Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Einu sinni fyrir langa löngu var konungsríki. Þar var einn kóngur og ein drottning. Þau áttu eina kóngsdóttur og einn son og tíu þjóna og tvö hirðfífl og hundrað riddara. En þar skammt frá bjó dreki sem var í riddarabúningi og hafði þjón sem varskógarbjörn. Kóngur- inn lét senda níutíu og níu þjóna til drekans. Þegar ridd- ararnir komu aftur heim voru þeir klóraðir, fótbrotnir, hand- leggsbrotnir og með magasár og tannpínu. En þá sagði prinsinn. - Láttu hirðfíflin fara til þeirra og skemmta þeim svo þeir deyi úr hláturskasti. Þá sagði kóngurinn. - Það er góð hugmynd.Þá kallaði kóng- Ævintýri lönqu 3r urinn á þjónana sína og bað þá að sækja hirðfíflin sín. Hann sagði við þau: - Farið út í helli þar sem drekinn á heima, þið vitið drekinn í ridd- arabúningnum með björn fyrir þjón og skemmtið þeim svo vel að þeir deyi úr hlátri. Þessir spörfuglar sitja syngjandi á símalínum og bíða eftir að einhver kasti fyrir þá korni. í hópnum eru tvíburar sem líta alveg nákvæmlega eins út. Getur þú fundið þá? 20 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 16. febrúar 1989 1 Þessi stelpa heitir Gréta og er að æfa hundinn sinn sem heitir Flekkur í að hoppa hátt. Þá kemur stóri bróðir hennar ríðandi á hestinum sínum sem heitir Sprettur. Þá stoppar Sprettur og reynir að éta beinið sem Gréta notar til að láta Flekk hoppa hærra. Sprettur nær því sem betur fer ekki, en þótt enginn viti er Gvendólína kisa að njósna. Sunna Björg Símonardóttir 9 ára Guðný Jónsdóttir 8 ára sendi þessa mynd af hesti úti í haga á sumardegi. Þennan hest teiknaði Gylfi Jónsson 5 ára. Matardagar og gamlir mánuðir Við höfum sagt frá gömlum og nýjum mánaðaheitum hér í Barnakompunni. Nú er að koma að nýjum mánuði samkvæmt gamla tímatalinu. Það er Góa sem tekur við af Þorra. Góa er fimmti mánuður vetrar en ekki vita menn hvaðan nafnið er dregið. í gamalli sögu er sagt frá Þorra kóngi sem átti hana Góu fyrir dóttur. Eitt sinn bar það til tíðinda á þorrablóti að stelpan Góa hvarf og fannst ekki þó að leitað væri að henni. Þá hélt Þorri karlinn Góublót til að fá vitneskju um hvar Góa sín væri niður komin. Nú eru nýliðnir miklir matardagar og gleðskapur á öskudag. Bolludagur dregur nafn af bollunum og sprengidagur af þeim sið að sprengja sig af saltkjöti. Öskudagur dregur nafn sitt af katólskum helgisið. Presturinn gerir krossmark á enni sóknarbarna sinna og notar til þess ösku. Allir þessir dagar eru svo til komnir vegna föstunnar sem byrjar á öskudag. Fastan stendur í 40 daga eða alveg til páska. A föstunni borðaði fólk ekki kjöt og þess vegna át fólk oft yfir sig síðasta daginn fyrir föstu, sprengidag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.