Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Til hversem stjómmálamenn? Fátt er algengara í pólitískri umræöu dagsins en aö menn kvarti yfir því að þeir viti ekki lengur hver er hvaö og hver er ekki hvað. Hagsmunir þeirra, sem vilja fast gengi krónunnar og þeirra sem vilja fella gengi, þeirra sem vilja óbreytta vexti og þeirra sem helst enga vexti vilja (svo tvö áberandi dæmi séu nefnd) fara ekki eftir heföbundinni skiptingu í vinstri og hægri, það er heldur ekki auövelt aö greina slík mál í karlapólitík eöa kvennapólitík. Viö slíkar aðstæður er hætt viö að út breiðist óvenju hratt sú pólitíska þreyta sem hefur mjög sett svip sinn á okkar samfélag og önnur skyld á næstliðnum árum. Og þá koma fljótlega upp tvær freistingar. Önnur er tengd því, aö tómarúm skapist fyrir þá aö fylla sem trúa á „sterkan mann“, einhverskonar pólitískan kraftaverkamann sem lofarþví að bæta böl almennings meö nokkrum einföldum ráöum. Þær freistingar eru enn ekki í hávegum hafðar á íslandi, en þær geta meö litlum fyrirvara orðið til þess að hrinda af stað hreyfingu sem í krafti nýjabrums reynir aö hrifsa til sín ráðvillta pólitíska óánægju - í krafti nýjabrums þótt ekki væri annaö. Hin freistingin er sú, að halda stíft fram einni eftirlætiskenningu nýfrjálshyggjumanna, þeirri sem kalla mætti fagnaöarerindi lágmarksríkisins. En samkvæmt henni eiga stjórnmálamenn helst ekki að gera neitt nema þá aö tryggja framkvæmd þeirra lagabálka sem koma í veg fyrir að menn vegi mann og annan í bókstaflegum skilningi á vettvangi lífsbaráttunnar. Ritstjóri DV, Jónas Kristjánsson, skrifar einn leiöara í þessum anda í blaö sitt nú um helgina. Hann kvartar sáran yfir ríkisstjórninni eins og gengur. Ekki vegna þess aö hún geri ekki neitt, heldur yfir því aö ráðherrarnir séu alltof athafnaglaöir. Þeir vilji meira að segja vera aö breyta einu og ööru. Þetta þykir DV mesta hneyksli og vill stööva ósómann. Leiöarinn segir: „Ríkisstjórnin á aö hætta að skipuleggja vexti og vísit- ölur, krónugengi og húsnæðislánareglur, nýja sjóöi ofan á þriggja mánaöa gamla sjóöi, nýja kvóta ofan á nýlega kvóta, fullviröisrétt ofan á búmark. Hún á aö leyfa þessum þáttum að ráðast af sjálfum sér.“ Þetta er því miður bæöi óraunsæ kenning og siðferði- lega röng - eins þótt hún sé studd með tilvísunum í þann skemmtilega fornkínverska speking Laó Tse, sem taldi stjórnir því betri þeim mun minna sem þær gerðu. Það ræöst ekkert „af sjálfu sér“. Vextir ráöast ekki af sjálfu sér, ekki einu sinni í frjálshyggjuríki eins og Bandaríkjun- um þar sem forsetinn og seðlabankastjóri ríkisins takast nú á um vaxtastefnu. Það er frumskylda stjórnmála- manna á íslandi að leita sífellt að betra kerfi til að tryggja skynsamlega nýtingu fiskstofna, ef aö „kvótamál“ eiga að ráðast af sjálfu sér getur þaö hæglega leitt til eins konarefnahagslegs þjóðarsjálfsmorðs innan tíðar. Húsn- æðislánareglur verða sífellt að vera í endurskoðun vegna þess blátt áfram, að það er (að fiskveiðistefnu slepptri) ekki til stærra praktískt pólitískt vandamál en finna svör, skárri svör í dag en í gær, við því með hvaða kjörum ný kynslóð fær þak yfir höfuðið. Leiðari DV er, þótt í litlu sé, enn ein áminning um það, að krafan um lágmarksríkið er í rauninni krafa um uppgjöf stjórnmálanna. Um leið erum við minnt á nauðsyn þess, að stjórnmálahreyfingar séu vel virkar og að það séu gerðar til þeirra kröfur og að menn leggi það á sig að fylgjast með því hvernig þeim kröfum er sinnt. Því ef trúin á vanmátt stjórnmálanna verður mjög ráðandi, þá þýðir það í rauninni ekki annað en að þeir muni ráða enn meiru en þeir nú gera sem byggja áhrifavald sitt á eignum, á fjármagni. Hafi kjörnir fulltrúar almennings verið kveðnir í kútinn eiga þeir alla næstu leiki. ÁB KLIPPT OG SKORIÐ Nauðsynlegt að Sjálfstæð- isflokkur og Kvennalisti myndi næstu ríkisstjórn -seg-ir Haildór Blöndal alþingismaður HALLDÓR Blöndal alþingismaður SjálfstæðisflokksmB segir, að eftir næstu kosningar sé nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkur og Kvenna- listi myndi ríkisstjórn saman. Samkvæmt siðustu skoðanakönn- kenndar. Halldór sagði að vissulega greindi þessa flokka á um mikilvæg mál, eins og öryggismál og utanríkismál. Hann sagði aðspurður, að flokkamir yrðu að leggja sllk ágreiningsmál niður f bili, á meðan reynt væri að vinna að öðrum hlutum. „Ég hef aldr- ei látið mér detta 1 hug, að Sjálfstæð- isflokkurinn og Kvennalistinn gætu verið saman jafn lengi og viðreisnar- stiómin á sfnum tfma, en ég held Gagnkvæmt traust Halldór Blöndal, sem nú virö- ist ganga næstur Þorsteini Pálssyni að mannvirðingum í Valhöllu, var að tala í Mogga um helgina. Hann er einmitt sá sem vill höggva á alla hnúta með einni stórri og mikilfenglegri gengis- fellingu, - þá muni áhyggjur hverfa „einsog dalalæða á sól- björtum sumardegi" svo vitnað sé í fræga grein í Mogga. Halldór telur sig nú hafa fund- ið góðan bandamann í þessum regndansi, og lætur hafa við sig viðtal í Mogganum á laugardag- inn þarsem hann lýsir yfir að eftir næstu kosningar sé „nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkur og Kvenna- listi myndi ríkisstjórn saman“. Halldór sagði Morgunblaðinu að „þessir flokkar ættu mjög auðvelt með að vinna saman í stjórnar- andstöðu, og hann hikaði ekki við að fullyrða að milli flokkanna ríkti gagnkvæmt traust í vinnu- brögðum og málsmeðferð." Skemmtilegt Pá lýsti Halldór tilfinningum sínum svo að „það hefði komið sér skemmtilega á óvart“ hvað skoðanir Kvennó og íhalds í at- vinnumálum færu saman, og á þar við áætlanirnar um gengisfell- inguna miklu, sem hjá honum heitir að tryggja fyrirtækjunum eigið fé með því að skapa al- mennan rekstrargrundvöll. Flokkarnir tveir hefðu áður reynt að ræða saman, en þá við þriðja flokk, kratana, sem hafi gert tilraunirnar „meira og minna fálmkenndar“. Gjafir eru yður gefnar... Blandaði kórinn Raunar hafa talsmenn Kvennalistans gefið Halldóri og félögum hans vel undir fótinn með túlkanir einsog í Morgun- blaðsviðtalinu. Kvennalistinn hefur nefnilega brugðið á það ráð óábyrgrar stjórnarandstöðu að taka yfirleitt andstæða afstöðu við stjórnina, og vera gagnrýnis- laust með í öllum þeim gagnrýnis- kórum sem upp ícoma. Kvennalistinn hefur þannig án kinnroða haldið fram stóru geng- isfellingunni sem allsherjarlausn, og geta huggað sig við að margir talsmanna í sjávarútvegi eru með þeim og Sjálfstæðisflokknum í blandaða kórnum. Sá munur er vissulega á listakonum og kórfé- lögum þeirra að þær eru einar um að nefna hliðarráðstafanir til mildunar. Þorsteinn Pálsson og fulitrúar atvinnurekenda tala grímulaust um meðfylgjandi kjaraskerðingar. Úrelt hagfræði En hvað er gengisfelling? Hún á að redda útflutningsfyrirtækj- unum segja forsöngvararnir - þannig á dalalæðan að sviptast burt. Og áður gat gengisfelling reddað þeim fyrirtækjum á tvennan hátt. Hún lækkaði launakostnaðinn - minnkaði kaupmátt launafólks - annars- vegar, og hinsvegar eyddi hún skuldum með einu pennastriki. Nú hafa aðstæður breyst. Skuldir fyrirtækjanna eru tryggð- ar í bak og fyrir, og það sem lækk- ar öðrumegin hækkar hinu- megin, þannig að þessi „já- kvæðu“ áhrif gengisfellingar koma mjög ólíkt niður. í sumum af þessum fyrirtækjum er meira að segja mjög neikvætt að fá á sig gengisfellingu. Tal Halldórs Blöndals og fleiri um „almennan rekstrargrundvöll" er þessvegna útí hött, einfaldlega úrelt, enda ættað úr viðreisninni fyrir rúmum þrjátíu árum, - og leiðinlegt að horfa uppá nýtt stjórnmálaafl tyggja upp þessa dellu. Pá standa eftir þau „jákvæðu" áhrif að launin lækka við stór- kostlega gengisfellingu. Hinar og þessar hliðarráðstafanir geta vissulega mildað þau áhrif gagnvart einstökum hópum, en það er rétt að menn fari að átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að krafa blandaða kórsins um stóra geng- isfellingu er fyrst og fremst krafa um almenna kaupmáttarrýrnun. Verðbólga, misrétti, stöðnun Það er sjálfsagt að gagnrýna sem víðtækast þá ríkisstjórn sem nú situr, hún þarf svo sannarlega á því að halda. Gengisfellingin mikla sem Sjálfstæðisflokkurinn, Kvenna- listinn og hávær hluti atvinnurek- enda hafa sameinast um mundi hinsvegar þýða samsvarandi verðbólgu. Sú verðbólga hlyti að leiða til almennra kauphækkana sem hætt er við að næðu í gömlum stíl jafnt yfir alla línuna. Það þýddi svo í fyrirtækjunum miklar kostnaðarhækkanir innanlands, sem ryfu þann fræga almenna rekstrargrundvöll. Sem þýddi nýja gengisfellingu og meiri verð- bólgu og meira misrétti. Lítur þetta nokkuð út einsog það hafi sést áður? Það allra neyðarlegasta við kröfur kórsins um meiriháttar gengisfellingu - það eina sem stjórnarandstaðan á þingi, í VSÍ og í bankakerfinu hefur lagt til - er svo það að þótt hagur sumra stjórnenda kynni að vænkast um stundarsakir mundi slík gengis- felling ekki bæta aðstæður fyrir sjávarútveginn sem mjólkurkýr í þjóðarfjósinu. Raungengið - þyngd krónunn- ar á útflutningsvoginni - kann að vera heldur hátt ennþá í fræði- legum skilningi. En það stafar ekki síst af því tvennu sem ekkert lagast við gengisfellingar: Annarsvegar alltof miklum fjármagnskostnaði. Ef ekki kæmu til drepandi vextir af lán- um væri sjávarútvegurinn meira og minna á grænni grein, með heldur lakari útkomu í fyrra en árin tvö þaráður, en betri en 1980-1985. Hinsvegar er vandinn í fiskin- um því að kenna að tímarnir breytast, og sjávarútvegnum hef- ur síðustu misseri gengið mjög misjafnlega að laga sig að þeim breytingum. Það hjálpar mönnum ekki til þess að fella gengið. Þar stendur helst uppá forráðamennina sjálfa, - og rík- ið, til dæmis í formi Atvinnu- tryggingarsjóðsins nýja, en stofn- un hans er sennilega eitthvert þarfasta verk ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar hingaðtil. Það er líklegt að með því að gefa fyrirtækjunum peninga af launum fólksins með stórri geng- isfellingu mundi meðal annars vera slegið á vilja forráðamanna fyrirtækjanna til uppstokkunar og breytinga í nútímaátt. í gini úlfsins Stöðnun í mikilvægustu grein- um atvinnulífsins er þessvegna líklegur fylgifiskur kaupmáttar- rýrnunar og aukinnar verðbólgu í kjölfar þeirrar tímamótagengis- fellingar sem manni skilst á Hall- dóri Blöndali að yrði fyrsta verk hinnar væntanlegu samstjórnar Kvennó og íhalds. Af hverju ertu með svona stór- an munn, amma mín? spurði Rauðhetta litla. Það er til þess að ég geti betur étið þig, svaraði úlfurinn. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MöröurÁrnason, SiljaAöalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aörir blaðamenn: DagurÞorleifsson, ElíasMar (pr.), Elísabet Brekkan, GuðmundurRúnarHeiöarsson, HildurFinnsdóttirípr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SiguröurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaös), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Erla Lárusdóttir eiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. eiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. eimtumaður: Katrín Bárðardóttir. ivrsla, afgrelðsla, ritstjórn: imúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663 lýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. irot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Verð í lausasölu: 70 kr. NýttHelgarblað: 100kr. Askriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.