Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 13
IÞROTTIR íþróttir 19 marka sigur Islenska handboltalandsliðið fór á kostum í gær gegn lítt reyndu liði Kuwait og sigraði auðveld- lega með 19 marka mun 33:14 og er þetta án efa með stærri sigrum liðsins í gegnum tíðina. Mikill munur var á leik ís- lenska liðsins í gær en á móti Búlgaríu í fyrradag. Þá var byrjað af miklum krafti og taugaspennu en í gær fóru strákarnir hægar í sakimar en unnu síðan á jafnt og þétt. Vörn liðsins var Kuwait- mönnum afar erfið, há og þung og ekki í ófá skipti sem hávörnin með þá Júlíus, Alfreð, Geir, Kristján, Jakob og Bjarka varði skot Kuwaitmanna. Þá gengu hraðaupphlaupin upp og voru oft á tíðum afar vel útfærð. Oft brá fyrir skemmtilegum leikfléttum í hraðaupphlaupunum og á stund- um sýndu strákarnir hálfgerð sirkusatriði þegar rekinn var endahnúturinn á hraðaupphlaup- in. Þó byrjaði leikurinn ekkert alltof vel fyrir íslenska liðið því það voru Kuwaitmenn sem skoruðu fyrstu 2 mörkin. Þegar 6 mínútur voru liðnar skoruðu okkar menn sitt fyrsta mark og þegar 10 mínútur vom liðnar af leiknum var staðan jöfn 3:3. Þá skildi á milli og staðan í hálfleik var 15:8. Síðari hálfleikur var nánast al- gjör einstefna eins og sést best á því að þegar 20 mínútur vom eftir af hálfleiknum var staðan orðin 23:9. Þrátt fyrir það gaf liðið ekk- ert eftir og keyrði á fullu allan leiktímann og 19 marka sigur var í höfn. Af lýsingu í Ríkisútvarpinu að dæma hefur íslenska liðið sjaldan leikið af jafn mikilli leikgleði og nú. Þrátt fyrir að mótstaða and- stæðingsins hafi ekki verið mikil gaf Bogdan Kowalczyk leik- mönnum engin grið ef þeim urðu á mistök og skipti viðkomandi umsvifalaust útaf. Markahæstur leikmanna ís- lenska liðsins var Jakob Sigurðs- son hornamaðurinn snjalli úr Val sem skoraði 9 mörk. Sigurður Gunnarsson 6 þar af 3 úr víta- köstum, Valdimar Grímsson 4, Júlíus, Þorgils, Kristján og Bjarki 3 mörk hver og Sigurður Sveins- son 2 mörk. Einar Þorvarðarsson markvörður varði 5 skot í fyrri hálfleik og þar af 1 vítaskot en í síðari hálfleik leysti Guðmundur Hrafnkelsson hann af og varði hann alls 9 skot í síðari hálfleik og var í fínu formi sem og allir leik- menn liðsins. í dag eiga leikmenn íslenska Homamaðurinn knái úr Val Jakob Sigurðsson skoraði flest mörk ísienska liðsins í gær gegn Kuwait eða alls 9. liðsins frí og verður dagurinn not- aður til kynnisferða. Á morgun verður hins vegar þrautin þyngri þegar flautað verður til leiks við Rúmena. Sá leikur ræður úrslit- um um það hvort liðið sigrar í C-riðli. Leiki okkar menn í lík- ingu við það sem þeir gerðu í gær þarf ekki að kvíða úrslitunum okkur í vil. -grh Staðan A-riðill: Kúba-Danmörk 23-27 Egyptaland-Pólland 17-32 Staðan: 1. Pólland.......2 2 0 0 58-40 4 2. Danmörk........2 2 0 0 54-42 4 3. Kúba...........2 0 0 2 46-53 0 4. Egyptaland.....1 0 0 1 36-59 0 B-rlðill: (srael-Spánn 19-21 Austurríki-Frakkland 14-21 Staðan: 1. Frakkland.....2 2 0 0 48-32 4 2. Spánn.........2 1 0 1 39-40-2 3. Austurríki....2 1 0 1 35-39 2 4. ísrael........2 0 0 2 37-48 0 C-riðill: Kuwait-ísland 14-33 Búlgaría-Rúmenía 21-25 Staðan: 1. ísland........2 2 0 0 53-26 4 2. Rúmenía.......2 2 0 0 50-37 4 3. Búlgaría......2 0 0 2 33-45 0 4. Kuwait........2 0 0 2 30-58 0 D-rlðlll: Vestur-Þýsland-Holland 26-14 Noregur-Sviss 18-22 Staðan: 1. V-Þýskaland ... 2 2 0 0 48-31 4 2. Sviss.........2 2 0 0 44-34 4 3. Noregur.......1 0 0 1 35-44 0 4. Holland.......1 0 0 1 30-48 0 SAMVINNUFELAGIÐ HREYFILL SAGA OC FELAGATAL* 1943-1988 Myndir og myndmál • Sigurður Óskar Sigvaldason Bókin er í tveimur bindum og fæst ó forlagsverði ó skrifstofu Hreyfils, Fellsmúla 24-26, sími 685520 eða 685521. Næsta námskeié hefst 21. febrúar HÍ11 - WUilMS'® UtP' 11+1 amtíiwMww^ ATH! /Vú eru einnig tímar á laugardögum Suðurverí, sími 83730 Hraunbergi, sími 79988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.