Þjóðviljinn - 09.02.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Page 1
Fimmtudagur 9. febrúar 1989 28. tölublað 54. órgangur Hvalveiðar Ríkisstjómin stefnulaus Svavar Gestsson: Ríkisstjörnin án hvalveiðistefnu. „ Vísindaveiðar“ og skakkaföll lagmetisiðnaðarins efstá baugi íríkisstjórninni. Stuðningur eykst við þingsályktunartillöguÁrna Gunnarssonar um að hœtta vísindaveiðum Rflrisstjórnin hefur ekki enn mótað neina stefnu í hval- veiðimálinu heldur hefur sjávar- útvegsráðherra framfylgt stefnu rflrisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Málið hefur verið til umfjöllunar á rflrisstjórnarfundum en ekki verið komist að neinni niðurstöðu og í ljósi undangenginna atburða, markaðshrunsins í Þýskalandi, verður tekist á um stefnumörkun- ina á næstu fundum ríkisstjórnar- innar, enda sýnist sitt hverjum þar. Svavar Gestsson sagði við Þjóðviljann í gær að núverandi ríkisstjórn hefði ekki enn markað neina stefnu í málinu þegar hann var spurður hver væri stefna ríkis- stjórnarinnar. „Fyrrverandi rík- isstjórn mótaði stefnu í þessu máli en núverandi ríkisstjóm hef- ur ekki enn ákveðið sína stefnu í hvalveiðimálinu. “ Þrýstingurinn á að ríkisstjórnin söðli um og hætti hinum svoköll- uðu vísindahvalveiðum hefur aukist mikið að undanfömu og' stuðningur við þingsályktunartil- lögu Árna Gunnarssonar um að veiðarnar verði stöðvaðar um þriggja ára skeið í það minnsta virðist hafa aukist. Þannig helg- aði Málmfríður Sigurðardóttir, í umræðunni um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, drjúgan hluta ræðu sinnar hruni lagmetisiðnað- arins og hvalveiðistefnu Halldórs Ásgrímssonar. að þeir félagarnir þrír ynnu að því að ríkisstjórnin næði „skynsam- legri lendingu í þessu máli.“ Nán- ar fékkst hann ekki til að tjá sig um umræðurnar í ríkisstjórninni um hvalveiðimálið. Steingrímur J. Sigfússon og Ólafur Ragnar Grímsson vildu heldur ekki bera þær umræður á torg. Ólafur Ragnar vísaði til ályktunar síðasta landsfundar Al- þýðubandalagsins en £ henni var lagst gegn „hvalveiðum í vísinda- skyni.“ Sjá síðu 2 og leiðara M,, Á meðan allt er upp í loft í ríkisstjórninni og starfsfólki í lagmetisiðnaði er sagt upp störfum tók sjávarútvegsráðherra Halldór Ásgrímsson gærdaginn rólega, renndi sér á skíðum í Bláfjöllum og aðstoðaði menn í vandræðum. Mynd-Þóm. Árni Gunnarsson sagði í gær að atburðir undanfarinna daga og vikna knýðu á um nauðsyn þess að alþingi tæki af skarið í þessu máli. Hann sagði að sér væri kunnugt um að fj öldi þingmanna, sem áður voru andvígir tillögu- nni, hefðu vent sínu kvæði í kross og styddu hana nú. Sagði hann að þar á meðal væru bæði stjórnar- liðar og stjórnarandstæðingar, þannig að afstaðan í þessu máli fer ekki eftir því hvort þingmenn styðja ríkisstjórnina eða ekki, enda hefur ríkisstjórnin ekki stefnu í málinu þó svo að sjávar- útvegsráðherra hafi haldið því fram í Morgunblaðinu í gær að stefna stjórnarinnar í hval- veiðimálinu væri óbreytt. Ráðherrar Alþýðubandalags- ins sögðu í gær að hvalveiðistefn- an væri í deiglunni, málið væri efst á baugi í ríkisstjórninni og að niðurstöðu væri að vænta fljót- lega. Svavar tók svo til orða í gær A-flokkarnir Sameining skoðuð ítatiega * Ahrifafólk úr A-flokkunum á reglulegum fundum. Margrét Björnsdóttir: Ekki stefnt að 3ja A -flokknum heldur breiðfylkingu jafn- aðarmanna Alþýðubandalagið í Reykjavík og Félag frjálslyndra jafnað- armanna sem starfar innan Al- þýðuflokksins hafa ákveðið að efna til sameiginlegs fundar síðar í þessum mánuði um samstarfs- möguleika jafnaðarmanna. Þá hefur hópur áhrifamanna úr Al- þýðubandalagi og Alþýðuflokki fundað reglulega síðustu vikur og rætt möguleika á sameiningu A- flokkanna. - Við höfum einkum verið að ræða um form og innihald mögu- legs samstarfs. Við erum ekki að ræða um stofnun 3ja A-flokksins heldur vilja menn stefna að því að leggja þá niður sem fyrir eru og stofna í staðinn breiðfylkingu ís- lenskra jafnaðarmanna, segir Margrét Björnsdóttir, ein þeirra sem fundað hafa um samstarf A- flokkanna. - Þetta eru engir leynifundir. Þeir eru opnir öllu áhugafólki um samvinnu og samstarf jafnaðar- manna. Þarna hefur einkum komið saman ungt fólk sem er í áhrifastöðum innan A- flokkanna. Fólk sem hefur áhuga á að ræða um þá hluti sem við getum sameinast um og þann grundvöll sem við eigum að geta starfað eftir, sagði Margrét. Ekki mun vera ætlunin að stofna formleg samtök utan um þessa fundi en stefnt er að því að halda fundaröð í næsta mánuði þar sem tekið verður á ýmsum málaflokkum og lögð drög að hugsanlegri stefnuskrá íslensks jafnaðarmannaflokks. -Ig. Útflutningur Bland úr Vatnajökli Nýverið barst fyrirspurn frá Svíþjóð til forráðamanna KASK á Höfn í Hornafírði hvort ekki væri mögulegt að fyrirtækið útve- gaði þeim ís úr Vatnajökli til að nota sem bland í áfenga drykki. Að sögn Ara Þorsteinssonar hjá KASK er það engin nýlunda fyrir þá að fá fyrirspurn sem þessa. Á síðasta ári fór Ari með japanska viðskiptavini uppá jökulinn og hjó úr honum nokkra ísmola sem Japanirnir settu út í vískíið þegar komið var til baka í bæinn. Pólitíká . laugaraegi Björn Grétar Sveinsson og Ögmundur Jónasson eru gestir spjaiifundarins á laugardaginn kl. 11 til 14 á efstu hæð að Hverfisgötu 105. - Allir vinstrimenn velkomnir. Eins og gefur að skilja er ís úr Vatnajökli mjög þéttur og þegar áfenginu var hellt yfir hann byrj- aði hann að springa með miklum hvellum og vakti það í senn að- dáun og undrun meðal Japan- anna. Þrátt fýrir sænsku fyrrispurn- ina og hrifningu Japana er ekki við því að búast að útfíutningur hefjist á næstunni á ís úr Vatna- jökli frá Hornafirði að sögn for- ráðamanna KASK. —erh Þjóðviljinn/Alþýðubandalagið í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.