Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.02.1989, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN — Hverju spáirðu um gengi handboltaiandsliðsins í B-keppninni í Frakk- landi? Gunnar Elíasson bílamálari: Ég spái aö liðið verði í 1 -3ja sæti þegar upp verður staðið. Og ég er ekki frá því að það sé betra núna en það var í Kóreu í haust. Sæbjörn Jónsson hljómlistarmaður: Ég á þá ósk heitasta að það nái í A-keþpnina, en í hvaða sæti það lendir treysti ég mér ekki að spá um. En væntingarnar til liðsins eru þær sömu og í haust í Kóreu. Arnar Freyr Halldórsson nemi í FB: Ég spái að það lendi í 3-4ja sæti. Liðið er með þeim leikreyndustu í keppninni og því á það alla möguleika að ná í A-keppnina ef það leikur eins og til er ætlast af því. Kjartan Tryggvason húsasmiður: Ég hef þá trú að það nái 5. sætinu í keppninni. Annaö væri hneyksli. En lið V-Þjóðverja vinnur. Nanna Guðmundsdóttir hárgreiðslukona: Ég spái þeim 3ja sætinu. Ég hef trú á strákunum og vona að mi- stökin f Kóreu endurtaki sig ekki. Liðið er það gott að það á heima í A-flokki handboltalandsliða. þlÓÐVIUINN Fimmtudagur 16. febrúar 1989 33. tðlublað 54. árgangur Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar Bílaverkstæði Badda. Kvikmyndasjóður 15 miljónir til Badda Hœsti styrkur dl kvikmyndunar á leikritinu „Bílaverkstœði Badda“ SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 Lárus Ýmir Óskarsson og sam- starfsmcnn hans hlutu 15 miljón króna styrk til þess að kvikmvnda „Bílaverstæði Badda" eftir sam- nefndu leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, úr kvikmynda- sjóði í gær. Lárus Ýmir sagði í samtali við Þjóðviljann að ekki væri ætlunin að kvikmynda leikritið sem slíkt heldur yrði það allt metið upp á nýtt. Hann var ánægður með þessa úthlutun, enda hefði hann sótt um þessa upphæð og hún yrði að duga þar sem hann hefði engar húseignir til þess að veðsetja né ættingja sem væru reiðubúnir til þess að veðsetja eignir sínar. Myndin verður tekin upp í ná- grenni Reykjavíkur og vegna eðli sögunnar má segja að þetta sé til- tölulega ódýrt verkefni. á að gera, ég skil ekki af hverju þessi upphæð er veitt þar sem hún er ekki nema brot af kostnaði myndarinnar," sagði Ágúst Guð- mundsson, en bætti þó við: „Ég er mjög ánægður fyrir hönd Lár- usar Ýmis, því það er löngu kom- inn tími til þess að hann fái að gera kvikmyndir hérlendis." 11 miljónir í rekstur Það sem vakti furðu manna við úthlutunina var að í ár eru aðeins veittir styrkir til þess að setja í gang tvær leiknar kvikmyndir, en í fyrra voru það þrjár, og eins það að 11 miljónir fara írekstur Kvik- myndasjóðs, en það er há upp- hæð með hliðsjón af því að ráð- stöfunarfé sjóðsins að þessu sinni námu 71. miljón króna. Þráinn Bertelsson hlaut 9 milj- ón króna framhaldsstyrk til þess að ljúka kvikmynd sinni „Magn- ús“ og eins fékk kvikmyndafé- lagið Umbi framhaldsstyrk sem nam 3 milljónum króna og þar að auki lán upp á 2.350.000 til fullvinnslu á „Kristnihaldinu“. Aðrir styrkir Fimm styrkir voru veittir til gerðar heimildamynda og þá hlutu, Anna Björnsdóttir, Jón Hermannsson, Hjálmtýr Heið- dal, Magnús Magnússon, og Páll Steingrímsson. Undirbún- ingsstyrki hlutu María Kristjáns- dóttir og kvikmyndafélagið Hrif. Einn styrkur var veittur til teiknimyndar og hlaut Haraldur Guðbergsson hann til vinnslu á teiknimynd um „Völuspá“. Nokkrir kvikmyndagerðarmenn fengu styrk til þess að sækja nám- skeið erlendis. Nýstofnaður kvik- myndaklúbbur var styrktur með 500.000 krónum. Einnig voru veittir tíu styrkir til handritagerð- ar. Alls bárust Kvikmyndasjóði 74 umsóknir um styrki. eb Kvikmyndasjóður 2 miljónir til bama- og unglingamynda Ágúst á söguöld Ágúst Guðmundsson hlaut 10 miljón króna styrk til leikinnar myndar sem á að gerast á sögu- öld. Eins og kunnugt er fékk Ag- úst einnig 10 miljón króna styrk í fyrra, en hann kom honum ekki að notum þá, þannig að styrknum var skilað. Af þessu dró hann þá ályktun að styrkveiting yrði hærri en nú varð raunin. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég í gær voru veittar viðurkenn- ingar, og var styrkjum til þess að fullvinna handrit fyrir barna- og unglingamyndir einnig úthlutað. Niðurstöður dómnefndar í sam- keppni, sem Kvikmyndasjóður efndi til um ritun handrita fyrir barna- og unglingamyndir urðu þcssar: Andrés Indriðason og Kristín Steindóttir hlutu 500.000 krónur hvort. Aðrir styrkþegar voru þau Guðrún Helga Seder- holm og Ævar Örn Jósepsson sem hvort um sig hlutu 330.000 krón- ur, og Þorsteinn Marelsson og Valdemar Leifsson hlutu sam- eiginlega 330.000 krónur til þess að fullvinna handrit. Alls bárust 32 handrit í keppn- ina. Úthlutunarnefnd skipuðu þau Guðrún Helgadóttir rithöf- undur, Hlín Agnarsdóttir leik- stjóri, og Ari Kristinsson kvik- myndagerðarmaður. eb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.