Þjóðviljinn - 10.02.1989, Síða 13
AÐ UTAN
Ríkjakerfi heims í hæltu
Sumir kunnáttumenn um alþjóðamál spá því að síðasti áratugur aldarinnar muni einkennast af vaxandi
sjálfræðistilhneigingum þjóðernisminnihluta og trúarhópa með þeim hugsanlegu afleiðingum að mörg ríki splundrist
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að flest Afríkuríkja sunnan
Sahara eru víðs fjarri því að vera
nokkur þjóðríki í evrópskum
skilningi orðsins. Sovétríkin eru
sett saman úr mörgum þjóðern-
um, Indland, Pakistan og Indó-
nesía sömuleiðis, og í mörgum
öðrum Asíulöndum eru þjóðern-
isminnihlutar og trúarhópar, sem
vansælir eru með stöðu sína
innan hlutaðeigandi ríkja.
f Bandaríkjunum og Kanada
eru stórir minnihlutar sem hvað
tungu og menningu snertir skera
sig áberandi úr meirihlutunum.
Stétta- og kynþáttaandstæður í
mörgum ríkja Rómönsku Amer-
íku eru svo miklar, að hæpið er
einnig að tala um þau ríki sem
þjóðríki séð frá hefðbundnum
evrópskum sjónarhóli. Meira að
segja Evrópa er ekki laus við
vandamál af þessu tagi, eins og
dæmi Baska á Spáni, kaþólskra
Norður-íra og Flæmingja og
Vallóna í Belgíu sýna, og sérstak-
lega þó ástandið í Júgóslavíu,
sem sumir telja að jaðri við upp-
lausn.
800 ríkja heimur?
Til eru þeir kunnáttumenn um
alþjóðamál, sem spá því að vax-
andi ókyrrð minnihluta af ýmsu
tagi muni setja svip sinn á 10. ára-
tug aldarinnar, flestum eða
jafnvel öllum öðrum vandamál-
um fremur. Breski þjóðfræðing-
urinn Harry Goulbourne við
Warwickháskóla segir af þessu
tilefni að ríkjum heims myndi
fjölga upp í 800 eða þar yfir, ef
þjóðerni og trúarbrögð réðu
skiptingu mannkyns í ríki.
Það þarf sem sagt ekki að fara
út fyrir Evrópu til að sjá, hve erf-
ið vandamál af þessu tagi geta
verið úrlausnar. Konungsríkið
Belgía varð til 1830 vegna þess að
Flæmingjar og Vallónar, báðir
kaþólskir, voru sammála um að
hafna stjórn Hollendinga af mót-
mælendatrú. En ekki leið á löngu
áður en urgur kom upp á milli
Vallóna, sem eru frönskumæl-
andi, og germönskumælandi
Flæmingja. Þær deilur voru mjög
ofarlega á baugi fyrir nokkrum
árum og eru vart úr sögunni enn,
þótt þær hafi lægt í bili.
Júgóslavía — illa
heppnuö sam-
bræösla
Júgóslavía er ríki sjö-átta þjóð- •
erna, þrennra trúarbragða, fimm
tungumála og þriggja menningar-
heilda. Kaþólskir Slóvenar og
Króatar heyrðu í mörghundruð
ár undir Austurríki og Ungverja-
land og eru Mið-Evrópumenn
fyrst og fremst í menningarefn-
um, rétttrúnaðarkristnir Serbar
og Makedónar, sem í aldaraðir
lutu Tyrkjum, eiga erfitt með að
lynda við þá fyrstnefndu og
Kosovo-Albanir eru vansælir
með að vera íslömsk eyja í Evr-
ópu. Atburðir síðustu ára hafa
leitt í ljós, að sú ráðstöfun að
steypa þessu sundurleita fólki
saman í eitt ríki í lok heimsstyrj-
aldarinnar fyrri hefur enn ekki
leitt til sambræðslu í raun. Harð-
ráð konungsstjórn Serba hélt við
sameiningu á yfirborðinu fyrst í
stað og síðan styrk og allþung
föðurhendi Titos, en jafnskjótt
og miðstjórn með meiri valda-
dreifingu tók við eftir hans daga
losnuðu illindi júgóslavneska
„þjóðarheimilisins“ úr læðingi.
Á hliðstæðan hátt hefur það
gengið til í Sovétríkjunum, pótt
festan í samfélaginu sé ólíkt meiri
þar. Hinn fjölmenni íslamski
minnihluti þar er líklegur til að
Kúrdneskir skæruliðar í írak - þjóð þeirra virðist vera jafnfjarri því og áður að sætta sig við tyrknesk, írönsk, írösk og sýrlensk yfirráð.
verða sovéskum ráðamönnum
mesta áhyggjuefnið af því tagi er
fram líða stundir, en eins og sakir
standa eru sjálfstjórnartil-
hneigingarnar mestar meðal
baltnesku þjóðanna, sem í menn-
ingarefnum almennt standa nær
Norður- og Mið-Evrópu en Rúss-
landi. Armenar eru ókyrrir, en
þeir kjósa líklega fremur að vera
áfram í Sovétríkjunum en að
hætta á að verða lítið alsjálfstætt
ríki á næstu grösum við fjandsam-
lega fslamska granna.
Afríkuríki — ósam-
stæö söfn
Hvefsni milli ensku- og
frönskumælandi Kanadamanna,
sem verið hefur fyrir hendi í því
landi frá því að Englendingar
lögðu það undir sig á 18. öld, hef-
ur enn ekki verið kveðin niður og
hefur stundum verið talin ógna
einingu landsins. í Bandaríkjun-
um gætir kvíða um að hliðstætt
vandamál sé í uppsiglingu þar
vegna vaxandi fjölda fólks ættaðs
frá Rómönsku Ámeríku þarlend-
is.
Um Júgóslavíu er ljóst, að
óstand í efnahagsmálum og
versnandi lífskjör eiga drjúgan
hlut að slæmu samkomulagi
þjóða þar, og svipað er að segja
um Þriðja heiminn, þar sem
vandamál af þessu tagi eru alvar-
legust. Afríka sunnan Sahara er
verst á sig komin allra heimshluta
hvað þessu viðvíkur. Flest ríkin
þar eru ósamstæð söfn margra
þjóðflokka, ættbálka, trúarhópa.
Þetta hefur ásamt með öðru leitt
til uppreisna og borgarastríða, er
leikið hafa mörg þessara ríkja
grátt. Valdhafar þeirra hafa verið
á einu máli um það, að ekki komi
til greina að veita neinum
þjóðernis- og trúarlegum minni-
hluta víðtæka sjálfstjórn, af ótta
við að slíkt fordæmi yrði til að
leysa úr læðingi óstöðvandi
skriðu sjálfstæðishreyfinga, sem
gersamlega myndi sundra núver-
andi ríkjakerfi álfunnar.
Spurning er hvort tekst að
halda fast við þessa stefnu öllu
lengur. Sovétmenn, sem á annan
áratug hafa að miklu leyti borgað
brúsa stríðs Eþíópíustjórnar gegn
sjálfstæðishreyfingu Eritreu-
manna, eru nú orðnir leiðir á því
eins og fleiri kostnaðarsömum
umsvifum út um heim og kváðu
leggja fast að Mengistu Eþíópíu-
foringja að koma til móts við
kröfur eritreskra sjálfstæðis-
sinna. Það gæti endað með sjálf-
stæði eða að minnsta kosti víð-
tækri sjálfstjórn hins kristna
hluta Eritreu.
Kloffiö Súdan
Grannríki Eþíópíu, Súdan,
hefur mestan hluta sjálfstæðistíð-
ar sinnar verið klofið vegna borg-
arastríða arabískra og íslamskra
stjórnvalda og kristinna og
heiðinna Suður-Súdana, sem
staðráðnir virðast í að falla frem-
ur fyrir vopnum og úr hungri en
að sætta sig við yfirráð hinna.
Þeir halda velli og vel það og ef
svo færi að Eritreumenn hefðu
erindi sem erfiði sinnar baráttu
yrði örðugra en fyrr fyrir Súdan-
stjórn að vísa kröfum Suður-
Súdana eindregið á bug. Þetta
kynni að leiða af sér keðjuverk-
anir, sem splundruðu miklum
hluta álfunnar pólitískt.
í Vestur-Asíu hafa Kúrdar,
þjóð sem telur ef til vill eitthvað
12-18 miljónir, ekki eigið ríki,
heldur er skipt á milli Tyrklands,
írans, íraks og Sýrlands.
Óánægja Kúrda með þetta
ástand hefur brotist út í fjölmörg-
um uppreisnum á þessari öld, og
enn halda þeir þeirri baráttu
áfram. Þungavigtarvaldhafar
heims hafa ekki ljáð þeim eyra
svo heitið geti, til að styggja ekki
hlutaðeigandi ríki og eins af ótta
við ófyrirsjáanlegar afleiðingar
þess rasks, er hlyti að verða á
ríkjakerfi Vestur-Asíu ef kúrd-
neskt þj óðríki yrði stofnað. Þess
konar viðhorf móta raunar í
stórum dráttum afstöðu stór-
velda til uppreisna þjóðernis- og
annarra minnihluta yfirleitt, því
fremur sem stórveldin gera sér
ljóst að þau eru sjálf ekki frí við
vandamál af þeim rótum.
Indland — trosnandi
bönd
Pakistan sprakk sem kunnugt
er í tvennt á sínum tíma eftir sér-
lega viðurstyggilegt borgarastríð
vegna þess að Bengalir austur-
hlutans undu ekki samkrullinu
við Punjaba og Pathana vestur-
hlutans. í því Pakistan, er þá varð
eftir, er grunnt á því góða milli
hinna ýmsu þjóða. Eining Ind-
lands, annars fjölmennasta ríkis
heims, er þó í enn meiri hættu af
þessum sökum. Frá því að landið
varð sjálfstætt hefur þess gætt
meir og meir að bönd sameigin-
legrar hindúamenningar og póli-
tískt net Þjóðþingsflokksins, sem
halda ríkinu saman, væru að
trosna. Þjóðernishyggju gætir æ
meir meðal hinna mörgu þjóða
landsins, einkum meðal dravída-
þjóða suðurhlutans og Síka (sem
kalla má að séu þjóð og trúflokk-
ur í senn). Þær hræringar gætu
losnað úr læðingi með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum ef Þjóð-
þingsflokkur Rajivs Gandhis tap-
aði næstu þingkosningum, eins
og verulegar líkur eru á. Og í
grannlöndum Indlands, Burma
og Sri Lanka, er um að ræða ill-
sættanlegar deilur meiri- og
minnihlutaþjóða.
Dagur Þorleifsson.
Lausar stöður
Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild Háskóla Islands eru
lausar til umsóknar:
Lektorsstaða í barnasjúkdómafræði.
Lektorsstaða í fæðingar- og kvensjúkdómafræði.
Lektorsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Landakots-
spítalann.
Dósentsstaða í líffærameinafræði.
Dósentsstaða í sálarfræði.
Dósentsstaða í lyflæknisfræði. Staðan er bundin við Borgarspít-
alann.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar til fimm ára frá 1. júlí 1989
að telja.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 8.
mars n.k.
Menntamálaráðuneytið,
7. febrúar 1989
Lóðaúthlutun
Til úthlutunareru 83 lóðir fyrir einbýlishús og lóöir
fyrir 30 parhús noröan Lokinhamra í Grafarvogi.
Gert er ráö fyrir aö lóðirnar verði byggingarhæfar
í júlí 1989.
Nánari upplýsingar veröa veittar á skrifstofu
borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæö, sími
18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyöublöð
og skipulagsskilmálar.
Tekið verður við lóöarumsóknum frá og meö
mánudeginum 13. febrúar 1989 á skrifstofu borg-
arverkfræðings. Athygli er vakin á því, að endur-
nýja þarf eldri lóðarumsóknir.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Föstudagur 10. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13