Þjóðviljinn - 18.02.1989, Side 2

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Side 2
KvikmyncLir FRETTIR Fiskmarkaðsverð Skálmöld í Laugar- ásnum Sænska kvikmyndin Skálmöld (Vargens Tid) verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Meðal leikara í myndinni er Gunnar Eyjólfsson, sem leikur sígaunaforingja en leikstjóri er Hasse Alfredsson. Myndin fjallar um afstöðu Svía, aðalsmanna og alþýðu, til rótlausra sígauna á 16. öld, en í Svíþjóð, sem og annarsstaðar í Evrópu, voru sígaunar ofsóttir og hundeltir og stundum þóttu þeir réttdræpir. Auk Gunnars tefla Svíar fram mörgum góðum leikurum, m.a. Gösta Ekman, Stellan Skárs- gard, Lill Lindfors og Benny Haag. -Sáf Hasse Alfredsson og Gunnar Eyjólfsson við upptöku Skálmaldar. SVR Mánaðar- kort verði tekin upp - Eg er þeirrar skoðunar að hægt sé að fjölga farþegum veru- lega með strætisvögnum Reykja- víkur ef tekin væru upp afslátt- arkort fyrir stórneytendur stræt- isvagnanna, sagði Guðrún Á- gústsdóttir borgarfuiltrúi þegar hún kynnti á borgarstjórnarfundi tillögu þess efnis að tekin verði upp mánaðarkort hjá SVR. Tillagan kom fram vegna þess að um næstu mánaðamót hækka fargjöld SVR um 25% en sú hækkun var samþykkt í borgar- ráði nýverið. Guðrún benti á að víða erlendis væri reynslan sú að með tilkomu mánaðarkorta fjölgaði farþegum sem nýttu sér almenningsvagnakerfið veru- lega. Sigurjón Fjeldsted stjórnarfor- maður SVR sagði að nú væri ver- ið að skoða annan kost sem bygg- ir á þvf að farþegar geti keypt sér spjald sem síðan væri sett í sér- stakt tæki í vögnunum sem drægi þá frá fargaldið. Sigurjón sagði að þessi tækni væri að ryðja sér til rúms víða erlendis. Tillögu Alþýðubandalagsins um mánaðarkort og að barnafar- gjald gilti fyrir börn þar til þau lýkju grunnskóla var vísað til stjórnar SVR. _sg íslendingar í Finnlandi Viljum kosninga- rétt! íslendingar búsettir í Finnlandi vilja breytingar á kosningalögun- um. Á fundi í Félagi íslendinga í Finnlandi sem haldinn var í Hels- inki 3. febrúar sl. var samþykkt ályktun um að skora á aiþingis- menn að beita sér þegar í stað fyrir breytingu á lögum um kosn- ingar til Alþingis. Eins og málum er háttað núna glata íslendingar kosningarétt sínum hafi þeir ver- ið búsettir erlendis í fjögur ár eða lengur. eb Helmingi hæna en Verðlags- raðsverð Kílóið af þorskinum hefur að meðaltali farið vel yfir 60 krónur á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar nú upp á síðkastið sem er um það bil helmingi hærra en Verð- lagsráðsverð. Aðrar fisktegundir hafa einnig selst á mjög góðu verði. Að sögn Helga Þórissonar skrifstofustjóra Fiskmarkaðarins helgast þetta háa verð á þorskin- um eingöngu af mikilli eftirspurn en litlu framboði vegna gæfta- leysis að undanförnu. Helgi bjóst fastlega við að verðin lækkuðu þegar bátarnir færu að geta róið upp á hvern dag. Lítið hefur verið af netafiski á markaðnum en mun meira af línu- og trollfiski. Athygli vekur hversu mikið fiskkaupendur eru tilbúnir að greiða fyrir fiskinn þrátt fyrir all- an barlóminn um slæma stöðu í frystingu og saltfisksvinnslu þó svo að tjaldað sé til einnar nætur með þessum fiskkaupum að magni til. -grh Neskaupstaður Raunvexti niður í 5% Finnbogi Jónsson: Aðalatriðið erað koma verðbólgunniniðurfyrir 10%. Þá œttuskuldararog fjármagnseigendurað vera ánægðir með þessa raunvaxtastœrð. 10% kvótaskerðingþýðir 700 tonna minniþorskkvóta hjá Síldarvinnslunni - Aðalatriðið er að koma verð- bólgunni niður fyrir 10% og raunvöxtum í 5% sem ég tel vera eðlilega stærð sem skuldarar og fjármagnseigendur ættu að vera ánægðir með, segir Finnbogi Jónsson framkvæmdastjóri Sfld- arvinnslunnar hf. á Neskaupstað. Fyrirtækið hefur ekki frekar en önnur sjávarútvegsfyrirtæki farið varhluta af sífelldum kostnaðar- hækkunum innanlands án þess að fá samsvarandi tekjuauka á móti. Þá bitnar kvótaskerðingin á því sem öðrum og nemur hún um 700 tonnum af þorski í ár. Jafnframt eru blikur á lofti í saltfiskverkun þar sem tollfrjáls kvóti er uppur- inn og þá leggst 13% tollur á þann fisk sem fluttur er út til ríkja Efnahagsbandalagsins. Ef ekki rætist ekki úr í þeim efnum mun það verða meiriháttar áfall fyrir saltfiskverkendur. Sjómenn eystra eru ekki frekar en aðrir ánægðir með þá þróuh sem verið hefur í fiskverði, en þeir búa við lágmarksverð Verð- lagsráðs að viðbættum nokkrum krónum. Finnbogi sagði að fisk- vinnslan hefði ekkert svigrúm til fiskverðshækkana að óbreyttu en flestir væru þó sammála um að fiskverðið þyrfti að hækka. En til að svo mætti verða yrði væntan- lega að hliðra eitthvað til með gengið. Hversu mikið vildi Finn- bogi ekki tjá sig um þar sem það væri háð svo mörgum öðrum þáttum sem reikna yrði með til þess að gengisfelling næði tilætl- uðum árangri. Vegna eilífrar brælu á miðun- um hefur ekkert verið brætt af loðnu í loðnuverksmiðju Sfldar- vinnslunnar í síðustu viku og eru starfsmenn bræðslunnar hættir að ganga vaktir og vinna aðeins í dagvinnu. Um 400 þúsund tonna eru eftir af heildarloðnukvótan- um og sagðist Finnbogi vera svartsýnn á að hann næðist allur áður en loðnan hrygnir. Engu að síður hefur verið næg atvinna í fiskvinnslunni þrátt fyrir ótíðina og munar þar mestu um afla tog- aranna. _grh Frumsýning í nýjum kvikmyndaklúbbi. Guðión Heiðar Hauksson, einn að- standenda hins nýstofnaða „Kvikmyndakúbbs Islands" sýnir okkur fyrstu dag- skrá klúbbsins fyrir utan Regnbogann, þarsem starf klúbbsins hefst í dag með sýningu frönsku myndarinnar „Vettvangur glæps“ eftir André Techine. Að klúbbnum standa áhugafélög í framhaldsskólum, Félag kvikmyndagerðar- manna og Kvikmyndasafn íslands. (Mynd Jim) Stjórnmál Græningjar undiitúa framboö Samtök Græningja á íslandi hyggjast bjóða fram til næstu þingkosninga hér á landi. Sam- tökin eru nú að leggja grunn að stjórnmálayfirlýsingu sinni og verður hún til umræðu á fundi á Hótel Borg á sunnudag kl. 17. Samtök Græningja voru stofn- uð í ágúst 1987 að frumkvæði nokkurra einstaklinga úr Flokki mannsins. Þau Methúsalem Þór- isson og Stígrún Ásmundsdóttir sögðu í samtali við Þjóðviljann að nú vildu allir stjórnmálaflokkar telja sig hlynnta umhverfisvernd, en þegar á reyndi sýndi það sig að önnur sjónarmið yrðu ofaná. Þannig hefði Framsóknarflokk- urinn t.d. kennt sig við grænan lit, en hann bæri meginábyrgð á gróðureyðingu á íslandi og ætti í stríði við alþjóðleg umhverfi- sverndarsamtök með stórhættu- legri stefnu sinni í hvalamálinu. Samtök Græningja vilja ekki bara beita sér gegn efnamengun og rányrkju, heldur líka „meng- un hugarfarsins" sem fram komi í þeim áróðri og því gildismati sem oft sé áberandi í okkar þjóðfé- lagi. Þá leggja þau einnig áherslu á að umhverfiseyðing sé alþjóð- legt vandamál, sem ekki sé hægt að leysa á þjóðlegum forsendum eingöngu. Fundurinn á Hótel Borg ber yfirskriftina „Græn stjórnmál, græn framtíð“. _ölg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.