Þjóðviljinn - 18.02.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Qupperneq 5
FRETTIR Skattheimta Er Island skattaparadís? Skattahlutfall afþjóðarframleiðslu með því lœgsta í álfunni samkvœmt útreikningi OECD r | viðtaliHelgarblaðsÞjóðviljans við Björn Friðfinnssson ráðu- neytisstjóra í Viðskiptaráðuneyt- inu í gær kemur m.a. fram að íslendingar muni í framtíðinni þurfa að laga skattastefnu sína að því sem gerist meðal annarra þjóða i álfunni. í framhaldi þeirrar umræðu höfum við leitað upplýsinga um það hjá Þjóðhagsstofnun, hvern- ig skattheimtu sé háttað í ýmsum Evrópulöndum og Bandaríkjun- um miðað við ísland. Upplýsing- arnar eru komnar frá OÉCD og sýna að skattheimta á íslandi er með því lægsta sem gerist í V- Evrópu, ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Á þessum mælikvarða er þó sá fyrir- vari, að inn í íslensku skattasúl- una eru ekki tekin iðgjöld til líf- eyrissjóða, sem munu vera reiknuð sem hlutfall af skatt- heimtu í löndum eins og V- Þýskalandi, Frakklandi og Hol- landi. Tölurnar eru því ekki fullkomlega sambærilegar, enda oft erfitt að sögn hagfræðinga að bera saman hagstærðir á milli landa, þar sem aðferðir við út- reikninga eru misjafnar. En engu að síður eru þetta þær tölur sem OECD byggir á í sínum opinberu gögnum. Varðandi umræðuna um EB þá skipta vöruskattarnir mestu, sem hér eru flokkaðir í tvennt: virðisauka- eða söluskatt annars vegar og aðra skatta hins vegar. Þar er átt við vörugjöld og sér- staka álagningu, t.d. á áfengi og tóbak. Vöruskattar eru lægri í Banda- ríkjunum en EB, eða 4,4% af landsframleiðslunni. Hér á landi eru þeir 16,9%, og hvergi hærri í EB nema í Danmörku, þar sem Skattar sem hlutföll þeir eru 17,3%. Þetta er athyglis- vert í ljósi þess að skatthlutfallið í heild er hvergi lægra en á íslandi. Af þessu er ljóst, að ef færa á skattastefnu hér til móts við það sem tíðkast í Evrópu eða öðrum EFTA-löndum eins og Svíþjóð, og þá jafnframt að gera vöruverð sambærilegt við það sem tíðkast erlendis, þá þarf að lækka vöru- skatta en hækka tekju- og eigna- skatta. Það er ljóst að með þeirri sam- ræmingu skattastefnu sem stend- ur fyrir dyrum í Evrópu mun skapast aukinn þrýstingur á breytta skattheimtu hér á landi þótt við stöndum utan EB. í fyrsta lagi vegna þess að með of háu vöruverði hér heima verður æ erfiðara að koma í veg fyrir smygl eða að verslunin flytjist úr landinu, og í öðru lagi vegna þess að íslendingar geta ekki byggt upp ferðamannaþjónustu hér á landi með þeim mikla mun á vöruverði sem er þegar fyrir hendi og mun fyrirsjáanlega aukast. Breska tímaritið The Econom- ist segir að Danir geti séð fram á að þurfa að lækka vöruskatta sína sem nemur 6% af vergri land- sframleiðslu. Ef Danir ætla jafn- framt að halda uppi sambærilegri þjónustu ríkisins og nú gerist, þá munu þeir þurfa að hækka tekju- og eignaskatta eða aðra beina persónuskatta sem því nemur. Og þar sem vöruskattar í Dan- mörku eru svipaðir og hér á landi má reikna með að svipaðar breytingar þyrfti að gera hér. En slíkar breytingar myndu þýða róttæka stefnubreytingu frá þeirri tilhneigingu sem verið hef- ur til þess að skattleggja neysluna fyrst og fremst. -ólg. af landframleiðslu C ? 10 t TJ C -£ s < w z> ■2. cn CO J2 I £ > 2 LL I § Q CD % % % % % % % % % Heildarskattar 28,9 30,4 30,6 34,7 37,5 44,2 45,5 50,6 53,5 Tekjuskattar 12,2 7,6 7,3 12,8 13,0 8,0 12,6 28,4 22,9 Iðgjöld til almannatr. 8,6 11,9 1,3 10,8 14,0 18,9 19,3 1,6 13,4 Eignaskattar 3,0 1,0 2,2 0,9 1,1 2,1 1,6 2,4 1,5 Virðisauka-/sölusk. 2,2 5,5 10,0 5,0 5,7 8,5 7,5 9,9 7,1 Aðrir skattar á vöru og þjón. 2,2 4,1 6,9 3,2 3,2 3,9 3,3 7,4 5,5 Aðrir skattar 0,7 0,3 2,8 2,1 0,5 2,8 1,1 1,0 3,1 Viðskipti Sjávarútvegurinn og EB Atvinnurekendur í sjávarútvegi mynda samtök Mýlega mynduðu atvinnurek- endur í sjávarútvegi með sér samstarfshóp sem þeir kalla Sam- starfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi. Nefndinni er ætlað að móta sameiginlega afstöðu íslensks sjávarútvegs til þeirrar þróunar sem á sér stað innan Evrópu- bandalagsins. Jafnframt á nefn- din að safna upplýsingum um þróun sjávarútvegs í samkeppnis- löndum íslendinga og meta hvaða áhrif súþróun hafi á íslensk- an sjávarútveg. Að síðustu er það hlutverk nefndarinnar að efla umfjöllun og umræðu um mikilvægi sjávarútvegs fyrir ís- lenskan þjóðarbúskap. Aðilar að nefndinni eru SH, SÍF, LÍÚ, Félag sambands fisk- framleiðenda og Samtök fisk- vinnslustöðva. Formaður samstarfsnefndar- innar er Magnús Gunnarsson, en varaformaður Kristján Ragnars- son. Aðrir í nefndinni eru Friðrik Pálsson, Brynjólfur Bjarnason, Árni Benediktsson, Ríkharður Jónsson, Dagbjartur Einarsson, Arnar Sigurmundsson, Ágúst Einarsson og Jón Ingvarsson. Starfsmaður nefndarinnar er Halldór Árnason. -ólg Skattar sem hlutfall landsframleiðslu USA Spdnn tsland Italía 1/ V—þ?sk. Súlurnar skiptast þannig að neðst er tekjuskattur, þá virðisauka/söluskattur, aðrir skattar á vörur og þjónustu 1986, nema Ítalía, þar sem tölurnar eru frá 1985. Frakkl. Holland DanmOrk Sv rþjod iðgjöld til almannatrygginga, eignaskattar, og efst eru „aðrir skattar". Miðað er við árið Heimildir: OECD, Þjóðhagsstofnun. Island og umheimurinn Opin ráðstefna um Evrópubandalagið og örar breytingar í viðskiptum og félagsmálum. HÓTELSÖGU, RÁÐSTEFNUSAL A, LAUGARDAGINN 18. FEBRÚAR KL. 9- 17. Á ráðstefnunni verður varpað Ijósi á stöðu íslands gagnvart Evrópubandalaginu og öðrum heimshlutum og leitað svara varðandi viðskiptalega hagsmuni og félagslegog menningarlegsamskipti íölduróti næstu ára. Einstaklingar í ábyrgðarstöðum í atvinnulífi.menntakerfi ogstjórnmálum flytja erindi. Tora Aasland Houg, þingmaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, flytur erindi um efnið: Norðurlönd ogsamruninn í Evrópu (Norden ogintegrationen i Europa). DAGSKRA: ► Setning: Svanfríður Jónasdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins ► Ávarp við upphaf ráðstefnu: Hjörleifur Guttormsson alþingismaður 1 YFIRLITSERINDI UM EVROPUBANDALAGIÐ OG UTANRÍKISVIÐSKIPTI ÍSLENDINGA. Kl. 9.15 ► Þróun utanríkisviðskipta íslendinga. Ingjaldur Hannibalsson, framkvœmdastjóri Úttlutningsróðs m ► Innri markaöur Evrópubandalagsins og viðbrögð EFTA. Hannes Hafstein róðuneytisstjóri ► Félags- og menningarmál í samþættum heimi. Jón Torfi Jónasson dósent & ► Stofnanir Evrópubandalagsins og ákvarðanataka. Porsteinn Magnússon stjórnmólafrœðingur. m Kaffihlé ► Áhrif varnar- og öryggismála á þróun Evrópubanda- lagsins. Albert Jónsson starfsmaður öryggismólanefndar a ► Evrópubandalagið, Norðurlönd og stefnan í gengis- og peningamálum. Mór Guðmundsson haafrœðingur ► Vörugæði og alþjóðaviðskipti. Guðrún Hallgrímsdóttir verkfrœðingur m ► Hver verða viðbrögð íslendinga við Evrópubanda- laginu? Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmólafrœðingur ► Störf nefndar Alþingis um stefnu íslendinga gagnvart Evrópubandalaginu. kjartan Jóhannsson alþingismaður NORÐURLOND OG SAMRUNINN I EVROPU. Tora Aasland Houg, þingmaður Sósíalska vinstri- flokksins í Noregi flytur erindi og svarar fyrirspurnum ISLENSKT ATVINNULIF OG BREYTT HEIMSMYND. Kl. 14-15.30 Hver eru viðhorf fulltrúa samtaka launafólks og atvinnurekenda til stækkandi viðskiptaheilda í Evrópu og víðar? Stutt erindi flytja: Ari Skúlason, hagfrœðingur hjó ASÍ. y Birgir Björn Sigurjónsson, framkvœmdastj. BHMR. 1 Guðjón Ólafsson, forstjóri SÍS. u Gunnlaugur Júlíusson, hagfrœðingur Stóttar- sambands bœnda. E. Magnús Gunnarsson, framkvœmdastjóri SÍF. H Ólafur Davíðsson, framkvœmdastjóri FÍI STUTT SVOR VIÐ STORUM SPURNINGUM. 1. Hvernig eiga íslendingar að bregðast við Evrópubandalaginu og öðrum breytingum í alþjóðaviðskiptum? 2. Hvernig ættu íslendingar að búa sig undir fyrirsjáanlegar breytingar á sviði félags- og menningarmála í samslunginni veröld? 3. Hvaða möguleika hefur smáþjóð eins og íslendingar í heimi samruna og aukins samstarfs á alþjóðavettvangi? Kl. 12-13 Hódegisverður ó róðstefnustað Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisróðherra a Jónas Kristjónsson ritstjóri Lnk w Júlíus Sólnes alþingismaður Kristín Einarsdóttir alþingismaður VL Ragnar Árnason hagfrœðingur m Svavar Gestsson menntamólaróðherra 9 Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður Kl. 17: Róðstefnuslit Róðstefnustjórar: Árni Póll Árnason og Stefanía Traustadóttir. Róðstefnugjald með hódegisverði og kaffi er kr. 2.200. Róðstefnugjald með kaffi er kr. 1.000. Ráðstefnan er öllum opin. Látid skrá ykkur tímanlega ísíma 17500. Alþýðubandalagið Laugardagur 18. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.