Þjóðviljinn - 07.02.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 07.02.1989, Page 1
Þriðjudagur 7. febrúar 1989 26. tölublað 54. árgangur Ríkisstjórnin Uppgjör hjá Borgurum Albert eys Júlíus Sólnes skömmum og hótar stofnun nýs þingflokks. lngiBjórn segirsig úr viðrœðunefnd um stjórnar. myndun. Júlíus Sólnes: Ingi Björn er ungur og óþolinmóður Albert Guðmundsson fyrrver- andi formaður Borgara- flokksins hellti sér yfir Júlíus Sólnes núvcrandi formann flokksins í þingræðu á Alþingi í gærkvöld og sagði m.a. að for- maðurinn væri að láta draga sig á asnaeyrunum inn í ríkisstjórnina. Borgaraflokkurinn hefði ekki verið stofnaður til að styðja þessa ríkisstjórn og ef einhverjir þing- manna flokksins ætluðu að ganga til liðs við stjórnina myndi hann ásamt fleiri þingmönnum flokks- ins stofna nýjan þingflokk Borg- araflokksins. Hvorki Júlíus Sólnes né Óli Þ. Guðbjartsson formaður þing- flokks Borgaraflokksins voru í þingsal þegar Albert jós úr skálum reiði sinnar, en þeir áttu í viðræðum við forystumenn ríkis- stjórnarinnar um inngöngu Borg- araflokksins í stjórnina síðar í gærkvöldi. Ingi Björn Alberts- son, sem átti sæti í viðræðunefnd flokksins um stjórnarþátttöku, sagði sig úr viðræðunefndinni í gær. Hann telur flokkinn ekki hafa náð nógu miklu fram af kröf- um sínum. Albert Guðmundsson hefur haldið sig til hlés síðustu vikur varðandi viðræður samflokks- manna sinna við ríkisstjórnina. Hann hafði áætlað að taka við embætti sendiherra fslands í Par- ís í lok mars. Auknar líkur eru taldar á að ef af inngöngu forystu- manna Borgaraflokksins í ríkis- stjórnina verður, muni Albert hætta við eða fresta för sinni til Parísar. Júlíus Sólnes sagði í gær varð- andi afsögn Inga Björns úr við- yæðunefndinni að ekki hefði komið til tals að Ingi Björn segði sig úr Borgaraflokknum. „En Ingi Björn er ungur maður og kannski nokkuð óþolinmóður og ég hefði talið skynsamlegra fyrir hann að bíða eftir að úrslit fengj- ust í viðræðunum. En ég hef ekk- ert við þessa aðgerð hans að at- huga,“ sagði Júlíus. Hann sagði að það væri enn hnútur í málinu þar sem væri af- nám söluskatts á matvæli og kæmi hann í veg fyrir formlegar stj órnarmyndunarviðræður. „Hins vegar höfum við ákveðið, í samræmi við yfirlýsingu aðal- stjórnar flokksins, að reyna þetta til þrautar. Það er lítil hindrun í vegi fyrir því að við getum farið í þessar formlegu viðræður þótt það geti kostað strangar viðræður að ryðja þeirri hindrun úr vegi.“ Sagði Júlíus að Borgaraflokkur- inn ætti eftir að ræða efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar betur, ef til formlegra stjórnarmyndunar- viðræðna drægi. „Það er ekki búið að leggja fram endanlegt frumvarp um þessar efnahagsað- gerðir, þannig að það á eftir að færa þetta í endanlegan búning.“ Skák Karpov vann Þótt Jóhann Hjartarson tæki loks við sér undir lok einvígis þeirra Anatólíjs Karpovs, fyrrum heimsmeistara, og velgdi honum lítillega undir uggum þá var hann aldrei nærri sigri. Sovéska skák- vélin gekk róleg og örugg að vinningi sínum: 3,5 gegn 1,5. Helgi Ólafsson stórmeistari og Þjóðviljaskríbent greinir frá ein- vígislokum og skýrir skákir. Sjá síðu 5 Margrét Frímannsdóttir þing- flokksformaður Alþýðubanda- lagsins sagði að lítið hefði þokast í viðræðunum við Borgaraflokk- inn. „Mérfinnst tillögur Borgara- flokksins afskaplega óljósar og ef þeir koma inn í ríkisstjórnina verða þær að skýrast. Það eru mjög miklar viðræður eftir, því þingið er búið að ráðstafa þeim tekjustofni sem söluskattur á ma- tvæli er og ef sá tekjustofn er felldur niður, vil ég sjá hvað menn ætla að gera í staðinn," sagði Margrét Frímannsdóttir. -phh/-4g Þrátt tyrir hörð átök í þingflokki Borgaraflokksins brosti Júlíus Sólnes breitt á þingfundi í gær. Mynd-ÞÓM. Ríkisstjórnin Vextir keyrðir niður Gengiðfellt um2,5 %, 6 mánaða umþóttunartímabil strangs verðlagsaðhalds og raunvextir áverðtryggðum skuldabréfum verði ekki Ríkisstjórnin kynnti cfnahags- aðgerðir sínar í Alþingi í gær. Gengið var fellt um 2,5% og Seðl- abanka gefln heimild til að lækka eða hækka gengið um 2,25%. Þá var ákveðið að næstu 6 mánuði skyldi rikja strangt verðlagseftir- lit í stað verðstöðvunar og að raunvextir skyldu lækka. I því sambandi voru heimildir Seðla- banka til að grípa inn í vaxtaák- varðanir auknar á nýjan leik. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagðist vera mjög ánægður með þessar efnahagsað- gerðir. „Hér er áfram unnið að mikilvægum skipulagsbreyting- um á útflutningsgreinum, en ekki farin sú kollsteypuleið í gengism- álum sem Sjálfstæðisflokkur og Kvennalisti hafa krafist. í öðru lagi eru hér á ferð umfangsmestu ákvarðanir í vaxta- og peninga- málum sem ákveðnar hafa verið síðan 1985 og þær eru í öllum meginatriðum í anda Alþýðu- bandalagsins. Seðlabanka verður falið, samkvæmt ákvörðun ríkis- stjórnar, að beita 9. gr. seðla- bankalaganna. Þá er mikilvægi bankaráðanna aukið verulega,“ sagði Ólafur Ragnar. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taldi að hér væru litlar efnahagstillögur á ferðinni. „Það er ljóst að ríkis- stjórnin ætlar að halda áfram að keyra sjávarútveginn niður þar sem þeir bæta skilyrði hans ekki neitt í þessum tillögum. Það er hœrrien5% hin stóra niðurstaða," sagði Þor- steinn. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði augljóst að í umræðum á þingi hefði Sjálfstæð- isflokkur forðast að tala um að- gerðir í vaxta- og peningamálum, sem væri merkasti hluti aðgerð- anna. Sjálfstæðismenn hefðu tal- að um 10% gengisfellingu fyrir áramótin. „Það er búið að fella gengið síðan um u.þ.b. 8%. Hvað vilja þeir meira?" spurði Steingrímur Hermannsson. -phh Sjá síðu 2 „Pólitík á laugardegi“ Efasemdir um stjómarstuöning Guðrún Helgadóttir: Ábyrgðarhluti að styðja stjórn sem horfir aðgerðalaus uppá afleiðingar hvalveiðanna É&’ij Ríkisstjórnin á ekki vísan stuðning Guðrúnar Helga- dóttur ef svo heldur fram sem horfír um stefnumörkun stjórnvalda í hvalveiðimálum. - Ástandið verður sífellt í- skyggilegra, sagði Guðrún á há- degisfundi ABR og Þjóðviljans, „pólitík á laugardegi“. - Ég veit ekki hvar menn ætla að enda þetta, en fyrir mitt leyti er alltof langt gengið þegar milj- ónamarkaðir eru tapaðir, fjöldi fólks hefur misst vinnuna og ís- lenskar afurðir eru seldar er- lendis undir felunafni. Ég tel það ábyrgðarhluta að styðja ríkis- stjórn sem heldur svona á mikil- vægu hagsmunamáli, sem bæði varðar traust okkar erlendis og þjóðlegan metnað. Guðrún sagði að hún hefði ný- verið lýst þessu yfir á þingflokks- fundi Alþýðubandalagsmanna. og sér væri kunnugt um að fjöldi stjórnarþingmanna væri á svip- uðu máli. Þess má geta að einn þeirra, Árni Gunnarsson, bað gær um fund hið fyrsta í atvinnu málanefnd neðri deildar þings ins, og mun ætlun hans að kom sem fyrst áfram þingsályktunai tillögu sinni um stöðvui veiðanna. -n

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.