Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.02.1989, Blaðsíða 5
_________________viðhorf____________ Sameinumst um marioniðið Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Undanfarna mánuði hafa menn hugleitt af fyllstu alvöru, hvort rétt væri saf stjórnarand- stöðuflokkunum í borgarstjórn að bjóða sameiginlega fram við næstu kosningar, vorið 1990. Svar mitt við þessari spurningu er hiklaust já. Með því móti tel ég líkurnar á því að hnekkja meiri- hlutavaldi Sjálfstæðisflokksins aukast verulega. Atkvæði gegn núverandi meirihluta nýttust bet- ur, þar sem engin þeirra féllu dauð á milli flokka. Sameiginlegt framboð slær einnig á „glund- roðakenningu" Sjálfstæðis- manna. Auðvitað væri ég ekkistuðn- ingsmaður sameiginlegs fram- boðs ef skorti á sannfæringu mína um samstöðu stjórnarandstöð- unnar í meginefnum borgarmála. Reynsla þessa kjörtímabils hefur fullvissað mig um það, að áhersl- ur okkar liggja saman. Tilgangur þess að starfa í pó- litík er að hafa áhrif á samfélagið. f Reykjavík þarf víða að taka til hendi svo aðstæður íbúanna megi færast til betri vegar. Slíkar breytingar verða ekki gerðar á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með völdin. Pau pólitísku öfl sem nú skipa minnihluta borgar- stjórnar eru sammála um breytingarnar sent þarf að setja á oddinn. Pví tel ég það vera skyldu þeirra að beita sameiginlegu afli til þess að breytingarnar megi verða að veruleika. Ég útiloka þann möguleika að Alþyðubandalagið, Alþýðu- flokkurinn, Framsókn eða Kvennalisti hafi áhuga á meiri- hlutasamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn eftir næstu borgar- stjórnarkosningar. Það liggur því beint við að þessir flokkar myndi meirihluta ef Sjálfstæðisflokkur- inn nær ekki meirihlutafylgi. Þetta á kjósendum að vera ljóst fyrir kosningar. í aðdraganda kosninganna á að skýra þá tvo kosti sem valið stendur um. Traust samstarf Núverandi stjórnarandstaða hefur nær þriggja ára samstarf að baki. Það hefur reynst traust og m.a. birst í sameiginlegum breyt- ingartillögum við fjárhagsáætlun þriggja ára. Fullkomin samstaða hefur ríkt um að setja bættar að- stæður barna, unglinga og aldr- aðra í forgang. Tekjuöflunar- leiðir hafa ekki orðið ágreining- sefni. Við höfum sameinast um tillöguflutning varðandi kjara- bætur fyrir starfsmenn borgar- innar. Hefðu tillögur okkar við fjár- hagsáætlanir síðustu tveggja ára orðið að veruleika væri nú þegar öðruvísi um að litast í borgarlíf- inu. Dagvistarpláss væru nú til- búin fyrir 350 af þeim 2000 börn- um sem voru á biðlistum um ný- liðin áramót, því 6 ný dagvistar- heimili hefðu risið, en ekki að- eins 2. Unglingahús væri starf- rækt í miðbænum og félagsað- staða fyrir krakka orðin að veru- leika í Seljahverfi. Tvær nýjar hæðir væru tilbúnar í B-álmu Borgaspítalans og hjúkrunar- heimili vel á veg kontið ásamt fleiri úrræðum fyrir aldraða Reykvíkinga. Þetta eru örfá dærni um hvernig við vildum verja fjármunum borgarsjóðs síðustu tvö árin. Vaxandi áhugi Hugmyndin um sameiginlegt framboð er ekki ný af nálinni. Hún var viðruð fyrir síðustu kosningar, en þá reyndist áhug- inn ekki nógur. í haust var ntálið tekið fyrir á fundi borgarmála- ráðs Alþýðubandalagsins. Eng- inn rnælti gegn hugmyndinni og margir lýstu sig eindregið fylgj- andi því að láta á hana reyna. Okkur borgarfulltrúunum var falið að leita eftir áhuga sam- starfsflokkanna, sem við höfum gert. Hjá þeim er verið að kanna hug félagsmanna. Sumir óttst helst ágreining um vægi milli flokka á framboðslist- anum og um leiðir til að velja á hann. Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa lýst þeirri persónu- legu skoðun sinni, að jafnræði ætti að ríkja milli flokkanna, þannig að 8 efstu sætin skiptust jafnt milli þeirra. Hugmyndir hafa komið fram um sameiginlegt forval, sem jafnvel væri opið fleirum en flokksbundnu fólki. Þessi mál eru að mestu órædd, en um þau næst vafalaust samstaða ef raunverulegur áhugi reynist á framboðinu. Sameiginlegur mál- efnagrunnur er auðvitað aðal- atriðið, og hann tel ég vera fyrir hendi. Niðurstaða stjórnarandstöðu- flokkanna þyrfti að liggja fyrir í vor. Ef af verður, þurfum við að eiga nægan tíma til undirbúnings. Fólk á að fá gott tækifæri til að kynnast því afli sem væri reiðubú- ið að taka við stjórn borgarinnar. Kjósendur ættu þá að ári liðnu að standa frammi fyrir skýrurn kost- um: Áframhaldandi íhaldsstjórn eða nýtt, samhent stjórnarafl, sem hefur félagslegan jöfnuð að leiðarljósi. Kristín er borgarfulltrúi í Reykjavík. Greinin er að stofni til framsaga á fundi Alþýðubandalagsins í Reykja- vík í janúar um samvinnu vinstri- manna. Framsögur þeirra Alfhciðar Ingadóttur og Birnu Þórðardóttur birtust í Þjóðviljanum í vikunni, en fjórða framsöguerindið, spjall Svan- fríðar Jónasdóttur, birtist í blaðinu á þriðjudag. „Pau pólitísku öfl sem nú skipa minnihluta borgarstjórnar eru sammála um breytingarnar sem þarfað setja á oddinn. Pví tel égþað vera skyldu þeirra að beita sameiginlegu afli til þess að breytingarnar megi verða að veruleika. “ Þýska efnahagsundrið og ráðþrota íslenska rækjuvinnslan Guðbergur Bergsson skrifar Það er víst óhætt að segja að við íslendingar höfum sett saman örlítið þjóðfélag en afar sundur- leitt í skoðunum. Þetta harla ein- hæfa samfélag er óðum að safnast í eina sæng hérna á suðvestur-' horni landsins, þar sem er deilt látlaust og heiftarlega um tóm smáatriði og tittlingaskít. Við erum snillingar í því að gera smámál að stórmálum og rífast um þau af þvílíkri heift að hún væri talin vera á heimsmæli- kvarðann góða, ef aðrar þjóðir en við nenntum að hlusta á okk- ur. Áhugaleysi annarra þjóða á okkur stafar kannski af því að ef einhver færi að hlusta á kapp- ræður okkar mundi hún hrista hausinn svo ógurlega yfir ósköpum smáræðanna að vitið hryndi úr kollinum á henni. Aftur á móti þegar kemur að stórmálum hjá okkur, þá er harla lítið um gagnlegar úrbætur. Þetta stafar einfaldlega af því að það er hártogara auðveldara að gera smámál að óleysanlegu stórmáli en stórmál að leysanlegu smá- máli. Og þjóð sem hefur löngum iðkað iðju hártogana getur ekki skipt auðveldlega um hugsana- gang og tekist á við „sönn stór- mál“. í raun og veru höfum við verið sjaldan neitt á langþráðan heimsmælikvarða. Undanfarinár höfum við þó nálgast að vera það á einu sviði, á sviði hvalveiða. Þetta er ekki af því að við veiðurn svo marga hvali, heldur hinu að nú stunda fáar þjóðir slíkar veiðar. Og það kemur okkur á heimsmælikvarðann. Það er dálítið skemmtlegt til þess að hugsa, að við skulum stunda hvalveiðar í vísindaskyni, þjóð sem hefur engan eða afar takmarkaðan áhuga á vísindum. Við getum seint orðið mikil á því sviði, vegna þess hvernig áhugi okkar er innstilltur. Vísindi eru æðsta stig forvitninnar. Þau eru löngun til að vita, þekkja orsakir einhvers fyrirbrigðis. Hins vegar erum við flest aðeins fyrir að rækjunni og sölu á henni einkum til hins volduga Þýskalands. Aldrei hefur jafn stór þjóð og sú þýska verið jafn lafhrædd við að kaupa jafn lítið dýr, nema þegar hún óttaðist hringorminn. Þetta segir talsvert um kjark fyrrum herskárrar þjóðar sem kafnar nú andlega í velmegun. í þessu máli er ýmislegt eftir- tektarvert: stórþjóðir sem raunveruleg hætta stafar af. í öðru lagi virðist forsetaheim- sóknin til Þýskalands hafa vakið miklu meiri áhuga á „hvalamáli" Grænfriðunga en á íslensku þjóð- inni, og verið meira að segja beinn áróður fyrir þá. Það er vegna þess, ef marka má fréttir, að forsetinn vildi ekki taka við „Aldrei hefur jafn stórþjóð og súþýska verið jafn lafhrœdd við að kaupa jafn lítið dýr, nemaþegar hún óttaðist hring- * orminn. “ beita þeirri tegund af forvitni sem er heldur lægri en vísindin - að hnýsast í liitt og þetta í laumi. Lengra nær „vísindaáhuginn" ekki. Hvað sem því líður á hver þjóð þá fiska og skepnur sem lifa í landhelgi hennar. Þess vegna eigum við hvalina. Og með því að engin ofveiði er á þeim er tilvera þeirra og lífríkið ekki í hættu. En veiðarnar leiða í ljós,afar algenga þverstæðu í lífi mannsins: mein- lausar veiðar þjóðar á stærstu skepnum jarðarinnar, hvölun- um, stofna í hættu veiðum hennar á einum af smæstu sjávardýrum, í fyrsta lagi fær hugsjónahópur á borð við Grænfriðunga nú verk- efni sem hann ræður við: smárík- ið ísland sem kann ekki að verja sig sökum linkindar -og mælgi á innlendum vettvangi en hörfar undan með tuldri á þeim erlenda, í stað þess að sækja fram með rökurn og hástöfum. Þess vegna er sigur Grænfriðunga einhver sá lúalegasti sem hægt væri að hugsa sér - en þannig fer oft um háleit- ustu hugsjónir eins og þeirra, að vilja vernda lífríkið og náttúruna - hann stofnar í hættu tilveru smáþjóðar, á meðan aðgerðir þeirra hafa engin eða lítil áhrif á mótmælum þeirra. Slíkt iðka forsetar aldrei,enda eru þeir lítil- lætið dæmigert, einnig hvað það varðar að umgangast andstæð- inga sína. I þriðja lagi stefna nú voldug fyrirtæki stórþjóða í Evrópu að því að sölsa undir sig alla mark- aði, með kjörorðinu góða um sameiningu Evrópu. Það er nýtt merki um hnignun hugsjóna (hugsjónir kommúnismans eru ekki þær einu sem kyssa svaðið um þessar mundir). Það kemur æ betur í ljós að með „sameiningu Evrópu" er að mestu átt við „sameiningu evrópskra stórfyrir- tækja". Þannig fer smáatvinnu- rekstur verst út úr frelsi markað- arins. Nærtækt dæmi um þetta er að vinnsla á íslenskum fiski færist í auknurn mæli úr landinu - til Bretlands (og Þýskalands?), bæj- anna á Englandi sem lifðu áður á því að veiða fisk við ísland. Þann- ig leitar allt til sörnu niðurstöðu en í nýrri mynd, ef menn vara sig ekki á niðurstöðum og mynda- tökum. Það er aðeins hægt að gera með því að haida vitinu vak- andi. Vegna þess að ef vitið sofn- ar vakna ófreskjurnar. Það er kannski ekki hugsjón eins þáttar af þýska efnahags- undrinu að leggja í rúst smáiðnað okkar á sviði lagmetis, en þó gæti svo farið að honum tækist það. „Rækjustríðið“ væri þá eina stríðið sem Þjóðverjar hafa sigr- að í á þessari öld. Með því stæðu þeir loksins Bretum framar í stríði. Því Bretar töpuðu þorska- stríðinu. Smáþjóðir þurfa að vera sífellt á verði, án þess þó að falla í gröf tortryggni og flótta frá hættunni. Ef þær vilja standa sig þurfa þær kannski ekki lengur að hafa mjög stórt bein í nefinu, heldur eiga menn sem hafa tungu í munnin- um og talsvert í höfðinu og nota slíkt ekki aðeins til heimabrúks heldur líka á alþjóðavettvangi. Það væri því heldur klént af utanrikisráðherra á heimavelli ef hann dirfðist að skella á banka- starfsmenn að þeir geri ekkert annað en að bíta í blýanta, ef hann yrði sjálfur að bíta í það súra og hlálega epli í Tevtonborg- arskógi að Þjóðverjar færu með sigur af hólmi í „rækjustríðinu". Laugardagur 11. febrúar 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.