Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 7
Sameinuð verka- lýðshreyfing Evrópuer máttugttæki Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ: Unnið að samevrópskri félagsmálalöggjöf Opnun sameiginlegs vinnu- markaðar í Evrópubandalaginu hefur mikil áhrif á stöðu verka- lýðshreyfingarinnar, bæði innan EB og EFTA, sagði Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ í samtali við Þjóðviljann. í upphafi er hugmyndin um sameiginlegn markað Evrópu- ríkja komin frá atvinnurekend- um, sem vildu þannig standast betur harðnandi samkeppni frá Bandaríkjunum og Japan. Upp- haflega var því fyrst og fremst hugsað um frelsi fjármagnsins, en ekki hugað að hinni félagslegu hlið málsins. Þetta hefur hins vegra breyst á síðustu árum, og nú eru í gangi þríhliða viðræður samtaka evrópskra verkalýðs- sambanda, evrópska atvinnurek- endasambandsins og ráðherra- nefndar EB. Með þeim við- ræðum er stefnt að því að koma á félagslegri löggjöf fyrir þessa nýju heild. Niðurstaða þessara viðræðna mun skipta sköpum um stöðu evrópskrar verkalýðshreyf- ingar í framtíðinni. En það er óhætt að segja að ef ekki hefði verið tekið tillit til þessara mála, heldur eingöngu hugsað um fjár- magnið eins og var í upphafi, þá hefðu afleiðingarnar orðið skelfi- legar. Hefur ekki ríkt ágreiningur um þessi mál á milli Breta annars veg- ar og Frakka og annarrra EB- ríkja hins vegar? - Jú, það má segja að Jacques Delors, forseti framkvæmda- nefndar EB hafi haft frumkvæði að því að koma þessum málum í gegn, þrátt fyrir andstöðu Breta. En takmarkið með þessu starfi er að ná fram sameiginlegri félags- málalöggjöf fyrir Evrópu, og það er ljóst að evrópsk verkalýðs- hreyfing er reiðubúin að fórna miklu til þess að ná henni fram. Jafnframt hafa menn horft fram á þann möguleika að gera einn kjarasamning fyrir allt svæðið fyrir einstakar starfsgreinar. Ari Skúlason Hvernig snýr þetta gagnvart verkalýðshreyfingu EFTA- ríkjanna? Við erum ásamt með verka- lýðssamböndum EFTA-ríkjanna þátttakendur í Evrópusambandi verkalýðsfélaga og höfum því átt aðild að jjessum samningaumleit- unum. I þeim höfum við fylgt Norðurlöndunum að málum. í janúar síðastliðnum var haldinn fundur verkalýðssambanda EFTA-ríkjanna í Vínarborg, og þar var hvatt til þess að EFTA yrði eflt, þannig að EFTA-ríkin gætu komið sameiginlega fram gagnvart EB innan þess ramma. Jafnframt leggjum við áherslu á að norræn samvinna verði efld, þannig að sem flest norræn sjón- armið verði tekin með inn í myndina og um leið þær félags- legu lausnir sem náðst hafa í Skandinavíu. Getur sameinaður vinnumark- aður Evrópuríkja orðið til þess að styrkja evrópska verkalýðshreyf- ingu? Já, hann gerir það. Evrópsk verkalýðshreyfing er nú farin að starfa mun meira saman en hún gerði áður. Slíkt samstarf styrkir okkureinnighérálandi,þarsem, það virðist annars fara eftir hent- ugleikum stjórnmálamanna hvort við njótum almennra mannréttinda eða ekki. -ólg Engin stökk- breyting Friðrik Pálsson, forstjóri SH: Verulegt áhyggjuefni að grunnfiskvinnsla er að færast út úr landinu inn í EB-löndin „Það verða miklar breytingar þegar innri markaður Evrópu- bandalagsins opnast, en hins veg- ar gerist það ekki í einni hendingu heldur smám saman. Markaðirn- ir í Evrópu brey ta ekki sínum sér- einkennum þótt þeir breyti kann- ski um nafn, Bretar munu ekki breyta sínum neysluvenjum í einu vetfangi þótt þeir verði hluti af opnum markaði EB. Sölustarf- semi okkar þarf því áfram að halda sínum sérkennum á hverj- um stað,“ segir Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í samtali við Nýja Helgarblaðið. Friðrik telur að aðalbreytingin í framhaldi af frjálsara flæði varn- ings og fjármagns verði sú, að samkeppni um verslun með fisk- afurðir frá löndum innan EB verði mun harðari en hingað til. „Þetta kallar á þá breytingu að við verðum að vera enn virkari á markaðnum en áður. Svo er ann- ar angi af þessu máli mikið áhyg- gjuefni, en það er að hrein grunnfiskvinnsla er jafnt og þétt að færast út úr landinu inn í Evr- ópubandalagið. Það er vegna þess að það eru tollamúrar gegn ákveðnum fisktegundum og verkunarþáttum, sem gerir það að verkum að auðveldara er fyrir þá sem tollaverndarinnar njóta að verka þennan fisk. Samkvæmt „bókun 6“ eru ekki tollar á frystum fiski, en hins veg- ar á ferskum fiskflökum. Sú hentistefna sem innflutningur á ferskum óunnum fiski til EB- landa er, hlýtur að vera áhyggju- efni fyrir þá sem hafa það að lang- tímamarkmiði að halda fullri at- vinnu og fullu vinnsluvirði fisk- sins inni í landinu. Ég held að þetta sé stórmál sem verði að taka á strax, en reyndar eru menn innan sjávarútvegsins farnir að gera sér grein fyrir þessu og hafa af þessu vaxandi áhyggjur. Þar verða menn að leggja ágreining á hilluna og ná saman heilsteyptri stefnu sem miðar að því að halda vinnsluvirðinu inni í landinu og reisn sinni gagnvart þessum stóra markaði, sem býður upp á svo mikla möguleika sé rétt á hald- ið.“ En nú er líka verið að samræma alls kyns reglur og staðla um framleiðslu t.d. á matvælum. Standast íslensk frystihús þessar breyttu og oft hertu reglur? „Ég held að það sé ekki vafi á Friðrik Pálsson því að ef þessar reglur verða sett- ar á heilbrigðan hátt, þ.e. að ekki verði byggðar inn í þær einhverjir verndarmúrar, þá hljótum við að fagna þeim. Við þurfum auðvitað að fylgjast með og reyna að hafa áhrif á að þær verði réttmætar, en íslensk fiskvinnsla stendur það vel að hér þarf ekki að gera mikl- ar breytingar á frystihúsum, þ.e.a.s. verði sömu reglum beitt fyrir lönd innan og utan EB. Það er mikil nauðsyn á að menn standi sameiginlega að ákveðinni stefnu varðandi EB, en ég tel ekki að það sé hægt að segja til um að opnun innri mark- aðar EB muni í sjálfu sér leiða til þess að við seljum þar meiri fisk eða minni. Ef við ætlum að halda okkar hlut á þessum markaði verðum við hins vegar að leggja meira á okkur og ég tel að það sé bara af hinu góða,“ sagði Friðrik Guðjón A. Kristjánsson forseti FFSÍ Hentifánar koma mönnum í koll ÍNoregi erorðinn skortur á menntuðum sjómönnum Ein af þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru innan EB- landanna snerta samkeppnis- hæfni skipafélaga. Því mun EB ekki leggjast gegn því að innan aðildarlanda verði heimilaðar sérstakar skipaskrár sem um gildi svipaðar reglur og ef notaður er svokaliaður „hentifáni“ eða „þægindafáni“. Enn fremur mun EB ekki standa gegn því að að- ildarríki noti svokallaðan henti- fána. Nýja Helgarblaðið spurði Guðjón A. Kristjánsson forseta Farmanna- og Fiskimannasam- bandsins hvernig honum litist á þessa þróun. „Vandamálið liggur í þessum hentifána, þegar útgerðir skipa fara út í það að skrá skipin í Pa- nama eða einhversstaðar og lækka með því útgerðarkostnað. Það er sérstaklega launakostnað- ur sem þau lækka, því útgerðir ráða oft skipverja frá þriðja heims löndum, jafnvel þó yfir- menn séu frá viðkomandi landi. Við hjá Farmanna- og fiski- mannasambandinu eru þessu mjög andvígir," sagði Guðjón. Aðspurður hvort samkeppni við íslenska kaupskipaflotann yk- ist enn með þessu, sagði Guðjón Guðjón A. Kristjánsson að það þyrfti ekki að vera. „Framboðið af leiguskipum undir hentifána sem bjóða lægri farmgjöld en við getum, er að mínu mati það mikið að ég er ekki viss um að þetta breyti miklu. Menn komast ekki mikið neðar í undirboðum. En hins vegar hefur annar hlutur verið að koma í ljós, t.d. hjá Norðmönnum sem hafa gert mikið af því að flagga út á þæg- indafánum. Eftir kannski fjögur til fimm ár frá því þeir byrjuðu að flagga út að þá fást engir yfir- menn lengur á skipin hjá þeim. Það er vegna þess að það fást eng- ir undirmenn lengur með reynslu. Filipseyingar og aðrir frá þriðja heiminum sigla kannski að meðaltali í fjögur til fimm ár á skipunum, en setjast ekki að í viðkomandi löndum. Fyrir vikið eru engir undirmenn sem fá sigl- ingatíma, en þú þarft siglinga- tíma til að komast inn í sjó- mannaskóla. Þannig að menn í Noregi standa nú frammi fyrir því að það er enginn að mennta sig í þessum fræðum. Því má segja að notkun hentifána hafi komið í bakið á mönnum aftur,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson. phh Aðild Norðmanna gæti breytt Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðj- unnar: Orkufrekur iðn- aður er að flytjast frá Evrópu - Mér er ekki kunnugt um að opnun innri markaðar Evrópu- bandalagsins muni brey ta nokkru fyrir okkur, sagði Jón Sigurðsson forstjóri Járnblendiverksmiðj- unnar í samtali við Þjóðviljann. - Stór hluti okkar framleiðslu fer að vísu til Bretlands og V- Þýskalands, en ég veit ekki betur en að okkar vara falli undir þá samninga sem við höfum þegar við Evrópubandalagið. Það gæti hins vegar haft veru- lega breytingu í för með sér fyrir okkur ef Norðmenn gengju í ÉB, en margt bendir nú til þess að pólitískur vilji sé að skapast þar í landi fyrir aðild. Það hefði vænt- anlega í för með sér að þeirra framleiðsla færi fyrst og fremst inn á Evrópumarkaðinn á meðan okkar framleiðsla myndi þá fylla markaðssvæðin þar fyrir utan. Auk þess fer talsverður hluti okk- ar framleiðslu alltaf til Japans samkvæmt samningum við jap- önsku hlutahafana í verksmiðj- unni. Því hefur verið haldið fram að íslendingar muni í framtíðinni geta notað orkulindirnar hér sem Jón Sigurðsson skiptimynt til þess að skapa sér sterkari stöðu í samningum gagnvart EB. Telur þú að svo muni verða? - Ef þróunin í Evrópu verður sú sama og hún hefur verið í Bandaríkjunum og Japan, þar sem orkufrekur iðnaður hefur nánast gufað upp og flust til þró- unarlandanna, þá er ekki gott að segja hvað gerist. Ekki síst þegar tekið er tillit til þess að framboð hefur verið nóg á mjög ódýrri orku frá S-Ameríku, einkum Venezuela og Brasilíu. Það er hins vegar hugsanlegt að að því komi, að Evrópuríkin telji það ekki heppilegt að eiga allan sinn orkufreka iðnað undir S- Ameriku kominn, einkum með tilliti til ótryggs stjórnmála- ástands. Það gæti orðið slæmt fyrir stáliðnaðinn í Evrópu að eiga allt sitt undir S-Ameríku, og á þeim forsendum gæti íslensk fallorka kannski orðið æskilegur kostur fyrir EB. -ólg Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.