Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. febrúar 1989 33. tölublað 54. árgangur Staðgreiðslan Skilið skattinum strax Einn oghálfurmiljarðurívanskilum vegna staðgreiðslu. Ólafur RagnarGrímsson: Unumþvíekkiaðfyrirtœkin noti staðgreiðsluféí reksturinn. Rúmlega áttaþúsundhafa ekkigertfullskilá staðgreiðslu fráþvíífyrra. 199fyrirtœki skulda yfireinamiljón.Dœmium30miljón kr. skuld. Fá 2 vikur til að gera upp skuldina. annars verður lokað Það verður ekki við það unað öllu lengur að launagreiðend- ur skili ekki þeirri staðgreiðslu sem hefur þegar verið tekin af starfsfólki þeirra. Samkvæmt áætlun fjármálaráðuneytisins vantar nærri einn og hálfan milj- arð til þess að um full skil sé að ræða, segir Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra en hann hefur boðað hertar inn- heimtuaðgerðir gagnvart þeim sem ekki hafa gert skil. Alls eru það 8.308 aðilar sem eru í vanskilum með staðgreiðsl- Hornbjarg Skorturá ýmsum nauðsynjum ÓlafurÞ. Jónsson: Meðalsnjódýptin 1,30-1,40 m og allt á kafi ísnjó. Ekkifyrir sjálfan djöfulinn að ganga á bjargið - Það er búin að vera snjó- koma hér svo til uppá hvern ein- asta dag síðan í nóvember og mér reiknast til að meðalsnjódýptin sé 1,30-1,40 m. og að sjálfsögðu er allt á kafi hér, íitihúsin og stiginn niður í fjöru er horfinn undir snjó, sagði Ólafur Þ. Jónsson vit- avörður á Hornbjargsvita. Til stóð að varðskip kæmi með vistir fyrir Ólaf og ráðskonu hans í gær en varð frá að hverfa vegna hafíss. Þegar er farið að vanta ýmsar nauðsynjar ss. tóbak og hörgull er orðinn af mjólk og kartöflum. Vegna snjóþyngsla er ekki enn séð hvernig heimilisfólk- inu í Látravík tekst að koma varningnum upp úr fjörunni og inn í hús. Ólafur sagði að það yrði bara að reyna á það þegar þar að kæmi. Ólafur sagði það ekki einu sinni vera fært fyrir sjálfan djöful- inn að ganga á bjargið vegna mikilla snjóalaga til að athuga með siglingaleiðina fyrir Horn. Hún var lokuð í fyrradag vegna hafíss en í gær hafði ísinn í Látra- víkinni hörfað eftir að hafa verið landfastur þar eins langt og auga eygði. Þá var brunagaddur nyrðra, 9 stiga frost og stinnings- kaldi að norðan. -grh una. Samkvæmt áætlun fjármála- ráðuneytisins voru vanskil 5.jan- úar sl. rúmlega einn miljarður fjögur hundruð sjötfu og sjö milj- ónir króna fyrir fyrstu 11 mánuði ársins sem leið. Nærri tvö hundr- uð fyrirtæki skulda yfir eina milj- ón kr og að sögn Olafs Ragnars eru á vanskilalistanum alls konar fyrirtæki, bæði stór og smá, þekkt og óþekkt. Ólafur vildi ekki tí- unda hverjir skulduðu mest, en sagði að dæmi værí um að fyrir- tæki skulduðu allt að 30 miljónir kr. Fæst af þeim fyrirtækjum sem ekki hafa staðið í skilum á stað- greiðslu hafa skilað stað- greiðsluskýrslum, þannig að nokkur óvissa ríkir um skuldir einstakrafyrirtækja. Ráðuneytis- menn töldu líklegt að útistand- andi skuldir myndu lækka eitthvað þegar skýrslurnar lægju fyrir. Þeim 199 fyrirtækjum sem skulda yfir eina miljón verða gefnar tvær vikur til að ljúka uppgjöri. - Við munum loka hjá þeim í síðasta lagi 15 mars. sem skulda yfir eina miljón kr. Við ætlum að taka hart á vanskilum á stað- greiðslunni. Er hætta á því að til- trú manna á staðgreiðslufyrir- komulagið veikist ef innheimta á henni er ekki í föstum skorðum, sagði Ólafur Ragnar. Ef staðgreiðslu er ekki skilað getur það valdið vandræðum hjá launafólki. Við álagningu opin- berra gjalda verða lögð á alla op- inber gjöld, en staðgreiðslan sem greidd hefur verið kemur til frá- dráttar. Hinir sem unnið hafa hjá vanskilaaðilum verða krafnir um greiðslu. Því er það forsenda þess að launþegi þurfi ekki að greiða gjöldin aftur, að hann geti fram- vísað launamiðum sem sýna að staðgreisla hafi verið dregin frá launum. - Það er trúnaðarbrot af hálfu atvinnurekanda gagnvart launa- fólki að skila ekki stað- greiðslunni. Okkur sýnist að þessi vanskil stafi ekíci öll af slæmu ástandi fyrirtækjanna. Það er ótækt að forráðamenn fyrir- tækja noti staðgreiðsluna í rekst- urinn, sagði Ólafur Ragnar. -sg Samninganefnd ríkisinssemfærþaðhlutverkaaðsemjaviðopinberra starfsmenn kom saman til síns fyrsta fundar í gær. Mynd Jim Smart Samninganefnd ríkisins Konur komnar með völdin Fjármálaráðherra hefur skipað nýja samninganefnd ríkisins. Konur í miklum meirihluta. Indriði H. Þorláksson áfram formaður Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefur skipað nýja nefnd sem fer með samning- amál ríkisins. Nefndin er að mestu leyti ný og athygli vekur að í henni sitja að þessu sinni níu konur. í þeirri nefnd sem nú hef- ur verið lögð niður sat aðeins ein kona. Indriði H. Þorláksson verður áfram formaður, en stjórn nefnd- arinnar skipa auk hans þau Arn- dís Steinþórsdóttir, deildarstjóri hjá sjávarútvegsráðuneytinu, Birgir Guðjónsson, skrifstofu- stjóri launaskrifstofu ríkisins, Guðrún Ásta Sigurðardóttir deildastjóri í fjármálaráðuneyti, og Guðríður Þorsteinsdóttir, starfsmannastjóri Ríkisspítal- anna. Auk þeirra sem skipa stjórn samninganefndarinnar voru í gær skipuð í hana Arnhildur Ásdís Kolbeins, deildarstjóri hjá launa- skrifstofu ríkisins. Ásta Lára Le- ósdóttir, launaskrárritari hjá launaskrifstofu rfkisins, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðneytisstjóri fé- lagsmálaráðuneytisins. Inga Sva- va Ingólfsdóttir, starfsmanna- stjóri Pósts og síma, Kristrún ís- aksdóttir, deildarsérfræðingur hjá menntamálaráðuneytinu, Sigrún Ásgeirsdóttir, deildar- stjóri hjá launaskrifstofu ríkisins, og Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðuneytisins. Með samninganefndinni munu starfa þær Maríanna Jónsdóttir, viðskiptafræðingur hjá fjármála- ráðuneytinu, og aðstoðamaður fjármálaráðherra, Svanfríður Jónasdóttir. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.