Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNÍNGIN — Hvernig líst þér á inn- göngu Borgaraflokksins í væntanlega ríkisstjórn? Magnús Bjarnfreðsson f ramkvæmdastjóri: Jú, mér líst bara vel á það, ef það styrkir stjórnina og samkomu- lagið verður betra en verið hefur. Agnes Kr. Ólafsdóttir húsmóðir: Ég hef svo lítið vit á pólitík. Ann- ars líst mér bara vel á Borgara- flokkinn. En hvernig er það, er Albert ekki að fara til Frakklands? Guðjóna Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur: Mér líst illa á það. Það eru nógu margir flokkar fyrir. Lilja Hjartardóttir gjaldkeri: Ekki vel. Það er allt nógu flókið, með þeirra þátttöku held ég að það verði bara flóknara. mmsxmm ¦ ' ¦ . i ÍR lÉSí í':.iM: «J Wm %i3• Gunnar Þór Elfarsson verslunarstjóri: Ég efa að það breyti nokkru, en þó líst mér ekki illa á Borgara- flokkinn. þJÓÐVILIINN Laugardagur 4. febrúar 1989 25. íölublað 54. órgangur SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 Á LAUGARDÖGUM 681663 Einbeitnin skein úr augum þessara sex ára barna sem gerðu sér ferö úr Æfingadeild Kennaraháskólans í Norræna húsiö í cjær. Ljósm. ólg. Norrœna húsið Þaðþarf að mála mynd Straumur barna á dagskrá Barnabókaráðs. Ráðstefna um barnamenningu ídag. Bókmenntir, leiklistog myndsköpun á dagskrá í nœstu viku Það var mikið um a'ð vera í samkomusal Norræna hússins í gær. Stöðugur straumur barna kom og hlustaði á upplestur og spreytti sig í myndsköpun. Um leið höfðu börniri tækifæri til þess að skoða sýninguna sem nú er í anddyri Norræna hússins á myndskreytingum úr norrænum barnabókmenntum. Það er Barnabókaráð sem á veg og vanda af þessu framtaki og þær Ólína Gestsdóttir mynd- menntakennari, Ragnheiður Gestsdóttir myndlistarmaður og Guðríður Þórhallsdóttir stóðu fyrir myndlistarverkstæðinu í Norræna húsinu í gær. Þá var Marteinn Sigurgeirsson einnig með leiðbeiningu í kvikmynda- gerð. Á ráðstefnunni um barnam- enningu, sem hefst í Norræna húsinuídagkl. 13.00 verðurfjall- að um nær allar greinar lista og bókmennta í þágu barna, og eru umræðuefnin sem hér segir: Harpa Hreinsdóttir fjallar um bókmenntir, Ásdís Skúladóttir um leiklist, Þórunn Björnsdóttir um tónlist, Ingibjörg Björnsdótt- ir um dans, Marteinn Sigurgeirs- son um kvikmyndir, Kristín Hild- ur Ólafsdóttir um myndlist, Vil- borg Dagbjartsdóttir um sagna- hefð og Þorbjörn Broddason um fjólmiðla. Einnig verða fyrir- spurnir og umræður. Eftir helgina mun dagskrá fyrir börn halda áfram í Norræna hús- inu. Sögustundir með upplestri verða á mánudag og þriðjudag kl. 13-15 og sunnudaginn 12. febrúar verður mikið um að vera, því þá verður bæði leiðbeint í leikrænni tjáningu og myndsköpun auk þess sem þau Herdís Egilsdóttir og Jónas Kristjánsson handrita- fræðingur munu standa fyrir sögustund. Eins og áður er getið er það barnabókaráð sem hefur veg og vanda af þessu starfi, en formað- ur þess er Ragnheiður Gestdóttir myndlistarmaður. -ólg- Tilkynning frá Fjárfestingarfélagi íslands hf. 23. janúar sl. gaf viðskiptaráðherra út „reglugerð um lánskjaravísitölu ril verðtryggingar sparifjár og lánsfjár". Samkvæmt þessari reglugerð er grundvelli lánskjaravísitölu breytt á þann veg að framfærsluvísitala, byggingarvísitala og svonefnd launavísitala gildi að þriðjungi hver í grundvelli hinnar nýju lánskjaravísitölu. Þessi nýja lánskjaravísitala á skv. ákvæðum reglugerðar að koma að fullu og öllu í stað þeirrar lánskjaravísitölu sem reiknuð hefur verið skv. lögum nr. 13/1979 og grundvallast að % á framfærsluvísitölu og að Vís á byggingarvísitölu. Skal hin nýja vísitala samkvæmt reglugerðum taka gildi 1. febrúar 1989. Fjárfestingarfélag íslands hf. vill fyrir hönd Verðbréfasjóðsins hf., Tekjusjóðsins hf., Marksjóðsins hf., Fjölþjóðasjóðsins hf., Frjálsa lífeyrissjóðsins og annarra umbjóðenda sinna taka fram, að félagið telur vafa leika á lögmæti þess að láta hina nýju vísitölu taka gildi um fjárskuldbindingar sem stofnað var til fyrir 1. febrúar 1989. Með vísan til þess gerir Fjárfestingarfélagið fyrir hönd umbjóðenda sinna, fyrirvara gagnvart öllum skuldurum þeirra, sem nú greiða af fjárskuldbindingum sínum samkvæmt hinni nýju vísitölu og áskilur sér rétt ril að krefja þá um þann mismun sem leiðir af því að hinni nýju vísitölu er beitt í stað hinnar eldri. (22^ FJARFESTINGARFELAGID Hafnarstræti 7 S (91) 28566, Kringlunni S (91) 689700, Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri S (96) 25000 Vetur í Portúgal 1 upp í 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Golfferðir Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Algarve eða á Lissabon- ströndinni. Verð frá kr. 53.200.- Einnig standa ykkur til boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Llssabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALG ARVE eða leikið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira. Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve. Vallargjöld á sérstaklega lágu verði. SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN evrópuferðir (rams KLAPPARSTÍG 25-27 ^,----- ^*—^TraUKíl 101 REYKJAVÍK, SÍMI628181. Travel HAMRABORG1-3,200 KÓPAVOGUR SÍMI641522 ________ FERÐAmVALHF TRAVEL AQENCYXJtP' HAFNAR§TRÆTI18, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.