Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. febrúar 1989 31. tölublað 54. árgangur Flugmál Varaflugvöllur NATO er hemaðarmannvirki SteingrímurHermannssonforsœtisráðherra: Engin hernaðarmannvirkiálslandi ítíðþessarar stjórnar. Hefskriflega staðfestingu Wörners um aðengar hernaðarkvaðir hvíli á vellinum áfriðartímum, segir Jón Baldvin Það er staðfest í stjórnarsátt- málanum að ekki verði ráðist í neinar nýjar hernaðarfram- kvæmdir á íslandi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég held að það sé afar erfitt að túlka varaflugvöll kostaðan af mannvirkjasjóði Nato öðruvísi en hernaðarmann- virki. Þetta sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráöherra á fundi með ungum framsóknar- mönnum í Reykjavík í gær. „James Baker orðaði þetta nokkuð klókindalega, hann sagði að það yrðu engar „specific" eða sérstakar kröfur frá hernum. En mér þykir satt að segja alveg hreint ótrúlegt ef þeir eru tilbúnir í að leggja 11 miljarða í varaflug- völl án þess að hafa nokkuð strangar kröfur um eftirlit með honum. En málið snýst í raun ekki um það. Við verðum að líta á ákvæði stjórnarsáttmálans sem bindandi, hvort sem okkur líkar það ver eða ekki. Og Alþýðu- bandalagið hefur neitunarvald í þessu máli," sagði Steingrímur Hermannsson. Fram kom í máli Bakers utanríkismálaráð- herra Bandaríkjanna í Leifsstöð um helgina að aáskilegt væri að flugvöllurinn yrði staðsettur á ís- landi. Steingrímur Hermannsson sagði á fundinum í gær að athug- un samgöngumálaráðherra benti til þess að við íslendingar gætum fullnægt þörf okkar flugvéla fyrir varaflugvöll á mun ódýrari hátt, og það á fleiri en einum stað. Er þar talað um framkvæmdir fyrir um 200-300 miljónir króna. Þegar Jón Baldvin Hannibals- son var að því spurður hvers vegna varaflugvöllur sá sem NATO hefði í huga ætti að vera svo miklu dýrari sagði hann að Nato reiknaði með að varaflu- gvöllurinn þjónaði alþjóðaflugi og væri búinn fullkomnum flug- turni er gæti séð um flugum- ferðarstjórn á íslenska flugstjórn- arsvæðinu og að þar yrðu fullkomin hlöð og aðstaða fyrir allar gerðir flugvéla. Jón Baldvin sagðist hafa fengið bréflega stað- festingu frá Wörner, fram- kvæmdastjóra Nato, þar sem fram kæmi að engar hernaðar- legar kvaðir yrðu á flugvellinum umfram það að hann yrði til reiðu á stríðstímum. Aðspurður um hvort hann væri því hlynntur að Nato sæi um þessa framkvæmd sagði utan- ríkisráðherra að svo væri. Mannvirki þetta gæti orðið lyfti- stöng flugsamgöngum hér á landi og viðkomandi byggðarlögum um leið. Að mínu áliti útilokar stjórnarsáttmálinn ekki þessa framkvæmd, þar sem hér er ekki um hernaðarmannvirki að ræða, sagði Jón Baldvin. -phh/ólg. Systumar Kristín og Iðunn taka við verðlaunum sínum úr hendi Hallmars Sigurðssonar leikhússtjóra Iðnó. Leikrit Systumar verÁio Leikritið Töfrasprotinn eftir Benedikt Ægisson hlaut í gær fyrstu verðlaun fyrir barnaleik- ¦ ritið Töfrasprotann, en systurnar Iðunn og Kristín Steinsdætur hlutu öiuiiir og þriðju verðlau^^ fyrir bar naleikr itin Mánablóm og Randaflugur. Leikritasamkepp- nin var í tilefni af vígslu Borgar' - leikhússins í haust. Leikritið „Ég er hættur og far- inn" eftir Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur hlaut fyrstu verð- laun í keppninni um leikrit fyrir fullorðna, en öðrum verðlaunum skiptu með sér þeir Guðmundur Ólafsson og Bjarni Jónsson. Leikrit Guðmundar nefnist „1932" og fjallar um verkalýðs- hreyfingu og þjóðfélagsbreyting- ar á fjórða áratugnum, en leikrit Bjarna „Cirkus Grotesk", um líf ísíenskrar alþýðu í sjávarþorpi. Alls bárust 50 leikrit í keppn- ina. -eb Rafmagnsleysið Víða ansi katt - Það' eina sem hægt var að gera var að skríða undir feld og reyna þannig að halda á sér hita. Hér var aftaka veður á sunnudag- inn og bætti það ekki úr skák, sagði Sveinn Guðjónsson í Hnífs- dal, en þar var rafmagnslaust all- an sunnudaginn og einnig í gær. Sveinn sagði að mörg hús í Hnífsdal væru hituð með raf- magni og þar hefði óneitanlega verið ansi kalt er líða tók á dag- inn. Hann sagði þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um miðjan dag í gær að enn væri rafmagnslaust hjá þeim vegna mikillar sjávar- seltu sem væri á rafmagnslínunni til Hnífsdals, en hann vonaðist til að rafmagnið kæmist á fljótlega, þannig að Hnífsdælingar þyrftu ekki að yfirgefa hús sín vegna kulda. -sg BSRB Vextir verða keyröir niður Samtöklaunamannarœðisameiginlega við ríkisvaldið um eflingu velferðarkerfisins. Ögmundur Jónasson: Lœkkun vaxta oghúsnœðiskostnaðar. Steingrímur Hermannsson: Viðrœðurgetahafistmjögfljótlega. Ólafur Ragnar: Ályktun BSRB mjög athyglisverð FormannaráSstefna BSRB var haldin í gær og var þar sam- þykkt aS sækja fram til aukins kaupmáttar sem tryggSur yrSi meS kaupmáttartryggingu. Þá lagSi formannaráSstefnan áherslu á aS samtök launamanna efndu til sameiginlegra viSræSna viS ríkisvaldiS um hvernig bæta mætti lífskjör almennings meS því að efla velferðarríkið. I sam- þykkt BSRB er talað um að bæta þurfí lífskjörin með því að koma í veg fyrir vaxtaokur, taka þurfi á húsnæðismálum, dagvistunar- málum og tilkostnaði heimilanna svo dæmi séu tekin. Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB sagði að nú væri kom- inn tími til að efla íslenska vel- ferðarkerfið til hagsbóta fyrir al- mennt launafólk. Það væri augljóst kjaramál að lækka vexti og fjármagnskostnað heimil- anna, sem mörg hver þyrftu að eyða allt að helmingi tekna sinna í húsnæðiskostnað. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði í samtali við Pjóðviljann að hann teldi margt gott í hugmyndum BSRB og hann sæi því ekkert til fyrir- stöðu að viðræður um þessi mál gætu hafist innnan skamms. Hann sagðist andvígur öllum hugmyndum um vísitölubindingu launa, en einhver mörk þurfi að setja sem verndi kaupmátt lægstu launataxtana. Hann telji hins vegar ekki svigrúm vera til al- mennra launahækkana upp allan launaskalann. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra sagði það merkileg tíðindi að bæði BSRB og Verka- mannasambandið hafi komist að þeirri niðurstöðu að lækkun vaxta væri lykilatriði í komandi samningagerð, það væri í sam- ræmi við stefnu ríkisstjórnarinn- ar. „Mér finnst ályktun BSRB mjög athyglisverð og tel að ríkis- stjórnin hljóti að taka henni vel. Ég mun styðja það í ríkisstjórn- mni að hún taki vel í að ræða við samtök launafólks um þessar hugmyndir. Einnig er eðlilegt að samhliða því sé rætt um samræm- ingu á launakerfi eins og þeir leggja til og við einstök félög um þeirra sérmál." Sagði Ólafur að samninga- nefnd ríkisins í viðræðum við op- inbera starfsmenn hafi verið endurskipulögð og ný samninga- nefnd yrði kynnt á næstu dögum. -phh Sjá síður 2 og 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.