Þjóðviljinn - 04.02.1989, Síða 5

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Síða 5
VTf)HORF Bændahöll úr fiskbeinum Heill og sæll, Ólafur minn Torfa- son. Satt best að segja skaust mér í rúma viku yfir rollugreinina þína í Pjóðviljanum; það var ekki fyrren ég hitti Signýju á förnum vegi og hún spurði hvort ég mundi fljúga á þig einsog hver annar dýrbítur næst þegar við hittumst, að ég fékk veður af gagnsókn ykkar sauðkindarinn- ar. Ég var reyndar farinn að halda að heilagsandahopparar rolludýrkunarinnar hefðu endan- lega gengið úr skaftinu og snúið sér að iðkun annarra trúarbragða svosem ræktun á sköllóttum ang- órakanínum eða framleiðslu ólit- greinanlegra minkaskinna. En nú er ég búinn að lesa greinina þína, sem reyndist eins- og við var að búast, skrifuð í anda þeirrar ágætu kenníngar að hafa jafnan það sem skemmtilegra reynist, þótt ekki skaði að eitthvað af því sé sannleikanum samkvæmt. Tilmælin til mín og annarra borgarbúa eru skýr: Ver- ið ekki að kássast uppá okkar jússur, við eigum landið utan borgarmarkanna og spyrjum hvorki kóng né prest hvað við gerum við það. En ég er nú af ættum frægra þrjóskuhausa einsog þú veist og læt ýmislegt koma mér við þótt enginn hafi pantað hjá mér „sér- fræðilegt" álit. Og þar sem undir- ritaður er hér óneitanlega hreinn og beinn hagsmunaaðili, bæði sem kjötæta og þátttakandi í víð- feðmu niðurgreiðslu-, styrkja-, uppbóta- og fullvirðisréttarkaup- kerfi, og þótt þínum ágætu um- bjóðendum þyki skrif mín eflaust með réttu ófullkomin og afgreiði þau sem slettirekuskap úr enn einum hrokafullum, óupplýstum Reykvíkíngnum, þá áskii ég mér samt fullan rétt tilað hafa skoðun á því sem bændur eru að bardúsa, nema banna eigi okkur Reykvík- íngum fyrir fullt og fast að hafa skoðanir á því sem gerist fyrir utan borgarmörkin? Vilja bændur ekki ráða því hvað við étum hér í Reykjavík; nota þeir ekki óeðlilegan liðstyrk ✓ Olafur Haukur Símonarson skrifar sveitamanna á Alþíngi og fé úr ríkissjóði til þess að stýra átvenj- um okkar? Meðal annars þess- vegna, kæri vinur, þykir mér ekki nema eðlilegt að við sem þraukum hér á malbikinu höfum skoðun á því hvernig bændur og ferfætlíngar á þeirra snærum gánga um landið; sameignina sem á tyllidögum er nefnd landið okkar. Ef þetta land er ekki hugs- að sem „einnota“, heldur ætlað að duga komandi kynslóðum, þá vil ég fá að velja, gerist þess þörf, á milli þriggja ára gamals, skraufþurrs rollukjöts og gras- svarðarins. Þú nefnir að ég sé undir annar- legum áhrifum þess vonda manns Jónasar Kristjánssonar, sem í áratugi hafi starfað að því að berja á bændum í dagblöðunum. Ennfremur er ég sakaður um að hafa lesið Alþýðublaðið. Það ágæta blað sé ég því miður aldrei, en ætti kannski að bæta úr því. Hvað Jónas áhrærir, þá hef ég, einsog sumir bændur, stundum haft gagn af því að lesa stórkarla- legar greinar hans; ekki endilega tilað vera þeim sammála; jafnvel fremur til þess að vera þeim ósammála. Það er nefnilega hollt og nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfé- lagi að hlusta á þá sem hafa aðrar skoðanir en maðursjálfur. Raun- ar held ég að skrif Jónasar um landbúnaðarmál hafi verið afar nauðsynlegur póstur í umræð- unni um það með hvaða tilkostn- aði við viljum framleiða kjöt hér á landi. Þú segir „að það hafi orðið gagnger bylting í beitarmálum, þótt enn sé langt í land.“ Ég verð að viðurkenna að mér finnst bylt- íng ekki nógu gagnger ef enn er lángt í land. Og vel að merkja, sönnunarbyrðin hvílir á þér og þínum mönnum; þið verðið að sanna það með óhrekjandi hætti að verið sé að bæta en ekki að eyða sameign landsins barna. Og meðan stærstur hluti þjóðarinnar og málsmetandi vísindamenn halda því fram að gróðri landsins hraki stöðugt, m.a. sökum of- beitar, hlýtur mér og öðrum sak- leysíngjum að vera óhætt að spyrja ánþess að eiga á hættu að fá á okkur leigumorðíngja: Er bráðnauðsynlegt að hafa sauðfé á beit þarsem gróðurinn er við- kvæmastur eða landið beinlínis að blása upp? Grunnstefið í grein þinni er gamalt, hann Agnar forveri þinn söng það líka; útsetníng Agnars var auðvitað snautlegri og fúlli en þín; og svo ert þú þeim mun betri söngvari en hann að þér er því miður treystandi tilað dáleiða ótal hænuhausa með hugljúfum Ijóðum um það að bændur séu þyrjaðir að töfra gras og runna uppúr flögunum, sauðfé hafi fækkað (ætli það sé ekki bara vegna riðu?), og að bændur eigi ekki bara landið frá jökulþúfum og 300 metra á haf út, heldur hafi samtök þeirra jafnan réttar skoð- anir á landnýtíngu. Það vill svo til að okkur höfuð- borgarbúum leyfist ennþá að fara út um sveitir og upp urn afrétt, þótt við séum á þeim ferðum okk- ar hundeltir og skattlagðir af bændum sem þykjast eiga hvern stokk og hvern stein, hverja lækj- arsprænu, árog vötn, fuglinn sem flýgur yfir, hverina, berin á lyng- inu; jafnvel skelfiskinn í fjöru- borðinu. Og mér sýnist þurfa. kæri vinur, blindan mann tilað láta sér sjást yfir þá staðreynd að blessað sauðféð er oftar en ekki einmitt að naga þarsem síst skyldi. Ég veit þú hlýtur að hafa staðið agndofa og horft á þessar fríðu skepnur með rofabörð heilla sveita á hryggnum. Og ef þú þrátt fyrir allt kannast ekki við þetta, þá hefur heilaþvotturinn hjá þeim í Bændahöllinni tekist betur en ég átti von á. Það má vel vera að einhverjir „gróðurfarssérfræöingar" á snær- um sauðkindarinnar „séu sam- mála um að sauðfé sé ekki of margt í landinu", einsog kemur fram í grein þinni. En það er ekki kjarni málsins, þótt auðvitað sé sauðfé of margt á meðan engin leið er að fá fólk tilað éta allt það dilkakjöt sem framleitt er, þrátt- fyrir hressilegar niðurgreiðslur og stanslausan áróður fyrir þess- arifæðu. Nei, kjarni málsins er sá sem ég vék að í grein minni: sauðfé er ekki á réttum stöðum að naga. Og um þetta er ástæðu- laust að karpa, jafnvel þótt mað- ur fái borgað fyrir það. Og tilað fyrirbyggja misskiln- íng, þá ætla ég að upplýsa að ég á ágæta kunníngja í bændastétt sem eru, þótt undarlegt megi virðast, sammála mér um það meginatriði að vit þurfi að hafa fyrir rollunni. Sauðkindin hefur nefnilega þá merkilegu áráttu að vilja ekki endilega éta gras þar- sem það er mest og safaríkast og jarðvegur með öflugasta samloð- un. Stundum virðist skepnan þvertámóti hafa gert þá sam- þykkt á fjöldafundi að aldrei skuli hún stansa og bíta gras þar- sem mannskepnunni líkar best. Og í beinu framhaldi af þessum sannindum hafa menn fyrir löngu tileinkað sér listina að girða; það má heita klassísk aðferð sé vilji fyrir því að gróður haldist eða aukist á einhverjum tilteknum bletti. Og hvað varðar rit Adams frá Brimum og fleiri genginna blek- bænda sem skrifuðu á latínu um „íslensk smáhýsi gerð úr fisk- beinum", þá hélt ég satt að segja að þín skáldlega taug, Ólafur minn, væri það digur að þú sæir að þarna væru vitrir menn með táknsærri aðferð að gera ljóst að hús þjóðarinnar yrðu um ókomna tíð byggð úr fiski: þeim fiski sem einn geti haldið lífinu í þjóðinni og landinu í byggð. Og veittu því athygli næst þegar þú lítur uppúr sálmabók sauðkind- arinnar í skrifstofunni þinni vest- ur á Melatorgi: Bændahöllin er líka byggð úr fiskbeinum. Þinn einlægur, Ólafur Haukur Símonarson p.s. Þetta verða mín lokaorð, kæri vinur, um þessi rollumál. En í Ijósi þess að ég er greinilega ekki réttur aðili tilað sannfæra um að gróðri landsins sé engin hætta búin af ofbeit, þá leggég til að þið embættismenn sauðkindarinnar reynið við t.d. samtökin Land- vernd. Ogmér sýnistþurfa, kœrivinur, blindan mann til að láta sér sjást yfir þá staðreynd að blessað sauðfé er oftar en ekki einmitt að naga þarsem síst skyldi setja stillimynd á hreyfingu ÖgmundurJónasson skrifar Ríkisstjórn íslands verður nú tíðrætt um kreppu og samdrátt í þjóðfélaginu. Flestir eru sam- mála um orsakir þessarar kreppu. Óskynsamlegar fjárfest- ingar og óhóflegur fjármagns- kostnaður um margra ára skeið. Af þessum sökum sé þjóðin van- búnari en ella að taka áföllum og þess vegna sé nú ekki hægt að auka kaupmátt launa. En kaup- mátt hverra? Á íslandi hefur launamisrétti aukist mjög í seinni tíð og hefur einkum tvennt valdið þessu. Þeir hafa fitnað á bitanum sem hafa hagnast á fjármagnsokri og einn- ig hefur launakerfið aflagast vegna þess að samið hefur verið um svo lága kauptaxta, að menn hafa neyðst til að fara út á þá braut að bæta kjörin með óum- sömdum og þar af leiðandi ótryggum yfirborgunum. Þeir sem standa best að vígi í fyrirtækjum og stofnunum fá mest í sinn hlut. Þessum greiðslum er ekki réttlátlega skipt og þær eru ekki viður- kenndar á borði, þannig að ellilíf- eyrisþegar og aðrir viðmiðunar- hópar kauptaxtans fá ekki notið þeirra. í BSRB býr fólk við ósæmilega lága kauptaxta og þeg- ar tekið er mið af þjóðfélaginu öllu er launamunur þar lítill. Þess vegna er rakin leið til kjarajöfnu- nar sú, að hækka kauptaxtana til samræmis við augljósar þarfir menns launafólks eru allt of lágir og ef mönnum er einhver alvara í því að vilja jafna lífskjörin í landinu þá verða þessir taxtar að hækka. Sé litið til samfélagsins pólitískrar stefnu ríkisvaldsins og með sama hætti verður að auka kaupmátt og jafna lífskjörin með pólitískri beitingu ríkisvaldsins. Undan þessu verður ekki vikist. „Ríkisstjórnin þarfað sýna í verkiþað sem hún upphaflega kvaðst œtla að vinna að, ístað þess að gera kaupmáttarrýrnun að sérstöku stefnumiði sínu... Nú er kominn tími til breytinga, - að setja stillimynd á hreyfingu. “ fólks. Launakrefi sem ekki gengur upp og lappa þarf upp á undir borði er ekki eftirsóknar- vert. Hjá ríki og bæ hefur jafnan vér- ið miklu minna um einstaklings- bundnar yfirborganir en annars staðar á launamarkaðnum. Þetta hefur þó færst í vöxt á síðustu árum vegna tregðu viðsemjand- ans að viðurkenna staðreyndir. Þær staðreyndir sem nú þarf að viðurkenna eru að taxtar al- alls er ljóst að breyta þarf tekju- skiptingunni, samsetningu launa- reiknings þjóðarinnar og færa hann í réttlætisátt. Það ber vott um íhaldssama hugsun hjá ríkis- stjórninni að segja, að ekki sé svigrúm til kaupmáttaraukning- ar. Þessi hugsun er íhaldssöm að því leyti, að hún byggir á sýn sem sér þjóðfélagið í kyrrstöðu, í stillimynd. Hafa 'ber í huga að kaupmátt- arrýrnunin hefur orðið í kjölfar Ríkisstjórn sem ekki vill og ekki ætlar sér að jafna lífskjör á ekki erindi við íslenskt launafólk í dag. Við í hreyfingu launafólks verðum að setja slíkan þrýsting á ríkisvaldið. En hvað með okrið? Jafnvel það er í stillimynd þrátt fyrir há- værar yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um að tekist skuli á við það. Ég man ekki betur en ég læsi það í blöðunum löngu fyrir jól, að hún ætlaði sér stóra hluti á þessu sviði. Síðan hefur hver vikan liðið af annarri þar sem okurbyrðarnar hafa vaxiö jafnt og þétt. Fyrir mjög stóran hóp launafólks er um alvörumál að ræða. Gera menn sér grein fyrir því hve algengt það er að helmingur heimilistekna fari í vexti og afborganir af húsn- æði? Okrið hefur þannig áhrif á kaupmáttinn. Árum saman hefur þjóðin krafist lækkunar vaxta og árum saman hefur almenningur bent á að okurstefnan hafi keyrt þús- undir heimila í rúst. Það er hins vegar eins og menn skilji ekkert fyrr en fyrirtækin fara að bogna, þá fyrst ranka menn við sér. Það hefur ríkisstjórn íslands loksins gert, en aðeins í orði. Ríkisstjórnin þarf að sýna í verki það sem hún upphaflega kvaðst ætla að vinna að, í stað þess að gera kaupmáttarrýrnun að sérstöku stefnumiði sínu, eins og ráða mætti af yfirlýsingum fjármálaráðherra nýverið. Nú er kominn tími til breytinga, - að segja stillimynd á hreyfingu. Ögmundur er formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Laugardagur 4. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.