Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 6
Opni fjármagns- markaðurinn afdrifaríkastur hindranir Samræming staðla og gagnkvæm viður- kenning Frægasta dæmið um tæknilegar viðskiptahindranir er Cassismál- ið, en Cassis er franskur líkjör, sem notaður er í freyðivín- skokteilinn „kir“. Árið 1978 vildi þýskur innflytjandi flytja þennan drykk til V-Þýskalands, en fékk það ekki vegna þess að alkóhólm- agnið í drykknum var ekki af rétt- ri stærðargráðu miðað við þýska staðla. Málið fór fyrir Evrópu- dómstólinn í Luxembourg, þar sem þýsk yfirvöld voru dæmd til þess að taka við drykknum, þar sem reglur þeirra samræmdust ekki Rómarsáttmálanum. Mál þetta hafði fordæmisgildi, og síð- an hefur verið unnið markvisst að því að ryðja öllum duldum við- skiptahindrunum af þessu tagi úr vegi. Viðskipti má nú aðeins hindra ef sérstakar heilbrigðisá- stæður eða öryggisástæður eru fyrir hendi, og um leið er unnið að samræmingu á öryggis- og heilbrigðisstöðlum innan banda- lagsins. Þessir samræmdu staðlar munu hafa mikil áhrif á matvæla- útflutning okkar til EB eins og þegar hefur komið í ljós varðandi íslensk sláturhús sem ekki upp- Með opnum markaði EB verða settir evrópskir staðlar um með- ferð og efnainníhald matvæla. fylla hreinlætiskröfur EB. Á meðan kemst íslenskt lambakjöt ekki inn á sameiginlega markað- inn. Sömuleiðis hljóta íslenskir matvælaframleiðendur að þurfa að fara eftir stöðlum EB um auk- efni í lagmeti og öðrum unnum matvörum. Meginbreytingin felst þó væntanlega í því, að þegar vara er komin inn á markaðinn á annað borð, þá takmarkast hann ekki við eina þjóð, heldur nær hann til 320 miljón hugsanlegra neytenda. Þannig kallar markað- urinn væntanlega á endurskipu- lagningu sölumála íslenskrar framleiðslu í Evrópu. -ólg Landamæravarsla lögð niður Landamæri eru augljósasta og áþreifanlegasta vísbendingin um skiptingu Evrópu. Þrátt fyrir efa- semdir Breta og Dana, sem hafa haldið því fram að bandalagið snerist fyrst og fremst um vörur og verslun, en ekki frjálsa fólks- flutninga, hefur ráðherranefndin ákveðið að stefna að því að allar hindranir á landamærum verði af lagðar, þar með talið skoðun og eftirlit með fóiki og vörum. Þetta á að gerast fyrir desember 1992. Þetta felur í sér að ríkin verða að taka upp samræmda ytri landamæravörslu bandalagsins. Til dæmis er fyrirsjáanlegt að það ferðafrelsi sem nú rikir innan Norðurlandanna getur gert Dan- mörku að opinni leið inn í banda- lagið fyrir Norðurlandabúa að óbreyttum aðstæðum. Þá krefst þetta samræmdra varna og að- gerða gegn hryðjuverkastarf- semi, eiturlyfjasmygli og öðrum glæpum og kallar þannig á sam- ræmda löggæslu. Þá eru í löndun- um mismunandi lög um leyfi til vopnaburðar, sem kalla á sam- ræmingu. Frjálsar ferðir um landamæri kalla líka á rýmkaðar heimildir um flutning á toll- eða skattfrjálsum varningi í farangri, svo sem áfengi, tóbak o.s.frv. Þá kalla eftirlitslaus landamæri á það að landbúnaðarafurðir, hús- dýr og jarðargróði sé undir sam- ræmdu heilbrigðiseftirliti er fari fram á framleiðslustaðnum sam- kvæmt viðurkenndum stöðlum, þannig að komið sé í veg fyrir flutning sjúkdóma á milli landa. Augljóst er að EFTA-löndin, og þá ekki síst ísland, þyrftu að gjörbreyta sínum reglum á þessu sviði ef um aðild ætti að vera að ræða. Þá er ljóst að opin landa- mæri kalla á samræmda stefnu varðandi flóttamenn og innflytj- endaleyfi, og jafnframt að sam- eiginlegur vinnumarkaður er veitir jafnan rétt til vinnu í öllum löndunum kallar á gagnkvæma viðurkenningu starfsréttinda og þar með samræmingu menntakerfisins. Með hugsan- legri aðild íslands að EB er ljóst að grundvallarbreyting yrði á öllum samskiptareglum okkar við þjóðir EB. Hvergi hafa menn brugðist skjótar við þróun til óhefts mnri markaðar EB en á sviði fjár- magnsviðskipta.Þróunin í átt til sameiginlegs fjármagnsmarkaðar í Evrópu er reyndar í takt við tækniframfarir á sviði fjarskipta og tölvubúnaðar, sem hafa auðveldað mjög öll viðskipti með fjármagn á milli landa. Með opna markaðnum fá öll fjárfestingafyr- irtæki og bankar, sem hafa starfs- leyfi í einu landi, leyfi til að starfa í öllum hinum ríkjum EB. Þetta mun leiða til mun harðari sam- keppni á milli banka og verðbréf- amarkaða, samruna fyrirtækja og hagræðingar, þar sem reiknað er með að kostnaður í bankakerfinu og verðlagning bankaþjónustu muni lækka um 10-15%. En þetta þýðir væntanlega jafnframt að fjármagn verður ódýrara. Sem dæmi um misræmi í fjár - magnskostnaði má nefna að bank- alán til almennings í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi eru nú á um þrefalt hærri vöxtum en í Belgíu. Augljóst er að þessi mikli munur hlýtur að minnka, neytendum í hag. Annað dæmi um áhrif breytinganna varða ríkisfjármál- in: ftalía býr við langversta af- komu ríkiskassans innan EB, og hefur fjárlagahallinn þar verið upp á um 11% af vergri þjóðar- framleiðslu. Þennan mikla halla hafa þeir reynt að brúa með sölu ríkisskuldabréfa. Nú þegar mark- aðurinn opnast margfaldast framboð á sparnaðarmögu- leikum fólks, og ítalskir ríkis- borgarar geta þannig allt eins lagt sparifé sitt í vesturþýsk eða bresk ríkisskuldabréf. Samkeppnin um sparnaðinn mun þannig aukast Tæknilegar viðskipta- ítalskir tollverðir. Árið 1992 verð- ur starf þeirra lagt niður. og ítalski fjármálaráðherrann sér frarn á að þurfa að beita niður- skurði í stað þess að taka lán á verðbréfamarkaðnum. Hætt er við að íslenska bankakerfið myndi illa standast erlenda sam- keppni við þessar aðstæður, og sjálfsagt yrðu margar sparnaðar- leiðir meira freistandi en íslensk rikisskuldabréf ef íslendingar fengju aðgang að því mikla fram- boði sparnaðarmöguleika, sem Frá kauphöllinni í Brussel. finnast innan EB. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að einstök ríki innan EB munu ekki geta beitt „handafli" á vextina eða notað þá sem hagstjórnartæki með sama hætti og verið hefur til umræðu hér á landi að undanförnu. Sam- eiginlegur fjármagnsmarkaður verður því til þess að takmarka svigrúm einstakra ríkja til þess að ráða sinni vaxtastefnu sjálf. -ólg Samræmd skattastefna takmarkar frelsi ríkisvaldsins Allar þjóðir EB búa við virðis- aukaskatt, sem hefur afgerandi áhrif á vöruverð. Skattstigið er hins vegar afar mismunandi, eða allt frá 12% á Spáni og í Luxem- bourg og 14% í Þýskalandi upp í 22% í Danmörku og 25% í Ir- landi. Við núverandi aðstæður er því skattheimtan norðan við landamæri Þýskalands 8% hærri en sunnan. Með opna markaðn- um gefur þessi munur tilefni til þess að einstaklingar og fyrirtæki í Danmörku beini innícaupum sínum í stórum stíl suður fyrir landamærin. Því hafa menn séð fram á nauðsyn þess að samræma skattlagningu innan markaðar- ins, einkum hvað varðar vöru- skatta. Ráðherranefndin hefur þannig lagt til að virðisauka- skattur verði tvískiptur, annars vegar 4-9% á brýnustu nauðsynj- um, hins vegar 14-20% á öllum öðrum vörum. Menn segja að reynslan frá Bandaríkjunum sýni, að allt að 5% skattamunur á milli skattsvæða sé mögulegur án teljandi óhagræðis. Síðan verður það á valdi einstakra ríkja að samræma skattheimtuna enn frekar, ef óeðlileg viðskipti skapast á milli landa vegna mis- munandi vöruverðs. Munurinn á vörusköttum verð- ur þó enn meiri þegar litið er til sérstakra skatta af vörum eins og áfengi og tóbaki. Á meðan Danir leggja sem svarar um 605 kr. ísl. á hverja 0,75 lítra flösku af sterku áfengi fyrir söluskatt, þá leggja ítalir um 40 ísl. kr. á flöskuna. , Verðmunur á sterku áfengi er því umtalsverður í þessum löndum. Ráðherranefndin hefur lagt til að þessi skattur verði samræmdur í öllum löndunum, og verði um 220 ísl. kr. á flösku. Þetta þýðir umtalsverða hækkun á sterku víni á Ítalíu, en enn meiri lækkun í Danmörku. Sama gildir um skatta á létt vín og bjór: skatt- lagning þessarar vöru er áberandi mest í Danmörku, Bretlandi og írlandi og þar mun sameiginlega markaðnum verða fagnað af unn- endum áfengra drykkja. í heild mun sameiginlegi mark- aðurinn takmarka svigrúm ein- stakra ríkja til skattheimtu og neyða þau til þess að huga betur að takmörkun á útgjöldum ríkis- ins. Tímaritið Economist segir þannig að danska ríkið geti séð fram á minnkaðar skattatekjur sem nemur 6% af heildarþjóðar- framleiðslu vegna samræmingar skattastefnunnar. En ríkið hefur þó alltaf nokkra möguleika á að færa skattheimtuna af vöruverð- inu yfir á tekju- og eignaskatta. Ljóst er að innganga íslands í EBE myndi setja íslenska ríkis- kassann í umtalsverðan vanda, sem ekki væri fyrirhafnarlaust hægt að velta yfir á áfengisneyt- endur. Matarholur ríkissjóðs yrðu einfaldlega færri og vöru- verð myndi lækka að sama skapi, ef halda ætti versluninni inn í landinu. í þessu sambandi er fróðlegt að bera saman skattheimtumynstur nokkurra ríkja. Þá kemur í ljós að innan EB er hlutfall skatta af vergri þjóðarframleiðslu afar mismunandi eða 30,4% á Spáni en 50,6% í Danmörku. ísland er í þessum samanburði á sama stigi og Spánn eða með 30,6% skatt- heimtu. Með opna markaðnum skipta þó vöruskattarnir mestu, og þar er skattheimtan í Dan- mörku mest eða 17,3% af vergri þjóðarframleiðslu. Næstir koma Frakkar með 12,4%, þá Hollend- ingar með 10,8% en Spánverjar eru Iægstir með 4.4%. Til saman- burðar er ísland með vöruskatta sem nema 16,9% af vergri þjóð- arframleiðslu, og eru þar með á svipuðu róli og Danir. Því má ætla að ef tekjutap danska ríkis- kassans vegna skattasamræming- ar nemur 6% af vergri þjóðar- framleiðslu, þá gæti tap íslenska ríkiskassans orðið hliðstætt, en það slagaði upp í sömu upphæð og íslendingar borga nú í tekju- skatt. Með öðrum orðum þyrfti hugsanlega að hækka tekjuskatta um helming ef við gengjum í EB og héldum hliðstæðu vöruverði og þar viðgengst. (Heimildir OECD og Þjóðhagsstofn- un) —óig 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.