Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 11
FRA LESENPUM ^ > —cr—l- 1 Þjóðviljinn - Frá lesendutn - Síðumúla 6 108 Reykjavik Um Þjóð- viljann og sjón- varpið Pað heyrir til tíðinda að í dag las ég góða grein í Þjóðviljanum, nefnilega aðsenda grein Sigþrúð- ar Gunnarsdóttur um ofsóknir breskra yfirvalda gegn innflytj- anda sem berst í pólitík; hann er sinhalesi frá Sri Lanka og styður baráttu Tamila. Þessum manni eskortera enskir herramenn beint til Sri Lanka, þarsem líf hans er í hættu, og það eins þótt hann hafi ekkert til sakar unnið í Englandi annað en það að berjast í pólitík og fylgja sinni sannfær- ingu. Svona mál eru býsna algeng útí heimi - til að mynda í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Þetta eru pólitískar ofsóknir ríkisvaldsins sem beitir fyrir sig lögregluvaldi. Finnst fólki þetta vera lýðræði? Eða, af því það er nú auðvelt að vera róttækur í útlöndum: Hvað finnst fólki um þetta lýðræði hér heima? Þarsem hægt er að af- nema verkfallsréttinn þegar stjórnvöldum dettur í hug, skemma kjarasamninga með sama hætti... Nú og hvað ritfrels- ið varðar: Það má ekki skrifa gegn íslenskum lögregluföntum án þess að vera dreginn fyrir dómstóla, alveg burtséð frá því hvort farið er með rétt mál eða ekki. Hefur enginn áhuga á máli Þorgeirs Þorgeirssonar? Heldur fólk að ritfrelsið skipti ekki máli? Af h ver j u skrifar ekki Þj óðvilj inn af sjálfsdáðum um svona mál; - þá sjaldan að hann skrifar eitthvað sem hönd á festir þá er það nú fljótt úr honum aftur eins og þar stendur! Dæmigert fyrir stíl Þjóðvilja- manna er leiðari Árna Berg- manns um forsetaskiptin í Bandaríkjunum. Þar er engin af- staða tekin til eins eða neins. Árni tuðar um samskipti risa- veldanna, þau hafi batnað í tíð Reagans. Hann minnist ekki einu orði á ofbeldishroka Reagans gegn Lýbíu. Hann minnist ekki á innrásina í Grenada. Hann minn- ist ekki á Kontrastíðið í Nicarag- ua. En þarna fjúka mannslífin! Af hverju finnst Árna meira spennandi að velta fyrir sér hvort gereyðingarvopnum hafi fækkað eða fjölgað eða hvaða tónn er ríkjandi hverju sinni í kjaftagangi risaveldanna? Árn hefur greini- Iega annað pólitískt gildismat en ég- Kannski að ég tali aðeins um sjónvarpið. Mér dettur ekki í hug að biðja um hlutlausar fréttir; tónninn þar á bæ er að vísu ekki jafn ofstækisfullur og í Moggan- um, en hægrisinnaður samt. Ég hef aldrei búist við öðru. En af því að þetta er leiðigjarnt langar mig að koma með eina uppá- stungu. Sjáið til. Mér finnst til dæmis fráleitt að steinþegja um Kúbu alla tíð, nema þegar heimspressuna langar að rægja byltinguna og henda í hana skít. Nýlega er sjónvarpið farið að sýna erlend viðtöl við listafólk. Mér dettur í hug indæll þáttur um Simone de Beauvoir, skikkan- legur þáttur um Woody Allen. Sýnið þið nú viðtal við Fídel Ca- stró! ítalska sjónvarpið tók í fyrra langt og mikið viðtal við Fídel sem sætir tíðindum á ýmsan hátt og hefur vakið athygli. Mér er kunnugt um að sænska sjónvarp- ið sýndi þetta viðtal, að mér skilst í heild, og þá í þremur hlutum. Sýnið þið þetta nú. Það er til fólk sem vill sjá svona efni og tekur það jafnvel framyfir poppvídeó, þessa þrjá krimma sem sýndir eru vikulega eða allt íþróttaspriklið. Ottó Másson Stríðs- kapphlaup í „sjálfsvörn“ Á forsíðu Morgunblaðsins stóð á dögunum „Frank Carlucci, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna: Líbýsku herþotunum grandað í sjálfsvörn". í sjálfs- vörn?? Eru Bandaríkjamenn með ofsóknarbrjálæði? Alls stað- ar í heiminum er þeim ógnað, alls staðar þurfa þeir að vera reiðu- búnir að verja sig fyrir árásum óvina sinna. Samt eru þeir að selja þessum „óvinum“ sínum á hverju ári vopn fyrir marga milljarða dollara! Á ekki heimurinn fremur að vera á varðbergi gagnvart Banda- ríkjamönnum og kjarnorku- og efnavopnum þeirra? Voru þeir ekki fyrstir allra manna að varpa kjarnorkusprengju á Híróshíma og Nagasaki? Og eru þeir ekki tilbúnir að ýta á takkann hvenær sem er? (kallað „hairtrigger al- ert“) Hve lengi ætlar heimurinn að láta blekkjast af vélabrögðum þeirra? Alltaf eru vondir menn annars staðar, en Bandaríkja- menn eru þeir einu sem eru friðelskandi og góðir (að eigin mati). Af hverju eru þeir þá að selja vopn um allan heim? „Aðalorsök kreppunnar er sú að stjórnkerfið er orðið svo veikt eftir áratuga vanrækslu að engin ríkisstjórn ræður lengur við vand- amálin," segir Jón Óttar Ragn- arsson, sjónvarpsstjóri. Nei, að- alorsök er trúleysi og guðleysi í þessu landi. Það er algjört tabú að nota nafnið Guð hér, nema maður sé lærður prestur. Gömul og guðhrædd kona sagði einu sinni við mig fyrir mörgum árum: „Þú kennir ríkisstjórn engan kær- leika“. Og trú á aðra guði mun að lokum eyðileggja þetta land og þessa þjóð. Það kemur að því - Jeremía 48:16 - nema fólk snúi sér aftur til Guðs og viðurkenni að hafa syndgað gegn Drottni, prestar og sértrúarflokkar inni- faldir! Ef Kristur væri hér í dag, mundi hann svo sannarlega segja: „Peir sem eru fylgjandi kjarnorkusprengju munu farast jyrir kjarnorkusprengju“. Og við þá, sem eru á móti, mundi hann segja: „Sælir eru friðflytjendur, því þeir munu Guðs synir kallaðir verða." Nú eru til margar milljónir manna um allan heim sem eru á móti kjarnorkuvopnum. Eru þeir þá allir kommúnistar? Nýja Sjáland er t.d. laust við allt þetta hernað- arbrölt og kjarnorkubrjálæði. Geta íslendingar ekki farið að dæmi þeirra? Rússar geta ekki athafnað sig nokkurn skapaðan hlut nema Drottinn leyfi þeim það. En látum Drottin sjálfan tala og les- um svolítið í Heilagri Ritningu - Jesaja 55:8-9, Esekíel 13:8-9, Jer- emía 6:13-14, 5:30-31 og 7:3-10, 23-28, Esekíel 22:29, 26, Jeremía 16:17-18, 17:5-10, 23:24, 29, Jes- aja 1:16-20, 5:20-24, 8:13,14:24, 40:8, 55:6-7 og Esekíel 33:11. E. Jóhanncsdóttir Gleraugu týndust Kona hringdi: Ég vildi fá að auglýsa eftir gler- augum sem týndust á mánudag- inn við Álakvísl í Ártúnsholti. Gleraugun eru svört á lit og kisu- laga. Ef einhver hefur fundið gleraugun er hann/hún vinsam- legast beðin(n) að hafa samband í síma: 672414. þlÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Herskip Breta í snatti fyrir Franco? Orðrómur um, að Bretar hjálpi uppreisnarmönnumtil að ná Minorca. Búiztvið, að vélbáturinn Þeng- ill hafi farizt. Á bátnum voru fjórir skipverjar og fimm farþegar. Tíminn líður! Gerið áætlanir fyrir vorið um ræktun og rekstur. Munið að panta tilbúna áburðinn í tækatíð. I DAG 9. FEBRÚAR fimmtudagur í sextándu viku vetrar, tuttugasti og fyrsti dagur þorra, fertugasti dagurársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 9.43 en sest kl. 17.42. Tungl vax- andiáfyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Dáinn Baldvin Einarsson 1833. Kambsrán 1827. Júlí ferst við Ný- fundnaland 1959. APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 3.-9. febr. er í Reykjavíkur Apóteki og BorgarApóteki. Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opiðákvöldin 18-22 virkadagaogá laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............simi 1 84 55 Hafnarfj................simi 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabflar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............simi 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-48, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspftali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavfk: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ neyðarathvarf fyrir unglinga Tjarnargötu 35. Sími 622266 opið allan sólarhringinn. Sálfræðistöðin Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frákl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum, Vest- urgötu 3. Opið þriðjudaga kl. 20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl.20-22, sími 21500, símsvari: Sjálfshjálparhóp- ar þeirra sem hafa orðið fyrirsifjaspell- um, s. 21500, simsvari. Upplýsingar um ónæmistæringu. (al- næmi). Upplýsingarísíma 622280, milli- liðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrirnauðgun. Samtökin '78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78félags lesbíaog homma á (slandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-23. Sím- svariáöðrumtímum. Síminner91- 28539. Fálag eldri borgara. Opið hús í Goð- heimum, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14.00. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Simi 21260 alla virka daga kl. 1 -5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga.l Skógarhlíð 8 er „Opið hús'' fyriralla krabbameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00 -19.00. Bækur og blöð liggja frammi, spil og töfl. Umræðuhópar settir í gang og féiagsleg og sálf ræðileg þjónusta veitt þeim sem þessóska. GENGIÐ Gengisskráning 8. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........ 51,48000 Sterlingspund............. 89,73700 Kanadadollar............. 43,51300 Dönskkróna................ 7,07140 Norsk króna............... 7,61260 Sænskkróna................. 8,10450 Finnsktmark............... 11,93600 Franskurfranki............ 8,07910 Belgískurfranki............ 1,31290 Svissn.franki............. 32,35400 Holl. gyllini............. 24,36170 V.-þýsktmark.............. 27,50510 (tölsklíra................ 0,03771 Austurr. sch............... 3,91080 Portúg. escudo............ 0,33600 Spánskur peseti............ 0,44190 Japansktyen................ 0,39767 (rsktpund................. 73,45900 KROSSGÁTA Lárétt: 1 elgur4sía8 T 2 3 4 6 ■ I . 3 drangar 9 listi 11 sigaöi 12 eftirgefanlegur 14 eins15eldstæði17 þiðni19málmur21 hár 22 heiti 24 fugl 25 upp- spretta Lóðrétt: 1 blíðuhót2 sáðlönd 3 bölið 4 mæni 5 stefna 6 dug- laust 7 saur 10 lasleika 13eydd 16trjónu 17 Skap18tré20utan23 drykkur Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 kref4æska8 reislan 9 kuti 11 tæra 12 snittu 14 mn 15 aura17grins19fús21 aum 22 koil 24 snap 25 gafl Lóðrétt: 1 koks 2 erti 3 feitan4æstur5slæ6 karm7ananas10 t inHri in 1 Q ti ic1 G af|p ■ 1 • 0 10 11 12 - 13 n 14 r^i LJ 18 18 K J 17 18 l j 10 20 21 LJ 22 13 □ 24 n 28 LJIIUIUII IO lUoð lUdlld 17gas18íma20úlf23 - °9 Fimmtudagur 9. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.