Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Stálvík Með framtíöina að veði Jón Gauti Jónsson: Þurfum 300 miljón króna tryggingufyrir smíði 14 togarafyrir aðila í Dubai. 4 smíðaðir hérlendis enlOíEgyptalandi. Lokafrestur 21. febrúar Við erum bjartsýnir að eðlisfari og vonumst eftir jákvæðu svari bæði frá stjórn Iðnlánasjóðs og frá Landsbankanum um nauðsynlega ábyrgð fyrir smíði á 14 togurum fyrir aðila í fursta- dæminu Dubai, sagði Jón Gauti Jónsson framkvændastjóri skip- asmíðastöðvarinnar Stálvíkur. Mikið er í húfi fyrir skipasmíð- astöðina að fá þessar ábyrgðir sem eru í fyrsta lagi verkefnaá- byrgðir og í öðru lagi trygging á móti fyrirframgreiðslum kaup- enda togaranna, samtals um 300 miljónir króna. Frá þessu þarf að ganga í síðasta lagi fyrir þriðju- dag í næstu viku 21. febrúar. Að öðru kosti verður ekkert af þess- um viðskiptum. Að sögn Jóns Gauta er ætlunin að smíða 4 togara hér á landi en hinir 10 verða smíðaðir í Egypta- landi. f fyrstunni stóð til að láta smíða þá í Perú en við það var hætt vegna gífurlegrar verðbólgu þar. Togararnir eru 47 m að lengd og svipaðir að stærð og Hólma- drangurinn. Ef af þessu verður B-keppnin Basl með Búlgara íslendingar sigruðu Búlgarameð20 mörkum gegn 12 í miklum baráttuleik. Einar Þorvarðarson maður leiksins íslendingar áttu í mesta basli með Búlgara í fyrsta leik sínum í b-keppninni í Frakklandi í gær. Búlgarar leiddu framan af með einu til tveimur mörkum og ef ekki hefði komið til einkaframtak hins unga Hafnfirðings, Héðins Gilssonar, sem skoraði þrjú mörk í röð og oft á tíðum stórgóð mark- varsla öldungsins Einars Þor- varðarsonar er hætt við að Búlg- arar hefðu siglt langt fram úr strákunum okkar í fyrri hálfleik en þeir sluppu með skrekkinn og Kristján Arason náði að jafna á síðustu mínútuinni þannig að honum lauk með jafntefli 8 mörk- um gegn 8. í seinni hálfleik kom Alfreð Gíslason fslendingum yfir í fyrsta skipti í leiknum strax á fyrstu mínútunni. Samspil félaganna Þorgils Óttars og Kristjáns skilaði svo tveimur mörkum og Bjarki bætti einu marki við og staðan varð 13 mörk gegn 10 og þannig hélst hún í á annan tug mínútna því markverðir beggja liða lokuðu hreinlega mörkun- um, vörðu m.a. sínhvort vítakast- ið. Það voru svo Búlgarar sem brutu ísinn og skoruðu sitt ellefta mark. íslendingar skoruðu ekki í korter en þá fóru þeir loks í gang og þeir skiptust á að skora og leiknum lauk með 20 mörkum gegn 12. Sigurinn eiga íslending- ar fyrst og fremst Einari Þorvarð- arsyni að þakka því hann varði einsog berserkur einsog marka- talan sýnir. f dag mæta íslendingar Kuwa- it. -Sáf mun Slippstöðin á Akureyri taka þátt í smíði þessara 4ja togara en frekari verkaskipting á milli stöðvanna hefur enn ekki verið ákveðin. Verðmæti þeirra er um 1,2 -1,3 miljarðar króna. Nú þeg- ar vinna um 50 manns í fyrirtæk- inu en þarf að fjölga í 100 ef dæm- ið gengur upp. - Við vonumst svo sannarlega til að þetta gangi upp bæði fyrir fyrirtækið sjálft og skipasmíða- iðnaðinn í landinu sem hefur orð- ið fyrir miklum atgervisflótta starfsmanna vegna verkefna- skorts í nýsmíði. Sá skaði yrði seint bættur ef kunnátta okkar í smíði stálskipa hyrfi vegna skammsýni stjórnvalda og lána- stofnana, sagði Jón Gauti Jóns- son. -grh Vaxtarbroddur nýsmíða var til skamms tíma í smíði smábáta en er það ekki lengur. Framtíð Stálvíkur er núna undir því komin hvort Landsbankinn og Iðnlánasjóður veiti nauðsynlega tryggingu fyrir smíði 14 togara fyrir aðila í furstadæminu Dubai. Mynd: E.ÓI. Skák Hannes í ham Hannes Hlífar Stefánsson, heimsmeistari sveina í skák, fer afar vel af stað á Fjarkamóti Skáksambands íslands. Sömu sögu er að segja af hinum unga og bráðefnilega Sigurði Daða Sig- fússyni. Hafa þeir hreppt lVí vinning hvor, eftir tvær umferð- ir. Hannes stýrði hvítu gegn Þresti og lagði hann að velli eftir há- dramatískt drottningarbragð að hætti Garríjs Kasparovs, og Margeir braut pirc-varnir Wat- sons á bak aftur. Öllum að óvörum tefldi Helgi kóngsind- verja gegn Sigurði Daða og upp- skar hálfan vinning. Úrslit 2. umferðar: Margeir - Watson 1-0 Hannes - Þröstur 1-0 Tisdall - Karl V2-V2 Sigurður - Helgi V2-V2 Björgvin - Sævar V2-V2 Hodgson - Eingorn V2-V2 Balasjov - Jón L. 1-0 Flotinn Ný skip fyrir þrjá miljarða - Þeir scm hæst hrópa á að- gerðir og eru haldnir aðgerðasýki krefjast nú stórfelldrar gengisfel- lingar m.a. vegna þess að útgerð- in sé á hausnum. Mér hefur hins vegar verið tjáð að á þessu ári sé áformað að flytja inn fiskiskip fyrir 3 miljarða. Það er varla atvinnugrein á hvínandi kúpunni sem ætlar að fjárfesta í nýjum tækjum fyrir 3 miljarða á einu ári, segir Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra. Fiskveiðisjóður hefur nú til af- greiðslu um sjötíu umsóknir út- gerðarmanna um lánveitingar til nýsmíða og annars. 17 aðilar hafa sótt um lán til nýsmíða, en jafnmörg skip voru í smíðum er- lendis fyrir íslenskar útgerðir á sl. ári- -Ig. Varaflugvöllur Natóvöllur yrði hemaðarmannvirki Menntamálaráðherra: Upplýsingar utanríkisráðherra staðfesta að varaflugvöllur Nató yrði hernaðarmannvirki Upplýsingar utanríkisráðherra um varaflugvöll á kostnað Nató staðfesta að um hernaðar- mannvirki yrði að ræða. Að mál- ið verði „leyst í fyllingu tímans“ á þann veg sem utanríkisráðherra óskar og í þeirri ríkisstjórn sem nú situr er firra. Enda er þetta ekki hans mál, samgöngumál eru mál samgönguráðherra. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra annast samgöngumál í fjarveru Steingríms J. Sigfús- sonar sem er utan. Hann sagði við Þjóðviljann í gær að þær upp- lýsingar sem fram hefðu komið hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra á fréttamanna- fundi í fyrradag staðfestu að sá „varaflugvöllur" sem Nató væri reiðubúið að leggja hérlendis yrði hernaðarmannvirki. „Hverjum dettur í hug að Mannvirkjasjóður Atlantshafs- bandalagsins færi að eyða 11-12 miljörðum króna í mannvirki sem ekki ætti að þjóna hernaðar- legum markmiðum og bandarísk- ir ráðamenn að kosta rekstur slíks mannvirkis á ári hverju fyrir 100 miljónir króna án þess að það þjónaði hernaðarlegum til- gangi?“ A fréttamannafundinum ítrek- aði utanríkisráðherra þær óskir sínar að Natóflugvöllurinn yrði lagður hérlendis og lét svo um- mælt að hann væri sannfærður um að þetta mál næði fram að ganga „í fyllingu tímans". Menntamálaráðherra sagði að sú „fylling tímans“ yrði ekki á valdatíma þeirrar ríkisstjórnar er nú sæti að völdum á Islandi. í henni væri það samgönguráð- herra sem færi með samgöngu- mál en valdsvið utanríkisráð- herra í þeim málaflokki spannaði eingöngu þau svæði er illu heilli hefðu verið lögð undir bandarísk- an her, svonefnd „varnarsvæði". Menntamálaráðherra benti á að það væri umhugsunarvert hvort aronskunni hefði vaxið ás- megin í einhverjum íslensku flokkanna, þeirri stefnu að gera ísland að allsherjar herbækistöð fyrir drjúgan skilding. Hvort am- eríkaninn ætti td. að fara að kosta rekstur samgöngumannvirkja. Slíkt stangaðist á við yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins í gegnum árin, að ekki væri minnst á Al- þýðuflokkinn. ks. Vígvœðingin Varaflugvöllurinn pældur upp Hernaðaruppbyggingin reifuð áfundi íkvöld. Vigfús Geirdal: Loft- varnarkerfið allt annað en óvirkt eftirlit Varaflugvöllurinn, svokallað loftvarnarkerfi hér á landi og hernaðaruppbyggingin á norður- slóðum verða umfjöllunarefni á fundi sem áhugahópur um utan- ríkismál gengst fyrir í kvöld á Hverfisgötu 105, efstu hæð. Málshefjandi er Vigfús Geir- dal, og sagði hann í spjalli við Þjóðviljann í gær að varaflugvall- armálið yrði auðvitað reifað vel í sínu máli. Hann mundi gera grein fyrir reglum mannvirkjasjóðs Nató og reyna að skýra hvað vekti fyrir Bandaríkjaher með varaflugvellinum. -Það skiptir reyndar nokkru að átta sig á samhenginu í þessu máli, meðal annars því að það er Bandaríkjaher sem vill þennan flugvöll, sem yrði bandarískt mannvirki, sagði Vigfús. -Það er Bandaríkjastjórn sem sækir um til Natósjóðsins, og sá styrkur er fyrst og fremst hugsaður sem lið- ur í áætlunum hennar um að Nat- óríkin í Evrópu taki aukinn þátt í kostnaði við hernaðarumsvifin. -Enda er varaflugvöllurinn og önnur áætluð og þegar ákveðin hernaðaruppbygging hérlendis þáttur í almennri hernaðarstefnu Bandaríkjahers og sérstaklega í tengslum við sóknarstefnu hans hér á norðurslóðum. Það svokall- aða íslenska loftvarnarkerfi sem hér er verið að koma upp er allt annað og meira en saklaus og óvirk eftirlitsstöð einsog reynt er að koma inn hjá fólki. Að fundinum í kvöld stendur áhugahópur innan Alþýðu- bandalagsins, sem vill auka upp- lýsingar og umræðu um utanríkis- og friðarmál bæði innan flokksins og utan. Allir eru velkomnir á fundinn á Hverfisgötu kl. 20.30. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.