Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.02.1989, Blaðsíða 3
SUJ-SUS Viðreisn um vara- flugvöll? Karl Steinar og Matt- hías Á. predika yfir Heimdellingum og ungkrötum. Utanríkisnefndir SUS og SUJ, ungliðadeilda Sjálfstaeðisflokks og Alþýðuflokks, hafa boðað til sameiginlegs fundar um „vara- flugvallarmáiið“ í vikulokin. Samkvæmt fréttatilkynningu á þar meðal annars að svara því hvort varaflugvöllur með þátt- töku Mannvirkjasjóðs Nató sé hernaðarmannvirki, hvort Al- þýðubandalagið hafi neitunar- vald í málinu, og hvort Steingrím- ur J. Sigfússon hafi Steingrím Hermannsson „í vasanum“. Á fundinum á laugardaginn tala meðal annars þeir Karl Steinar Guðnason og Matthías Á. Mathiesen um „viðhorf Sjálf- stæðisflokksins" og „viðhorf Al- þýðuflokksins“ til varaflugvallar með þátttöku Natósjóðsins. íhaldsþingmaðurinn Geir H. Haarde á síðan að stjórna pall- borðsumræðum. Á fundinum gefst „kjörið tæki- færi“ til að kynna sér málin, með- al annars „viðhorf þessara tveggja flokka í málinu og for- sendur þeirra" segir í fréttatil- kynningunni, og er erfitt að túlka fundarhaldið öðruvísi en sem ögrun við báða samstarfsflokka Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Fundurinn mun vera haldinn að frumkvæði SUS, og virðist á- greiningur um fundarhaldið með- al ungra krata. Birgir Árnason formaður SUJ mun hafa lagst gegn fundi með Heimdellingum en sjónarmið hans orðið undir. Hann sagði í gær í samtali við Pjóðviljann að það væri utan- ríkismálanefnd SUJ sem stæði að ráðstefnunni og ekki sambandið sem slíkt. „Hér er um að ræða stórpólit- ískt mál sem um er mikill ágrein- ingur," sagði Birgir „og það er í sjálfu sér eðlilegt að um það sé rætt. Mér sýnist hinsvegar að langt sé í frá að öllum sjónarmið- um verði haldið á lofti á þessum fundi, og ég vil taka fram að það hefur verið stefna SUJ að draga úr umsvifum Bandaríkjahers á fs- landi. Ég er sjálfur þeirrar skoð- unar að ekki eigi að ráðast í fram- kvæmdir af þessu tæi heldur sé eðlilegra að menn einbeiti sér að atvinnuuppbyggingu sem sam- rýmist sjálfsvirðingu þjóðarinn- ar,“ sagði formaður SUJ. -m Danmörk Hörkuslags- mál í Krístjaníu Til harðra átaka kom í gær í fríríkinu Kristjanfu, sem svo er nefnt, í Kaupmannahöfn, er lög- regla hafði lokað þar leyfis- lausum veitingastöðum, sem ekki höfðu heldur greitt tilskilin gjöld, svo sem söluskatt. Sjálf lokunin gekk vandræðalítið fyrir sig, en lögreglan mun hafa dokað fulllengi við á svæðinu og kom þá til illinda milli hennar og Krist- janíubúa, sejn þeyttu múr- steinum og eldsprengjum og höfðu járnstengur að bareflum. Lögreglan beitti kylfum og tára- gasi. Stóðu slagsmálin í nokkrar klukkustundir og voru þau hörð- ustu þar í mörg ár. Fimm lög- reglumenn særðust í þeim og níu menn voru handteknir. dþ. FRETTIR Varaflugvöllur Natóvöllur kemur ekki til Ólafur Ragnar Grímsson: Jóni Baldvin hefur mistekist að sýnafram á að völlur byggður afNató sé ekki hernaðarmannvirki. Óþarfi að geraforkönnun á einhverju sem ríkisstjórnin mun ekki standa að. Jón Baldvin: Varaflugvöllur ekki hernaðar- mannvirki nema á stríðstímum. í bréfiWörner segir að herflugvélar eigi að fá að œfa lendingar á vellinum Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra boðaði með skömmum fyrirvara til blaða- mannafundar í gær í framhaldi af umræðum á ríkisstjórnarfundi um varaflugvöll sem kostaður yrði af Mannvirkjasjóði Nató. Lagði Jón Baldvin þar áherslu á þann skilning sinn, með tilvitnun í bréf Wörners framkvæmda- stjóra Nató og undanþáguákvæði í reglugerð Mannvirkjasjóðsins, að yrði hér byggður varaflugvöll- ur á kostnað sjóðsins, yrði ekki um hernaðarmannvirki að ræða, - nema á hernaðartímum. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra segir aftur á móti að ekki sé um það blöðum að fletta að slíkur völlur yrði sambærilegur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar að því leyti, að hvenær sem Nató telji nauðsyn á, yflrtaki bandalagið völlinn til eigin nota. Jón Baldvin sagði að hér væri ekki verið að ræða um beinar framkvæmdir heldur færi Nató aðeins fram á leyfi til þess að gera forkönnun á skilyrðum fyrir völ- linn á hinum ýmsu stöðum. „Það er að mörgu leyti óeðli- legt að gera forkönnun á því sem ríkisstjórnin mundi aldrei leyfa,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við Þjóðviljann. „Það liggur ekkert fýrir um að hér sé ekki um venju- legan hernaðarflugvöll að ræða. Ef þetta væri ekki hernaðarflu- gvöllur þá ætti íslenska samgöng- uráðuneytið að annast málið, ekki utanríkisráðuneytið. Þá ætti samgönguráðuneytið nú þegar að taka málið yfir og bandarísk stjórnvöld hvergi nærri koma, rétt eins og þau koma hvergi nærri Reykjavíkurflugvelli. Það er mælikvarði á það hvort hér er um hernaðarflugvöll að ræða eða ekki,“ sagði Ólafur Ragnar. Jón Baldvin lagði á það áherslu, með tilvísun í umrætt bréf Wörners að umsjón og rekst- ur varaflugvallar sem Mann- virkjasjóður stæði að, yrði í höndum íslendinga á friðartím- um. Það kom hins vegar fram að íslendingar þyrftu að semja við Mannvirkjasjóðinn um hvernig rekstur vallarins yrði fjármagn- aður, en Jón taldi rekstrarkostn- að liggja á bilinu 75-100 miljónir á ári. Þá kom fram í bréfi Wörn- ers að Nató liti á völlinn sem herf- lugvöll „á stríðstímum“ og að á friðartímum væri gert ráð fyrir að herflugvélar fengju að æfa þar lendingar í „öryggisskyni og til staðháttaþekkingar." p(,h Jón L. leikur í skák sinni við Margeir í 1. umferð alþjóðamótsins að Hótel Loftleiðum. Skák Teftt uppá titla Ýmsar hörkuskákir voru tefld- ar í fyrstu umferð alþjóðlega skákmótsins á Hótel Loftleiðum í gær. Mót þetta er á vegum Skáh- sambands íslands og skipað 14 valinkunnum skákmönnum, 6 stórmeisturum, 6 alþjóðlegum meisturum og 2 bráðefnilegum ís- lenskum piltum. Að meðaltali hafa keppend- urnir 2490 elóstig. Þeirra hæstur er sovéski stórmeistarinn V. Ein- gorn með 2570 stig en landi hans J. Balasjov hefur nú 2530. Sá síðarnefndi má muna sinn fífil fegurri því eitt sinn náði hann að klífa 2600 stiga múrinn. Þá var hann vinur og aðstoðarmaður Anatólíjs Karpovs sem þá var heimsmeistari og réð því sem hann vildi í sovésku skáklífi. Aðrir útlendir gestir eru enski stórmeistarinn J. Hodgson og al- þjóðlegu meistararnir J. Tisdall frá Noregi og W. Watson frá Englandi. Þorri íslensku ólympíusveitar- innar tekur þátt í mótinu. Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson etja kappi við hina erlendu gesti og ennfremur landa sína Þröst Þórhallsson, Hannes H. Stefánsson, Sævar Bjarnason og Karl Þorsteins, sem allir eru alþjóðlegir meistarar. Titillausir en á titilveiðum, eins- og alþjóðlegu meistararnir, eru svo þeir Björgvin Jónsson og Sig- urður D. Sigfússon. Úrslit 1. umferðar: Tisdall - Hodgson 0-1 JónL. - Margeir: 0,5-0,5 Karl - Balashov: 0,5-0,5 Eingorn - Þröstur: 0,5-0,5 Sævar - Hannes: Helgi - Björgvin: 0,5-0,5 Sigurður - Watson: 1-0 ks. Handbolti Leikið gegn Búlgaríu B-keppnin hefst í Frakklandi í dag Fyrsti landsleikur íslendinga í B-heimsmeistarakeppninni verð- ur í dag í Cherbourg í Frakk- landi. Þá etja þeir kappi við Búl- gara en aðrar þjóðir í sama riðli cru Rúmenía og Kuwait. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.30 en á morgun leika íslend- ingar gegn Kuwait kl. 17.30. Erf- iðasti hjalli riðlakeppninnar, leikurinn gegn Rúmenum, verð- ur síðan á laugardag kl. 19.30. Þrjár efstu þjóðirnar komast í milliriðil og ætti okkar mönnum ekki að verða skotaskuld úr að ná því markmiði. Þrjár efstu þjóð- irnar úr D-riðli fara í sama milli- riðil en í D-riðli leika V- Þjóðverjar, Svisslendingar, Norðmenn og Hollendingar. Til að íslendingar vinni sér þátttöku- rétt í A-heimsmeistarakeppninni að ári verða þeir að ná einu af þremur efstu sætunum í milliriðl- inum. Þær þjóðir sem spáð er mestri velgengni í B-keppninni eru Dan- mörk og Pólland úr A-riðli, Spánn og Frakkland úr B-riðli, ísland og Rúmenía úr C-riðli og V-Þýskaland, Sviss eða Noregur úr D-riðli. Én baráttan verður hörð því áðeins sex efstu hreppa hnossið. -þóm Lífeyrissjóðir Styðjum venilega vaxtalækkun Benedikt Davíðsson stjórnarformaður SAL: Ekki staðið á okkur að ná vöxtum niður h að er alls ekki óraunhæft að ■ launþegahreyflngin og líf- eyrissjóðirnir nái saman fram verulegri vaxtalækkun ef stjórn- völd ná tökum á peningamark- aðnum að öðru leyti. Þessi skil- yrði hafa verið ljós af hálfu verka- lýðshreyfingarinnar og lífeyris- sjóðanna alveg síðan í október 1986. Það er því mesta kórvilla að það standi eitthvað upp á lífeyris- sjóðina að lækka raunvextina, segir Benedikt Davíðsson for- maður stjórnar Sambands al- mennra lífeyrissjóða. - Það hafa engar deilur verið uppi við stjórnvöld um lækkun vaxta, því það eru lífeyrissjóðirn- ir sjálfir sem hafa gengið á undan við að beina vöxtunum niður. í samningum sem gerðir hafa verið við ríkisvaldið tvö síðustu ár hef- ur verið samið um vaxtastig sem er undir því sem ríkið hefur verið að bjóða á öðrum skuldabréfum og viðmiðunarvaxtarstig á næstu samningsstigum með þrepun nið- ur til þess að auðvelda stjórn- völdum að framkvæma þessa margtuggnu yfirlýsingu sína um vaxtalækkun, sem samningsaðil- ar vinnumarkaðarins hafa tekið undir og lífeyrissjóðirnir fallist á. Benedikt segir það vera mjög mikilvægt að ná vaxtastiginu nið- ur og minnir á nýlega samþykkt miðstjórnar ASÍ þar sem skorað er á stjórnvöld að ná raunvaxtast- iginu niður í 3,5%. - Vandinn er hins vegar sá að stjórnvöldum hefur ekki tekist að ná tökum á vaxtastiginu annars staðar á peningamarkaðnum, í bankakerfi og á gráa markaðnum og eftirspurnin er allt of mikil eftir lánsfé þrátt fyrir þessa háu vexti. Ef ríkið nær ekki tökum á þessu þá nást vextir ekki niður að öðru leyti. Sýni það hins vegar fram á að það geti komið vaxta- stiginu niður á hinum almenna markaði þá stendur ekki á okkur að koma vöxtunum niður, segir Benedikt Davíðsson. -Ig- Miðvikudagur 15. febrúar 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.