Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Lífeyrissjóður verslunarmanna 660 mil]óna vaxtatekjur Lífeyrisgreiðslur ÍUO afheildartekjum sjóðsins. Típrósent ávöxtun höfuðstóls á árinu Vaxtatekjur Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru á síð- asta ári rúmlega þrefalt meiri er útgjöld sjóðsins til lífeyris- greiðslna. Þær námu aðeins um einum níunda hluta af heildar- tekjum sjóðsins á síðasta ári. I auglýsingu sem stjórn sjóðs- ins birti um helgina í Morgun- blaðinu kemur fram að vaxta- tekjur og verðbætur nema árið 1988 samtals 1862 miljónum. Aðrar tekjur eru rúmar 9 miljón- ir, en þegar hækkanir vegna verð- lagsbreytinga dragast frá er á- vöxtun ársins umfram verðbólgu 662 miljónir króna. Iðgjöld greidd sjóðnum á árinu nema 1256 miljónum en sjóður- inn greiddi á árinu í lífeyri 200 miljónir. Lífeyrisgreiðslur voru þvf um 10,5% af iðgjalda- og vaxtatekjum. Önnur útgjöld sjóðsins voru um 51 miljón. Hrein eign frá fyrra ári var rúmir 6,9 miljarðar, og nema vaxtatekjur af henni um tíu pró- sent. Hækkun hreinnar eignar á árinu hjá sjóðnum er 2,9 miljarð- ar og á lífeyrissjóður verslunar- manna nú 9,8 miljarða. Sjóðfélagar sem greiddu voru í fyrra tæplega 23 þúsund. Vextir á lánum til þeirra úr sjóðnum til þeirra eru nú 8%. -m Mengun Kvika- silfur í skötusel Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Veru- leg ástæða til að efna- greina lifur úrskötu- sel með tilliti til kvik- asilfursinnihalds. Engin há- né lág- marksgildi hérlendis - Mér finnst veruleg ástæða fyrir þá sem flytja út lifur úr skötusel að láta rannsaka hversu mikið af snefilefnum ss. kvika- silfri og blýi er að finna i lifrinni, segir Geir Arnesen yfirverkfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Lifur úr skötusel er meðal þeirra sjávarafurða sem talin er geta skilað hagnaði á Jap- ansmarkaði með beinu flugi Flying Tigers héðan. Þau sýni sem þegar hafa verið snefilefna- mæld hjá RF. úr skötusel ss. úr holdi og lifur benda til að kvika- silfur sé þar að finna í nokkrum mæli. Allt frá því að vera frá 0,04 milligrömmum af kvikasilfri í hverju kflói í 0,19. Þrátt fyrir þá staðreynd hafa útflytjendur ekki séð ástæðu til að láta efnagreina sýni til þessa. Að sögn Geirs Arnesen er mis- munandi eftir löndum hvað mikið af kvikasilfri má vera í hverju fiskkílói, en hérlendis finnst ekki stafur á bók um hvorki hámark né lágmark. Þó hefur verið stuðst við þau hámarksgildi sem eru td. í Svíþjóð og Dan- mörku sem eru 1,0. Hið sama gildir í Japan en er lægra í Belgíu, Kanada og Bandaríkjunum. Þar er hámarksgildið af kvikasilfri í fiskkflói 0,5 milligrömm. - Útflytjendur hafa hingað til ekkert samband haft við okkur um snefilefnamælingar sem ég tel fulla þörf á til að koma í veg fyrir útflutning á kvikasilfursmengaðri lifur úr skötusel, sagði Geir Arn- esen. -grh L.R. Rangtnafn Ólán var yfir fréttaflutningi Þjóðviljans af verðlaunaafhend- ingu Leikfélags Reykjavíkur í gær. Efstu línuna í fréttinni láðist að taka út og Benóný Ægisson heitir vitaskuld ekki Benedikt. Vjð biðjumst velvirðingar á þess- um mistökum og kynnum verð- launahafana Benóný og Guð- rúnu Kristínu Magnúsdóttur nán- ar fyrir lesendum síðar í vikunni. Samfelldur skóladagur er bæði öryggis- og réttlætismál barnanna okkar. Mynd: Jim Smart. Skólamál Samfelldur skóladagur Fundaherferð á vegum menntamálaráðuneytis um málefni grunn- skólans Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, Gerður G. Oskars- dóttir, ráðunautur í uppeldis- og kennslumálum og Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, munu gangast fyrir viðtalsfundum með foreldrum, kennurum og skóla- stjórum grunnskólanna í borg- inni á næstunni. Fundir þessir verða með því sniði að sem flestir fái tækifæri til virkrar þátttöku. Markmið fund- anna er að fólk fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum um skólamál á framfæri. Starfs- fóik menntamálaráðuneytisins mun kynna þau málefni er efst eru á baugi þar. Lögð verður brýn áhersla á baráttuna fyrir samfelldum skóladegi. Fundirnir verða á fimm stöð- um í borginni og verður sá fyrsti haldinn í Hagaskóla fimmtudag- inn 16. febrúar kl. 20.30 fyrir for- eldra, kennara og skólastjóra eftirtalinna skóla: Austurbæjar- skóla, Grandaskóla, Hagaskóla, Melaskóla, Landakotsskóla, Tjarnarskóla og Vesturbæjar- skóla. Auglýsingar um aðra fundi birtast síðar. Að sögn Guðrúnar Ágústs- dóttur er nú þegar fólk í skóla- kerfinu að ræða sín á milli for- gangsverkefni í íslenskum skóla- málum. Menntamálaráðuneytið leitaði til starfsfólks grunnskóla og bað það að gera sameiginlega lista yfir 4 -10 mikilvægustu verk- efnin á sviði skólamála næstu 10 árin. Öllum er hjartanlega velkomið að senda ráðuneytinu ábendingar og góðar tillögur, og það gera reyndar mjög margir. Siðasta dæmið er bréf sem barst í gær frá 8 ára dreng sem biður um endur- skoðun á reglunum um skriftar- Sé miðað við þá sem afstöðu taka í nýrri Skáísskoðana- könnun má ætla að um 55% landsmanna séu enn hlynntir Háskóli íslands Kjarnorka vonir og vandkvæði Dr. Dean Abrahamsson pró- fessor við Minnesota-háskólann í Bandaríkjunum, mun í dag kl. 17.15 flytja þriðja fyrirlestur sinn á vegum Félagsvísinda- og Verk- fræðideildar Háskóla fslands og nefnist fyrirlesturinn „Kjarn- orka, vonir og vandkvæði", Nuc- lear Power, Promises and Prob- lems. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 157 í Raunvísinda- húsinu við Hjarðarhaga 2-6 og er öllum heimill aðgangur. eb kennslu. Honum verður svarað fljótlega. eb hvalveiðum héðan. Frá samskon- ar könnun í október hefur þessi meirihluti minnkað úr um 66%. í könnuninni um stuðning við hvalveiðar, sem Skáís gerði fyrir unga Sjálfstæðismenn, eru stuðn- ingsmenn veiðanna 46,7%, and- stæðingar þeirra 38,5%, og 14,9% segjast óákveðnir eða svara ekki. Af þeim sem taka af- stöðu eru hlynntir 54,8%, and- vígir 45,2%. í könnuninni í októberlok voru stuðningsmenn 57%, andstæð- ingar 29,9%, og 13,1% óákveðn- ir eða svöruðu ekki. Af þeim sem tóku afstöðu voru hlynntir 65,6%, andvígir 34,4%. Samkvæmt þessu hafa um tíu prósent landsmanna skipt um skoðun á hvalveiðunum síðan í október, og eru stuðningsmenn veiða ekki lengur í meirihluta. Spurt var: „Telur þú að íslend- ingar eigi að hætta hvalveiðum?" og þannig ekki beinlínis um svo- kallaðar vísindaveiðar, þótt ætla megi að svarendur hafi haft þær fyrst og fremst í kolli. -m Nv könnun Veiðisinnum fækkar Tíu prósent hafa skipt um skoðun á hval- veiðum síðan í október 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1989 Kvikmyndasjóður 15 millur í Bílaverk- stæðið Friðrik Þór og Hilm- ar án styrks, Agúst fœr 10 milljónir Lárus Ýmir Óskarsson og sam- starfsmenn hans eiga samkvæmt heimildum Þjóðviljans von 15 miljóna úr Kvikmyndasjóði til að kvikmynda Bflaverkstæði Badda eftir leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar. Stjórn sjóðsins tilkynnir í dag um úthlutunina. Auic „Badda“ mun stjórnin hafa ákveðið að veita Ágústi Guðmundssyni og hans mönnum 10 miljónir til myndar sem á að gerast á sögu- öld, - og þykir kunnugum nokk- uð knappt. Hins vegar fengu þeir Friðrik Þór Friðriksson og Hilmar Odds- son ekkert, en þeir höfðu báðir sótt um styrki eða svokallað víkj- andi lán til að gera leiknar kvik- myndir. Hjá starfsmönnum sjóðsins fengust í gær þær upplýsingar ein- ar að sjóðnum hefðu að þessu sinni borist 74 umsóknir, til leikinna mynda í fullri lengd, stuttra mynda, heimildarmynda, handritagerðar o.fl. Framlag til sjóðsins í ár nemur 71 miljón. -sg Framfærslukostnaður Vísítalan hækkaði um 1,5% Hagstofan: Hœkkað um 3,3% síðustu 3 mánuði sem jafngildir 14,3% ársverðbólgu Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,5% frá janúar til febrúar. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 19%. Undanfarna 3 mánuði hefur hún hækkað um 3,3% sem jafngildir 14,3% verðbólgu á heilu ári. Þessi hækkun vísitölunnar um 1,5% stafar af 0,5% hækkun á mat- og drykkjarvöru, 0,3% af hækkun húsnæðiskostnaðar, 0,2% af hækkun á rekstrarkostn- aði eigin bfls og 0,5% af hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða. -grh Sifjaspell Sviptum hulunni af svívirðunni í kvöld verður fundur um kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Vinnuhópur á vegum Kvennréttindafélags íslands efnir til fundar um sifjaspell og kyn- ferðislega misnotkun á börnum. Fundurinn verður á Hallveigarstöðum við Túngötu í kvöld klukkan 20.30. Formaður barnaverndar- nefndar Sólveig Pétursdóttir og Bogi Nflsson, rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins flytja ávörp, Ingi Björn Albertsson þingmað- ur Borgaraflokks talar, Edith Randý Asgeirsdóttir flytur frum- samið Ijóð, fulltrúar frá samtök- unum Samhjálp um sifjaspell flytja ávörp. Fundurinn er öllum opinn. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.