Þjóðviljinn - 17.02.1989, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Qupperneq 21
HFT XtARMKNNINGÍN Sögumar komu seinna Guðrún Kristín Magnúsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni LR um leikrit fyrir fullorðna Guðrún Kristín Magnúsdóttir. Mynd:Jim Smart „Eg veitekki hversvegna nafnið styttist á blaðamanna- fundinum, en fullu nafni heitir leikritið Ég er hættur, farinn! Ég er ekki með í svona asna- legu leikriti," sagði Guðrún Kristín Magnúsdóttirsem fékk fyrstu verðlaun fyrir leikrit handafullorðnum hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur núna í vik- unni. „En kannski hafa Leikfé- lagsmenn verið hræddir við þennan titil. Nöfn á leikritum eru viðkvæmt mál.“ Ungskáid og myndlistarmaöur Guðrún Kristín er ekki byrj- andi á ritvellinum. Reyndar hef- ur hún verið sískrifandi síðan hún var sex ára, en eistu varðveittu ljóðin hennar eru frá þeim tíma. „Lítil ljóð um dýr og blóm, myndskreytt af höfundi. Tveggja ára byrjaði ég að syngja frum- samdar vísur fyrir pabba og mömmu í rúminu á morgnana þegar þau vildu sofa, sögurnar komu seinna, þegar ég var tólf þrettán.“ Guðrún Kristín er myndlistar- maður að aðalstarfi og núna er hún að safna leikjum barna frá aldamótum og myndskreyta þá. Hún lauk námi frá keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans og hefur haldið nokkrar sýningar á myndverkum. Jafnframt hefur hún skrifað og árið 1983 komu út tvær myndskreyttar barnasögur eftir hana. Sjónvarpsefni í sama stíl hefur hún skrifað og mynd- skreytt, og í fyrra var leikið eftir hana útvarpsleikritið í mjúku myrkri búa draumarnir. Það er fyrsta verkið sem hún kom á framfæri fyrir fullorðna. Eins og vítamínsprauta En að fá fyrstu verðlaun f leikritasamkeppni LR er samt eins og að skjótast í einu skoti upp á stjörnuhimininn. Hvaða breyt- ingar verða á lífi manns þegar svoleiðis gerist? „Verðlaunin eru eins og víta- mínsprauta fyrir verkin sem ég er að skrifa núna og eru hugsuð fyrir sjónvarp. Annað þeirra heitir Ekki deyja, ekki deyja og er fyrir eitt andlit og bakrödd. Ég til- einka það Maríu Sigurðardóttur leikkonu og frænku minni. Verð- launin gefa mér kjark og sjálfs- traust sem maður hefur ekki alltof mikið af.“ Er hægt að lifa af að skrifa og teikna? „Það er allt í lagi til að hafa í sig og á en erfitt ef maður ætlar að lifa eins og íslendingur og hugsa í fermetrum. Ég hef farið í launa- vinnu við og við, til dæmis einu sinni á sjóinn í fjóra mánuði. Það er óþægilegt að vera alltaf fjár- hagslega ósjálfstæður og „ekkert að vinna“ eins og það heitir.“ Því má skjóta að héma að Guð- rún Kristín á þrjá syni og eina dóttur svo að einhvem tíma hefur verið nóg að gera heima. Verðlaunaleikritið með langa nafninu - um hvað er það? „Þetta er fjölskylduleikrit með allt að farsakenndri kímni, pínu- litlum sársauka og mikilli ham- ingju. Persónur eru ekki annað- hvort vondar eða góðar heldur er hver einstaklingur frjálsborin vitsmunavera. Þetta er hátíðlega orðað en það er ekki hægt að segja það öðruvísi.“ Fjölskylduleikrit - pabbi, mamma, börn og bfll? „Já, en fleiri bflar - og færri börn.“ Kannski eitthvað í átt að Stundarfriði? „Nei, vegna þess að togstreitan er ekki milli fólksins heldur innan hverrar persónu. Við erum stöðugt minnt á að lífið er leikhús og leikhúsið er lífið. Verkið er ennþá eins og púsluspil sem gefur leikstjóra og öðrum sem koma til með að vinna við sýninguna mikið svigrúm - til að túlka, raða, ákveða hraða. Það verður erfitt verk að leika sér með þetta leikrit - eða erfiður leikur að vinna semi sem þar fer fram. Það þarf að gefa öllum börnum tækifæri til þess að leika, og koma á leik- rænni tjáningu strax á dagvistar- stofnunum." Nú velur þú þér eigin hug- myndaheim, er ævintýrið í sókn? „Já, menn eru farnir að huga meira að sögum, þ.e. að segja sögum þar sem boðskap og heimspeki er vafið inn í fantasí- una, en hættir að láta söguna gjalda fyrir boðskapinn." Þær eru af ýmsum stærðum og gerðum persónurnar í Töfra- sprotanum, verður ekki erfitt að sviðsetja leikritið? „Það verður líklega nokkuð flókið mál, ég geri t.d. ráð fyrir snöggum sviðskiptum, en það ætti nú ekki að koma að sök þar sem það er hringsvið í Borgar- leikhúsinu. Fígúrurnar verður aftur á móti að búa til. Ég geri ráð fyrir einhverjum brúðum en aðal- lega búningum. Stærðarmunur- inn er kannski aðalvandamálið, og þess vegna sleppti ég verum sem kallaðar eru Trítlar sem höfðu eins konar aðalhlutverk í smásögu sem ég birti fyrir nokkr- um árum og var kveikjan að þessu leikriti. Það var ógerningur að hafa þá með, því þeir ná mönnum aðeins í hné. Verði for- skriftum mínum um stærðir fylgt kemur ekki annað til greina en að það verði mikið af börnum með í sýningunni.“ Verður dansað og sungið í þess- um œvintýraheimi? „Já, það fylgja þessu söngvar og Arnþór Jónsson hefur samið tónlistina.“ Trúirðu á álfa? „Já, ég hef séð þá, og trú mín er að ekki sé allt sem sýnist í þessum heimi.“ eb Trúi á álfa Benóný Ægisson hlaut fyrstu verðlaun fyrir barnaleikrit Eins og fram hefur komiö í fréttum hlaut Benóný Ægis- son fyrstu verðlaun fyrir barnaleikrit sitt Töfrasprotann í leikritasamkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur efndi til ítilefnivæntanlegraropnunar Borgarleikhússins. Hverju breyta verðlaunin fyrir þ‘g? „Viðurkenning er bráðnauð- synleg fyrir þá sem skrifa. Þeir sem til þekkja vita, að þetta er löng og einmanaleg meðganga og fást sjaldan nokkur viðbrögð. Þess vegna er viðurkenning af þessu tagi mjög ánægjuleg. Svo ég geri orð Dags Sigurðarsonar að mínum þegar hann fór loksins að selja myndir, þá sagði hann eitthvað á þessa leið: „Þetta kem- ur mér upp úr örbirgðinni í svona þokkalega fátækt.“ Um hvað fjallar leikritið? „Þetta er ævintýri sem gerist í heimi þar sem ýmsar furðuverur búa, það fjallar í rauninni um hlut sem týnist og finnst svo aftur í sögulok.“ Hvaða furðuverur eru þetta? „Það eru ýmsar furðuskepnur svo sem álfar, skógarálfar og svartálfar, líka kallaðir dökk- álfar, en þeir lifa í brenndu grjóti eða hrauni sem venjulegir álfar líta ekki við. Lítill strákur kemur yfir úr annarri vídd og hittir álf- ana, og auk þeirra risa, hrím- þursa og fleiri kynjaskepnur. Ég gaf mér þær forsendur að annað land lægi við hlið okkar og væri hægt að færa sig úr einni vídd yfir í aðra. Ég kortlagði þennan heim meðan á leitinni stóð, til þess að vita nákvæmlega hvert stefndi." Nú hefur þú starfað mikið við barna- og unglingaleikhús, síðast við uppsetningu á eigin verkifyrir unglinga hjá Unglingaleikhúsinu í Kópavogi. Hvers vegna beinir þú þér að þessum aldurshópi? „Ég er að mörgu leyti á móti þessari aðgreiningu og álít að maður eigi að gera sömu kröfu til unglinga og til hinna fullorðnu. Það er að vísu hægt að skrifa á einfaldara máli, en gera sömu kröfu. Hvers vegna þessi aldurs- hópur? Jú, vegna þess að það er allt í rúst í þessum málum hjá Benóný Ægisson. Mynd Jim Smart. okkur, þ.e.a.s við sinnum böm- um og unglingum nákvæmlega ekki neitt og það á jafnt við um menningarmál sem önnur mál. Ég starfaði í nær fimm ár í fé- lagsmiðstöð í Kópavogi og hef unnið mikið með unglingum, og að mínu mati hafa stofnanaleik- húsin gersamlega brugðist þeirri skyldu sinni að koma til móts við þessa áhorfendur. Áhugaleik- húsin hafa staðið sig betur." Hvað er til úrbóta? „Það þarf að vanda betur verk- efnavalið, opna leikhúsin meira og kynna betur þá alhliða starf- Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.