort tveggja víða komist í eigu fjölþjóðahringa með miðstöðvar í Bandaríkjun- um. Afleiðingin er þó svipuð, fáeinir einstaklingar vaða í peningum en allur fjöldinn býr við sárustu fátækt, and- lega jafnt sem líkamlega. Þessi fátækt og eymd er mynduð í bak og fyrir og sýnd í sjónvörpum heimsins þangað til fólk fer að gráta og sendir peninga í góðgerðarsjóði, sem síðan eru alltof oft tæmdir í vasa þeirra sem nógan auðinn eiga fyrir. Alltof oft greiðir þetta fé velviljaðra mannvina sukk og óreiðu spilltrar yfirstéttar en kemst ekki þangað sem myndavélarnar sýndu okkur ólæs, þrælkuð börn með óhugnanleg merki vannæringar á litlum kroppum. Sama er með lánin sem þessum ríkjum eru veitt. Þau greiða vexti af þeim, eins og við þekkjum, svo háa að fjármagnsstreymið til baka, til iðnríkjanna sem lána féð, verður í raun miklu meira en streymið inn í löndin. Kúgun getur tekið á sig margbreytilegt form, hún getur til dæmis verið í mynd viðskiptakjara sem enda- laust eru valdalitlu ríki svo óhagstæð að einmitt varan sem það framleiðir er ódýr, verðinu er haldið niðri, en vörur sem það þarf að flytja inn eru á miklu hærra verði. Þetta gerir alla félagslega uppbyggingu erfiða og á- standið breytist aðeins til hins verra. Þegar alþýða þessara þjóða gerir uppreisn gegn hörmulegum kjörum sínum, sem alltof sjaldan gerist, langþreytt á því að sjá á eftir gæðum lands síns til þeirra sem nóg eiga fyrir, bæði í eigin landi og grannlandinu stóra í norðri, þá er það venja þeirra sem samúð hafa með auði og valdsmönnum að kenna um stórveldapóli- tík, leita að ástæðunni fyrir byltingunni út fyrir landstein- ana, í stað þess að skoða aðstæðurnar heima fyrir sem hrópa á breytingu. Morgunblaðið nýr Sandinistum í Nicaragua um nasir að þeir séu undir hæl Sovétríkjanna og Kúbu og þess vegna sé sjálfsagt fyrir Bandaríkin að hegna þeim grimmilega fyrir að steypa harðstjóranum. Nicaragua er lítið land, álíka stórt og meðalfylki í Bandaríkjunum, það er dýrt eins og dæmin sanna fyrir svoleiðis smáríki að standa í vopnaðri styrjöld við mesta herveldi heimsins. En það væri sannarlega skref afturábak ef fólkið í Nicaragua gæfist upp núna, segði bara gerið þið svo vel við Bandaríkin, hirðið allan auð okkar og sæmd ef þið bara hættið að refsa okkur fyrir að vilja vera sjálfstæð og nýta auðlindir okkar í eigin þágu. Ekkert vilja Sandinistar fremur en lifa í friði við granna sína, líka Sám frænda. Fyrr en eðlileg samskipti komast á þar á milli getur fólkið í Nicaragua ekki snúið sér af krafti að uppbyggingarstarfi. SA KLIPPT OG SKORIÐ Harðstjórn hárra talna f fjölmiðlaheiminum ræður harðstjórn hinna háu talna. Eftir ýmsum leiðum smýgur sú hjátrú inn í menn að sjónvarpsþáttur sem t.d. 40% mögulegra áhorf- enda sjá hljóti að vera helmingi betri en sá sem 20 % horfa á og líklega eigi þáttur sem nær tíu prósent „áhorfí" engan rétt á sér. Eitthvað svipað verður ofan á þegar menn ræða um upplög blaða og tímarita. Nú vita ailir sem hugsa sig um andartak að þetta er rangt. Út- breiðsla, vinsældir, segja ekki nema fátt eitt um gæði. Samt sem áður eru það tölurnar háu sem ráða mati manna á fjölmiðlum, jafnvel þeim virðulega fjölmiðli sem bókin er. Það sem hefur orð- ið ofan á í þessum efnum er eins konar blanda af viðhorfum auglýsenda ( ég auglýsi þar sem flestir sjá auglýsinguna) og svo jafnaðarstefnu á villigötum: „það sem fólkið vill“ það er best. Og það kemur svo í hlut lista- manna, menningarvita og rót- tækra fýlupoka að kvarta yfir þessu ástandi. Og enginn gefur þeim kvörtunum sérstakan gaum: mennirnir eru bara að leika sitt hlutverk,rétteinsogég leik mitt. Bandaríski rithöfund- urinn Norman Mailersegir í ný, legu við tali á þessa leið um „hlut- verk rit höfunda" á vorum dög- um: „Við erum kór sem situr til hliðar og kvartar.“ Hefur svo hver nokkuð að iðja. Ritskoðunin lymska Mailer segir reyndar fleira í þessu viðtali. Til dæmis þetta hér: „Þeim mun fleiri sem hlusta á mann í Bandaríkjunum, þeim mun minna er hægt að segja. Með öðrum orðum: ef ég skrifa grein fyrir 50 miljónir lesenda, þá segi ég þeim fimmtíu sinnum minna en ef ég væri að skrifa fyrir fimm þúsund lesendur... Ef ég skrifa grein fyrir mjög útbreitt tímarit þá veit ég ósköp vel hvað ég ekki má segja.“ Mailer víkur hér að þeirri rit- skoðun sem erfiðast er að henda reiður á, vegna þess að hún er ekki rekin af ríkinu og hún bann- ar ekkert með reglugerð. En það er ritskoðun markaðarins, sem snýst upp í sjálfsritskoðun: þú ert að skrifa fyrir svo marga, að þú mátt ekki leyfa þér sérvisku í stíl, í hugsun, þú mátt engan móðga (og síst útbreidd viðhorf), ef þú ferð inn á erfið mál, þá tekurðu úr þeim broddinn með því að snúa öllu upp í eitthvað „létt og skemmtilegt". Karlatími og kvenna Alltaf öðru hvoru læðast inn í umræðuna hugtök og skil- greiningar sem virðast í fljótu bragði hlaðin einhverjum nýjum og þörfum sannleika. En reynast ansi tómleg þegar nær er komið. Hér skal nefna dæmi af glósu sem upp hefur komið í umræðu um kvennamenningu. Þar ber tölvert á því að talað er um karla- skilning á tíma - hjá þeim er tím- inn lína, framvinda, en hjá kon- um liggur tíminn í hring. Og það fylgir með að kvennaskilningur- inn sé eiginlega betri vegna þess að hann endurspegli hringrás náttúrunnar. Til dæmis að taka segir kvenrit- dómari í umsögn um ævisögu karls nú fyrir jólin ( Ragnhildur Richter í Pressunni): „Þótt nokkur hliðarstökk séu tekin í báðar áttir frá þeirri tíma- röð, eftir því sem ástæða er til, er sagan því hefðbundin að bygg- ingu og skynjun höfunda á lífs- hlaupinu og tímanum hinn karlmannlegi og línulegi skilning- ur, þar sem eitt skeið tekur við af öðru í einhvers konar rökréttri röð.“ Manni sýnist slík athugasemd bæði skrýtin og óþörf. Skrýtin vegna þess blátt áfram að í lífi manna tekur eitt skeið við af öðru, einn atburður gerist á eftir öðrum (og eins víst að sá sem á undan fór hafí sitt að segja um þann sem á eftir gerðist), hvert ár sem líður skilar manni ekki á sama punkt og við stóðum á í fyrravor. Þetta er allt svo sjálf- sagt að maður verður kindarlegur í framan við að segja það. Vitan- lega er hægt að segja sögu og þá ævisögu með öðrum hætti. Það gerir til dæmis Ingmar Bergman kvikmyndameistari í sjálfsævi- sögu sinni, Töfralampanum, þar sem hann vindur sér fram og aftur um tímann af mikilli fimi. En það er erfitt að sjá eitthvert fráhvarf frá karlamenningu í slíku athæfi, eitthvað kvenlegt - og ekki kem- ur það heldur neitt við kynskipt- ingu að rómantísk skáld og síðar módernistar leyfðu sér fjörlegan leikaraskap með tímann. Og ef svonefndar frumstæðar þjóðir hugsa meir í ársins hring en í línu, þá kemur það heldur ekki við körlum eða konum, heldur fyrst og fremst því, að þeir „frum- stæðu“ eiga eftir að koma sér upp þeirri ritlist, sem meðal annars geymir liðinn tíma og festir á hann ártöl. Paradísarheimt Menn trúa því sem þeir fínna þörf hjá sér að trúa. Gott dæmi um þetta eru hugmyndir manna um Paradís, um eilífðarsæluna, síbreytilegar eftir tímaskeiðum og andlegu ásigkomulagi þjóð- anna. Norrænir menn til forna ku hafa viljað drekka dag hvern í eilífðinni með tilheyrandi slagsmálum. Áhangendur Mú- hameðs voru á sínu útþenslu- skeiði reknir áfram með fögrum fyrirheitum um mikið meyjaval hinummegin grafar. Á sultaröld- um hlökkuðu menn til mikillar veislu í Himnaríki: „kláravín, feiti og mergur með mun þar til rétta veitt“. Og nú er komin ný skilgreining á Paradís, sem er mjög í anda tímans: jarðtengd og vaxtabund- in stendur hún djúpum rótum í einlægustu neysludraumum mannsins. Það var Happdrætti Háskólans sem fann þá Paradís, sem engin þörf er að fresta fram yfir grafarbakkann. Hún hefur verið máluð á strætisvagna og er á þessa leið: „300 þúsund krónur á mánuði til æviloka. Skattfrjálst.“ ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6*108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn:DagurÞorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirjfpr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif8tofu8tjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Wfgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.