Þjóðviljinn - 07.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.02.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Ríkisstjórnin Efnahagsins þrískipta grein Burðarásar nýrra efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar eru stöðugleiki ígengismálum, raunvaxtalækkun (niður í5%) og 6 mánaða umþóttunartími í verðlagsmálum Ráðherrar fjármála og sjávarútvegs hlýða hugsi á ræðu oddvita síns. Mynd: ÞÓM Steingrímur Hermannsson gerði grein fyrir efnahagsþró- un umliðinna mánaða og kynnti nýjar efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnar sinnar á fundi sameinaðs alþingis í gær. Þær aðgerðir sem mestu máli skipta og mestum tíð- indum sæta eru í þeim þremur höfuðgreinum sem hér verða raktar. Stiklað er á stóru í endur- sögn. Gengismal Háværar raddir krefjast gengisfellingar og telja hana alls- herjarlausn á vanda útflutnings- atvinnuveganna, með henni verði „rekstrargrundvöllur" ’þeirra styrktur svo sköpum skípti. Svo einfaldri lausn hafnar ríkisstjórnin. Vandinn á ekki síður rót að rekja til djúpstæðs skipulagsvanda í útflutnings- og samkeppnisgreinum. Og er unn- ið að því að færa þau mál í betra horf, bæði fjárhags- og tækni- lega. Engu að síður ber nauðsyn til að lagfæra gengið lítillega í því augnamiði að bæta rekstrarstöðu útflutnings- og samkeppnisfyrir- tækja og draga úr viðskiptahalla. Því verður það lækkað um 2,5 af hundraði nú þegar og Seðlabank- anum veitt heimild til þess að ákveða daglegt gengi, 2,25 til hækkunar eða lækkunar frá hinu ákveðna meðalgengi. Verðlagsmál Við iok 6 mánaða verðstöðv- unar (ágústlok-febrúarloka) tek- ur við tímabil umþóttunar í verð- lagsmálum (febrúarlok-ágúst- loka). Sem sé: Ekki verður lagt blátt bann við verðhækkunum en grannt fylgst með þeim og sérs- takt aðhald veitt. Verðlagsráð og Verðlagsstofn- Fiskvinnslan Niðurgreitt rafmagn Hlutafjársjóður sinni verstsettu fyrirtœkjunum ogvarniþvíað byggðarlög leggist í eyði Ríkisstjórnin hyggst verja 100 miljónum króna til að greiða nið- ur raforkuverð fiskvinnslufyrir- tækja sem nýta raforku „tiltölu- lega jafnt á dags- og ársgrund- velli.“ Fyrir vikið lækkar raf- orkuverð til frystihúsa að meðait- ali um 25 af hundraði sem lætur nærri að sé 0,5% af rekstraraf- komu. Fram kom í máli forsætisráð- herra í gær að þótt greiðslur úr Atvinnutryggingasjóði og Verð- jöfnunarsjóði (verðbætur á freð- fisk) hefðu komið í veg fyrir rekstrarstöðvun í sjávarútvegi væru fjölmörg fyrirtæki, burðar- ásar heilla byggðarlaga, á vonar- völ. Óhjákvæmilegt væri að bæta eiginfjárstöðu slíkra fyrirtækja og stemma stigu við landauðn. Nýr hlutafjársjóður gegndi lykil- hlutverki til þessa. Hann þyrfti mikið fé til hlutafjárkaupa og væri þess vænst að bankar og sjóðir sem hagsmuna ættu að gæta hlypu hér undir bagga. Einnig væri æskilegt að alþingi legði sjóðnum til fjármagn. ks. un verða í brennidepli og gegna lykilhlutverki á umþóttunartíma. Fylgst verður náið með verð- lagsþróun í ákveðnum greinum, fyrirtækjum verður skylt að til- kynna verðlagsyfirvöldum um yf- irvofandi hækkun og, ef þurfa þykir og þess er krafist, gera grein fyrir orsökum og ástæðum hennar. Mikil áhersla verður lögð á að fylgjast sérstaklega vel með verð- ákvörðunum einokunar- og markaðsráðandi fyrirtækja, hvort heldur það eru opinber þjónustu- eða einkafyrirtæki. Samtök starfsgreina verða seld undir sömu sök. Landsvirkjun verður ekki heimilt að hækka orkuverð á umþóttunartímanum án samþykkis verðlagsyfirvalda, verður verðlagslögum breytt tímabundið svo þetta nái fram. Verðlagsstofnun verður gert að taka upp samstarf við verkalýðs- og neytendafélög um virkt verðlagseftirlit og aðhald. Henni verður ennfremur falið að gera samanburð á verðlagi hér- lendis og í grannríkjum. Peninga- og vaxtamál Meginmarkmið ríkisstjórnar- innar í peninga- og vaxtamálum er að lækka raunvexti en stuðla samhliða að jafnvægi á lánamark- aði með ýmsum umbótum í þess- um tveimur greinum. Vextir af verðtryggðum ríkis- skuldabréfum verði ekki hærri en 5 af hundraði og raunvextir af öðrum fjárskuldbindingum lagi sig að því. Seðiabanka Islands er falið að vinna að framgangi síðara atriðisins en við útfærslu þess verði þó tekið tillit til áhættu og annarra atriða sem máli skipta. Ríkissjóði ber að nýta sér í þessu sambandi að hann er langstærsti lántakandi á inn- lendum fjármagnsmarkaði í því augnamiði að ná fram hóflegum raunvöxtum af ríkisskuldabréf- um, m.a. þeim sem lífeyrissjóðir kaupa af ríkissjóði og bygginga- sjóðum ríkisins. Á umþóttunartíma er Seðla- bankanum falið að fylgjast með því að nafnvextir verði í takt við 5 prósenta mark raunvaxta þannig að samræmi verði á milli raun- ávöxtunar verðtryggðra og óverðtryggðra lánssamninga. Rfkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp til laga um aukið vald Seðlabanka til þess að tak- marka vaxtaákvarðanir innláns- stofnana. Og eignarleigustarf- semi og verðbréfafyrirtæki verða látin sitja við sama borð og bank- ar, hliðstæð ákvæði eiga að spanna umsvif þeirra. Bankaráð fá aukið og nánar skilgreint verksvið hvað varðar vaxtaákvarðanir, gjaldskrár, skuldabréfaútgáfu og viðskipta- hætti svo sitthvað sé nefnt. íslenskir bankar fá aukna sam- keppni erlendis frá, möguleikar fyrirtækja á því að taka erlend lán á eigin ábyrgð verða rýmkaðir en dregið úr ábyrgðarskuldbinding- um ríkissjóðs og ríkisbanka. Is- lensku atvinnulífi verður tryggð- ur aðgangur að fjármagni á svip- uðum kjörum og gengur og gerist í grannríkjunum. Aukin samkeppni og hagræð- ing í bankakerfinu og nánari tengsl innlends og erlends fjár- magnsmarkaðar eiga að stuðla að lægri vaxta (fjármagns-) kostnaði fjölskyldna og fyrirtækja. ks. Stjórnarandstaðan Lausnir á reiðum höndum Alþýðubandalagið er höfuðvandi Þorsteins Pálssonar í efnahagsmálum, iðnaðurinn er munaðarlaus án Júlíusar Sólness og Málmfríður Sigurðardóttir vill gengisfellingu sem ekki bitni á heimilunum Viðbrögð stjórnarandstöðunn- ar við hinum nýju efnahags- aðgerðum ríkisstjórnarinnar voru neikvæð en misneikvæð og neikvæð með þrennum hætti. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, réðst harka- lega að ríkisstjórninni fyrir enn einar bráðabirgðaaðgerðirnar, enn þyrði hún ekki að ganga á hólm við höfuðvanda útflutnings- atvinnuveganna og reyna að skapa þeim rekstrargrundvöll. Hann gerði lítið úr stofnun sjóða og aftur sjóða en krafðist gengisfellingar. Allt annað væri fálm. Og tillögur ríkisstjórnar- innar yllu því að enn yrði gengið á eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja, enn einn miljarður færi í súginn. Ljóst væri að þessi helstefna í sjávarútvegi væri Alþýðubanda- laginu að kenna enda væri heilbrigt atvinnulíf bannorð innan vébanda þess. Kjarna efna- hagsstefnu núverandi ríkisstjórn- ar hefði forsætisráðherra orðað á þessa lund: „Við vonum að verð- lag á sjávarafurðum hækki er- lendis.“ Júlíus Sóines, formaður Borg- araflokksins, kvartaði undan því að mönnum yrði tíðrætt um efna- hagsvanda fyrirtækja en það væri einsog engum yrði hugsað til þrenginga á heimilum lands- manna. Hann kvað miklu mega koma til leiðar með því að endurskipu- leggja ríkisbáknið í hólf og gólf, td. færa hluta af verksviði fjár- veitinganefndar heim í héruðin. Júlíusi varð tíðrætt um iðnað- inn, vanda hans og vegsemd. „Það er einsog enginn vilji annast iðnaðinn, iðnaðurinn sé munað- arlaus.“ Það væri rangt að iðnað- ur ætti ekki framtíð fyrir sér hér- lendis, ma. vegna hárra launa, vilji væri allt sem þyrfti. Málmfríður Sigurðardóttir, málsvari Kvennalistans, lýsti eftir stefnu ríkisstjórnarinnar. Sér virtist gengisfellingar þörf til að auka svigrúm og tekjur sjávarút- vegs en hún þyrfti síður en svo að bitna á heimilunum, margra kosta væri völ til að koma í veg fyrir það. Málmfríður krafðist afnáms matarskatts (heimskulegustu stjórnaraðgerðar í manna minnum) og mætti einu gilda þótt slagsíða kæmi á ríkissjóð fyrir vikið. Heimilin gengju fyrir. Hún rakti eymdarstöðu lagmetisiðn- aðarins um land allt og orsakir hennar, hvalveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar, og krafðist þess að ríkisstjórnin skýrði frá hug- myndum sínum um aðgerðir til bóta. ks. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN r Alþýðubandalagið Island og umheimurinn Opin ráðstefna um Evrópubandalagið Alþýðubandalagið gengst fyrir ráðstefnu um Evrópubanda- lagið á Hótel Sögu iaugardaginn 18. febrúar. Yfirskrift ráðstefn- unnar er ísland og umhcimurinn. Á ráðstefnunni á að varpa ljósi á stöðu íslands gagnvart Evrópu- bandalaginu og öðrum heims- hlutum og leita svara varðandi viðskiptalega hagsmuni og fé- lagsleg og menningarleg sam- skipti í ölduróti næstu ára. A ráðstefnunni flytur Tore Houg, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, erindi um efnið: Norðurlönd og sam- runinn í Evrópu. Ráðstefnan hefst klukkan 9 um morguninn og verður henni skipt í fjóra þætti. Fyrir hádegi verða flutt erindi um Evrópubanda- lagið og utanríkisviðskipti íslend- inga. Eftir hádegisverð flytur Tore Hough erindi sitt. Þá fylgja stutt erindi um íslenskt atvinnulíf og breytta heimsmynd. Ráð- stefnunni lýkur svo á lið sem nefnist: Stutt svör við stórum spurningum. Þar munu : staklingar svara hver þremur spurningum v Evrópubandalagið, breyt sviði félags- og mennini og möguleika fslendinj smáþjóðar í heimi samr aukins samstarfs á alþjé vangi. Ráðstefnan er öllum < ráðstefnugjald er kr. 100' töku bera að tilkynna sem skrifstofu Alþýðubandal; síma 17500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.