Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN— Ferð þú oft á skíði? (spurt í Bláfjöllum) Jónas Páll Jónsson Seljaskóla Já, frekar oft. Ég hef reyndar ekki komist oft í vetur en ætla að reyna að fara oftar. Árni Jónsson Seljaskóla Ég hef bara komist einu sinni í vetur og er það talsvert minna en venjulega. þJÓÐVIUINN Fimmtudagur 9. febrúar 1989 28. tölublað 54. örgangur ÞaðfórvelámeðsendiherraTékkóslóvakíu Jiri Zeman og börnunum í borðstofu tékkneska sendiráðsins. Mynd Þóm SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Berglind Bragadóttir Ölduselsskóla Já, og ég æfi með Fram. Ég hef keppt á skíðum í 4 ár og gengið bara vel. Ég vann t.d. í mínum flokki í öskudagsmótinu. Ingibjörg Árnadóttir ritari Já, ég fer mjög oft á skíði. Ég er gömul skíðakona og hef stundað þetta í meira en 50 ár. Áður fyrr skíðaði ég í Jósefsdal en nú fer ég mest í Bláfjöllin. Auður Harðardóttir íþróttakennari Já, það geri ég mjög oft. Ég hef rennt mér á skíðum frá barnæsku og keppti hér um árið með Ár- manni. Myndlist Átta íslensk börnfengu viðurkenningufyrirþátttöku í myndlistarsýningu í Tékkóslóvakíu essi sýning er haldin á hverju ári til að minnast þess að þorpið Lidice var jafnað við jörðu og allir fullorðnir íbúar drepnir af nasistum 10. júní 1942. Börn yngri en 14 ára voru send í nauðungarvinnu til Þýskalands, sagði Jiri Zeman sendiherra Tékkóslóvakíu þegar hann afhent átta íslenskum börnum viður- kenningarskjal fyrir þátttöku í sýningunni Sendiherrann sagði að það væri honum mikil ánægja að af- henda börnunum þessa viður- kenningu, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk börn taka þátt í þess- ari sýningu sem haldin var í sex- tánda sinn. Ýmis tékknesk samtök standa að sýningunni ásamt menntamálaráðuneyti Tékkóslóvakíu og Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Börn á aldrinum 5 til 15 ára frá öllum heimshlutum taka þátt í henni. Hrafnhildur Gunnlaugsdóttir kennari krakkanna tók á móti sérstakri viðkenningu sem er heiðurspeningurinn Rósin frá Li- dice, en sú viðurkenning er veitt fyrir sérlega glæsilegt framlag ís- lenska hópsins í heild. Átta íslenskir krakkar sendu myndir á sýninguna, þau Ævar Bjarnason, Helga Hauksdóttir, Linda Kristín Sveinsdóttir, Saga Steinþórsdóttir, Ingvar Rafn Gunnarsson, Erna Björg Ró- bertsdóttir, Sigrún Dögg Helga- dóttir og Kristín Anna Guðjóns- dóttir. Eftir að sendiherrann hafði þakkað þeim þátttökuna í sýningu sem haldin er til að minn- ast þeirra er bjuggu í þessu litla þorpi nálagt Prag, bauð hann þeim til ísveislu. -sg Þjóðviljinn Seiðskrattinn sannspár Það er síst ofmælt að Seiðskratti Þjóðviljans viti sínu viti um veðurfarið, svo rækilega hefur spá hans frá því í gamlárs- dagsblaðinu ræst til þessa. „Eftir fremur milda og snjó- létta vetur undanfarin ár bregður til annarra átta og snjóalög og óf- ærð verða meiri en elstu menn muna, sagði skrattinn á gamlárs- dag. Og hann bætti við: „Á höf- uðborgarsvæðinu verður vand- ræðaástand fram eftir febrúar- mánuði, þar til loks fer að hlýna og asahláka grefur sundur helstu þjóðvegi þannig að vegasam- bandslaust verður um nokkurra , daga skeið, bæði á Suður- og Vesturlandi.“ ------ Lidice-rósin til íslenskra bama / } L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.