Þjóðviljinn - 11.02.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.02.1989, Síða 1
Laugardagur 11. febrúar 1989 30. tölublað 54. órgangur Hvalveiðar Grænfriðungar á leiðinni Helstu talsmenn grœnfriðunga íhvalamálinu á leið til landsins. Vilja viðrœður við stjórnvöld. Mótmœlum hœtt verði hvalveiðarstöðvaðar nœstuþrjú ár. StórfelldarmótmœlaaðgerðirfyrirhugaðaríBretlandi og Bandaríkjunum Tveir af forystumönnum græn- friðunga, sem hafa umsjón með hvalveiðideilunni við Islend- inga, eru væntanlegir til landsins í næstu viku. Þeir hafa hug á því að eiga viðræður við stjórnvöld, en Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur lýst áhuga sínum á opnum fundi með for- ystumönnum grænfriðunga. Forystumenn Greenpeace líta svo á að staða þeirra í hvalveiði- deilunni við íslensk stjórnvöld hafi styrkst verulega á síðustu vikum, einkum og sér í lagi í Þýskalandi þar sem skipuleg her- ferð gegn hvalveiðum Islendinga hefur verið í gangi undanfarna mánuði. Heimildir Þjóðviljans herma að grænfriðungar ætli að gera stjórnvöldum hér það tilboð, að verði hætt við allar hvalveiðar næstu þrjú ár hið minnsta muni þegar verða látið af öllum mót- mælum gegn íslenskum afurðum erlendis. Stöðvun vísindaveiða í sumar nægi ekki ein sér og sam- tökin vilji fá traustar yfirlýsingar um stöðvun hvalveiða svo ekki verði farið á bak við samþykktir eins og gert hafi verið varðandi samþykkt Alþingis frá 1983. Þá samþykkti ’ <umur meirihluti þingmanna að mótmæla ekki ákvörðun Alþjóða hvalveiðiráðs- ins um algert hvalveiðibann. Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum er nú verið að undirbúa mikla herferð á Bret- landseyjum gegn hvalveiðunum og í Bandaríkjunum hafa verið skipulögð mótmæli síðustu vikur sem lýkur í lok þessa mánaðar með sérstökum þjóðarbaráttu- degi fyrir verndun hvala- stofnanna. Baráttusamtök gegn hval- veiðum í Connecticut í Banda- ríkjunum segja í nýútkomnu fréttabréfi sínu að þau hafi fengið staðfest að veitingahúsakeðjan Long John Silver ætli að hætta öllum viðskiptum við íslensku fisksölufyrirtækin verði hval- veiðum ekki hætt. -*g- Utsala Hálft tonn á dag Bœkur á50ogl00 krónurá Bókavörðumarkaði Það fór hálft tonn á markaðinn, sagði Bragi Kristjónsson í Bóka- vörðunni eftir að lokað var á út- sölumarkaðnum í Snæbjarnar- húsinu Hafnarstræti 4 í gær. Þar er nú útsölumarkaður þarsem má fá gamlar bækur fyrir ótrúlegt verð: 100 krónur fyrir innbundna bók og 50 krónur fyrir óinnbundna bók, útlenda eða tímarit. Daglega er bætt bókum á markaðinn úr kjöllurum og geymsluherbergjum, og kennir þar heldur betur margra grasa. Þegar Þjóðviljamenn litu inn hjá Braga í Hafnarstrætinu í gær var mikill handagangur í öskjunni, bókaunnendur hlóðu upp kaupstöflum sínum hver um ann- an þveran, og verður væntanlega engu fámennara í dag. Handagangur í öskjunni á mark- aði Bókavörðunnar í Snæbjarn- arhúsinu í gær. (Mynd: Jim) Siglufíörður Ekki fleiri sjóði Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir fullri andstöðu við allar hug- myndir um endurvakningu sjóða- kerfisins í sjávarútvegi. Jafnframt mótmælir stjórnin harðlega hugmyndum sjávarút- vegsráðherra um að selja einka- aðilum Síldarverksmiðjur ríkis- ins og bendir á slæma reynslu af sölu ríkisins á lagmetisiðjunni Sigló-síld. Skorað er á ráðherra að beita sér heldur fyrir því að síldar- verksmiðjum ríkisins verði gert kleift að eiga og gera út eigin skip, en sú tilhögun myndi bæta rekstrarstöðu fyrirtækisins veru- lega. -grh Skíðalyftur Nýjar öryggisreglur Vinnueftirlitið œtlarað setja nýjarreglur um öryggi toglyfta fyrir skíðafólk Vinnueftirlitið hefur bannað notkun togbrauta fyrir skíða- fólk, þar til nánari reglur hafa verið settar um öryggisbúnað þeirra. Þetta var ákveðið eftir að ung stúlka lét lífið er hún festist í togvír skíðalyftu í Garðabæ á miðvikudaginn. Pótitíká . laugamegi Björn Grétar Sveinsson og Ögmundur Jónasson eru gestir spjallfundarins á laugardaginn kl. 11 til 14 á efstu hæd að Hverfisgötu 105. - Allir vinstrimenn velkomnir. Þjóðviljinn/Alþýðubandalagið í Reykjavík Áð sögn Eyjólfs Sœmunds- sonar forstjóra Vinnueftirlitsins hafa verið gerðar sömu kröfur til öryggisútbúnaðar toglyfta hér á landi og á öðrum Norðurlöndum og var sá útbúnaður í fullkomnu lagi í Garðabæ. Eyjólfur sagði að ekki hefðu verið gerðar kröfur um að öryggisútbúnaður væri við neðra hjól toglyftanna. Hann bjóst við að í nýju reglunum yrði gerð krafa um slíkan útbúnað í framhaldi af slysinu í Garðabæ. Stúlkan sem lést eftir að hafa aðstoðað unga telpu sem var föst í togvírnum, hét Ólöf Ágústa Jónsdóttir til heimilis að Efsta- sundi 73 í Reykjavík. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.