Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Kjörog samningar Þá eru úr gildi fallin þau bráöabirgöalög gegn kjarasamn- ingum sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar setti fyrst í maí í fyrra og framlengd voru viö stjórnarmyndunina í haust. Þetta voru ólög. Meö þeim neitaði ríkisstjórn landsins aö viöurkenna almennan samningsrétt launamanna og misvirti þannig mikilvæg mannréttindi. Eöli málsins samkvæmt hefur þaö einkum mætt á vinstri- mönnum og jafnaöarmönnum aö standa um þau vörö, og þaö hefur því berið kaldranalegt fyrir félaga og stuönings- menn Alþýðubandalagsins aö lögunum skyldi viöhaldiö eftir stjórnarmyndunina. Um þetta varö verulegur ágreiningur í miðstjórn flokksins við stjórnarmyndunina, en þeim fundum lauk svo að mikill meirihluti taldi aö flokknum bæri aö ganga til landstjórnar- starfa þótt lögin fengjust ekki úrgildi felld. Þaö væri beinlínis skylda flokksins viö þær aðstæöur sem þá ríktu, og var þá ekki síst litið til hagsmyna launafólks. Og þegar nú er horft til baka verður aö telja ákvöröun miðstjórnarinnar rétta og skynsamlega, þótt hún hafi vissu- lega sett blett á þann pólitískan hreinleika sem sumstaöar er talinn öllu æðri. Á þeim hálfa fimmta mánuöi sem stjórnin hefur setið hefur hún náð þeim markmiðum sínum aö koma í veg fyrir stórfellda kjaraskeröingu samfara hruni í atvinnulíf- inu. Henni hefur tekist aö halda veröbólgu í lágmarki og hún hefur náð verulegum árangri í vaxtamálum gegn öflugu andófi. Sú uppstokkun í atvinnulífinu og í peningamálum sem nú stendur yfir er mikilvægt verkefni í augljósum tengs- lum viö hagsmuni launafólks, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um landsbyggöina alla. Þaö er rétt að líta til baka þegar ólögin falla úr gildi. Meðal annars vegna þess aö slælega var á móti þeim tekiö, sem eykur hættuna á aö ríkisstjórnir hvers tíma telji þaö á vald - sviöi sínu aö grípa framí kjarasamninga og kjarabaráttu hverskonar. Bæði samtök launafólks og þau stjórnmálaöfl sem telja sig eiga með þeim samstööu eiga nú aö heita því að þessi leikur veröi ekki endurtekinn. En þaö sem mestu skiptir er aö líta fram á veginn. Hvað ætla samtök launafólks aö gera við hinn nýendurheimta samningsrétt? Þessarvikurnareru forsvarsmenn þeirra, atvinnurekenda og ríkisvalds í mjög dæmigeröum og hefðbundnum leik þarsem reglurnar ganga útá að sýna ekki á spilin sín nema eitt og eitt í einu augnabiik í senn: menn munar í frumkvæðið en vilja foröast ábyrgðina. Inní þetta blandast svo ýmis sjónarmið. Félagar í sam- tökum launafólks velta því auövitaö fyrir sér aö hve miklu leyti sé hægt aö treysta á ríkisstjórnina, og menn reyna einnig að læra af fyrri kollhnísum eftir kjarasamninga. Sjálfs- tæðisflokkur og Morgunblað eru svo staöráöin í aö hafa þau áhrif að þeirra menn komist aftur aö stjórnartaumum. Hvernig sem úr spilast er mikilvægt aö forystumenn launafólks geri sér grein fyrir þeim tvíþætta almannavilja sem greinilega er fram kominn eftir frjálshyggjusukkiö: krafa um jöfnun á lífskjörum, og krafa um betra og skilvirkara velferðarkerfi. Um þetta sýnast samtök launafólks og aðilar ríkisstjórnarinnar geta haft samstööu, og það er vonandi aö ólögin nýdauöu hafi ekki í þeim mæli spillt tilfinningum og dómgreind aö menn sjái ekki frammúr hríðarsortanum þess- ar erfiðu þorravikur. -m KLIPPT OG SKORIÐ Allt út í sandinn í 70 ár Þórarinn Þórarinsson, maður lífsreyndur, skrifaði grein í sitt gamla blað Tímann fyrir síðustu helgi. Hún heitir „Síld og þorskur stjórna íslendingum" og fjallar, eins og sjá má af fyrirsögninni, um hinn hrapallega vanmátt stjórnmálamanna í tvísýnum heimi. Þórarinn segir á þessa leið: „Sannleikurinn um allar hinar mörgu efnahagsráðstafanir sem hér hafa verið reyndar síðustu sjötíu árin (er sá að þær) hafa runnuð fljótlega út í sandinn og engar þeirra reynst varanlegar. Af því finnst mér ekki fjarri iagi að draga þá ályktun að'hin varan- lega lausn sé ekki til eins og efna- hagsmálum fslendinga er háttað. Ástæðan er sú að hér eru meiri sveiflur í efnahagsmálum en í flestum löndum öðrum. í raun og veru eru það síld og þorskur, sem stjórna efnahagsmálum íslend- inga en ekki stjórnmálamenn. Þegar vel veiðist tekur allt efna- hagslífið fjörkipp og eyðsla og fjárfesting aukast úr hömlu fram. Stjórnmálamennirnir verða síðan að fara eftir því hvernig síldin og þorskur haga göngum sínum.“ Kænleg málsvörn fyrir Steingrím Þetta er skondinn og skemmti- legur texti. í fyrsta lagi er ungæð- isháttur allskonar í vangaveltum um efnahagsmál sleginn út af laginu með því, að ekki er vitnað í nokkur léttfleyg misseri heldur stendur greinarhöfundur á tindi síns aldurdóms og horfir yfir hvorki meira né minna en sjötíu ár: f sjötíu ár hafa ráðstafanir stjórnvalda mistekist. í öðru lagi er textinn skemmtilega tvíræður sé það haft í huga að það er flokk- ur Þórarins, Framsóknarflokkur- inn, og foringi hans, sem fara með verkstjórn í stjórnaraðgerð- um nú um stundir. Maður gæti haldið að Þórarinn væri að skensa Steingrím með því að segja, að einnig hans efnahagsaðgerðir muni lyppast niður eins og hverjir aðrir dauðans vesalingar. En við vitum líka að slíkt gera ekki Framsóknarmenn: þeir elska og virða sinn arfakóng. Þegar Þórar- inn Þórarinsson segir, að í raun- inni stjórni þorskurinn og sfldin landinu og hafi gert frá fullveldis- degi 1918, þá er hann um leið að gefa til kynna að Steingrímur Hermannsson standi í engu að baki stórmennum aldarinnar: þeim mistókst öllum líka. Steingrímur syndgar í úrvals kompaníi eins og enskurinn segir. Að byggja upp sjóði Menn mega heldur ekki skilja ívitnunina í grein Þórarins sem svo, að hann hafi gefið það gjör- samlega upp á bátinn að stjórn- málamenn séu eitthvað að bauka sér við hliðina á þorskinum aðal- ráða og þeirri örlagadís sem síldin er. Óekkí. Hann á sér enn von eftir sjötíu ár og hún er á þessa leið: „íslenskt efnahagslíf kemst þá fyrst á traustan grundvöll þegar krónan er orðin stöðugur gjald- miðill og sveiflurnar sem ráðast af göngum sfldar og þorsks ekki látnar ráða ferðinni og arði af góðæri ekki alltaf eytt af fyrir- hyggjuleysi. í góðærum á að byggja upp sterka sjóði sem nota má þegar sfld og þorskur haga göngum sínum án tillits til ís- lenskra stundarhagsmuna". Feitar kýr og magrar Eins og hver maður getur séð eru ráð Þórarins jafn einföld og þau eru forn og virðuleg. Þessa hagfræði er ekki að finna hjá Fri- edman eða Keynes, ekki hjá Marx né heldur Adam Smith. Hún er til okkar komin beina leið úr fyrstu Mósebók Biblíunnar. En þar segir frá því að Faraó Eg- yptalands dreymdi draum: sjö feitar kýr komu upp úr ánni Níl og fóru að bíta sefgresið. Og á eftir þeim komu upp úr ánni sjö aðrar kýr, Ijótar og magrar og átu þær feitu kýrnar sjö en voru engu holdmeiri eftir. Þennan draum gat enginn ráðið nema Hebreinn Jósef Jakobsson hinn fríði: Hann spáði því að góðæri yrði í landinu í sjö ár, síðan kæmu sjö hallærisár og mundi hungrið þá eyða landið. Og Jósef gerði meira: hann ráð- lagði Faraó hvernig bregðast skyldi við þessum framtíðarhorf- um: „Fyrir því velji nú Faraó hygg- inn og vitran mann og setji hann yfir Egyptaland .... og taki fimmtung af afrakstri Egypta- lands á nægtaárunum... Og vist- irnar skulu vera forði fyrir landið á sjö hallærisárunum, sem koma munu yfir Egyptaland, að landið farist eigi af hungrinu“. Og eins og menn muna lét Far- aó sér þetta vel líka og setti Jósef yfir landið til að stjórna því og safna til mögru áranna og sagði við hann meðal annars: „án þín skal enginn hreyfa hönd eða fót í öllu Egyptalandi“. Hver er hvað? Þetta gafst allt vel á þeim tíma, svo ekki er nema von að Þórarinn vilji fitja upp á sömu hyggindum fyrir ísland: menn sækja gjarna í þau hegðunarmynstur sem helg- uð eru í ritningum aldanna, bæði meðvitað eða ómeðvitað. Sú spurning sem að okkur hinum snýr verður þá helst þessi: hvort er formaður Framsóknarflokks- ins í hinu íslenska dæmi í hlut- verki Faraós eða þá Jósefs? Eða eins og segir á öðrum stað í þeirri góðu bók Biblíunni: Ert þú sá sem koma skal eða eigum vér að vænta annars? ÁB Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrirblaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir lu- og afgreiftslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. la: Halla Pálsdóttir. Hrefna Magnúsdóttir. umaður: Katrln Bárðardóttir. i, afqreiðsla, ritstjórn: 16, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. ' nnfifliam Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 4 S(ÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.