Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.02.1989, Blaðsíða 9
_________ERLENDAR FRÉTTIR___________ Afganistan 20.000 Sovétmenn eftir Flestirþeirra eru í norður- og vesturhéruðum landsins. í Kabúl búa stjórnarliðar sig undir langt umsátur Um 30.000 sovéskir hermenn hafa verið fluttir frá Afganist- an síðustu vikurnar, að sögn Tassfréttastofunnar, og er nú að líkindum eftir í landinu um 20.000 manna sovéskt herlið. Haft er eftir vestrænum stjórnar- erindrekum í Islamabad, höfuð- borg Pakistans, að allur sovéskur flugher sé nú á brott úr Afganist- liðar, skutu í gær og fyrradag eld- flaugum á flugvöllinn við Kanda- har, aðra mestu borg landsins, og liðsmenn Najibullahstjórnar í Kabúl, sem enn halda borginni, gerðu árásir á móti. Einnig var eitthvað barist nálægt Herat í norðvestanverðu landinu. Um 500 sovéskir hermenn voru enn eftir í Kabúl á mánudag og gættu þeir flestir flugvallarins þar. Aðrar þær hereiningar sov- éskar, sem enn eru í landinu, eru flestar í námunda við aðalveginn frá Kabúl til sovésku landamæra- borgarinnar Termez og í Herat- fylki. í Kabúl er allt enn með kyrrum kjörum og gætir engrar hræðslu hjá fólki, að sögn fréttar- itara Reuters. Sovéska blaðið íz- vestíja kveður stjórnarliða í borg- inni vera að birgja sig upp af elds- neyti og skotfærum, þar eð búist sé við löngu umsátri. Að sögn annars sovésks blaðs, Komsomolskaja Pravda, verður æðsti maður sovéska hersins í Af- ganistan síðastur sinna manna til að yfirgefa afganska grund. Leyfir blaðið sér svolítið af klass- ískum hátíðleika af þessu tilefni. „Þann 15. febr., kl. 10 að staðar- tíma, gengur Boris Gromov und- irhershöfðingi síðastur sovéskra hermanna yfir brúna (frá Hayrat- an, Afganistans megin, til Term- ez). Hann gengur yfir án þess að líta um öxl. Þá nemur hann staðar og flytur ræðu, en aðeins sjálfum sér. Hann talar í eina mínútu og sjö sekúndur. Ræðan verður ekki skrifuð niður og enginn hlustar á hana.“ Reuter/-dþ. Mujahideen, afganskir skæru- Ungverjaland Leitað til S.þ. vegna flóttamanna Þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna eru komnir tii Bú- dapest, höfuðborgar Ungverja- lands, að beiðni þarlendra stjórnvalda til viðræðna við þau um vanda þann, sem steðjar að Ungverjum vegna mikils flótta- mannastraums þangað frá Rúm- eníu. Er þetta í fyrsta sinn sem Austur-Evrópuríki leitar til S.þ. vegna flóttamannavandamáls. Sendimenn S.þ. munu einnig ræða við forsvarsmenn ung- verska Rauða krossins og em- bættismenn kirkna. Að sögn ung- verskra stjórnvalda eru nú þar- lendis yfir 13.000 flóttamenn frá Rúmeníu, er fengið hafa dvalar- leyfi í landinu til bráðabirgða. Margt þessa fólks er af ungverska þjóðernisminnihlutanum í Trans- sylvaníu, er á yfir höfði sér að þorp hans séu jöfnuð við jörðu til að framfylgja vægast sagt um- Ceausescu, hvers ríki nú margirflýja, á það sammerkt með fleiri harð- ráðum valdhöfum að gera sér títt um börn. deildri nýsköpunaráætlun Ce- ausescus Rúmeníuleiðtoga. Reuter/-dþ. Bandaríkin-Sovétríkin Bróðemi uppgjafahermanna Bandaríkjamenn sem börðust í Víetnam hughreysta Sovétmenn sem börðust í Afganistan Sovéskir hermenn, hcimkomn- ir úr Afganistansstríðinu, eiga við furðulík vandamál að stríða og Bandaríkjamenn sem börðust í Víetnam. Sovéskum hermönnum var ekki tekið sem hctjum, er þeir komu heim frá Afganistan, þeir eiga í örðugleikum á vinnumark- aðnum, hneigjast til drykkju og margir skilja. Allt þetta kannast Bandaríkja- menn, sem börðust í Víetnam, við af eigin reynslu. S.l. ár tóku Bandaríkjamenn, sem börðust í Víetnam, að heimsækja sovéska hermenn, sem verið höfðu í Af- ganistan, til þess að miðla þeim af reynslu sinni þeim til hug- hreystingar. Síðustu mánuði s.l. árs voru 18 Bandaríkjamenn í Sovétríkjunum þeirra erinda að vera sovéskum Afganistansher- mönnum innanhandar um sál- fræðilega ráðgjöf. Er þessi sam- vinna einsdæmi úr sögu sam- skipta risaveldanna. Einn Bandaríkjamanna þess- ara, Jack Smith frá Cleveland, segir að meðalaldur bandarískra hermanna í Víetnam og sovéskra í Afganistan hafi verið 19 ár, en meðalaldur hermanna í heims- styrjöldinni síðari og Kóreustríð- inu hafi verið 26 ár. Ungur aldur eigi sinn þátt í því að ógnir stríðs- ins hafi haft djúp sálræn áhrif á hermennina. Þar að auki var um að ræða bæði í Víetnam og Af- ganistan skæruhernað, þar sem lítið var um beina sigra og þar sem erfitt var að þekkja vin frá óvini. Þetta átti sinn þátt í að her- menn, sem litið höfðu á sig sem sómapilta, misstu stjórn á skapi sínu og frömdu hryðjuverk. Smith kvað sovésku hermenn- ina líta á þá bandarísku sem eldri bræður sína og fljótgert hafi verið að eyða allri tortryggni þar á rnilli-. Hann segist hafa sagt við „afgantsy“ (eins og sovéskir her- menn, sem verið hafa í Afganist- an, eru kallaðir á heimaslóðum) einn, að ekki hafi verið laust við það að hann erfði það við Sovét- Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belgíu, ræddi á mánu- dag leynilega við Mobutu Sese Seko, forseta Zaire, í villu þess síðarnefnda skammt frá Canncs á frönsku Rívíerunni. Að sögn belgísks talsmanns var erindi Martens að reyna að eyða misklíð ríkjanna. Þrír mánuðir eru síðan alvarleg snurða hljóp á þráðinn í sam- skiptum Belgíu og Zaire, sem áður var belgísk nýlenda og var þá kallað belgíska Kongó. Byrj- aði þetta þannig að Mobutu reiddist Belgum vegna þess að í þarlendum blöðum var gefið í skyn, að hann hefði stungið í menn, að sovésk eldflaug hafi eitt sinn nærri því orðið honum að bana. Sá sovéski hafi þá flett upp annarri buxnaskálm sinni, og sýndi sig þá að af var fóturinn. „Bandarísk jarðsprengja tætti hann af mér,“ sagði sá sovéski. Afganskir skæruliðar fá sem kunnugt er það mesta af vopnum sínum frá Bandaríkjunum, og víetnamskir andstæðingar Bandaríkjanna börðust einkum með sovéskum vopnum. Reuter/-dþ. eigin vasa fé, sem Zaire fékk frá Belgíu sem þróunarhjálp. Hefur Mobutu síðan svipt Belga ýmsum fríðindum, sem þeir hafa notið í ríki hans. f síðustu viku gerðist hann enn reiðari vegna sjón- varpsþáttar, sem þá var sýndur í belgíska sjónvarpinu, en í honum var stuttlega vikið að einkaeign zairíska valdhafans, sem mun hafa aukist fremur en hitt í emb- ættistíð hans. Hótaði Zairestjórn að slíta stjórnmálasambandi við Belgíu, ef þátturinn yrði endur- sýndur, eins og til stóð, og hefur sjónvarpið nú tilkynnt að hætt hafi verið við endursýninguna. Reuter/-dþ. Belgía-Zaire Mobutu hótar slitum stjómmálasambands _ AUGLYSING Qi&imuAHCsiiHáfv um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1990 Evrópuráðið mun á árinu 1990 veita starfsfólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim til- gangi að styrkþegar kynni sér nýjungar í starfs- greinum sínum í löndum Evrópuráðsins og Finn- landi. Stjórnarnefnd heilbrigðismála í Evrópuráðinu á- kvað að á árinu 1990 skuli lögð áhersla á verk- efnið: „Mat á arðsemi heilbrigðisþjónustunnar“ Styrktímabil hefst 1. janúar 1990 og lýkur 1. des. 1990. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum. Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands, sem sótt er um og ekki vera í launaðri vinnu í því landi. Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Nánari upplýsingar um styrkina veitir Ingimar Sigurðsson skrifstofu- stjóri. Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 10. mars n.k. Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evr- ópuráðinu í byrjun desember 1989. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 3. febrúar 1989 fFrá Borgarskipulagi Reykjavíkur Tillaga að deiliskipulagi á svæði milli Hraunbæjar og Bæjarháls er hér með auglýst samkvæmt gr. 4.4. í skipulagsreglugerð 1985. Um er að ræða hugmyndir að íbúðum aldraðra, svæði fyrir versl- un og þjónustu, bílskúraþyrpingar og útivistar- svæði. Uppdrættir verða til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl. 8.30 - 16.00 alla virka daga frá miðvikudeginum 8. febr. til mánu- dagsins 13. mars 1989. Einnig verður uppdráttur til sýnis í félagsmiðstöðinni Arseli. Ábendingum eða athugasemdum skal skila skrif- lega, ekki seinna en 13. mars 1989 til Borgar- skipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3,105 Reykja- vík. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkuiborgar fyrir hönd Byggingadeildar Borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í rörlaga lampabrautir ásamt Ijósbúnaði fyrir Borgarleikhúsið í Reykjavík. Lengd brauta er um 225 metrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkir- kjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 23. febrúar 1989 kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Mi&vikudagur 8. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.