Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 11
 Þjóðviljinrt - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Glyshús og aldraðir einstæðingar M. Hringdi: Getið þið ekki látið kanna það á blaðinu hve margt aldrað fólk býr eitt og fær kannski aðstoð eins og fjórar stundir í viku við að taka til og ryksuga? Ég hefi unnið hjá Heimilishjálpinni og ég veit vel hve illa er komið fyrir mörgu þessu fólki. Það á engan að eða börnin annarsstaðar á landinu eða í útlöndum og ef eitthvað kemur fyrir þá getur það enga björg sér veitt. Ég kom eitt sinn, svo dæmi sé nefnt, að gömlum manni á föstudegi sem hafði legið ósjálfbjarga frá því á þriðjudegi - hann reyndist rifbeinsbrotinn. í annað skipti varð ég að skríða inn um glugga til að hjálpa meðvit- undarlausri konu. Petta gamla fólk, það er svo varnarlaust, það ber ekki hönd fyrir höfuð sér. Ég veit vel að til er gamalt fólk sem á nógar eignir, og mér sýnist að það sé einmitt það fólk sem kemst í verndaðar íbúðir meðan aðrir mega eiga sig. Meðan topparnir byggja glyshús fyrir sig og sína er gamla fólkið skilið eftir. Ég segi fyrir sjálfa mig: heldur vildi ég láta henda mér út í tunnu en að lenda í einhverju slíku. Og á meðan þessu fer fram er verið að byggja hvert glingurhús- ið af öðru, kúluhús og ráðhús og ég veit ekki hvað. Ég er ekkert á móti ráðhúsi, en fyrr má nú rota en dauðrota - geta mennirnir ekki einusinni byggt á þurru landi? Eins og þjóðfélagið er orð- ið finnst mér langsamlega mest liggja á því að búa í haginn fyrir aldraða, að þeir eigi sér athvarf og hafi stuðning af félagsskap og þurfi ekki að veslast upp einir. Og þessi litla heimilishjálp sem til boða stendur, hún er bæði illa borguð og illa skipulögð, það veit ég af eigin reynslu. Tryggur kaupandi Við lestur greinar í Þjóðviljan- um þann 18. þessa mánaðar, þar sem var viðtal við eldri konu, Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, datt mér í hug að við erum búin að kaupa blaðið síðan 1950 eða þar um bil. Maðurinn minn keypti blaðið því hann var svo vinstri sinnaður. Þegar hann lést 1982 ætlaði ég að hætta öllum blaðakaupum, en viti menn, dreymir mig ekki manninn minn, og hann er byrstur og segir að ég eigi ekki að hætta við Þjóðvilj- ann. Mér brá svo mikið að ég hætti við alla uppsögn! Þetta er brandari í fjölskyldunni síðan. Mér líkar vel við blaðið, það berst fyrir okkur. Þó að ég sé 73 ára hef ég það gott, passa barna- börnin og er í föndri og ferða- lögum þegar ég hef tækifæri til, mála á postulín og dúka og prjóna dúka og sokka og peysur. Kveðja, Sigurbjört Kristjánsdóttir Móakoti, Stokkseyri Engin tónlist Utanbæjarkona hringdi: - Ég ætla að kvarta undan slæmri þjónustu leígubílstjóra hér í höfuðborginni. Þannig er að á dögunum er ég var í heimsókn í Reykjavík tók ég bfl frá BSR. Ég bað bflstjórann um að kveikja á útvarpinu því mig langaði að hlusta á einhverja tónlist. Hann neitaði. Þetta finnst mér ekki ná nokk- urri átt. Ég hélt að þar sem ég hefði tekið bflinn á leigu ætti ég fullan rétt á því að fá að hlusta á útvarp. Eitt er víst að ég skipti ekki við þessa bflastöð aftur. 5 ára samning við Arnarflug Það væri leið, til að tryggja áframhaldandi samkeppni í milli- landafluginu og forða launafólki frá að versla við Flugleiðir, að gera langtímasamning við Arnar- flug. T.d. gætu samtök launafólks lagt fram 100 miljónir króna og fengið í staðinn farmiða fyrir 20 mifjónir á ári næstu 5 árin. Far- miðana gætu verkalýðsfélögin boðið félagsmönnum sínum í sambandi við orlofsferðir o.s.frv. E-P. þJÓÐVIUINN FYRIR50ÁRUM Hlíf erstaðráðin íaðgeraklofn- ingsfélagið aðengu. Stjórn Hlífar hefur þegar gert samninga við flesta atvinnurekendur í Hafnar- firði.sem tryggjafélagsmeðlim- um einkarétt til allrar vinnu við fyrirtæki þeirra. Chamberlain og Bonnet leggja á ráðin til að tryggja Franco fullnaðarsigur. 5000 lýðræðis- sinnar i Barcelona myrtir. I DAG 16. FEBRÚAR fimmtudagur í sautjándu viku vetrar, tuttugasti og áttundi dagur þorra, fertugasti og sjöundi dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.9.20ensestkl. 18.05.Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Imbrudagar. Verkalýðsfélag Hrútfirðinga stofnað á Borðeyri 1934. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 10.-16. febr. er í Laugavegs Apóteki ogHoltsApóteki. Fy rrnefnda apótekiö er opiö um helgar og annast naeturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síöarnefnda apótekið er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur...............sími 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................simi 5 11 66 Garðabær...............sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík...............simi 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............simi 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................simi 5 11 00 LAEKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. Borgarspítalinn: Vaktvirkadagakl.8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- allnn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vakllækna s. 51100. Akureyr j: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardelld Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Helisuverndarstöðinvið Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeiid: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla daga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúsið DAGBÓK Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miövikudögum kl. 18—19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar haf a verið of beldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga ogsunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhliö 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. GENGIÐ Gengisskráning 15. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar.......... 50,98000 Sterlingspund............. 90,45600 Kanadadollar.............. 43,11400 Dönskkróna................. 7,12010 Norskkróna................. 7,64600 Sænskkróna................. 8,12170 Finnsktmark............... 11,97560 Franskurfranki............. 8,13860 Belgískurhanki............. 1,32130 Svissn. franki............ 32,66900 Holl.gyllini.............. 24,53260 V.-þýskt mark............. 27,69450 Itölsklíra................. 0,03802 Austurr. sch............... 3,93740 Portúg. escudo............. 0,33850 Spánskurpeseti............. 0,44650 Japansktyen................ 0,40476 (rsktpund................. 73,88800 KROSSGÁTA I Lóðrétt: 1 lasleiki 4 þróttur8hesturinn9 hyggja 11 eldfjall 12 óvinur 14 gangflötur 15 hæfileiki 17 hraðast 19 eyði21 Útlim22þökk 24 kjáni 25 endaði Lóðrétt: 1 seig2 skortur3daður4hrifs- aði 5 bók 6 múli 7 veislu 10binda13 fjörugt 16 úrgangsefni 17hræðist18um- dæmi 20 keyrðu 23 sting Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 sekk4fast8 lævirki 9 ábót 11 taut 12rakinn 14tt15seig 17ágætt21 rór21 suð 22 taug 24 traf 25 Anna Lóðrétt: 1 smár2klók • 3 kætist 4 fitni 5 Ara 6 skut7tittir10baugur 13nett17ást18æða 206gn23AA 1 2 3 4 9 9 7 l. j • 9 10 11 12 13 □ 14 • 19 19 r^ k. j 17 10 LJ 19 20 ii n 22 Í3 □ 24 r: 29 ‘ Fimmtudagur 16. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.