Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 7
■■■mÖRFRÉTTIR mmmm Heita að fasta til dauða Yfir 100 Suöur-Afríkumenn, sem eru í haldi af pólitískum ástæðum í fangelsum í Jóhann- esarborg og hafa enn ekki verið leiddir fyrir rétt, hafa heitið því að svelta sig til bana nema því að- eins að þeir verði látnir lausir. 20 fanga þessara hófu að fasta fyrir rúmum tveimur vikum og 53 í við- bót fyrir viku. Sumir þeirra hafa verið í haldi í tvö og hálft ár. ísrael biður Bandaríki að hætta PLO-viðræðum (sraelsstjórn hefur farið þess á leit við Bandaríkin að þau slíti við- ræðum sínum við Frelsissamtök Palestínu (PLO), þareð PLO hafi brotið gegn skilyrðum þeim er Bandaríkjastjórn setti fyrir því að viðræðurnar hæfust. ísraelar halda því fram að nokkrir vopn- aðir Palestínumenn, flestir í Al- þýðufylkingunni til frelsunar Pal- estínu (PFLP), hafi á sunnudag reynt að komast frá Líbanon inn í ísrael. Fimm Palestínumenn voru vegnir við þetta tækifæri. PFLP, stærstu samtökin í PLO næst Fatah, hafa vísað á bug höfnun Arafats á hryðjuverkum og viðurkenningu hans á (srael og segja þetta ekki opinbera stefnu PLO. Nýnasistaþing bannað Vesturþýska lögreglan hefur bannað hægriöfgaflokki nokkr- um, kenndum við nýnasisma, að halda ársþing sitt í Minden um næstu helgi. Óttaðist lögreglan að annars kæmi til átaka milli þingfulltrúa, sem gert var ráð fyrir að yrðu um 1000 talsins, og um 6000 manna sem efndu til mót- mæla gegn þinghaldinu að hvatningu verkalýðssamtaka, kirkjufélaga og nokkurra stjórn- málaflokka. Hægriöfgafiokkur sá sem hér um ræðir nefnist Þjóð- legi lýðræðisflokkurinn. Ókyrrð í Kosovo Verkföll og mótmælasetur, er í s.l. viku hófust á júgóslavneska sjálfstjórnarsvæðinu Kosovo, sem að mestu er byggt Albönum, hafa að miklu leyti lamað at- vinnulíf þar. Er með þessu verið að mótmæla því, að serbnesk stjórnvöld hafa vikið albönskum forustumönnum á svæðinu úr stöðum sínum. Er þetta mesta ókyrrðin þar á svæðinu frá því í nóv. s.l., er um 100.000 Albanir tóku þátt í kröfugöngum og mót- mælafundum. Mesti hassfundur Noregssögu Norska lögreglan tilkynnti í gær að hún hefði fundið 115 kíló af hassi í kjallara spænsks veitingahúss í Osló. Er þetta mesta magn af hassi, sem har- lend lögregla hefur nokkru sinni fundið í einu lagi. Talið er að því hafi verið smyglað inn í landið í s.l. viku. Þrír Spánverjar og norsk kona, öll áfertugsaldri, hafa verið handtekin vegna þessa máls. Reuter/-dþ. ITT Sjónvarpstæki fjárfestíng i gæöum [JNQIVC>1P] HÆLíog FRYSTISHARAR . Ótrúlegt verð dáftúut en ________ERLENDAR FRÉTTIR________ Subur-Afríka Enga Svía til Namibíu Að sögn sænska blaðsins Ex- pressen hefur Suður-Afríku- stjórn tilkynnt Sameinuðu þjóð- unum að hún vilji ekki að neinir sænskir hermenn verði í gæslu- verndarliði því, sem fyrirhugað er að S.þ. sendi til Namibíu síðar á árinu til að fylgjast með þróun mála þar í átt til sjálfstæðis. Telur Suður-Afríkustjórn að Svíum sé ekki treystandi til að gæta hlut- leysis í þeim málum. Talsmaður ræðismannsskrif- stofu Suður-Afríku í Stokkhólmi vildi ekki staðfesta fréttina í Ex- pressen, en kvaðst ekki telja ólík- legt að hún ætti við rök að styðj- ast. Benti hann á í því sambandi stuðning Svíþjóðar við SWAPO, sjálfstæðishreyfingu þá nami- bíska sem barist hefur gegn Suður-Afríku í yfir tvo áratugi, og efnahagslegar refsiaðgerðir Svía gegn Suður-Afríku. Sænska stjórnin hefur lýst fullum stuðn- ingi við áætlun S.þ. um sjálfstæði til handa Namibíu, en hefjast á handa um framkvæmd þeirrar áætlunar 1. apríl n.k. Reuter/-dþ. Norðursjór Norskt skip talið af Stokksund, 300 smálesta norskt vöruflutningaskip sem saknað hefur verið síðan á sunnu- dag, er nú talið af með allri áhöfn, fjórum mönnum. Skipið var á leið frá Lundúnum til Kristi- ansand með sykurfarm. Víðtæk leit var gerð að skipinu og tóku þátt í henni flugvélar og skip frá Noregi, Danmörku, Vestur- Þýskalandi og Bretlandi. Reuter/-dþ. SKIUÐ SKATTFRAMTAU ITÆKATÍÐ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febrúar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjómm sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseöla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á ^ þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launumT SIÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10.FEBRÚAR. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.