Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 3
Efnið þarf að vera réttur tjáningarmiðill Ásgerður Búadóttir Efnið er ekki aðalatriði, heldur hvernig það er notað til túlk- unar hugmynda, til mynd- sköpunar. Ullin er fyrir mér það efni og sá miðill sem olíulitir eru málaranum eða steinninn mynd- höggvaranum. Hugmyndir og á- hrif felli ég að eðli vefsins - á ó- hlutbundinn hátt. Ásgeröur Búadóttir er ekki margorð um list sína, en í sýning- arskránni frá Gallerí Borg orðar hún eins og að ofan greinir það sem henni finnst skipta megin- máli. Þegar við komum inn á Gallerí Borg voru hún og Gísli B. Björnsson að hengja upp stóra verkið sem hún kallar Norðrið og sést með henni á myndinni. f>að er í bláum, blágráum og hvítum litum og minnir á fjöll sem ganga í sjó fram og hulin þoku hið efra. „Ég sé Esjuna út um gluggann minn,“ segir Ásgerður. Öll verkin á sýningunni eru bein eða óbein náttúruáhrif. „Ég held að enginn sem býr hér á landi komist hjá öðru. Formið eða myndbyggingin er þó aðalat- riðið í mínum verkum. Það eru nokkur verk sem ég kalla Ögur- stund og má segja að séu bein áhrif frá göngu okkar hjónanna í fyrravor með sjónum úti við Gróttu. Allt var svo kyrrt og ljósblátt. Svona koma oft hug- myndirnar. sýnir í Gallerí Borg Ég fór þessa hefðbundnu leið myndlistarmannsins og byrjaði í Handíðaskólanum eins og hann hét þá. Þar teiknuðum við mikið, teiknuðum módel endalaust. Þaðan fór ég á Listaakademíið í Kaupmannahöfn og þar var tekið til við að mála. Ég var nú ekki alveg viss um hvernig framhaldið yrði hjá mér seinna. Það var ým- islegt að breytast á þeim árum þarna úti, og meðal annars sá ég sýningar á ofnum myndverkum sem hreyfðu við mér. Annars er þetta kannski í síð- asta sinn sem ég sýni! Síðan Gefj- un og Álafossi var slegið saman hefur ekki verið unnið þetta band sem ég nota. Hvað verður síðar meir veit ég ekki. Maður verður þá kannski að fara að kaupa sér íslenSka ull frá Kanada. Ég hef lesið um fjárbónda þar, íslenska konu sem er með íslenskt fé og ræktar ullina. Hér er bara talað um kjötið. Ef ég fæ ekki lengur efnið sem ég þarf í vefinn þá fer ég kannski bara að mála aftur. Það er svo einkennilegt að margir halda að ekkert sé myndlist nema mál- verkið. Það er ekki nóg að kunna að vefa, það þarf meira til. Maður verður ekki rithöfundur af að kunna á ritvél. Það sem skiptir máli er hið listræna gildi og að efnið sé hinn rétti tjáningarmiðill listamannsins." SA Sykurmolum seinkar Ákveðið hefur verið að seinka útkomu nýrrar plötu með Syk- urmolunum, en upphaflega var ráðgert að hún kæmi út í vor. Nú hefur útkomunni verið frestað til næsta hausts. Mol- arnir hafa unnið mikið efni á plötuna nú þegar og að sögn Föstudagur 17. febrúar 1989 þeirra sem heyrt hafa mun tónlistin mun betri og heilsteyptari en á plötunni Life is too good. Útgefendur og dreifingaraðilar eru sann- færðir um að nýja platan muni gera það mjög gott og seljast í mun stærra upplagi en fyrsta platan og verður ekkert til sparað að koma henni á fram- færi. Lífið virðist því ætla að verða Sykurmolunum mjög gott, þótt þaö veröi ekki of gott. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 Kólumbus í Hafnarfirði ítölsk stjórnvöld hafa lengi keppt við Spánverja um heiðurinn af ferð Kólumbus- ar til Ameríku. Árið 1992 eru 500 ár liðin frá því hinn ítalski Kólumbus sté á land í Vestur- heimi rækilega studdur til far- arinnar af Isabellu drottningu Spánverja. I tilefni þessara tímamóta hafa ítalir komið upp myndarlegri plakatasýn- ingu um ævi og ferðalög Kól- umbusar. Sýning þessi mun fara um allan heiminn og m.a. verður hún sett upp í Sjó- minjasafni íslands í Hafnar- firði nú i vor. Það er auðvitað engin tilviljun að sýningunni skuli valinn staður í Hafnar- firði, ekki eingöngu vegna þess að þar er Sjóminjasafn islands, heldur líka vegna þess að þar sté Kólumbus á land er hann kom til (slands skömmu fyrir Vesturförina. Þar mun Kólumbus hafa verið upplýstur um frækna ferð Leifs heppna Eiríkssonar til Vínlands og því ekki úr vegi að álykta að Gaflarar þess tíma hafi vísað Kólumbusi veginn til Ameríku. Til að hafa allar staðreyndir á hreinu verður sett upp sérsýning um sögu og siglingar Leifs heppna samhliða Kólumbusarsýning- onni, þannig að hægt verður að hitta þá kappa báða fyrir í Hafnarfirði í vor. Maturinn endurskoðaður Ríkisendurskoðun hefur verið mikið í fréttum undanfar- ið og skýrslur stofnunarinnar þar sem vakin hefur verið at- hygli á bruðli, stjórnleysi og óráðsíu í hinum ýmsu ríkis- stofnunum hafa vakið athygli. Eftirfarandi saga af starfs- mönnum ríkisendurskoðunar vakti ekki síður athygli, þegar hún var sögð á fundi þeim sem heilbrigðisráðherra boð- aði til í vikunni með forráða- mönnum sjúkrahúsa í landinu, um niðurskurð og að- hald í rekstri. Þannig var, að starfsmenn Ríkisendurskoð- unar komu í sjúkrahús á höf- uðborgarsvæðinu til að kanna reksturinn. Þeir mættu snemma morguns og um há- degisbil bauð framkvæmda- stjóri sjúkrahússins þeim í mat í mötuneyti spítalans. Eft- irlitsmennirnir litu hvor á ann- an og spurðu svo sjúkra- hússtjórann: „Er ekki einhver almennilegur matsölustaður hér í bænum. SÓLARQRKA 0G SKRAUTLEGT MANNLÍF / hverju sumri streymir fólk á öllum aldri til Ibiza, nýtur Ahinnar einstöku veöurblíöu eyjarinnar og tekur þátt í fjölskrúöugu mannlífinu. Á Ibiza kann fólk aö njóta lífsins til hins ýtrasta. i ORKUKLÚBBUR POLARIS - HEILSUBÓT ( / SUMARLEYFINU [J Sumarleyfið er kjöriö tækifæri til þessaðbyggjauppsálog U líkama. Orkuklúbbur Polaris er U m starfræktur í fyrsta sinn nú í sumar. U W fS Rarveröa á dagskráíþróttirog heilsurækt U \ af öllu tagi og viö allra hæfi. U Leiðbeinendur eru þau Erla Rafnsdóttir U. og Magnús Teitsson. Ibiza er staðurinn U' fyrir allt það fólk sem vill hressa upp á U líkamann og koma endurnýjaö heim. U STÓRKOSTLEG BAÐSTRÖND SVALANDI HAFGOLA Gististaðir Polaris eru allir staðsettir við sjóinn, á hinni rómuðu Bossaströnd- ___________—- Playa d'en Bossa. Par er allt til alls, veitingastaðir, diskótek, \ W * iðandi mannlíf, vatnsrennibrautir, stór- B kostleg líkamsræktaraðstaða og svalandi \ rep.' hafgolasemdregurúrmestusumarhitunum. \\23m \Wm} 1'Mj Líttu inn hjá okkur og fáðu bækling með \m\|i öllum nánari upplýsingum. Pú getur líka tlr' fengið skemmtilega kynningarmynd \M með þér heim. FERÐASKRIFSTOFA KIRKJUTORGI4 SÍMI 622 011 VISA farkort til forðalagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.