Þjóðviljinn - 04.02.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Síða 7
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Byron eftir Sigrid Combúchen lKbCUEX Sænsku bækurnar sem lagðar voru fram til Norðurlandaverð- launa að þessu sinni eru tvær pál- þykkar skáldsögur. Sú sem hér verður sagt frá núna er eftir konu sem heitir Sigrid Combuchen og er af þýskum ættum. Hún hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu en þetta er fjórða bók hennar. Skáldsagan heitir Byron og fjallar um Byron lávarð - eða kannski öllu heldur áhugann á því ágæta ljóðskáldi. Þetta er að mörgu leyti einkennileg skáld- saga. Hún er 495 síður á lengd, höfundur er á slóðum póstmód- ernismans svokallaða og tekst að fjalla um nærri því öll tískuvið- fangsefni síðustu ára í bókinni. f skáldsögunni Byron fer tveim sögum fram og báðum lýkur á því að horfst er í augu við ástina og dauðann. Fyrri sagan gerist á fjórða áratugnum og segir frá nokkrum Byronistum í Notting- hamskíri á Englandi þar sem óðal Byronættarinnar stendur. Seinni sagan fjallar um Byron lávarð sjálfan og gerist undir lok átjándu aldar og í byrjun þeirrar nítj- ándu. Ensku Byronistarnir í fyrri sög- unni eru ekkert sérstaklega merkilegt fólk. Þeir búa í þorpi og smábæjarsiðferðið þvingar þá til að fela þrár sínar og drauma. Áhuginn á Byron lávarði samein- ar þá og þeir stofna eins konar klúbb til að hylla þennan frægasta sveitunga sinn. í daglegu lífi eru þeir andstæða Byrons sem hundsaði hversdags- lega meðalhegðun og lagði sig all- an fram um að vera siðspilltur og heillandi. Byronistamir stefna að Byronshátíð árið 1938 þegar 150 ár eru liðin frá fæðingu lávarðar- ins. Bók Sigrid kom út í fyrra, 200 árum eftir að hann fæddist. Byronistarnir ætla að heiðra skáldið, hver með sínum fyrir- lestri. Þeir skipta efninu á milli sín og halda marga notalega fundi yfir bjór og púnsi og velta því fyrir sér hvers vegna ekkert gangi að semja fyrirlestrana. Eftir hátt á fjórða hundrað síður verður ljóst að þetta ætlar ekki að takast hjá þeim. Það er búið að skrifa alltof mikið um Byron til að þeir hafi nokkru við að bæta. Hins vegar hafa þeir skrifað undir rós heilmikið um sjálfa sig, fyrir- myndir sínar og framtíð í ösku. í leit að áþreifanlegri viðfangsefn- um fer einn þeirra félaga á svo- lítið kvennafar með þýskri konu aftandigurri eins og stendur þar, og það er þessi ofurhugi sem sannfærir hina um að þetta sé ekki til neins. Þá koma þeir sér saman um að rjúfa gröf Byrons til að sjá hann og öðlast með því skilning á því hver hann var. Ákvörðunin kem- ur lesanda ekki á óvart því bókin hefst á eftirmála sem segir frá því þegar þeir litu inn í grafhýsi Byronættarinnar. Það sem þeir sáu þar var að Byron var ekkert annað en hulstur utan af löngu liðinni þrá. Fyrirlestrarnir sem þeir skrifa eiga það eitt sameiginlegt að fjalla ekki um skáldið. Þrá höf- undanna hlutgerist í manni sem Kristján Jóhann Jónsson skrifar hefur legið dauður í 150 ár en textar þeirra fjalla ekki um hann. Allir reyna þeir að yfirfæra eigin vandamál á Byron en koma aldrei auga á hvemig þeir spegl- ast sjálfir í því sem þeir skrifa. Lesendur fá miklu meira að vita um Byron í þeim hluta skáldsög- unnar sem fjallar um hann og þær upplýsingar stangast allar á við fyrirlestra Byronistanna. Reyndar er Byron ekki alltaf viðstaddur í eigin sögu heldur. Samtímamenn hans sem þar segja frá eru líka uppteknir af sjálfum sér. Sigrid Combuchen túlkar Byr- on sem hreinræktaðan „narsiss- ista“, aðalsmann með hæpna geðheilsu en gríðarlega hæfi- leika. Framar öllu er hann rétt- borinn sonur rómantíska tíma- bilsins, en eins og kunnugt er minnir það breytingaskeið um sumt á okkar daga. Sá Byron sem Sigrid lýsir vill frelsi, ekki síst í kynlífi. Hann er kvensamur með afbrigðum, drýgir blóðskömm með systur sinni og stundar samkynhneigðar ástir. Sigrid er sem sagt á því að allt sé satt sem sagt er um djöful- ótt kynlíf skáldsins. Byron er mikill yfirborðsmað- ur, gersamlega heillandi og tál- dregur nánast alla sem nálægt honum koma. Þegar hann beitir sér eru persónutöfrar hans yfir- þyrmandi, þeir sem láta heillast hafa aldrei mætt jafnmiklum skilningi og innsæi, aldrei fundið jafnmikla umhyggju og ást - þangað til hann verður leiður á leiknum. Kynnin af Byron skilja eftir söknuð hjá þessu fólki og löngun til að láta heillast aftur. Sjálfur er Byron lávarður ósnortinn. Hann notar annað fólk, fullur af mannfyrirlitningu, og hegðar sér eins og harðstjóri við þá sem elska hann. Engu að síður er andlátskvæði Byrons lofgjörð til ástarinnar. Byronistarnir í enska þorpinu árið 1938 eru svo uppteknir af Byron að þeir fara meira eða minna á mis við sjálfa sig, en Byr- on lávarður er svo upptekinn af sjálfum sér að hann áttar sig ekki á því fyrr en við dauðans dyr að ástin var það eina sem hann þráði. Þá er tíminn útrunninn. Og hvað er tími? Hvað er ást? Höfundur bókarinnar er of glúrin til að reyna að svara því. Byron er athyglisverð skáld- saga en fræðilegri en góðu hófi gegnir. Yfirfærslurnar í sögunni eru flóknar því allir eru að tala um sjálfa sig þegar þeir tala um aðra. Viðfangsefnið er fjarver- andi í sögunni, enda þykir annað tæpast mannasiðir nú til dags. Tíminn er margvíslega brotinn upp því hundrað og fimmtíu ár eru milli sagnanna tveggja sem báðar enda á dauða Byrons, og hvorug þeirra fylgir venjulegri tímaröð. Draumurinn um sam- hengi í brotakenndum veruleika er líka tekinn til rækilegrar með- ferðar. í Byron er með öðrum orðum boðið upp á „póstmóderníska“ matseðilinn á veitingahúsi róm- antíska tímabilsins sem bók- menntafræðingar hafa haft brennandi áhuga á undanfarið. Frásögn og spenna eru í lágmarki á þessum 495 síðum sem þar að auki krefjast töluverðrar þekk- ingar á Byron lávarði, rómantík- inni og ýmsu öðru. Fyrirgefið! í verðlauna- krossgátunniíNýja Helgarblaðinu í gær hafði gleymst að setja inn lykilorðið. Verð- launin eru skáldsagan Paskval Dvarte og hyski hans, eftir Camilo José Cela, í þýðingu Kristins R. Ólafssonar. I reitina að neða á að koma bæj- arnafn.ogþaðáað senda Þjóðviljanum, Síðumúla 6, R., merkt „Krossgátanr. 29“. Jí 9 (s> á\ i i )2 7 25 2* zr i £ 3 s V s 6 V- 7 . Ý 4 y W~ // 12 z ' ;/ (o 32 /7 )S . 9 7 )S )b (o )? m )<i\ )(o (<> ¥■ SP io 1 (p V w~ í) 22 )(s> IS W /ý i/ 23 i y i 27 r TT~ Œ 7 é jv- 2) )<7 & )v 8 )2 27 V /4 4 6 )2 Z3 2Ý S <7 zf 2J 26 2S y )T 27 (s> 7 2J !p V (P u 27 22 4 ÍL v- 23 ea % V- JS V 2S 27 )Z 23 2> w~ 2J V y Z6 nr 21 12 2) 8 n b H 5 24 /9 7- 7, ZJ^ 2J (e w~ 7 22 26 (p $2 >6 2£>' 27 n IV- W U> )o 22 12 T5 4 )7 23 7— W 26 /4 w~ 23 23" v- 26 9? )/ 27 7 3o T. Ti~~ 6 2k /4 6 17 22 V V 27 AÁBDÐEÉFGHIÍJKL-MNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. AUSTURBÆR Efrihlíð v/Stigahlíð s. 83560 Hlíðaborg v/Eskihlíð s. 20096 BREIÐHOLT Jöklaborg v/Jöklasel s. 71099 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í ál- klæðningu á Nesjavallaæð. Heildarmagn 88.000 m2. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mars 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar Borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í málun á dagvistunarhúsnæði Reykja- víkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. febrúar 1989 kl. 11. í INNK'AUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar Borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í reglubundið viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 1. mars 1989 kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Sálfræðingur Laus er staða yfirsálfræðings við Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefur yfirsálfræðingur í síma 622760 : eða yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. -------------------------------------i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.