Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 6
MENNING Gamall draumur að starfa hér Verksvið Norræna hússins er vítt og nær til flestra þátta í menningu, atvinnu- og félagslífi allra Norðurlandanna, segir Lars Áke Engblom nýskipaður forstjóri þess Ég lít á það sem forréttindi og sérstakan heiður að fá að starfa hér í Norræna húsinu í Reykja- vík, sagði Lars Áke Engblom í samtali við Þjóðviljann, en hann tók við af Knut Odegaard sem forstjóri Norræna hússins í síð- ustu viku. Lars Áke Engblom er blaða- maður að atvinnu, og hefur m.a. 20 ára starfsreynslu hjá sænska sjónvarpinu. Hann segist hafa stundað blaðamennsku allt frá 15 ára aldri, en í háskóla lagði hann stund á sagnfræði og fjölmiðla- fræði. Doktorsritgerð hans fjall- aði um fjölmiðla verkalýðshreyf- ingarinnar í Gautaborg frá 1895- 1965, bæði innihald þeirra og rekstur. Síðastliðin sex ár hefur Lars Áke verið deildarstjóri við dag- skrárgerð sænska sjónvarpsins í Váxsjö, en þar hafði hann m.a. með höndum yfirumsjón með gerð alls barna- og unglingaefnis á annarri rás sænska sjónvarps- ins. Auk þess hafði hann yfirum- sjón með almennri dagskrárgerð sjónvarpsins í Váxsjö. Fjölskyldudraumur Pegar ég spurði Lars Áke hvað hefði dregið hann hingað til ís- lands, þá sagði hann að þetta hefði verið sér og fjölskyldunni gamall draumur, í rauninni allt frá því að hann kom hingað í heimsókn fyrst 1970 í forstjóratíð Ivars Eskelands. Hann sagðist hafa komið hingað alloft síðan í tengslum við starf sitt. Þannig hefði hann unnið að gerð þátta um norræn málefni fyrir sjón- varpið í Gautaborg á 8. áratugn- um, og þá hefði hann nokkrum sinnum átt erindi til íslands. En tengsl Lars Áke við ísland tengj- ast þó ekki bara starfinu, því eiginkona hans, Kristina Eng- blom, sem er menntuð í sænskri tungu og bókmenntum, hefur haft sérstakan áhuga á íslandi allt frá því hún var í skóla. Hún er sænskukennari að atvinnu og hef- ur einkum kennt innflytjendum málið, þar á meðal mörgum ís- lenskum börnum sem búið hafa í Váxsjö. En Lars Áke tjáði okkur að um 4000 íslendingar væru nú búsettir í Svíþjóð. Það var sameiginleg ákvörðun allrar fjölskyldunnar að flytja hingað til íslands í 4 ár, sagði Lars Áke, en þau Kristina eiga þrjú börn, 11 ára dóttur og syni sem eru 15 og 17 ára. Börnin og eiginkonan eru bundin af skóla- starfi í Svíþjóð þar til í vor. Vilvíkka starfssviöiö En hvaða hugmyndir gerir nýi forstjórinn sér um starf Norrœna hússins í framtíðinni? Ég geri mér fulla grein fyrir því að menn gera sér miklar vænting- ar um starfsemina hér eftir það blómlega starf sem verið hefur í tíð fyrirrennara míns. Ég hef auðvitað ýmsar mótaðar hug- myndir í kollinum, en ég tel ekki rétt að ræða þær að svo stöddu, þar sem fyrst þarf að ræða heildarstarfsemina við stjórn hússins. En almennt get ég sagt, að ég mun leggja kapp á að eiga sem mest samstarf við aðrar stofnanir, íslenskar og norrænar, eins og við sjáum að gert hefur verið með víkingasýninguna sem nú stendur yfir. Eg sé í slíku sam- starfi aukna möguleika á að halda uppi þeim gæðum í starfinu sem við viljum hafa. í þessu sambandi sé ég líka möguleika á samstarfi við Norræna húsið í Færeyjum. Ég myndi vilja halda starfinu áfram í því formi sem það hefur verið í stórum dráttum, en víkka starfsvettvanginn. í starfsreglum hússins segir að það eigi að ná til sem flestra þátta í menningu, atvinnu- og félagslífi Norður- landanna, og að það eigi bæði að miðla norrænum straumum til ís- lands og íslenskri menningu til hinna Norðurlandanna. Efnifyrirbörn og unglinga Eitt af því sem ég hef áhuga á að gera er að auka framboð á efni fyrir börn og helst unglinga líka. Það er að vísu sérstakur vandi að bjóða upp á starf sem höfðar til unglinga, og þeir eru undir álagi frá mörgum áhrifavöldum, en ég teldi það eðlilegt að Norræna húsið víkkaði einnig út starfssvið sitt með einhverjum hætti til þess að ná til þeirra. Kannski geta synir mínir veitt mér aðstoð í þeim efnum. Annars er sýningin á barna- Lars Áke Lindblom, nýskipaður for- stöðumaður Norræna hússins. Mynd Jim Smart. bókaskreytingunum hér í and- dyrinu nú gott dæmi um þetta, með þeirri barnadagskrá sem henni tilheyrir. Sömuleiðis höfð- ar víkingasýningin líka til barna og unglinga, og þetta hvort tveggja tel ég til mikillar fyrir- myndar. Dagskráin næstu vik- urnar er þegar ákveðin að tal- sverðu leyti af fyrirrennara mín,- um, og þar verður margt athyglis- vert á boðstólum. Má þar einna helst nefna norrænu bók- menntakynninguna, sem verður í kringum næstu mánaðamót, og norræna ráðstefnu um menning- argagnrýni, sem haldin verður 20.-23. apríl með þátttöku gagnrýnenda frá öllum Norður- löndunum. Kemur fyrra starf þitt hjá sœn- ska sjónvarpinu þér að notum í þessu starfi? Já, það tel ég. Einkum þau mörgu sambönd sem ég hef í gegnum það. Það mun auðvelda mér að fá hingað gesti í heim- sóknir. Þá mun ég einnig nota sambönd mín hér til þess að koma hugmyndum á framfæri við starfsbræður mína hjá sænska sjónvarpinu um hugsanleg dagskrárefni hér á landi. Ég hef einnig áhuga á að Norræna húsið taki að einhverju leyti upp kynn- ingu á norrænni kvikmyndalist, eins og starfsreglur þess gefa einnig tilefni til. Ég er nú búinn að vera hér í þrjá sólarhringa og hef varla haft tíma til þess að draga andann. Mér finnst það hindra mig að vera ekki mæltur á íslensku, og ég vona að ég fái tækifæri til þess að gera átak í þeim efnum næstu vik- urnar. Ég lít annars á það sem mikil forréttindi að fá að hafa at- vinnu af því að fylgjast héðan með því merkasta sem er að ger- ast í menningu Norðurlandanna og ég hugsa með tilhlökkun til samstarfs við íslenskt áhugafólk um norræna menningu næstu fjögur árin. -ólg lleana Cotrubas sópransöngkona. Sinfónían Vinsælar aríur úr þekktum óperum Á aukatónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands á morgun, 9. febrúar,kl. 20.30, mun hin heims- kunna rúmenska sópransöng- kona, Ileana Cotrubas, syngja. Á efnisskrá verða vinsælar aríur úr þekktum óperum eftir Verdi, Puccini og fleiri. Háskólatónleikar Söngvar úr Yermu Á háskólatónleikum í Norræna húsinu kl. 12.30 ídag flytur Há- skólakórinn ásamt Pétri Grét- arssyni slagverksleikara söngva úr leikritinu Yermu eftir Garcia Lorca sem leikið var í Þjóðieik- húsinu fyrir fáeinum árum. Tónlistina samdi Hjálmar Ragn- arsson en stjórnandi er Árni Harðarson. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mióvikudagur 8. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.