Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 9
FRETTIR Undirbúningsnefnd Norræna kvennaþingsins í Osló lauk störfum með því að fá fram vilyrði fyrir öðru samskonar þingi eftir fimm ár. Guðrún Ágústsdóttir og Arndís Steinþórsdóttir í hópi félaga. Jafnréttismál Annað norrænt kvenna- þing eftir fimm ár Grænlenskar, fœreyskar og íslenskar konur stefna að sérstöku vesturnorrœnu þingi nœsta ár Lokaniðurstaðan á Norræna kvennaþinginu í Osló í sumar lcið var að stefna bæri að öðru þingi með svipuðu sniði eftir fimrn ár og undirbúningur fyrir það er þegar hafinn. Við höfðum samband við Guðrúnu Ágústs- dóttur sem sat í undirbúnings- nefnd þingsins í Osló, tilnefnd af Framkvæmdanefnd um launamál kvcnna. Hinn íslenski fuiltrúinn í nefndinni var Arndís Steinþórs- dóttir, varaformaður Kvenrétt- indafélags íslands og tilnefnd af því. „Við gengum tvær úr undir- búningsnefndinni, Jytte Lind- gárd formaður Kvenfélagasamb- andsins danska og ég, á fund Laganefndar Norðurlandaráðs ITT lítagónvarp erQárfesting ív-þýskum gæöumog GEILIIRf SKIPHOLT! 7 SIMAR 20080 & 26800 og jafnréttisráðherra landanna í Kaupmannahöfn fyrir fáeinum dögum. Þar sögðum við frá því hvaða gildi þetta þing hefði haft fyrirkonuríhverju landi, lögðum fram niðurstöðu þingsins og rök- studdum hana. Fundarmenn samþykktu að verða við beiðninni og standa fyrir öðru þingi helguðu jafnrétti; reynslan af Kvennaþinginu í Osló væri svo góð að nauðsynlegt væri að halda annað. Þó var mælt með því að færri efni yrðu tekin fyrir á næsta þingi, það mætti ekíci rekast á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem enn er óákveðin, og hlutur karla yrði að stækka. Samþykkt var að fela embættis- mannanefnd jafnréttismála Norðurlandaráðs málið í samráði við kvennahreyfingar og biðja um tillögur innan árs að fyrir- komulagi þingsins. í framhaldi af þeim munu jafnréttisráðherrar ákveða hvar og hvenær næsta þing verður haldið og hvernig það starfar. Þess má geta að bæði finnskar konur og bæjarstjórinn í Árósum hafa boðið næsta þingi sama- stað.“ Héldu menn að karlar vildu sækja þingið? „Þessar raddir koma alltaf upp, en raunar eru þing af þessu tagi til þess ætluð að konur geti sýnt hver annarri hvað þær geti og vilji meðan þær hafa ekki náð jafnrétti á við karla. Þegar þær hafa náð því verða svona þing tímaskekkja.“ Vesturnorrænt þing „Það er fleira á seyði. Á kvennaþinginu í Osló fundu grænlenskar, færeyskar og ís- lenskar konur til eins konar auka- samstöðu, ekki síst í færeyskum dansi um borð í Smyrli þar sem þær færeysku bjuggu um þingtí- mann. í Osló var rætt óformlega um samstarf vesturnorrænna kvenna, en þegar undirbúnings- nefndin hittist í Færeyjum í haust til að ljúka störfum var samstarf- ið rætt frekar og ákveðið að láta reyna á það. Ég sótti svo um styrk til Norðurlandaráðs, undir- deildar um vesturnorrænt sam- starf í Þórshöfn í Færeyjum, til að halda fund á íslandi í sumar sem skyldi undirbúa þriggja landa kvennaþing árið 1990. Við feng- um peninga, en án skuldbindinga um frekari styrki, og nú þurfa ís- lensk kvennasamtök að fara að undirbúa þennan fund. Grænlen- skar og færeyskar konur eru farn- ar að undirbúa sig af kappi.“ Um hvað á að tala á þessum fundi? „Hvað við eigum sérstaklega sameiginlegt, hvaða málaflokka við þurfum að ræða á hugsanlegu þingi, hvað við getum lært hver af annarri og hvernig við getum stutt hver aðra.“ Guðrún taldi að best yrði að halda vesturnorrænt kvennaþing í Nuuk á Grænlandi. „Það er til skammar hvað við þekkjum Grænland og íbúa þess illa, menningu í fortíð og nútíð og lífs- hætti þeirra í samtímanum. Við myndum slá margar flugur í einu höggi með því að halda þingið þar.“ SA FLOAMARKAÐURINN SOS - íbúð! Ung hjón meö eitt barn óska eftir 2-3 herbergja íbúð sem fyrst. Upp- lýsingar í síma 621290, Sigrún. Óskast keypt eða gefins Vantar sófasett eða hornsófa og ís- skáp ódýrt eða gefins. Sími 42700 (vs.) Jón Kr. eða 23879 (hs.). Óska eftir bókaskáp og hægindastól gefins. Vinsamlegast hafið samband í síma 622919 á kvöldin. Óska eftir góðum fataskáp fyrir lítið. Sími 13747 og 21276. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóam- arkaður SDl, Hafnarstræti 17, kjall- ara. Herbergi til leigu sem geymsla fyrir búslóð eða ann- að. Upplýsingar í síma 79446 á kvöldin. Óskast keypt ódýrt Óska eftir að kaupa ísskáp og sófa- sett. Upplýsingar í síma 30442. Ignis kæliskápur 3 ára gamall til sölu. Upplýsingar í síma 689084 eftir kl. 18. Vantar þig barnarúm eða barnavagn? Til sölu hvítt barnarimlarúm með dýnu og góður barnavagn. Einnig tekk-skrifborð með 3 skúffum. Upp- lýsingar í síma 672283. Hundur - bíll Vegna brottflutnings þurfum við að losna við gullfallegan 1 Vz árs gaml- an Scháfer hund. Einnig er til sölu lítið ekin Fiat Panda árgerð 1983. Upplýsingar í síma 91-30659. Til sölu 4 sæta sófi og 2 stólar, gráblátt pluss með stálfótum. Verð kr. 10.000. Upplýsingar í síma 41285 eftir kl. 18.30. Gluggagínur Karl- og kvengína óskast gefins eða til láns í hálfan mánuð. Rakel, sími 40887 á kvöldin. Rakatæki - Ijósakróna Gömul Ijósakróna fæst gefins. Á sama stað ertil sölu lítið notað raka- tæki. Upplýsingar í síma 39598. íbúð óskast 2-3 herbergja íbúð óskast í vestur- bæ eða nágrenni. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 23171. Amsterdam! Til sölu er flugfarseðill til Amster- dam fyrir einn. Upplýsingar í síma 675169 e.kl. 19.00. Vantar mótorlampa (steinolíu). Sími 54140, Kári. Vélsleðl gefins Gamall vélsleði fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 54673. Barnabílstóll óskast Upplýsingar í síma 681463. Tll sölu mótorhjólagalli á hávaxinn, grannan mann. Lítið notaður. Selst á kr. 25.000 (kostar nýr 50.000 kr.) Upplýsingar í síma 44937. íbúð óskast fyrir starfsmann Þjóðviljans Starfsmann Þjóðviljans vantar 2-3 herbergja íbúð strax eða frá 1. mars. Vinsamlegast hafið sam- band í síma 14567, Þorgerður Sig- urðardóttir. Til sölu Amstrad PCW tölva með prentara. Lítið notuö. Vægt verð. Upplýsingar í síma 21459 á kvöldin. Svefnbekkur gefins Eins manns svefnbekkur með rúm- fatageymslu fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 82534 fyrir hádegi og eftir kl. 20.00. Bíll til sölu Gangfær Subaru 1600, árg. ’78, á góðum dekkjum. Fæst mjög ódýrt (innan við 10.000 kr.) Upplýsingar í síma 24894. íbúð óskast 5 manna fjölskylda frá Neskaup- stað óskar að taka á leigu íbúð frá og með apríl. Upplýsingar í síma 17087 eða 97-71778. Pennavinur frá Þýskalandi Ég er 17 ára stúlka frá Þýskalandi og mig langar til að eignast penna- vini á Islandi til að kynnast ykkar yndislega landi. Áhugamál mín eru hestamennska, sund, jassballett, lestur og ég elska dýr, einkum hesta. Átt þú hest? Það væri gam- an. Mig langartil að komatil islands sumarið 1989 og þætti gaman að hitta pennavini mína þá. Vinsam- legast skrifið mér. Dagmar Kobbeloer, Danziger- strasse 33, 4760 WerlA/Vestfalen, BRD. Vantar þig heimiiishjálp? Tek að mér þrif í heimahúsum. Upplýsingar í síma 660683 fyrir há- degi og eftir kl. 20.00 (Vala). Til sölu ný ungbarnasæng og koddi ásamt 3 sængurverasettum á kr. 3.000. Upplýsingar í síma 17133. Barnapössun Óska eftir barngóðum unglingi til að passa 2 ára barn nokkur kvöld í viku. Upplýsingar í síma 622919 á kvöldin. Til sölu Kawasaki Intruder 440, árgerð '82. Nýyfirfarin vél, ekinn 2.000 mílur. Verð 150-160 þús. kr. Upplýsingar í s: 93-61369. Bassi til sölu Vel með farinn Aria Pro bassi til sölu á hagstæðu verði. Upplýsingar í síma 10342. Unglingaskrifborð úr eik með 2 skúffum, 110x55 sm, til sölu. Upplýsingar í síma 621689. Til sölu eldhúsinnrétting, eldavél, vaskur, ofn, borðstofuborð og stólar, borðs- tofuskápur og skrifborð. Allt mjög vel með farið. Upplýsingar í síma 30319. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá 9.30-10.30. Guðríður Jóels- dóttir, med. fótaaðgerðasér- fræðingur Bcrgartúni 31,2. h.h., stmi 623501. Tll sölu Frystiskápur, ryksuga, svefnbekkir, hjónarúm, hlaðrúm, kommóður, eldhúsborð, sófaborð, borðstofu- stólar, hægindastólar o. fl. Sími 688116 kl. 17-20. Óskum eftir 3 herbergja íbúð á leigu frá 1. júní nk. Erum 4 í heim- ili, hjón, 9 ára drengur og ungbarn. Upplýsingar í síma 13101. Svartur og hvítur kettlingur rúmlega 2V2 mánaðar fæst gefins. Upplýsingar í síma 22613. Óskast keypt eða gefins Vantar sófasett eða hornsófa og ís- skáp ódýrt eða gefins. Sími 42700 (vs.) Jón Kr. eða 622374 (hs.). Tanzaníukaffið fæst aftur Upplýsingar í síma 675809. Til sölu BMW 318 árg. ’78 í ágætu standi. Selst á u.þ.b. 150 þús. og minna ef staðgreitt er. Upp- lýsingar í síma 672023 eftir kl. 17.00. Auglýsið í Þjóðviljanum 681333 Fimmtudagur 9. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.