Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 4
A BEININU Telur þú að sú þróun sem nú á sér stað í Evrópu með opnun sam- eiginlegs markaðs innan EB sé já- kvæð eða neikvæð út frá sjónar- miðum smáþjóða eins og okkar íslendinga? „Hún er tvímælalaust jákvæð, það hlýtur hún að vera. Hún skapar nýja möguleika fyrir okk- ur, þótt hún skapi líka vandamál. Öll sú samræming og stöðlun sem á sér stað er til hagsbóta fyrir alla viðskiptaaðila þeirra ríkja sem þarna eiga hlut að máli.“ Hefur ríkisstjórnin mótað á- kveðna stefnu um hvernig íslend- ingar eigi að bregðast við? „Já, það má segja það. Stóra stefnan, þ.e.a.s. hin pólitíska stefna gagnvart þessu bandalagi, er enn í mótun og það er sérstök þingnefnd sem vinnur að því að, móta tillögur þar að lútandi. En á stjórnsýslusviðinu er vinna í gangi fyrir forgöngu utanríkis- ráðuneytisins sem hefur aðallega með þessi mál að gera í dag. Það hefur verið stofnuð samstarfs- nefnd allra ráðuneyta þar sem farið er yfir þessi mál, þessi 279 svið sem á að samræma, og menn hittast reglulega og deila niður verkefnum. Það sem að veldur því við erum þarna með er að það hefur verið ákveðið á vettvangi EFTA, fyrst og fremst á fundi í Tampere í júní í fyrra þar sem Steingrímur Hermannsson, þá- verandi utanríkisráðherra, mætti fyrir íslands hönd, að fara í við- ræður við EB um fríverslun með þjónustu. Þar í flokki eru pening- amál, bankamál og vátryggingar efst á baugi. Framvinda málsins verður síðan rædd á leiðtoga- fundi EFTA-ríkjanna sem hald- inn verður nú í mars í Osló. Þang- að fer Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sem fulitrúi okkar.“ Verða samningar okkar við EB tvíhliða eða ganga þeir í gegnum EFTA? „Þeir verða fyrst og fremst í gegnum EFTA. Við verðum að athuga að við vigtum ekkert einir sér. Samtals eru EFTA-ríkin um 10% af mannfjölda EB-ríkjanna, en EFTA er hins vegar stærsti einstaki viðskiptaaðili EB. Þann- ig að við höfum nokkra sérstöðu ef við stöndum saman. En við náum afskaplega litlu fram einir sér. Menn tala stundum um hvort við eigum að ganga inn í EB og er þá gengið út frá að EB sé eitthvað gírugt að taka okkur með sem að- ila, það er ég alls ekki viss um.“ En nú hafa sum EFTA-ríkin, sem áhuga hafa á inngöngu í EB, lent í vandræðum vegna hlutleys- isskuldbindinga sinna, sbr. Austurríki.“ „Það er alls ekkert leyst mál. Austurrískir stjórnmálamenn hafa í dag áhuga á aðild að EB, en þar koma hlutleysisskuldbinding- ar til. Þeir geta ekki gerst aðilar án þess að stórveldin leggi bless- un sína yfir þá ákvörðun. Frá því var gengið í samningum eftir seinni heimsstyrjöld að Austurr- íki skyldi ekki tilheyra neinu „stórveldi", nema með samþykki Sovétmanna og annarra aðila.“ Það er sem sagt litið á EB sem einhvers konar heildstætt „stór- veldi“ séð út frá pólitískum stöðlum? „Menn horfa auðvitað fram á þróun EB og þá til lengri tíma. Það er ekki reiknað með því að Bandaríkin muni um aldur og ævi hafa á hendi hervarnir í Evrópu." A það hefur verið bent að EFTA-löndin þurfi að samræma sín lög og reglugerðir á ýmsum sviðum í takt við EB. Eru uppi áform um að breyta íslenskri lög- gjöf, t.d. á sviði skattamála, til samræmis við það sem nú er að gerast innan EB? „Það hlýtur að koma inn í þetta. Það er reyndar ekki bein pressa á okkur að öðru leyti en því að ef við búum okkar fyrir- tækjum ekki sambærilegt um- hverfi við það sem keppinautarn- ir búa við á þessum opna frjálsa markaði, þá verðum við undir. Ég hef stundum vitnað í það, að þegar búið er að afnema allar hömlur á milli landa, þá erum við í hættu sem er nokkuð sambæri- leg við það ástand sem skapaðist á Húsavík þegar kominn var mal- bikaður vegur til Akureyrar. Þá varð auðvelt fyrir Húsvíkinga að sækja til Akureyrar verslun og þjónustu og neytendur á Húsavík voru ánægðir. En það kom sára- lítið til baka frá Akureyri. Ásóknin varð aðeins aðra leiðina. Það er hættan hjá okkur, að ef við treystum ekki okkar fyrirtækjum og höfum svipað vöruúrval og þjónustu og helst betri, þá verður umferðin frá okkur til Evrópu, ekki öfugt. Tökum bankaþjónustuna sem dæmi; ef við styrkjum ekki okkar banka og höfum þá í færri og stærri og hagkvæmari einingum, þá eigum við á hættu að hingað komi erlendir bankar sem hirði bestu viðskiptin en skilji íslensku bankana eftir með erfiðleikana. Það er því lífsskilyrði fyrir ís- lenska banka að endurskipu- leggja sig því það stefnir allt í að hér verði orðin fríverslun fyrir banka innan nokkurra ára. Sama gildir fyrir vátryggingar og fleiri svið.“ Nánar varðandi söluskattinn. Eb stefnir að því að samræma söluskattsprósentu á bilinu 16- 20%, en hér er söluskattur 25%. Hvernig mun ríkið bregðast við og hvernig mætir það þessu tekju- tapi ef það neyðist til að sam- ræma söluskattsstig hér við EB? „Við erum ekki alveg í sömu stöðu og EB-ríkin, því við búum á eyju og fólk ekur ekki yfir landamærin daglega til að versla. En auðvitað sjáum við þetta t.d. í svokölluðum Glasgow-ferðum. Við verðum eflaust í framtíðinni að að færa skattheimtuna meira yfir á beina skatta frá óbeinum til að forðast þessar lestarferðir til annarra landa. í dag erum við með hátt skatthlutfall í óbeinum sköttum þannig að þessu þarf að breyta, en það þarf kannski ekki að gerast strax á morgun.“ A það hefur verið bent að ís- lendingar hafi þrennt upp á að bjóða í samningum við EB, fisk- veiðiréttindi, fallvötn og öryggis- hagsmuni. Verða þessi atriði not- uð sem skiptimynt í samningum við EB? „Ég get nú ekki svarað því. Við leggjum aðaláherslu á að okkar vöruútflutningur er lítill og þjón- ustuútflutningur verður væntan- lega ekki mikill að vöxtum og hvað er það þá sem við höfum að selja? Það eru fiskafurðir og við leggjum auðvitað áherslu á að frí- verslun með fiskafurðir verði sett á sama bás og innflutningur okk- ar á vörum og þjónustu. Vandinn er að fiskur er flokkaður með landbúnaðarafurðum í EB og því lendum við inni í hinni flóknu landbúnaðarstefnu þess. Fyrsta stigið er að koma á fríverslun með fisk innan EFTA, þannig viljum við vinna að því að fiskur verði fríverslunarvara innan EB. EB hefur reyndar alltaf sagt að ef við ætlum að komast inn með fiskinn þá vilji þeir fá að veiða í íslenskri landhelgi, en við höfum jafnharðan svarað þeirri mála- leitan neitandi. En við getum sagt við Evrópubandalagið; við kaup- um í dag vörur fyrir 2500 banda- ríkjadali á hvert mannsbarn í landinu; ef að þið ætlið að hafa samsvarandi viðskipti við okkur, þá verðið þið að kaupa fisk. EB þarf á þessum fiski að halda, en þeir geta lagt á hann tolla og þar með dregið úr lífskjörum fólks hér.“ Ljóst er að mikil breyting verð- ur á fiskmörkuðum í Evrópu með opna markaðnum. Þá verður ekki lengur um „Þýskalands- markað“ eða „Bretlandsmark- að“ að ræða, heldur einn Evrópu- markað. Hvaða áhrif mun þetta hafa á fiskútflutning okkar? Erum við í stakk búin til þess að starfa á þessum stóra markaði á eigin fótum, eða verður unnið í samstarfl við stærri erlend sölu- fyrirtæki? „Ég held að við höldum áfram að líta á þetta sem „fiskmarkað- inn í Hull“, eða „fiskmarkaðinn í Bremerhaven“ og lítum ekki sér- staklega á hvaða löndum þeir þjóni. Við verðum auðvitað að standa okkur í því að koma upp sölukeðjum, kaupa okkur inn í þær eða stofna þær þar sem þær vantar, þetta eru menn að gera. Við höfum kannski ekki nýtt okkur nægilega þá möguleika sem sköpuðust með EFTAsamn- ingunum á sínum tíma og síðan fríverslunarsamningi EB. Menn verða að horfa út á við og t.d. læra þau tungumál sem töluð eru í Evrópu, enska dugar skammt í því sambandi.“ En hefur þú trú á að Evrópa 1992 hafl breyst mikið frá því í dag? „Já, það verður veruleg breyting. Það verður ekki öðru- vísi að selja vörur milli Bretlands og Hollands en er í dag að selja vöru milli Reykjavíkur og Blöndóss. Það gjörbreytir hugs- unarhætti manna á margan hátt og viðskiptum. Sumir munu græða á þessu og aðrir tapa. Stærri markaður hlýtur að kalla á stærri fyrirtæki og að því leytinu má kalla þetta breytingu stór- fyrirtækjanna. Verkalýðshreyf- ingin sér hins vegar ljósa punkta í þessu líka, aukinn hagvöxt og bætt lífskjör, verkalýðsfélög sem nái yfir landamæri og jöfnun lífskjara í Evrópu, þannig að eftir nokkur ár verði lífskjör í Portúgal svipuð lífskjörum í Danmörku. En það verða ekki allir sem hagn- ast á þessu og sviptingar verða víða miklar. En á mörgum svið- um eru þa-t óumflýjanlegar," sagði Björn Friðfinnson. phh Þróunin jákvæð Markmið Evrópubandalagsins um sameiginlegan markað þeirra tólf landa sem eru aðilar að EB fyrir árslok 1992 er mál málanna í Evrópu. Sam- ræming og einföldun á lögum og reglu- gerðum snertir ekki aðeins ef na- hagsmál, heldur menningarmál og stjórnmál. Spurningarnar eru óteljandi en eitt er víst að þessi stórkostlega breyting verður óafturkræf og hún á eftir að haf a áhrif á okkur íslendinga í flestu tilliti. Björn Friðfinnsson, ný- bakaður ráðuneytisstjóri viðskipta- ráðuneytisins, hefur kynnt sér málefni að undanförnu. Hann er á beininu. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.