Þjóðviljinn - 08.02.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Síða 1
Miðvikudagur 8. febrúar 1989 27. tölublað 54. árgangur Skuldlausar eignir 250 fjölskyldur eiga ísland Unlft þriðja hundrað hjóna með skuldlausar eignir yfir30 miljónum -eigaalls 12,5 miljarða. Meðaltalseign á hverja: 50 miljónir. Þrírfjórðu framteljenda án eignarskatts m 250 hjón eiga skuldlausar eignir að verðmæti yfir 30 miljónum króna, og 250 einstak- lingar eiga eignir yfir 15 miljón- um. Samkvæmt upplýsingum frá hagdeild fjármáiaráðuneytisins úr skattframtölum í fyrra borgaði fjórðungur framteljenda eignar- skatt 1988, og er talið að þeir verði ekki fleiri nú. Pegar fram- reiknað hefur verið til núverðlags má ætla að 1750 hjón eigi nú skuldlausa eign yfir 14 miljónum króna, en slík eign ber nú sérstak- an stóreignaskatt. Um 1600 ein- staklingar eru yfir þessu marki og skuldlausa eign á yfir 7 milj- Samkvæmt þessu munu rúm- lega 3300 skattgreiðendur bera stóreignaskattinn sem alþingi samþykkti í tengslum við fjár- lagaafgreiðsluna, en um þennan skatt hefur staðið sérstakur styr síðan. Um 700 hjón eiga skuldlausa eign yfir 20 miljónum, og 650 ein- staklingar eiga 10 miljónir skuld- lausar í eignum. Pegar komið er uppí 25 miljón- ir í skuldlausum eignum hefur hópurinn þrengst í 400 hjón, en 350 einstaklingar eiga eignir fyrir meira en 12 Vi miljón. 250 einstaklingar eiga eignir fyrir yfir 15 miljónir, hver að meðaltali um 28 Vi miljón. Og 250 hjón eiga skuldlausar eignir yfir 30 miljón krónur. Að meðal- tali eiga hver þessara hjóna 50 miljónir í skuldlausum eignum, alls 12,5 miljarða. _m Hvalveiðistefnan Þýskalandsmarkaður hmninn Sölusamtök Lagmetis: ALDI Norður hœttir að kaupa rœkju ogkavíar vegna andstöðu grœnfriðunga gegn hvalveiðum íslenskra stjórnvalda Norðurdeiid vestur-þýsku verslunarkeðjunnar ALDI hefur ákveðið að fylgja í kjölfar ALDI Suður og hætta að kaupa rækju frá Sölustofnun Lagmetis. Ástæðan er þrýstingur frá græn- friðungum vegna andstöðu sam- takanna gegn hvalveiðum Islend- inga. ALDI verslanir í V-Þýskalandi eru 2300 talsins og seldu íslenskt lagmeti fyrir yfir 400 miljónir króna á sl. ári, en það eru uþb. 70% af heildarsölu íslensks lag- metis í V- Þýskalandi. Búast má við að smærri söluaðilar þar í landi sem hafa haft 15-20% af heildarsölunni hætti einnig. Að sögn Eyþórs Ólafssonar sölu- og markaðsstjóra Sölusam- taka Lagmetis keypti ALDI Norður einnig grásleppukavíar fyrir 4 miljónir króna 1988 og 18 miljónir króna 1987. Þau við- skipti eru einnig töpuð vegna hvalveiðistefnunnar. - Þetta er algjört rothögg fyrir 10 ára markaðsstarfsemi okkar í Þýskalandi og ljóst að rækjulína K. Jónssonar á Akureyri sem hef- ur verið rekin á fullu fyrir ALDI Norður mun hér eftir verða á hægagangi og þá er Niðursuðu- verksmiðjan á Isafirði einnig afar illa sett. Þessi tvö fyrirtæki hafa framleitt mest fyrir ALDI Norður og eru nýbúin að senda frá sér rækjugáma með 9 miljóna króna verðmæti til Þýskalands sem við vonum að þeir taki við en sendi ekki til baka,“ sagði Eyþór Ólafsson. Frá því ALDI Suður greindi formlega frá því í lok janúar að fyrirtækið myndi ekki kaupa meira af niðursoðinni rækju af Is- lendingum hefur stjórn Sölusam- taka lagmetis ekki heyrt hósta né stunu frá stjórnvöldum. Eyþór Ólafsson sagði að þegjandahátt- ur stjórnvalda hefði valdið stjórn SL afar miklum vonbrigðum. Sérstaklega í ljósi þess hve mikið er í húfi á Þýskalandsmarkaði en ekki síður út af afleiðingunum hér heima. HIK hf. á Húsavík er stopp og 40 manns án atvinnu og ljóst er af þessum síðustu atburðum að tala atvinnulausra í lagmetisiðnaðinr um á enn eftir að hækka. Ráðhúsið Enn fram úr áætlun Aætlaður kostnaður við að byggja ráðhús fyrir Reykvík- inga hefur hækkað um nærri 20% frá því ákveðið var að byggja húsið. í nýrri kostnaðar- áætlun sem lögð var fram í borg- arráði í gær er gert ráð fyrir að húsið muni kosta rúmlega einn og hálfan miljarð. í júlí sl. lét verkefnastjórnin frá sér fara kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmlega 1,2 milj- arða kr. A þeim sex mánuðum sem síðan eru liðnir hefur kostn- aðaráætlunin hækkað um rúmar 300 miljónir. Bara sú hækkun er tvöfalt stofnframlag Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn til aldraðra í Reykjavík. í skýrslu borgarverkfræðings um kostnað við byggingu ráð- hússins sem hann lagði fyrir borg- arráð í gær kemur fram að kostn- aður við hönnun hússins er áætl- aður 274,479 miljónir kr. eða um 17,5% af áætluðum byggingar- kostnaði. Þetta er nokkru hærra en gengur og gerist um hönnun viðlíka bygginga. í skýrslunni kemur fram að þessi mikli hönn- unarkostnaður stafar ma. af að- stæðum á staðnum sem húsinu var valinn og einnig því að unnið er við hönnun á miklum hraða. -sg mmmmmmmmmmmmmm&i Hornafjörður Sundmaga- vjnnsla í Öræfum Hráefnið keyrt rúmlega \ 100 km frá Höfn til Fagurhólsmýrar Hafin er sundmagavinnsla í sláturhúsinu á Fagurhólsmýri | sem talið er að muni útvega allt að 10 manns vinnu þegar fram í sæk- ; ir. Hráefnið er keyrt rúmlega 100 kflómetra frá Fiskiðjuveri KASK ! á Höfn. Að sögn Elvars Einarssonar i forstöðumanns sjávarafurðasviðs er sundmaginn skorinn frá með sérútbúinni vél sem Árni Sigurðs- son frá Hafnarfirði hefur hannað og er hún sú fyrsta sinnar tegund- j ar í heiminum. Sundmagarnir eru þvínæst ísaðir í tunnur og keyrt með þá til Fagurhólsmýrar. Þar eru þeir hreinsaðir og ma. notað ensím til að ná himnunni frá sundmaganum. Að lokum eru þeir saltaðir. Aðalmarkaður fyrir saltaða sundmaga er í Baskahéruðum Spánar en talið er að hægt sé að selja erlendis allt að 30 tonn á ári. Um 600 krónur fást fyrir kílóið. Sundmagavinnslan á Fagur- hólsmýri kemur sér afar vel fyrir atvinnulífið í sveitinni og er eitt dæmi um hvernig nýta má van nýtt húsnæði sem áður fyrr vai notað sem sláturhús. Ennfremur er þessi vinnsla mikill búhnykkui fyrir sveitina. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.