Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 22
Eins og maður sáir Þjóðleikhúsið sýnir: Háskaleg kynni eftir Christopher Hampton Karl Guðmundsson og Þórdís Bach- mann þýddu Leikmynd og búningar: Karl Aspe- lund Lýsing: Sveinn Benediktsson Leikstjórn: Benedikt Árnason Leikritið Háskaleg kynni er samið upp úr frönsku skáldsög- unni Les liaisons dangereuses eftir Laclos sem kom út í fyrsta sinn árið 1782. Það fjallar um fá- gaða úrkynjun pars af aðalsætt- um sem þarf ekki að vinna fyrir daglegu brauði og stundar þess í stað af mikilli nautn að spilla öðr- um uns athæfi þeirra kemur að lokum verst niður á þeim sjálf- um. Leikurinn gerist skömmu fyrir frönsku stjórnarbyltinguna og það er helsta huggun áhorf- andans að persónurnar sem lifi leikritið af hafi áreiðanlega verið hálshöggnar skömmu seinna. Markgreifafrú Merteuil og de Valmont vísigreifi eru gamlir vin- ir og elskendur, og alveg óhætt að segja að þau séu yfirstéttarpakk. Ekkert hugsa þau um nema sig sjálf, viðhorf þeirra til manna og hluta markast af því hvaða gagn þau geti haft af þeim eða hvaða ógagn þau geti gert þeim. í upp- hafi leiks vill frúin nota vísi- greifann til að afmeyja stúlkuna Cecile sem er fimmtán ára og ný- komin úr klausturskóla vegna þess að hún hefur trú á að það eigi að trúlofa hana manni sem einu sinni sveik frúna sjálfa. Vísi- greifinn er tregur til að lofa þessu vegna þess að hann er önnum kafinn við að ná á sitt vald ungri harðgiftri og skírlífri konu, en reyndar gerir hann þetta viðvik fyrir vinkonu sína eina nótt þegar vel liggur á honum. Ekkert er þessu þokkapari heilagt, ekki einu sinni óreyndir unglingar. Tál En þó að barátta góðs og ills sé sígilt söguefni er það leiðinlegt hrátt, og í sem skemmstu máli er lÁ 3 5 Bh SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR leikrit þetta fjarri því að vera eins einfalt og efnisútdráttur gefur til kynna. Háskaleg kynni ganga út á að draga á tálar. Markgreifafrú- in og vísigreifinn draga sakleys- ingjana Cecile og Danceny á tál- ar, sömuleiðis gömlu frú Ro- semond. De Valmont tekst að draga frú de Tourvel á tálar, en þar að auki dregur hann mark- greifafrúna á tálar og hún hann. Þau draga hvort um sig sjálf sig á tálar og áhorfandinn er í salnum til að láta ginnast, heillast af þessu fólki sem er svona gegnsósa af kynþokka og háskalegu að- dráttarafli. Á frummálinu er fyrri hluti verksins dillandi léttur og fyndinn. Áhorfandinn hlær og heldur að þetta sé gamanleikur og þegar hann kemst að þvi í seinni hlutanum að svo er ekki, að þetta er hættulegur leikur með mannslíf, þá er hann orðinn sam- sekur. Snaran herðist að hálsin- um. í seinni hlutanum skiptiröllu máli að undan tálinu birtist grimmdin, án þess að nokkra stund sé látið af að fleka okkur. Við erum föst í snörunni og get- um okkur ekki hreyft. Þegar verkinu lýkur og kon- uraar sitja rykfallnar yfir töpuðu spili vitum við að ekkert getur þurrkað burtu þetta hjóm nema ærleg bylting. Verkið er samið undir alda- mótin 1800 og endursamið undir aldamótin 2000. Það er verið að segja okkur að mannlífinu svipi saman undir aldamót öld eftir öld. Aldamót kalla fram tilfinn- ingu um hverfulleika, að heimur- inn sé á heljarþröm og ekki ann- að að gera en dansa og dufla með- an við bíðum endalokanna. Ef ekki tekst að fá áhorfandann með á þetta, láta hann bíða andstuttan af spennu eftir því sem gerist næst í hrunadansi aðalpersónanna vegna þess að það kemur honum sjálfum við, þá er satt að segja lítið varið í leikritið. Þá er það bara léttklæminn gamanleikur. Eða ekki tál Áhorfendur voru tregir til að láta draga sig á tálar á frumsýn- ingunni í Þjóðleikhúsinu, til þess vantaði of margt sem við átti að éta, einkum þó nógu sterka sannfæringu Pálma Gestssonar og Ragnheiðar Steindórsdóttur um að þau væru fullkomlega ómótstæðileg í aðalhlutverkun- um. Þau eru örugg á sviði og kunna sitt fag, að sjálfsögðu, en ennþá vantaði í fas þeirra unun- ina af að fleka fólk og hina innri tvíræðni og spennu í leik þeirra sem verður að vera til að endirinn verði harmrænn. Þau vilja - og vilja þó ekki - vera hættuleg. Mest mæðir á Pálma í hlutverki vísigreifans. Hann er myndar- legur maður en lék hlutverkið of groddalega, skálmaði um þung- lamalegur á klossuðum stígvél- um. ísmeygilegt tálið varð aldrei sjálfsagt í munni hans heldur kvað hann fast að orðunum svo að þau urðu klúr. Um leið og hann bregst verða hlutverk fórnarlambanna ónýt, þó að Lilja Þórisdóttir og María Ellingsen reyndu að sýnast tál- dregnar. Auðveldari og betri leik áttu Helga E. Jónsdóttir og Her- dís Þorvaldsdóttir vegna þess að þær eiga ekki allt sitt undir vísi- greifanum. Atriðið milli Herdís- ar og Lilju þegar frú de Tourvel ákveður að flýja vísigreifann var bæði fallegt og viturlegt, og mikið sem Lilja grét eðlilega. Halldór Björnsson var líflegur en bjó kannski til aðeins of einfaldan Danceny til að lokaatriði hans yrði sannfærandi. Þýðingin var greinileg þýðing, þar voru of margar „hvað sem því líður“ setningar og aðrar af því tagi sem koma bara fyrir í þýdd- um leikritum og skáldsögum. Uppsetning Benedikts Árna- sonar minnti óþægilega oft á ensku uppsetninguna í ytri mynd - án þess að stælingin næði til þeirra þátta sem betur hefðu ver- ið líkari. Það er eins og ekki hafi verið unnin nógu vel nauðsynleg forvinna í persónusköpun út frá merkingu og boðskap verksins. Sömuleiðis var leikskráin fengin að láni frá Bretum þó að þess sé ekki getið. Af hundalógik og Vegur manns er fegurð (Þ. Valdimarsson) Fyrir tveim vikum ritaði Gest- ur Guðmundsson grein í Nýtt helgarblað er hann nefndi „Telst dægurtónlist til menningar?" Viku síðar ritar í sama blað grein dr. Hallgrímur Helgason og er henni beint gegn þeirri fyrr- nefndu. Ekki er nema gott eitt um það að segja. En innihald þessarar greinar dr. H er því mið- ur með þeim ósköpum að eigi verður orða bundizt. Dr. H hefur mál sitt á því að býsnast yfir nútímanum sem hann finnur allt til foráttu. Það er hans einkamál. Þar hins vegar ber víðar niður sem hann viðrar skoðanir sínar á menningu. Þar kemst hann helzt að þeirri niðurstöðu að íslenzk menning sé ekki og hafi aldrei verið tii, fyrir utan einstöku bækur er Sigurður Nordal ritaði um nokkrar síður. Reyndar væri dr. H vel bent á að setjast niður og lesa Nordalinn viz tækifæri. Einnig sér hann færi á að misnota ummæli Steins Steinarrs. Að menning sé rímorð við þrenning, er haft úr sveitinni vestra og segir í raun það eitt að hugtakið menn- ing hafi verið sveitafólki þess tíma framandi, ekki það að fólki ei hafi átt sér nokkra menningu. Um hugtakið menningu gildir hið sama og um öll önnur hugtök, að það hefír aðeins þá merkingu er því er gefið hverju sinni. Það að skilgreina hugtakið svo þröngt sem gerir dr. H er líkt og að stinga úr sér annað augað. Menning er óskilgreinanleg af nokkru viti nema sem heild mannlegra at- hafna á hverjum tíma, það and- lega og félagslega umhverfi er maðurinn býr sér hverju sinni. Það er mikil mannfyrirlitning að skilgreina menningu aðeins sem afurð nokkurra „æðri“ einstakl- inga. Allt annað yrði þá ómenn- ingm.ö.o. ómannlegt atferli. Lítt skárri er skiptingin í hámenningu og alþýðumenningu og geta post- ular hennar illa státað af yfir- burðum að þeir eigi sjá að engin skil eru í raun millum og annað óhugsandi án hins. Listin er það hugtak er næst verður fyrir barðinu á hugsun dr. H. Hann segir: „Nú eru listir ófor- gengilegar greinar menningar staðfestar með eða í varanlegu efni....“. Það er: Hitt sem ekki er rist í varanlegt efni er engin list. En ekkert efni er varanlegt og danslist er list þótt ekki sé til á vídeó, sönglist er list þótt hvergi sé skráð eða hljóðrituð og mynd- list er list þótt unnin sé í fjörusand eða krítuð á gangstéttarhellur. Aðeins guðirnir eru eilífir, sögðu Grikkirnir, og þrá mann- legra athafna eftir eilífð nefndu þeir hybris, hroka. „Sú frjósemi er mest / sem vaxa fær undir leið- sögn og frjáls / í álfu sálarinnar / og kemst aldrei undir bert loft tungu og orða / það er ljóðið.“ (G. Bergsson) Líður nú áfram grein dr. H og líkist með hverjum greinaskilum æ meir Píslarsögu Síra Jóns Magnússonar, bæði að orðfæri og innihaldi. Hann ræðir áfram um menningu („hámenningu") og segir hana jafnan hafa mótmælt „harðýðgislegum kjörum“ og þannig orðið „heiðurstákn“ mannsins. Sjálfsagt má finna dæmi þess. En hitt mun þó sann- ara að „hámenning“ er í mesta lagi nær aftur til síðmiðalda í Evr- ópu (að bera oss saman við aðra hluta veraldar nær ekki nokkurri átt og að ætla henni stað aftar í tíma væri grundvallar misskiln- ingur á eðli eldri samfélaga) var yfirleitt afurð og eign hina ráð- andi, kirkju og aðals eða efnaðri borgara og því sjaldnast í nokk- urri almennri pólitískri andstöðu. Það var hins vegar og er „al- þýðumenningin" og þá jafnvel bara sem slfk. Þá má því ekki gleyma að list sem það fyrirbrigði er við þekkjum er ekki gamalt, kannski frá átjándu öld eða þar um bil. Bach var hugtakið fram- andi. En kannski dr. H dvelji aðeins við þennan skamma tíma sög- unnar á smáum bletti jarðkringl- unnar, og kannski hann hafi í huga þar sem hann ræðir um mót- mæli menningarinnar (þ.e. listar- innar) hið klassíska hugtak krít- ikur: krítik sé framsetning þess sem er. Sé svo er það rétt, því listin er framsetning þess sem er. í sérhverju raunverulegu ljóði er veröldin sýnileg, sagði Rilke, og Van Gough málaði stól á miðju gólfi í auðu herbergi sem örlaga- vef veraldar, líkt og Andorno manna bezt hefur lýst. Vafasamt virðist þó að við það sé átt. Að Iistin ljái lífinu tilgang og virði er að mörgu leyti rétt, en að hafa það sem rök gegn „alþýðu- menningu“ er of augljós hunda- lógik til að teljast svara verð. Né heldur er söknuður þess gamla rök gegn hinu nýja. Þá verður og að teljast lítið vit í því að varpa í eina grýtu allri þeirri tónlist er augljóslega fellur hjá dr. H undir hugtakið „popp- tónlist" og fordæmir sem „grunn- færnislega afþreyingu massa- framleiðslu á fjölmiðlafæri- bandi“ (hvílík setning). Að hræra saman Peter Hamill og Bee Gees, Joni Mitchell og Ma- donnu, Yes og Georg Michael svo eitthvað sé nefnt, ber ekki beint vitni myndugri hugsun eða þroskaðri dómgreind. Ekki frem- ur að leggja að jöfnu sellósvítur Bachs og vínarvalsa, eða óperur Mozarts og íslenzk einsöngslög. Víst eru til margar plötur með íslenzkum einsöngvurum o.s.frv. en álíka stór hluti þeirra og svok- allaðrar popptónlistar er óttalega lítil list. Já, ég yrði líkast til síðast- hroka ur manna að neita muni á texta annars vegar og ljóði hins vegar. Og fjandinn fjarri mér að ég ætli að bera saman Mozart og Yes. Enginn samanburður er til milli epla og appelsína. Hitt er annað, að hvorttveggja er til, og alls er þörf, því eins er það nú sem áður að af þeim akri sem er menning hvers tíma vaxa þau hin fögru blómin, og vaxa þau jafnt í frum- skógum sem lystigörðum höfð- ingja. Eins kastar það lítilli rýrð á frumskógarblómin að sumum líði þar ekki vel. Það segir heldur ekki neitt að meirihluti plötu- kaupenda „popptónlistar" séu unglingar (Þarfnast dr. H virki- lega enskrar tungu til að tjá sig?). Ekki fremur en það að meirihluti kaupenda klassískrar tónlistar ekki hafi á henni nokkurt vit. Hvorugt segir nokkuð um tónlist- ina sjálfa. Dr. H virðist og hið næsta sér skorta sögulega yfirsýn. Víst þekkja fáir í dag Bimbamb- ullah, en ýmsir kannast við Ell- ington. Það virðist fólk og almennt helzt vilja er fram kemur á aldur er ólst það upp við. Popptónlist er sögulega nýtt fyrirbæri, yngra dr. H, og nokkuð sem hann ekki virðist hafa náð að skilja. En bæði ég og vinur minn Gestur ól- umst upp við þessa tónlist er ver- ið hefur æskunnar um áratuga skeið. Og að halda því fram að ánægja af góðri rokktónlist sé einvörðungu þroskaleysi og dóm- greindarskortur er meiri mannfyrirlitning og hroki en í það minnsta ég hefi séð dæmi um á prenti í langan tíma. Þó keyrir alveg um þverbak í röksemda- færslu dr. H er hann tekur fyrir dæmi Sykurmolanna og vitnar í „víðlesið blað í Evrópu", jafnvel tiltekur nákvæmlega upplag þess sem enn frekari tryggingu fyrir ágæti innihalds, sem í þessu til- viki er óttalegt sullumbull. Þetta Ingvar Kjaran er vitanlega gamla spurningin: Geta fimmtíu þúsund Frakkar haft á röngu að standa? Já, vita- skuldgeta þeirþað. Eðavilldr. H meina að vegna útbreiðslu sinnar sé Bild Zeitung opinberun sann- leikans? Telur dr. H virkilega þessa tilvitnun uppbyggjandi og sanngjarna gagnrýni? Guð hjálpi honum þá. Dr. H ræðir næst um frelsið, sprottið af illum rótum tengsla- leysis og ábyrgðarleysis og getur þess í leiðinni að pólitískt frelsi sé „undirstaða allrar sköpunar" en sú sögulega staðhæfing hlýtur að vera hans einkadraumur. Hvort nú fyrrnefnd lýsing hans á tilveru- ástandi nútímamannsins sé rétt er efni í allt aðra umræðu. Eða vill hann e.t.v. meina að þetta séu aðeins karakterbrestir æskunn- ar? Setjum sem svo að lýsingin sé rétt, vill hann þá meina að það væri rétt og sönn listsköpun að teikna heiminn í föstum skorðum „klassíska“ tímans, þess sem hann lýsir í niðurlagi greinar sinn- ar? Eða ber að skilja það sem svo að hann telji listsköpun um þess- ar mundir óhugsandi og aðeins eitt að gera: leggjast í hýði og bíða betri tíma með blómum í haga? En hvort heldur sem er breytir öngvu svosem. Hvort tveggja er jafn augljóst rugl og firrt öllum veruleika. Askan getur vel orðið að lista- verki. 22 Slf)A - NÝTT HELGARBLAÐ Föatudagur 17. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.