Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 4
Aðalfundur Vesturgötu 3 hf. veröur haldinn í Hlaðvarpanum laugardaginn 4. mars n.k. kl. 16. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Rafmagnsveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboöum í jarövinnu og lagningu 132 kV jaröstrengs milli aðveitustöðvar 1 við Barónsstíg og aðveitustöðv- ar 2 við Meistaravelli. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mars 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Passið ykkurá myrkrinu! NOTUM^ ENDURSKINS- MERKI! Þau fást apótekum og víðar. UMFERÐAR RÁÐ FRETTIR Listir & bókmenntir Sjötti Teningur Út er komið sjötta hefti Tenings sem veltir upp nýju listaefni, inn- lendu og erlendu. f Teningi sjötta eru ljóö, sögukaflar, myndlistarverk, við- töl og sitthvað fleira. Sagnir eru hér á vegum Baldurs Gunnars- sonar, Jónasar t>orbjarnarsonar og Bretans Ians McEwans. Þá eru kynnt þrjú spænsk ljóð- skáld af yngri kynslóð í þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Enn- fremur eru ljóð eftir Gorm Hen- rik Rasmussen og Thomas Tid- holm þá má nefna ljóð eftir Bárð R. Jónsson, Aðalheiði Sigur- björnsdóttur, Elínu Ólafsdóttur og Þór Stefánsson, Ragnhildi Óf- eigsdóttur og Gunnar Hersvein. Um erlenda myndlist er fjallað í viðtali við Jan Knap og í úttekt á verkum Douwe Jan Bakker. Þá er einnig viðtal við Hrein Frið- finnsson og grein eftir Roland Barthes um Schumann. „Myrkir músíkdagar“ Jón Leifs og bandarísk tónlist Nú er „Myrkum músíkdögum“ að Ijúka en enn eru þó eftir tveir merkisatburðir. í dag kl. 16 ætlar Hjálmar H. Ragnarsson að flytja fyrirlestur í Norræna húsinu um tónmál Jóns Leifs en hann hefði orðið níræður í vor ef hann hefði lifað. Eftir fyrirlestur Hjálmars munu Kristinn Sigmundsson, Jónas Ingimarsson, Bernharð Wilkinson, Einar Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson, Helga Þórarinsdóttir og Inga Rós Ing- ólfsdóttir flytja verk eftir Jón. Á sunnudaginn eru svo síðustu tónleikar „Myrkra músíkdaga" í Norræna húsinu kl. 16.00. Þá leikur bandaríski píanóleikarinn Alan Mandel nokkur bandarísk píanótónverk sem fæst hafa heyrst hérlendis áður. Kolbeinn Bjarnason kemur líka fram á þessum tónleikum. Kvikmyndasjóður Fleiraen lekstur A thugasemdfrá framkvœmdastjóra Kvikmyndasjóðs Guðbrandur Gíslason fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs hefur beðið blaðið fyrir eftirfar- andi athugasemd vegna frétta af nýlegri úthlutun úr sjóðnum: „Mishermt var í frétt um út- hlutanir úr Kvikmyndasjóði á baksíðu Þjóðviljans á fimmtudag að ellefu miljónir króna færu til reksturs á sjóðnum. Af þeirri upphæð hefur tveimur miljónum þegar verið veitt til gerðar hand- rita fyrir barna- og unglinga- myndir. Þá eru eftir níu miljónir króna, sem renna til reksturs svo og ann- arra smærri styrkja til kvik- myndagerðar, en kvikmynda- sjóði berast slíkar umsóknir allt árið um kring, og eru þær af- greiddar jafn harðan eftir föng- um. Sem dæmi um slíka styrki má nefna styrki til kaupa á sýningar- eintökum, textun, þýðingar- styrki, fararstyrki til handa kvik- myndagerðarmönnum á kvik- myndahátíðir, ráðstefnur og fundi erlendis, styrki til gerðar á kynningarefni, og styrki til mark- aðssetningar á íslenskum mynd- um.“ 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Reykjavíkurhafnar óskar eftir tilboðum í stálþil ásamt fylgihlutum. Áætlað magn af stálþili 600 tonn, stagefni 160 tonn. Heildarmagn ca. 760 tonn. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. mars 1989 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Byggingadeildar borgarverkfræðings óskar eftir tilboðum í reglubundið viðhald á loftræstikerfum í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Leitað er eftir tilboðum frá loftræstiverktökum sem og blikksmiðjum í samráði við rafvirkjameistara. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 5000 skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 1. mars 1989 kl. 14. Ath. endurtekin breytt auglýsing INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd gatnamálastjórans í Reykjavík óskar eftir tilboð- um í gatnagerð, lagningu holræsa og jarðvinnu vegna vatnslagna í nýju iðnaðarhverfi norðan núverandi byggðar í Grafarvogi. Verkið nefnist Borgarholt I, 1. áfangi. Heildarlengd gatna er um 1130 m, heildarlengd holræsa er um 1700 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst nk. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavíkfrá og með þriðjudeg- inum 21. febrúar nk. gegn kr. 5000 skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 2. mars 1989 kl. 14. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 DAGVIST BARIVA Dagvist barna auglýsir eftirtaldar stöður lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mars næstkomandi. Forstöðumaður í Múlaborg. For- stöðumaður í Rofaborg. Fóstrumenntun áskilin í þessar stöður. Sálfræðingur í 50% stöðu. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. FÉLAGSMALASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Unglingadeild Við deildina er laus til umsóknar 50% staða fé- lagsráðgjafa. Reynsla af starfi með unglingum æskileg. Félagsráðgjafamenntun eða sambærileg menntun á sviði uppeldis- og/eða félagsmála áskilin. Nánari upplýsingar veita deildarstjóri í síma 622760 og yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á eyðublöðum sem þar fást, fyrir 6. mars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.