Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 17.02.1989, Blaðsíða 29
GESTUR GUÐMUNDSSON MEÐGESTS AUGUM Tæknihyggja gegn gömlum forskriftum Það virðist vera lögmál að stjórnmálaflokkar eru aldrei starfræktir lengi án þess að innan þeirra myndist mismunandi arm- ar sem takast á um stefnu og völd. Oft takast þar á mismunandi hagsmunahópar, en þó er yfirleitt í orði kveðnu deilt um stefnuna, og gildir þar sú regla að því ótví- ræðari og róttækari sem boð- skapur flokksins er, þeim mun meiri líkur eru á skoðanaágrein- ingi og myndun ólíkra arma. Gott dæmi úr nýrri sögu er hreyfing maóista a fslandi. Fylg- ismenn marxismans-leninismans hér á landi urðu aldrei margir, en þeim tókst ekki einungis að skipta sér í tvenn samtök, heldur mynduðust armar innan beggja samtaka, og úr því urðu brott- rekstrar, klofningur og myndun nýrra og skammlífra samtaka um enn aðra útgáfu af hinni réttu línu. íslenskum maóistum tókst ekki að sameinast fyrr en hreyf- ing þeirra var í andarslitrunum og ótal skoðanahópar höfðu flæmst þaðan á brott fyrir villutrú. Ein- hvern veginn dettur mér dæmi þeirra í hug, þegar menn tala nú um sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags; ætli þessar tvær greinar af sama meiði beri gæfu til að sameinast fyrr en þær hafa visnað og eru hættar að bera lauf? Ekki hefur vantað armaskipt- inguna og klofninginn í sögu A- flokkanna fremur en hjá maóist- um. Sagan greinir svo frá að Al- þýðuflokkurinn hafi þrisvar sinn- um misst stóran vinstri arm úr flokknum auk minni kvarnana. Þótt flokksforystan hafi fegin viljað ganga einhent til samninga við stéttarandstæðinginn, var vinstri armurinn þeirrar náttúru að vaxa fram á nýjan leik, en síð- ustu áratugi hefur flokkinn virst vanta bæði vinstri arm og búk. Eins og líkamspartar í drauga- sögum hefur hægri armurinn ver- ið einn á ráfi í eirðarlausri leit að hlýju handtaki við íhaldið. Ekki á Alþýðubandalagið og forverar þess síðri armasögu. í tíð Kommúnistaflokksins var mönn- um sparkað úr flokknum fyrir vinstri og hægri villur á víxl, en í tíð Sósíalistaflokksins var al- gengara að menn gengju úr flokknum af sömu ástæðum. Á meðan Alþýðubandalagið var kosningabandalag, töldu menn þar ekki færri en fimm arma, og tókst að sneiða tvo af en binda hina saman. Þá voru menn orðnir svo hvekktir af armaskipting- unni, að meiriháttar ágreiningur og armaskipting var bannorð í Alþýðubandalaginu hátt á annan áratug. En þótt náttúra flokka til armaskiptingar sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir. Það einingarbros sem Alþýðubanda- lagið sýndi út á við, breyttist í grettu fyrir nokkrum árum, og þótt forystumenn flokksins héldu áfram að þvertaka fyrir allan meiriháttar ágreining, birtist flokkurinn alþjóð fyrir tveim árum klofinn að endilöngu, og á landsfundinum 1987 urðu flokks- menn nauðugir viljugir að skipa sér í annan hvorn arminn. Það er hlutverk flokksfor- manna að neita því jafnan að flokkar þeirra skiptist í arma, og Ólafur Ragnar er engin undan- tekning. Samt þarf ekki annað en að líta á það til hverra ráðherr- arnir hafa leitað sér til aðstoðar og hverja þeir hafa skipað í nefndir og ráð, til að það megi augljóst verða að sú armaskipting sem birtist á landsfundinum er enn til staðar í höfðum þeirra. Samt er það grunur minn að almennir Alþýðubandalags- menn, svo að ekki sé talað um fylgismenn flokksins, séu al- mennt frábitnir því að skipa sér í fylkingar innan flokksins. Breytingar eru nú svo örar á hinu pólitíska landakorti landsmanna og aðstæður þjóðmálanna svo hverfular að flestir tregðast við að láta draga sig í vandlega merkta dilka. Því geri ég þetta að umræðu- efni að í pólitíska umræðu innan Alþýðubandalagsins virðist nú enn á ný hlaupin einhver arma- hyggja. Þetta kemur einna skýrast fram í umræðum um hugsanlega sameiningu A- flokkanna. Þeir sem þar taka til máls eru yfirleitt fljótir til að segja annaðhvort já eða nei, í stað þess að nota þessa umræðu til þess að varpa nýju ljósi á vandamál sósíalískrar hreyfingar og leita nýrra úrlausna. Upp er komin hreyfing um að leggja niður báða A-flokkana og stofna Jafnaðarmannaflokk ís- lands. Rökstuðningurinn er yfir- leitt á þá leið, að „við erum jú öll kratar,“ og mótrökin eru ekki viðameiri. Á Alþýðubandalags- fundi um sameininguna talaði Birna Þórðardóttir eflaust fyrir ■ munn margra þegar hún hóf mál sitt á því að segja: „Meginmunur á krötum og sósíalistum eða kommum hefur verið og er sá að kratar telja að umbætur innan auðvaldskerfisins dugi verkalýðs- stéttinni, við kommar og sósíal- istar teljum hins vegar að um- breyta þurfi þjóðfélagsgerðinni til þess að verkalýðsstéttin - launafólk geti stjórnað þjóðfé- laginu sér í hag.“ Önnur rök gegn sameiningu hafa verið í sama dúr og að mínu mati hrökkva þau ákaflega skammt. Ég lít fremur svo á að kratar og kommar hafi báðir lagt upp í vegferð sína með það fyrir augum að umbreyta þjóðfélags- gerðinni en hafi greint á um leiðir. Leiðir beggja hafa hins vegar reynst árangurslausar, kratar hafa misst sjónar á mark- miðum sínum, en kommum hefur mistekist að tengja þessi mark- mið pólitískri dægurstefnu. Sós- íalísk hreyfing í dag þarf að gera upp við þau mistök, sem falist hafa í báðum þessum leiðum, og hún þarf að viðurkenna að ekki er til nein viðurkennd forskrift að umbreytingu þjóðfélagsins. í stað þess að horfast í augu við þennan vanda, virðast virkir Al- þýðubandalagsmenn vera að skipta sér í tvo skoðanahópa. í öðrum hópnum safnast einkum saman karlkyns menntamenn á fertugs- og fimmtugsaldri, þeim aldri sem Willy Brandt sagði gera alla að krötum. Þessi hópur kennir sig við lýðræði en margar hugmyndir hans eiga skylt við teknókratíu. Frá þessum hópi koma ýmsar ágætar tillögur um ný ráð við rekstrarvanda íslensks samféiags, en innan hans er ekki að finna mikla umræðu um bar- áttuleiðir til að umbreyta þjóðfé- laginu og ráðast gegn misrétti. Það er akkilesarhæll þessa hóps að hann er ekki í nánum tengslum við afkomuvanda láglaunafólks í landinu og að hann fylla fáar kon- ur. Hinn hópurinn stendur frekar í því að reisa merki róttækra um- breytingarkrafna, en gerir þar lítið annað en að klifa á gömlum forskriftum. Læsist umræðan í átökum slíkra arma, vísar hún lítt fram á við. Sósíalistar um allan heim þurfa nú að takast á við þann vanda að endurmeta þjóðfélagssýn sína og baráttuleiðir. Möguleikar okkar íslendinga í því efni eru ekki síst í því fólgnir að verkalýðshreyfing og þjóðfélagsstofnanir okkar hafa aldrei gengið endanlega á vald kreddukenninga hvorki komma né krata. Efling Kvenna- listans er til marks um það að stór hluti íslendinga er tiibúinn að leita nýrra léiða til að skapa samfélagslegt réttlæti, en margt virðist skorta á að forystusveitir beggja A-flokkanna hafi skilið þennan boðskap frá fólkinu. Vonandi hafa almennir flokks- menn meðtekið þennan boðskap af meiri skilningi og geta því lyft umræðunni um sameiningu fél- agshyggjuaflanna úr þeim farvegi að þar takist á ný tæknihyggja og gamlarútgáfurafhugsjónum só- síalismans.Annars gæti farið svo að sameining A-flokkanna yrði líkust þeirri sameiningu sem varð meðal leifa maóistanna fyrir ára- tug. Þá notuðu flestir félagar og stuðningsmenn beggja samtaka tækifærið og sögðu skilið við hreyfinguna. KVIKMYNDIR Nostalgía meistarans Tucker: The Man and his Dream, sýnd í Bíóborginni. Bandarísk, ár- gerð 1988. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Handrit: Arnold Schulman ogDavid Seidler. Framleiðendur: Fred Roos og F'red Fuchs. Kvik- myndatökustjóri: Vittorio Storaro. Tónlist: Joe Jackson. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Joan Allen, Martin Landau, Frederick Forrest. Francis Ford Coppola og myndir hans eru sér kapítuli í kvikmyndasögunni. Fáir, ef vera skyldi nokkur bandarískur kvik- myndagerðarmaður samtímans hefur hlotið annað eins lof fyrir verk sín og Coppola og gildir þá einu hvoru megin hafs er leitað álits kvikmyndaskríbenta. Það er því býsna góð einkunn á nýjustu mynd hans sé henni lýst sem einni allra bestu úr hans smiðju. En Coppola er ekki óskeikull. Þegar velgengnin var sem mest á ferli hans sá hann fram á að draumurinn um eigið kvik- myndaver var í sjónmáli sem síð- an hrundi eins og spilaborg þegar mynd hans, „One from the He- art“ (1981), mistókst svo herfi- lega að hann þurfti að byrja á ný frá grunni. Það skal því engan undra þótt nýjasta verk meistara Coppola fjalli um drauma og glæstar vonir sem verða að engu þegar upp er staðið. Þannig er saga Prestons Tuckers, ídealista mikils og snill- ings á sínu sviði sem hannaði á fimmta áratugnum einn merki- legasta bfl sögunnar. Bfl, sem var ÞORFINNUR ÓMARSSON langt á undan sinni samtíð og hefði gerbreytt allri hönnun bfla ef Tucker hefði ekki verið stöðv- aður af „hinum þremur stóru“ í bransanum. Líkt og Coppola var Tucker hugsjónamaður af lífi og sál og brautryðjandi í allri faglegri hugsun. Hann var einnig kapps- fullur mjög, egóisti, vinnuþjark- ur, alvörugefinn jafnt sem húm- oristi, og hafði megnasta ímugust á íhaldssömum stofnunum sem í vegi hans voru. Hann elskaði fólk og hann elskaði bfla á sama hátt og Coppola þykir vænt um fólk og kvikmyndir. Coppola virðist því hafa séð sjálfan sig í Tucker en eitt af áhugamálum Coppolas eru gamlir bílar og hann á einmitt tvo af þeim 50 bflunt sem Tucker smíðaði undir eigin nafni. Annað sem hefur haft áhrif á verkefnaval Coppola er nostalgí- an og fellur honum best að rifja upp liðna atburði. f „Tucker“ erum við beinlínis flutt aftur um 40 ár í tíma og rúmi og er ekki veikan blett að finna í uppbygg- ingu þess andrúmslofts sem ku hafa einkennt þann tíma. Leikmynd Alex og Dean Tavo- ularis er óaðfinnanleg og kvik- myndataka Vittorio Storaro er eitthvað það besta og fallegasta sem fyrir augu okkar hefur borið. Merkilegt er að Storaro er enn frumlegur og hefur hann átt tals- verðan þátt í þeim stfl sem ein- kennir myndir Coppola. Stfl sem er laus við allar þær gervilegu hundakúnstir og tæknivædda glamor sem einkenn verk margra kollega hans. En hversu mikið myndrænt sjónarspil sem „Tucker" sýnir okkur er það tónlistin sem heillar hvem heyrandi mann meira en orð fá lýst. Hraður og kvikur djassinn gefur myndinni skemmtilegt yfirbragð og er sem vatn á myllu myndmálsins til að ná stemmningu eftirstríðsáranna sem kostur er. Það er hinn ágæti leikari Jeff Bridges sem leikur Preston Tuck- er af stakri prýði. Hann keyrir hlutverkið vel áfram í takt við djassinn og fagmennska hans skín í gegnum fyrrnefnd einkenni Tuckers sem persónuleika. Enn betri leik sýnir Martin Landau sem bissnessmaðurinn er tengist Tucker og fjölskyldu hans tryggðaböndum. Já, Francis Coppola hefur enn einu sinni sýnt hvers hann er megnugur. Eftir að hafa gert guð- feður glæpaklíkanna að goðsögn- um og síðan sagt okkur óvenju- lega sögu úr Víetnam í „Apocal- ypse Now“ fataðist honum flugið en rétti sig við og kom enn sterk- ari til leiks. Hann lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og fyllir myndir sínar lífi sem ekki á sér hliðstæðu í kvikmyndaheimin- um. „Tucker" er síður en svo að- eins fyrir dyggustu aðdáendur Coppola eða áhugamenn um gamla bfla. Myndin er gullmoii fyrir alla þá er unna góðu bíói og líka fyrir hina sem sækjast aðeins eftir afþreyingunni sem myrkur salurinn býður upp á. Föstudagur 17. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.