Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1989, Blaðsíða 7
VIÐHORF Samvmna, samfylking, sameining Svanfríður Jónasdóttir skrifar Spurningin um samstarf, sam- fylkingu eða sameiningu stjóm- arflokkanna hlýtur að ráðast af því hvernig tæki fólk telur sig þurfa í stjórnmálabaráttunni á hverjum tíma. Við stofnun Alþýðubandalags- ins og forvera þess, Sameiningar- flokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins, var greinilega skilningur stofnendanna að alþýða þessa lands þyrfti á sterkara afli að halda í sinni pólitísku baráttu en það hafði fyrir. Nöfn flokkanna vísa í senn til samfylkingar og sameiningar. Alþýðubandalagið hefur verið samfylkingarflokkur og undirstrikaði vilja sinn í þeim efnum síðast rækilega á haust- fundi miðstjórnar fyrir rúmum tveim árum. Þá var samþykkt á- lyktun undir heitinu Nýtt land- stjórnarafl. Þar var reynt að höfða til Alþýðuflokksins og Kvennalistans, síðan sett niður nefnd sem skrifaði þessum aðil- um bréf og báð um viðræður um hugmyndina. Því miður var áhugi þeirra fyrir myndun þess konar landstjórnarafls það lítill þá að ekkert varð úr. Þá vildum við reyna að búa til öflugra tæki til að nota í baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagi, þjóðfélagi þar sem íhaldið hefði ekki undirtökin. Þrátt fyrir ýmsan ágreining A- flokkanna tel ég að fleira sameini en sundri. Þeir eru ekki aðeins sprottnir af sömu rót heldur er staða þeirra beggja sú að hvorug- ur á líf sitt undir því að núverandi kerfi malli áfram og hlaði utan á sig, heldur þvert á móti. Það er því rökrétt að álykta sem svo að samstilltir geti þeir gert aðför að því og þá uppstokkun sem nauðsynleg er að mati okkar flestra. Gallinn við umræðu dagsins í dag er hve rígbundnir margir eru núverandi ástandi og eiga því erf- itt með að sjá fyrir sér þær Það þarf að stokka upp og gefa aftur Það er skoðun mín og margra annarra að flokkakerfið sé ekki lengur í takti við þær áherslur sem aðstæður nútímans krefjast. Það er dálítil þreyta í öllu stjórnmálastarfi og flokkarnir oft Ég vék að því áðan að A- flokkarnir ættu það sameiginlegt að framtíð þeirra byggðist ekki á því að viðhalda núverandi kerfi. Þá er ég fyrst og fremst að tala um það hagsmunagæslukerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa komið hér á. Ég vildi gjarnan sjá hér stjómmálaafl sem hefði til „Þrátt fyrir ýmsan ágreining A-flokkanna tel ég aðfleira sameini en sundri. Þeir eru ekki aðeins sprottnir afsömu rót heldur erstaða þeirra beggja sú að hvorugur á lífsitt undirþví að núverandi kerfi malli áfram og hlaði utan á sig... Samstilltirgœtuþeirþvígertaðförað því. “ breytingar sem orðið gætu ef A- flokkarnir taka upp nánari sam- vinnu, að ég tali nú ekki um sam- einingu. Auðvitað kalla allar breytingar á viðbrögð og áfram- haldandi breytingar. Það er ekki rökrétt að horfa einungis á samanlagt fylgi A-flokkanna eins og það er nú og fara síðan að velta vöngum yfir framtíðinni, rétt eins og allt annað muni um ókomna framtíð verða „á sínum stað“. Við höfum þegar fengið að sjá viðbrögð formanns og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins sem hrópa á samfylkingu borgara- legra afla til mótvægis hugmynd- inni um sameinaða A-flokka. ráðvilltir við stefnumótun. Þar togar aðallega tvennt í. Annars vegar trúnaður við þann hug- myndagrundvöll og hagsmunagæslu sem lagt var upp með í árdaga, hins vegar kröfur nútímans í samfélagi sem hefur tekið gífurlegum breytingum varðandi búsetu og atvinnuhætti á fáum áratugum. Af þessum ástæðum m.a. er framsetning stefnu og það hvernig tekið er á dægurmálum oft mótsagnakennt og ruglingslegt og fólk á erfitt með að finna samhengi hlutanna. Þó ekki væri nema vegna þessa þarf að stokka upp og skýra áherslur. þess hugmyndagrundvöll, burði og kjark að takast á við það kerfi. Sem hefði burði til þess að vinda ofan af því nánast sjálfvirka fyrirgreiðslukerfi sem viðgengist hefur gagnvart atvinnulífi og at- hafnamönnum ýmis konar. Sem hefði afl til þess að jafna aðstæð- ur fólks í efnalegu og félagslegu tilliti. Slíkt afl eigum við ekki í dag, en við höfum nægan mann- skap. Spurningin snýst því um, það hvort þetta fólk nær að vinna saman. Nú um stundir erum við í Al- þýðubandalaginu í mjög víðtæku samstarfi við Alþýðuflokkinn. Sameining hefur hins vegar vart verið rædd fyrr en eftir lifrarveisl- una í haust og sú umræða fær auðvitað byr undir báða vængi við sameiginlega fundarferð for- manna flokkanna. Formennimir hafa ekki gefið út þá línu að nú beri að sameina þessa flokka. Það hefur hins vegar verið hugs- anleg sameining sem mest hefur verið fjallað um í fjölmiðlum og um hana hefur fólk helst tjáð sig, • en um leið velt því fyrir sér hvort til þess væru raunhæfir mögu- leikar. Fólk spyr sjálft sig - og aðra - hver eru málefnin, er verk að vinna? Sú samvinna sem þegar er fyrir hendi segir okkur það. Víða í kaupstöðum landsins vinna A-flokkarnir saman að bæjarmálum, ýmist í meiri- eða minnihluta. í mörgum af stærstu kaupstöðunum eru þeir saman í meirihluta, s.s. Kópavogi og Hafnarfirði. Fyrir slíku samstarfi hefur verið mikill áhugi svo og innan launamannahreyfinganna. { orði hefur einnig verið áhugi fyrir nánara samstarfi á lands- vísu, eða á Alþingi. Hins vegar hefur sagan, saga klofnings og sundrungar verið ýmsum það hugleikin að einungis varirnar hafa mælt fram orðin, hugur lítt fylgt eftir og tilraunir til nálgunar því einatt litlar. Það er því ljóst að hugmyndin um sameiningu kem- Svanfríður er varaformaður Alþýðu- bandalagsins og aðstoðarmaður fjár- málaráðherra. Grein hennar er að stofni til framsaga á fundi ABR í janú- ar um samvinnu vinstrimanna. Herra ritstjóri Mörður Árnason í Þjóðviljanum 3. febrúar 1989 birtist ritstjórnargrein eftir þig að tilefni þess að Kaupþing hf. hafði birt reikninga sína fyrir árið 1988 með almennri auglýsingu í dag- blaði. í þessari ritstjórnargrein andar heldur köldu til Kaupþings og virðist þú hvorki kunna að meta það framtak að reikningar séu birtir né að þeir skuli liggja fyrir afstemmdir mánuði eftir áramót en hvorttveggja er ekki ýkja al- gengt og reyndar nánast óþekkt. Það er í anda nýrrar stefnu upp- lýsinga og fræðslu, sem stjórn Kaupþings tók þá ákvörðun að birta reikninga félagsins enda mikilvægt fyrir viðskiptavini þess að vita hvernig hagur þess er og hvernig það stendur. Þessu ættir þú sem fjölmiðlamaður að fagna og hvetja fyrirtæki að feta í fót- spor Kaupþings. Sú leynd, sem hvílir yfir rekstri fyrirtækja hér á landi er engum til góðs. Hagnaður Kaupþings og traustur rekstur virðist fara fyrir brjóstið á þér og er það undar- legt. Á ég bágt með að trúa því að þinn draumarekstur sé taprekst- ur og að þú teljir það af hinu illa að fyrirtæki nái hagnaði úr rekstri, sem á engan hátt er dýrari fyrir neytendur en rekstur ann- arra fyrirtækja á sama sviði. Tel- ur þú virkilega að aðhaldssemi í rekstri og sparnaður á öllum svið- um sé átöluverð? Ef þú legðir á þig þá vinnu að bera saman rekst- ur Kaupþings og annarra fjármálastofnana munt þú sjá, að hagnaður Kaupþings stafar af lægri kostnaði og aðhaldssemi í rekstri. Það er oft ekki auðvelt að reka fyrirtæki þannig að það skili hagnaði, sérstaklega ef ytri að- stæður eru ekki vinsamlegar. En það er mjög auðvelt að reka fyrir- tæki illa, með tapi. Er það vilji þinn? Það er mjög mikilvægt fyrir hverja þjóð að fyrirtæki hennar séu vel rekin og skili góðum arði. Þannig geta þau greitt góð laun, veitt trygga atvinnu og greitt háa landsbyggðinni að hugsa hreinar hugsanir (hvað sem það nú þýðir) og stilla sig. Mörg fyrirtæki í sjáv- arútvegi eru frábærlega vel rekin og sum skila jafnvel hagnaði þrátt fyrir mjög erfið ytri skilyrði sem stendur. Eg get ekki séð að það gagnist þeim neitt, þó að Kaupþing væri ver rekið og skilaði tapi. Mörg þessara fyrir- tækja hafa notið viðskipta við í fyrsta lagi telur þú að helstu stórfyrirtæki landsins séu bak- hjarlar Kaupþings. Ekki veit ég hvaðan í ósköpunum þér hafa borist þær fréttir. Bakhjarlar Kaupþings eru 9 sparisjóðir, sem eiga 49% á móti undirrituðum. Einn ágætur ráðherra Alþýðu- bandalagsins heimsótti starfs- menn Kaupþings í sumar og tal- aði um að Kaupþing væri ákveðin „Það er oft ekki auðvelt að rekafyrirtœki þannig að það skili hagnaði, sérstaklega efytri aðstœður eru ekki vinsamlegar. En það er mjög auðvelt að rekafyrirtæki illa, með tapi. Er það vilji þinn?“ skatta til samfélagsins og staðið þannig undir þeim mörgu samfé- lagslegu verkefnum, sem við vilj- um að þjóðfélagið taki að sér. Kaupþing hf. greiðir til samfé- lagsins 11,5 milljónir í skatta vegna hagkvæms rekstrar árið 1988. Ef öll fyrirtæki landsins væru rekin með tapi, hver á þá að standa undir félagslegri þjón- ustu? Hvað tryggir atvinnuör- yggi, þegar harðnar á dalnum, ef ekkert fé er til staðar? Eru það ekki hagsmunir launþega og þjóðarinnar allrar að fyrirtæki skili hagnaði til að standa undir félagslegu öryggi og myndi eigið fé til þess að tryggja atvinnuör- yggi? Þú biður forráðamenn í sjávar- útvegi og atvinnulaust fólk á Kaupþing og þá sérstaklega Kaupþing Norðurlands, sem er eina verðbréfafyrirtækið utan Reykjavíkur og hefur veitt fé frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Sama gildir fyrir það fólk, sem vegna samdráttar í rekstri úti á landi hefur misst atvinnu sína. Það er stjórnvalda að stýra gengi og öðrum þáttum, sem mynda skilyrði fyrir góðan rekstur fyrir- tækja úti um landið. Það er Kaupþingi ofvaxið að bera ábyrgð á þeim skilyrðum. í grein þinni gætir ýmisskonar misskilnings, sem sjálfsagt er að leiðrétta fyrir lesendur Þjóðvilj- ans, sem margir eru viðskipta- menn Kaupþings eða hyggjast verða það. uppreisn gegn stöðnuðu banka- kerfi. Svo ekki er þetta algild skoðun vinstrimanna. í öðru lagi virðist þú halda að fyrirtæki greiði ekki skatta af vaxtatekjum. Þetta er alrangt. Vaxtatekjur fyrirtækja eru skatt- lagðar eins og aðrar tekjur fyrir- tækja og af vaxtatekjum greiða fyrirtæki 40% skatt. Þú virðist telja að Kaupþing hafi hag af háum vöxtum. Svo er ekki. Kaupþing tekur allar sínar tekjur sem þóknanir en alls ekki sem vaxtamun. Það má þó benda á, að fyrirtækið flytur fjármagn frá þúsundum sparifjáreigenda til fyrirtækja á mjög ódýran hátt eða fyrir sem svarar 1,5% til 2% vax- tamun. Þú endar svo þinn pistil, sem var nú reyndar fyrirséður, með því að segja að sparnaður sé hag- kerfinu nauðsynlegur en að „samfélag sem fyrst og fremst er sniðið utanum gróðapunga eins- og þá sem nú augslýa 21,3 milljóna hagnað af óhagnýtum atvinnurekstri" sé á villigötum. Þessu er til að svara að íslenska hagkerfið er örugglega ekki snið- ið utan um Kaupþing eins og flestum er kunnugt. Kaupþing hefur gert þúsundum sparifjár- eigenda kleift að taka þátt í þeirri góðu ávöxtun sem verðbréfa- markaðurinn gefur. (Helmingur þeirra, sem eiga Einingabréf hjá Kaupþingi eiga undir 200 þús.O Framtak Kaupþings á mörgum sviðum hefur stóraukið mögu- leika almennings til sparnaðar, sem óneitanlega hefur aukið sparnað með þjóðinni. Það má benda á að í vörslu Kaupþings eru um 2,2 milljarðar, sem að miklu leyti er nýtt sparifé. Sá þáttur einn sér ætti að sannfæra menn um það að starf Kaupþings er ekki „óhagnýtur atvinnu- rekstur“, hvað sem það nú þýðir.. Auk þess vil ég benda á þá ráð- gjöf og fræðslu, sem Kaupþing veitir. Og jafnframt hefur fyrir- tækjum gefist kostur á nægu lánsfé, sem reyndar er nokkuð dýrt en þó fáanlegt. Varðandi orðið „gróðapung- ur“ er það að segja að rætin orða- notkun lýsir höfundinum frekar en Kaupþingi. Skrifað í Reykjavík 7. febrúar 1989 Með kærri kveðju og von um birtingu í blaði þínu. dr. Pétur H. Blöndal Pétur er framkvæmdastjóri Kaup- þings hf. Þriðjudagur 14. febrúar 1989 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.