Þjóðviljinn - 07.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.02.1989, Blaðsíða 5
SKAK Seattle Kaipov frámunalega öflugur Jóhann átti aldrei sigurmöguleika gegn heimsmeistaranum fyrrverandi, sem vann einvígið með 60. skák sinni í röð án taps. Asamt honum hafa Speelman ogJúsúpov komist áfram. Portisch - Timman 2-1 og biðskák Einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Anatolíjs Karpovs lauk í Seatt- le á sunnudagskvöldið með jafn- tefli í fímmtu einvígisskák. Þá hafði Anatolíj Karpov hlotið 3Vi vinning gegn IV2 sem dugir hon- um til áframhaldandi þátttöku í heimsmeistarakeppninni. Sigur hans í þessu einvígi var sannfærandi og sannaði svo ekki verður um villst að hann er frá- munalega sterkur skákmaður sem á góða möguleika á að endurheimta heimsmeistaratiti- linn sem hann tapaði í hendur erkifjanda síns, Garríjs Kaspar- ovsíMoskvu haustið 1985. Marg- ir töldu að Jóhann ætti möguleika gegn Karpov en annað kom á daginn. Karpov var sýnilega vel undir einvígið búinn. Hann lenti aldrei í taphættu og aðeins í fjórðu einvígisskákinni tókst Jó- hanni að ná betri stöðu. Segja má að byrjanaundirbúningur Jó- hanns hafi ekki gengið upp, en hafa verður í huga hversu geysi- lega reyndur skákmaður Karpov er. Hann hefur nú teflt 60 skákir í röð án taps. Síðast tapaði hann fyrir Andrei Sokolov á heimsbik- armótinu í Belfort í júnímánuði. Meðal fórnarlambs hans á þessu taplausa tímabili er Garríj Kasp- arov. Fimmta og síðasta skákin var jafnframt sú skemmtilegasta í einvíginu. Karpov valdi fremur sjaldséða leið í spænskum leik og virtist mönnum sem Jóhann væri að ná frumkvæðinu. Hann fór þó of geyst í sakirnar og missti frum- kvæðið með 21. Dxg4. Engu síður virtist erfið vörn bíða Karp- ovs en er hann ákvað að láta drottningu sína af hendi sneri hann taflinu sér í hag. Lokastað- an var óhagstæð Jóhanni. Fjölmargir áhorfendur mættu til leiks á síðustu skákina enda hefur veðrið batnað til muna í Se- attle. Meðal áhorfenda var stór hópur ungra sovéskra skák- manna sem voru á ferðalagi í FRÁ HELGA ÓLAFSSYNI f SEATTLE: Bandaríkjunum og öttu kappi við bandaríska jafnaldra sína. Að venju fjölmenntu þeir íslending- ar sem hér eru búsettir á mótstað. Úr öðrum einvígjum gerast þau tíðindi að Arþúr Júsúpov hafi komist áfram eftir barning. Eftir átta skákir í einvígi hans við Kanadamanninn Spraggett var staðan jöfn, 4:4 og var gripið til þess ráðs að tefla 15 mínútna skák til að ákvarða sigurvegar- ann. í slíkri keppni vann Spragg- ett Andrei Sokolov í Saint John í fyrra. Fjórða einvígisskák Jan Tim- mans og Lajos Portisch fór í bið í jafnteflislegri stöðu. Portisch leiðir einvígið, 2:1. 5. einvígisskák Jóhann Hjartarson — Anatolíj Karpov Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 (Prátt fyrir ófarirnar í þriðju skákinni er Jóhann hvergi bang- inn endurtekur spænska leikinn.) 3. ..a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 He8 10. d4 B7 11. a4 (Framhaldið í þriðju skákinni varð 11. Rbd2 Bf8 12. a3 h6 13. Bc2 Rb8 14. b4 Rbd7 15. Bb2 a5 og svartur fékk fljótt þægilega stöðu. Jóhann velur sömu leikað- ferð nú og þegar hann mætti Karpov á Ólympíumótinu í Du- bai 1986.) 11. .. h6 12. Rbd2 Bf8 13. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl bxa4 (Mun algengara er 15. .. c5 16. d5 Rd7 17. Ha3 c4 en þannig tefl- dust tvær skákir í öðru einvígi Kasparovs og Karpovs. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og svarta staðan talin nokkuð traust. Kannski hafa slæmar minningar talið Karpov á að velja aðra leið en hann tapaði báðum þessum skákum. Hann velur leik sem hann beitti fyrst gegn Balas- hov á Skákþingi Sovétríkjanna 1983.) 16. Hxa4 a5 17. Ha3 Ha6 18. Rh2! (Balashov lék 18. Hae3. Texta- leikurinn er miklu sterkari. Með því að skipta upp á riddurum minnkar pressa svarts á e4 peð- ið.) 18. .. g6 19. Rg4 Rxg4 20. Dxg4?! (Hér kom einnig til greina að leika 20. hxg4 og reyna síðan að sækja að h6-peði svarts t.d. 20. .. Bg7 21. Rf3 Dd7 22. Rh2 með hótuninni 23. Hh3. Leikur Jó- hanns hefur þann galla að Karp- ov nær að virkja lið sitt vegna valdleysis hróksins á el.) 20. .. c5 21. dxc5 (Vitaskuld ekki 21. d5 vegna 21. .. Rxd5! eða 21. .. Bxd5.) 21. .. dxc5 22. e5! (Skarpasti leikurinn og tví- mælalaust sá besti. Jóhann hafði notað röskan klukkutíma en Karpov tæpan hálftíma. Karpov stendur nú frammi fyrir fjölmörg- um boðlegum leikjum og eins og svo oft undir slíkum kringum- stæðum getur verið erfitt að ák- veða sig. Staðan er auðug af möguleikum og ljóst að tímahrak var framundan. Eftir 35 mínútna umhugsun kom leikurinn.) 22. .. Dd4! 23. Dg3 Hae6 24. Hae3c4 25. Bf5 (Jóhann hefur skyndilega náð allvænlegum færum gegn kóngs- stöðu svarts vegna möguleikans 25. .. H6e7 26. e6! o.s.frv.) 25. .. Rd3 (Flestir héldu að um peðsfórn væri að ræða en Karpov hefur sennilega afráðið hér að láta drottninguna af hendi. Annar möguleiki var 25. .. Bd5 því eftir 26. Rf3! Bxf3 27. Bxe6 Hxe6 28. HxD Rd3 hefur svartur allgóðar bætur fyrir skiptamuninn.) 26. Bxd3 cxd3 27. Hxd3 27. .. Hxe5! (Pessi leikur kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Karpov gefur drottningu sína fyrir hrók og léttan. Karpov hefur metið stöðuna svo að færi hans væru fullnægjandi. Hann gat einnig leikið 27. .. Db4 með nokkrum bótum fyrir peðið.) 28. Hxd4Hxel+ 29. Kh2 Hxcl 30. Rf3 (Einnig kom til greina að leika 30. Hd7 eða 30. Rb3 en leikur Jóhanns er sá öruggasti í stöð- unni.) 30. .. Hc5 31. Hd7 Bxl3 32. Dxf3 Hf5 - Eftir nokkra umhugsun í stöðu þessari ákvað Jóhann að bjóða jafntefli. í raun og veru hefur Karpov vinningsmöguleika í lok- astöðunni þó jafntefli megi finna t.d. 33. Dg3 Hee2 34. Db8 Hexf2 35. Hd8 Hxg2+ 36. Khl Kg7 37. Hxf8 Hh2+ o.s.frv. eða 33. .. Bg7 34. f4 Hxf4 35. Dxf4 Be5 36. Hxf7 Bxf4+ 37. Hxf4 o.s.frv. Hinsvegar getur svartur leikið 34. .. g5! og afar erfitt verður að verja hvítu stöðuna. Karpov þáði jafnteflið enda dugir það honum til sigurs í einvíginu. Lokastaðan: Anatolíj Karpov 3'/2 Jóhann Hjartarson IV2 Þriðjudagur 7. febrúar 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 Seattle Fjórða skákin 4. einvígisskák Anatolíj Karpov - Jóhann Hjartarson Móttekið drottningarbragð 1. Rf3 (Prátt fyrir vel heppnaða byrj- un annarrar skákarinnar velur Karpov annan byrjunarleik.) 1. .. Rf6 2. c4 e6 3. Rc3d5 4. d4 dxc4 5. e3 (Eftir 5. e4 kemur upp hið svokallaða Vínartafl sem Karpov hefur raunar beitt sjálfur. Hann leiðir hjá sér hin skarpari afbrigði og gerir sig sýnilega ánægðan með jafntefli.) 5. .. a6 6. a4 c5 7. Bxc4 Rc6 8. 0-0 Be7 9. dxc5 (Þessi leikur sýnir svo ekki verður um villst að Karpov er hæstánægður með jafntefli. Eftir 9. De29. .. cxd410. Hdleða9. .. Dc7 kemur upp þekkt afbrigði í mótteknu drottningarbragði.) 9. Dxdl (Kannski var 9. .. Dc7 reyn- andi en endataflið sem nú kemur upp er meira en viðunandi á svart.) 10. Hxdl Bxc5 11. Bd2 b6 12. Hacl Bb7 13. Ra2 0-0 14. Bel (Karpov gat vitaskuld þvingað fram jafnteflisstöðu með 14. b4 Be7 15. Bxa6 Hxa6 16. b5 Hxa4 17. bxc6 Bxc6 18. Hxc6 Hxa2 19. Hxb6 Hd8 20. Hbbl o.s.frv.) 14. .. a5 15. Rc3 Hfd8 16. Kfl (Það var greinilegt á tafl- mennsku Karpovs að hann hafði ekki fengið minnsta snefil frum- kvæðis. Kannski hefur hann von- ast til þess að yfirspila andstæðing sinn í þessari líflausu stöðu en Jó- hann teflir framhaldið mjög vel og jafnar ekki aðeins taflið held- ur nær betri stöðu.) 16. .. Kf8 17. Bb5 Hxdl 18. Hxdl Ke7 19. h3 h6 20. Rd2 (Karpov á dálítið erfitt með að koma kóngi sínum fram t.d. 20. Ke2 Ra7 og svartur vinnur bisk- upaparið.) 20. .. Hd8 21. Hcl Rb4 (Hindrar 22. Rde4 sem var ein aðalhlutmynd Karpovs.) 22. Rb3 Bd6 23. Rd4 Hc8 24. Rce2 (Eftir þennan leik var öllum ljóst að Karpov gerði sig hæstá- nægðan með jafntefli og þarf meira að segja að tefla af var- kárni til að lenda ekki í erfið- leikum.) 24. .. Hxcl 25. Rxcl Rfd5 26. Bc4 Be5 27. Rcb3 Rc6 (Leiðir til allsherjaruppskipta en það er ekki hægt að finna neina leið til að styrkja stöðú svarts.) 28. Bd2 Rxd4 29. Rxd4 Bxd4 30. exd4 Kd7 31. Ke2 Bc6 32. Bb3 Re7 33. f3 Rf5 34. Bc3 g5 35. Bc2 Re7 36. Bd2 Rd5 37. h4f6 38. g3 Re7 39. b4 Rf5 - Hér bauð Karpov jafntefli sem Jóhann þáði. Framhaldið verður 40. Bxf5 exf5 41. bxa5 bxa5 42. Bxa5 Bxa4 o.s.frv. 40. b5 er slæmur leikur vegna 40. .. Bxf3+! 41. Kxf3 Rxd4+ o.s.frv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.