Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 11
FLOSKUSKEYTI Viðrekstur á við- kvæmri stund Kvikmyndaáhugamaður í Eng- landi hefurveriðákærðurfyrirað slá sessunaut sinn utanundir. Við réttarhöldin viðurkenndi hann að hafa gefið kinnhest en taldi það sér til málsbóta að sessunautur- inn hefði rekið við á viðkvæmum augnablikum stórmyndarinnar Tíðindalaust á Vesturvígstöðv- unum. „Hann prumpaði mjög háttog þegarég bað hannað hætta því prumpaði hann ítví- gang. Ég gaf honum því utan- undir. Við vorum svo báðir beðnir um að yfirgefa salinn, sem ég tel mjög óréttlátt." 14varð47 Brunaliðsstjórinn í Moutilly á ír- landi var heldur beturseinhepp- inn þegar hann sendi brunaliðið sitt í æfingu. Hann sagði þeim að sprengja nokkrar reykbombur í húsi nr. 14 við götuna sem hann bjó sjálfur við. Húsiðvaryfirgefið og hafði fengist leyfi til að æfa reykköfun í þv(. Brunaliðsmenn- irnirmislásu hinsvegarskilaboð- in og töldu að æfingin ætti að fara fram í húsi nr. 47. Þegar þá bar að garði hafði móðir brunaliðsstjór- ans nýlega lagt sig. Hún vaknaði upp við að húsið var fullt af reyk og að brunaliðið braust inn til þess að bjarga henni. Vinsæl músagildra I desember sl. var 15.000. sýn- ing á hinu vinsæla leikriti Agötu heitinnar Christie í London. Ekk- ert annað leikrit hefur verið jafn lengi á fjölunum í heiminum, en það var f rumsýnt í nóvember 1952. Sjö og hálf miljón manna hafa þegarséð sýningunaog ekkert lát er á aðsókninni. Alls hafa komið í kassann tæpar 100 miljónir króna á þessum 15 þús- und sýningum. Veika kynið Fram til þessa hafa sovéskir feður ekki fengið að vera við- staddirfæðingu afkvæmasinna, en á því verður nú breyting eins- og ýmsu öðru undir stjórn Gor- batsjovs. Áfæðingardeild í Riga, höfuðborg Lettlands, hefur verið ákveðið að leyfa feðrum að vera viðstaddirfæðinguna. Þaðskil- yrði er þó sett að feðurnir geti stutt barnsmóður sína andlega og að engin hætta sé á að það líði yfirþá. Karnivalloft Brunaliðsmaður í Rio de Jan- eiro ætlar að drýgja tekjur sínar með því að selja loft frá kjöt- kveðjuhátíðinni í Ríó. Á hátíðinni sem lauk í sfðustu viku stóð hann við fjölförnustu gatnamót borgar- innar og setti loftið á dósir. Alls tappaði hann á 20 þúsund dósir og dósina selur hann á hundrað kall stykkið. Samtals ætti hann því að fá um tvær miljónir króna fyrir loftið. Brennandi ást Ellefu ára drengur í Flórída í Bandaríkjunum kveikti í skól- anum sínum í von um að hann yrði fluttur í annan skóia í ná- grenninu þarsem kærasta hans stundaði nám. Þegar kærastan frétti af brunanum sagði hún pilt- inumupp. Hættulegt heimaverkefni 24 ára nemi í Japan kafnaði eftir að hafa lokað vitum sínum meðlímbandi. Drengurinnvarað vinna að ritgerð um áhrif öndunar á hreyfingar líkamans. Til að komast til botns í því ákvað hann að loka munni og nefni með lím- bandi sem hafði þærafleiðingar að hannkafnaði. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 11 SONY XO-D20 Hljómtækjasamstæða 2x30 watta m/skáp og KEF hágæðahátölurum. Kr. 49.700,- stgr. SONY CCD-F330 Videomyndavél 8 mm alsjálfvirk fjölskyldumyndavél sem hefur hlotlð frábæra dóma. Kr. 69.920,- stgr. SONY CDP-450 Geislaspilari m/fjarstýringu, 20 iaga minni og fjórföldu leiðréttingakerfi. Kr. 18.690,- stgr. MHMM Bjóðum nýjar vðrur ó sérstðku kynningarverði. Takmarkað magn. SONY CFS-210 Ferðatæki steríó m/segulbandi. Kr. 6.980,- stgr. SONY CFS-D20 Ferðatæki steríó m/segulbandi (auto reverse) og „megabass". Kr. 9.950,- stgr. SONY ICF-750 Ferðaútvarp mónó m/LW, FM, MW. Fyrir rafmagn og rafhlöður. Kr. 3.450,- stgr. PANASONIC NVM-C6 Videómyndavél VHS-c kerfi. Lítil og nett. Ljósnæmni 10 lux. Kr. 69.920,- stgr. SONY 10XHF-60 Hljóðkassettur 60 mín. (normal) 10 kassettur í kassa. Kr. 995,- stgr. PANASONIC NVM-7 Videómyndavél VHS kerfi. Tilvalin fyrir féiagasamtök og þá sem vilja nota VHS spólu í fullri stærð. Kr. 99.900,- stgr. JAPISS BRAUTARHOLTI 2, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG STUDEO KEFLAVfK Umboðsaðilar: Bókaskemman Akranesi, Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi, Einar Guðfinnssonn hf. Bolungarvík, Póllinn ísafirði, Radiólínan Sauðárkróki, Radíóvinnustofan Akureyri, Tónabúðin Akureyri, Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum, Seyðisfirði og Eskifirði, Mosfell Hellu, Vöruhús KÁ Selfossi, Kjarni Vestmannaeyjum, Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.