Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Paragvœ Stroessner steypt Deilur innan valdaklíku orsökin - hefur ríkt lengur en nokk- ur annar núverandi amerískur valdhafi Alfredo Stroessner, einræðis- herra í Paragvæ, var steypt af stóli á gærmorgun. Hann hafði þá ríkt í 34 ár og hefur enginn annar núverandi atnerískur rikisleið- togi setið lengur að völdum. Að uppreisninni stóð nokkur hluti hersins undir forustu Andresar Rodriguez hershöfðingja. Að minnsta kosti 12 manns féllu í bardaga niilli uppreisnarmanna og stuðningsmanna Stroessners við heimili hans í úthverfi höfuð- borgarinnar Asuncion í fyrrinótt, áður en Stroessner gafst upp. Juan Ramon Chaves, fyrrum leiðtogi Rauðaflokks (Colorado) svokallaðs, hefur tilkynnt að hann hafi tekið að sér að vera forseti í þrjá mánuði, og þann tíma muni flokkurinn nota til að velja forseta, er sitja muni út það fimm ára kjörtímabil er Stro- essner lét kjósa sig til í febr. f.á. Rauðiflokkur, sem er íhalds- samur þrátt fyrir litinn, hefur ver- ið einskonar ríkisflokkur landsins alla stjórnartíð Stroessners. Stroessner er 76 ára, fæddur 1912 í borginni Encarnacion í Paragvæ. Móðir hans var af virð- ingarætt þarlendri en faðirinn, Hugo Stroessner, þýskur bjór- bruggari, ættaður frá Bæjara- landi og hafði flust til Paragvæ um s.l. aldamót. Hann auðgaðist þar á timburverslun. Alfredo Stroessner skólaðist í móðurlandi sínu og í Brasilíu, gekk síðan í herinn og hækkaði hratt í tign eftir Chacostríð Bólivíu og Para- gvæs 1932-35, en í því þótti hann var hershöfðinginn grunaður um stuðning við Chaves og hans fylg- ismenn og er talið að einræðis- herrann hafi verið í þann veginn að víkja honum úr embætti. Dyggustu fylgismenn Stroessners kváðu fyrir sitt leyti hafa hugsað sér að eldri sonur hans, Gustavo, tæki yið forsetatign af föður sín- um. Ymsir Paragvæmenn höfðu um skeið látið í ljós ótta um, að líkur væru á að blóðugar skærur brytust út milli hinna andstæðu fylkinga innan Rauðaflokks. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía 1000 listamenn mótmæla fangelsun Havels Yfir 1000 tékkóslóvakískir listamenn og aðrir atkvæða- menn á þeim vettvangi hafa undirritað áskorun til stjórn- valda landsins um að láta lausan hið þekkta leikritaskáld Vaclav Havel, sem handtekinn var 16. jan. s.l. Margt þessa fólks er í kommúnistaflokki landsins og annað hefur hingað til hliðrað sér hjá afskiptum af stjórnmálum. Margir þeirra, sem undirritað hafa áskorunina, en meðal þeirra eru leikarar fjölmennastir, eru landsþekktir ekki síst fyrir tilstilli sjónvarps. Má því ætla að erfitt sé að hundsa mótmæli þeirra alger- lega. Haft er eftir rithöfundi ein- um úr hópi andófsmanna að áskorun þessi marki tímamót í sögu landsins, þar eð flestir þeirra sem undirrituðu hana hafi hingað til verið taldir tryggir valdhöfum. Hafi þeim því brugð- ið illa í brún við áskorunina. „Þetta er í fyrsta sinn í 20 ár sem fólk sem heyrir kerfinu til segir eitthvað gegn því," sagði annar andófsmaður. Havel, sem er einn stofnenda Carta-77, kunnra baráttusam- taka fyrir mannréttindum, er auk tveggja félaga sinna, sem hand- teknir voru um sama leyti, sakað- ur um „skrílslæti," en út á það er ekki ólíklegt að hann yrði dæmd- ur til tveggja ára fangelsisvistar. í áskoruninni er ummælum opin- berra fjölmiðla um handtöku Ha- vels lýst sem „móðgandi og ósönnum". Þar stendur ennfrem- ur: „Sem menningarverkamenn erum við sannfærðir um, að ekki er hægt að Ieysa vandamál þau félagsleg, er fyrir hendi eru, eða breiða yfir þau með gróusögum, fangelsunum og valdbeitingu." Reuter/-dþ. Stroessner - tengdafaðir sonar hans snerist gegn honum. standa sig vel. Hann varð yfir- hershöfðingi 1951 og hagnýtti að rómanskamerískum vana þá að- stöðu til að ræna völdum 1954. Síðan hefur Stroessner, sem af löndum sínum var ýmist kallaður Þjóðverjinn eða El Rubio (sá ljóshærði) stjórnað Paragvæ með harðri hendi og verið meðal verst þokkuðu einræðisherra heims. Deila innan ráðandi klíku landsins mun hafa verið undirrót stjórnarbyltingar þessarar. Rauðiflokkur klofnaði 1987 og var þá Chavesi vikið frá flokks- formennsku. Dóttir Rodriguezar hershöfðingja er að vísu gift yngri syni Stroessners, en engu að síður Vestur-Þýskaland Kohl svarar gagnryni Segir ásakanir Bandaríkjamanna um tregðu Vestur-Þjóðverja íNató- samstarfi ástæðulausar Helmut Kohl, sambandskansl- ari Vestur-Þýskalands, sagði í viðtali, sem birtist í gær í Múnc- henblaðinu Siiddeutsche Zeitung, að sér líkaði ekki nógu vel að merki sæjust þess, að Bandaríkin væru farin að líta á Vestur- Þýskaland sem óáreiðanlegan bandamann. Átti kanslarinn í því sambandi við ummæli Johns Tower, sem Bush hefur útnefnt varnarmálaráðherra sinn, þess efnis að hin nýja Bandaríkja- stjórn myndi krefjast aukinna framlaga af bandamönnum sín- um í Nató upp í sameiginlegan kostnað. Ennfremur sagði Tower, að Bushstjórnin ætlaðist til þess af vesturþýsku stjórninni að hún tæki afdráttarlausa afstöðu með þeirri fyrirætlun Atlantshafs- bandalagsins, að endurnýja í vor skammdrægar kjarnaflaugar sínar í Evrópu. Stjórn Kohls hef- ur dregið á langinn að taka ák vörðun í því máli, enda er mikil andstaða í landinu gegn endur- nýjun vígtóla þessara. Margir telja hana óþarfa, vegna batn- andi samskipta austur- og vestur- blakkar og fækkunar í herjum austantjalds. í viðtalinu kvað Kohl engum farast að bera Vestur-Þýskalandi á brýn vöntun á holíustu við Nató. Hann benti á, að í landinu væru um 900.000 hermenn, er- lendir og innlendir og bætti við: „Ekkert annað ríkja Atlantshafs- bandalagsins ber svo þunga byrði af þessu tagi sem við." Reuter/-dþ. Paragvœ Um land og fólk Paragvæ (Paraguay) er 406.752 ferkflómetra að stærð og um- kringt Brasilíu, Argentínu og ltól- ivíu; nær þannig hvergi að sjó. Landið heitir eftir 11jótinu Parag- uay (Páfagaukafljóti) sem gegn- um það rennur. Austan lljóts er frjósamt land og þéttbýlt og stunda menn þar einkum akur- yrkju, en kvikfjárbúskap í þurr- ari héruðum vestan fljóts. íbúar eru um 3.800.000, flestir mestísar, þ.e.a.s. kynblendingar hvítra manna og indíána. „Hvít- ir" teljast í hagskýrslum aðeins þrír af hundraði landsmanna, og eru flestir þeirra af þýskum ætt- um. Þorri landsmanna er kaþ- ólskur. Höfuðborg er Asuncion með um 700.000 íbúum. Spánverjar komu til landsvæð- is þess, er síðar varð Paragvæ, skömmu fyrir miðja 16. öld. Þar voru þá fyrir Gvarani-indíánar, sem blönduðust komumönnum. Yfirleitt var það svo í Ameríku, þar sem sigurvegarar og land- nemar frá Evrópu settust að, að innfæddir runnu saman við þá og tóku tungu þeirra, en ekki öfugt. Paragvæ er undantekning á þess- ari reglu, því að þar talar þorri manna jöfnum höndum spænsku og indíánamálið gvaraní, og báð- ar tungur eru opinber mál lands- ins. Lfklega hefur þetta orðið þannig vegna þess að Paragvæ er tiltölulega afskekkt. Þegar Spánn missti Ameríku- veldi sitt á fyrstu áratugum 19. aldar fylgdi Paragvæ þar með, og var það lýst sjálfstætt ríki 1811, aðallega vegna þess að lands- menn vildu ekki sameinast arg- entínska ríkinu, sem þá var stofn- að. Árið 1865 lenti þáverandi ein- ræðisforseti Paragvæs, sem Lop- ez hét, langaði til að líkjast Napó- leoni mikla og hafði komið sér upp stærsta her í Suður- Ameríku, í stríði við Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ. Paragvæ- menn biðu ósigur eftir harða vörn í fimm ár, og var þá um helming- ur landsmanna fallinn í valinn. Það var fyrst um 1930, sem lands- menn urðu aftur álíka margir og þeir höfðu verið fyrir stríð þetta. Þá lentu þeir í öðru stríði, Chac- ostríðinu 1932-35 við Bólivíu, unnu það og tóku af granna sín- um allstórt landflæmi. Upp- lausnarástand var í stjórnmálum um þær mundir, og árin 1927-54 ríktu í Paragvæ ekki færri en 22 forsetar. Fæstum þótti þó betra taka við er Stroessner hafði rænt völdum 1954, því að hann reyndist harð- stjóri hinn mesti. Stjórn hans varð ein þeirra illræmdustu í heimi fyrir kúgun, pyndingar og önnur brot gegn mannréttindum. Stroessner var einkum að því leyti frábrugðinn öðrum róm- anskamerískum einræðisforset- um, að hann reyndist úthalds- betri en flestir hinna. Hann lét kjósa sig á forsetastól ekki sjald- nar en átta sinnum, en engum datt í hug að taka þær kosningar alvarlega. í alþjóðamálum var Stroessner jafnan Bandaríkjunum innan- handar og hafði stuðning þeirra á móti. En viss stirðleiki hljóp í það samband á s.l. áratug, er Carter Bandaríkjaforseti tók að prédika fyrir rómanskamerískum banda- mönnum sínum um mannrétt- indi. Þrýstingur þaðan og víðar utan frá leiddi um síðir til þess að Stroessner sá sér þann kost væn- stan að draga úr harðstjórninni. Þar kvað nú vera tiltölulega fátt pólitískra fanga, og stjórnarfar hefur orðið frjálslegra síðustu árin. Fyrir utan harðstjórnina hefur Paragvæ Stroessnertímans illt orð á sér út af tvennu. Stríðs- glæpamenn úr flokki þýskra nas- ista fengu þar margir griðland eftir heimsstyrjöldina síðari, þeirra á meðal Josef Mengele læknir, sem talinn var ábyrgur fyrir dauða um 400.000 gyðinga og stundaði „læknisfræðilegar" tilraunir á börnum. Annað er að mafíulið, eiturlyfjasalar og annar þesskonar lýður hefur jafnan get- að athafnað sig í Paragvæ í friði fyrir stjórnvöldum og skipulagt þaðan bissniss í öðrum löndum, væntanlega gegn einhverri þókn- un til ráðamanna. Paragvæ var lengi talið eitt mesta fátækrahús Rómönsku Ameríku, en úr því hefur að nokkru verið bætt síðustu ára- tugi. Iðnvæðing er hröð og bygg- ist einkum á samvinnu við Brasil- íu og Argentínu um stórfelldar vatnsvirkjanir. Á síðari hluta 8. áratugs og fyrrihluta þess 9. var Paragvæ þannig eitt hagvaxtar- mestu landa heims. dþ. S RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnseftirlit Starfsmaður óskast til rafmagnseftirlitsstarfa á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar. Menntun rafmagnsverkfræðings nauðsynleg. Garðyrkjumaður Starfsmaður óskast með menntun í garðyrkju- störfum. Helstu verkefni eru vinna við ræktun og umhirðu lóðaog svæða Rafmagnsveitunnar, auk skipulagningar og verkstjórnar sumarvinnufólks. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 13. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar að Suður- landsbraut 34. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 686222 á milli kl. 10.00 -12.00 f.h. Starfsmannastjóri Laugardagur 4. febrúar 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9 Styrkur til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendinga til háskóla- náms í Hollandi skólaárið 1989-90. Styrkurinn er einkum ætlaöur stúdent sem kominn er nokkuð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhaldsnáms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjárhæðin er 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 25. febrúar nk. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytiö, 3. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.