Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Blaðsíða 6
PJÓÐVILHNH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar £\ KLIPPT OG SKORIÐ Að vera eða ekki vera sjálfstæö þjóð Um síðustu helgi drap hér niður fæti nýr utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, James A. Baker. Ekki leit hann á ísland sem alvöruland sem þyrfti að heimsækja hátíðlega og heilsa upp á forseta þess og ríkisstjórn heldur kallaði hann á íslenska utanríkisráðherrann út á Keflavíkurílug- völl og ræddi við hann þar. Síðan James þriðji talaði við Jón Baldvin Hannibalsson í tvo tíma í Leifsstöð hefur utanríkisráðherrann okkar tví- eflst í varafiugvallarmálum svo að maður veltir fyrir sér í fullri einlægni hvort hann hafi verið beittur þrýstingi. Hvers vegna þarf að vinda svo bráðan bug að því að leggja hlussustóran varaflugvöll? Megum við ekki vera fegin ef Nató á vísan stað undir varaflugvöll á Grænlandi? Og umfram allt, ef við þurfum stóran varaflugvöll til heima- brúks, hvers vegna leggjum við hann þá ekki sjálf fyrir eigið fé? Við erum sjálfstæð þjóð og svoleiðis þjóðir reisa hús sín, skóla, brýr og flugveffi sjálfar. Lagning þessa varaflugvallar virðist í munni Jóns Bald- vins vera bundin við að hún sé kostuð af Mannvirkjasjóði Nató og vefst fyrir mörgum að skilja ástæður þess. Hverra hagsmuni er Jón Baldvin að hugsa um? íslenskra aðalverktaka? Samkvæmt Alþýðublaðinu sagði Jón Baldvin Baker að hann gerði sér vonir um „að samkomulag gæti tekist hér innanlands um heimild til þess að forkönnun færi fram á þessu máli, enda væri fjárheimild upp á sirka 11 milljarða íslenskra króna á yfirstandandi fjárhagsáætlun Atlants- hafsbandalagsins." Þar stendur hnífurinn í kúnni. Atlantshafsbandalagið hefur veitt heimild til að veita 11 milljarða króna strax í forkönnun. Enginn veit hvenær slíkt býðst aftur. Þar er þrýstingurinn, þar eru hagsmunimir. Og hvað skyldi felast í svona forkönnun? Sjálfsagt margt skemmtilegt fyrir ráðamenn. Ferðalög, veislur, við- ræðufundir við volduga menn sem er gaman að láta mynda sig með. Ekki fráleitt að þar sé líka þrýstingur og hagsmunir? Lítil þjóð öðlast aldrei sjálfstæði í eitt skipti fyrir öll. Það er byggt inn í líf hennar að berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæðri tilveru sinni. Voldugir menn vilja koma okkur a klafa með einhverjum ráðum, og hvað er betra til þess á pkkar gírugu tímum en peningar? í grein hér í blaðinu í vikunni er bent á að ef við göng- umst inn a það að Nató borgi venjulegan farþegaflugvöll, þó stór sé, á þeim forsendum að hann hafi hófleg afnot af honum á óskilgreindum „ófriðartímum", þá getum við eins tekið við fé til að kosta vegi, jarðgöng undir firði og í gegnum fjöll, símstöðvar, sjúkrahús sem full þörf erfyrir á ófriðartímum, kannski læknamenntun. Minnumst þess að þegar við gengum í Nató árið 1949 var því lýst yfir við samningagerðina að hér yrði aldrei her á friðartímum. Þá gleymdist að fá fulla skilgreiningu á því hvað fælist í orðinu friðartímar, og þeir sem hafa hag af því, sKilgreina auðvitað alla tíma sem órfriðartíma, meira að segja þeir sem kalla Nató friðarhreyfingu. Enda höfum við setið uppi með bandarískan her á íslensku landi í hartnærfjörutíu ár, og mál að linni. Ef við stígum nú það viðbótar óheillaspor að leyfa Nató að kosta framkvæmdir í almenningsþágu hér á landi þá vöknum við einn daginn upp við það að allt þjóðfélagið verður orðið að herstöð. - SA Að pakka inn sígarettupakka Þegar þessi Klippari var strák- ur var hann eitt sinn sendur í búð til að kaupa sígarettupakka. Allir vita að sígarettur eru rækilega inn pakkaðar: fyrst silfurpappír, svo venjulegur pappír, síðan selló- fan. En afgreiðslumanninum þótti þetta ekki nóg. Með léttri sveiflu krækti hann í endann á umbúðapappírsrúllu og reif af henni drjúgan snepil. Pakkaði sígarettupakkanum síðan vand- lega inn í umbúðapappír, braut upp hornin, gott ef hann lokaði ekki öllu saman með límpappír. Vesgú sagði hann, því enn eimdi eftir af dönskum áhrifum í landinu. Nú hefðu menn getað haldið að maðurinn hefði svona gaman af að vera í búðarleik. Eins og Bör Börsson sem þá var í útvarp- inu. Það má vel vera. Þó skiptir annað meira máli í þessu sam- hengi: hér varð tiltölulega sak- laus Klippari framtíðarinnar vitni að því að umbúðaþjóðfélagið var að fæðast. Þetta sem nú leiðir til hatrammra deilna um sorp- eyðingarstaðsetníngar og plast- flöskur og áldósir og plastpokana sem íslendingar nota í þvílfku magni að duga mundi margra miljóna manna þjóð. Umbúðaþjóð- félagið Umbúðaþjóðfélagið er sigur þeirra sem eru sannfærðir um að útlit vöru skipti eiginlega meira máli en innihaldið, enda það sem selst. Stórgáfaðir og hálistrænir og djúpsálfræðilegir menn draga alla sína visku saman til að gefa tannkremi, kornflögum og dömubindum hið rétta útlit sem vekur upp vinsamlegar öryggis- kenndir, rétta tegund forvitni, rétt tengsl við sól og sjó og feg- urð. Og umbúðir koma á um- búðir ofan. Aldrei þó meir en á gjafatíð eins og fyrir jól. Það hef- ur verið reiknað út í Vestur- Þýskalandi að þar borgi hvert mannsbarn ca. 13 þúsund krónur í umbúðir einar fyrir hver jól. ís- lendingar eru áreiðanlega enn ör- látari í þessum efnum. Umbúðaþjóðfélagið er skratti lúmskt. Það breiðir úr sér hægt og bítandi og gerir allt að sjálfsögð- um hlut um leið. Það spilar nefni- lega af mikilli fimi á sjálfsdekur okkar: eigum við ekki skilinn höfðinglegan umbúnað? Það spilar líka á letina þægindafúsu: ekki líður á Iöngu eftir að komnar eru á markað áldósir með gosi sem opnast með einu handbragði -þá. finnst mönnum glertlösku- gos ótrúlega umstangsfrekt og meiriháttar fyrirhöfn að finna upptakara til að opna slíka flösku. Og gosdrykkjafabrikk- urnar gjöra svo vel og keyra á haugana mörg tonn af gleri sem hefur orðið fyrir þeim markaðs - ósköþum sem einu sinni voru kölluð „siðferðileg úrelding". Við skulum svo kalla þetta sukk og sóun en það tekur víst enginn mark á því. Kostar mikið Það er oft verið að reikna út kaupmátt launa og oftar en ekki er svarið við dæminu á þá leið að þessi máttur hafi rýrnað frá því síðast eða fyrir tíu árum. Ekki skulu þeir reikningar dregnir í efa. En það væri gaman að vita hve stórt strik umbúðirnar marg- földu utan um lífsins gagn og nauðsynjar gera í búreikningana okkar. Hver herkostnaður um- búðaþjóðfélagsins er. Við vitum að hann er mikill og ekki minnkar hann. Hann er tvöfaldur: fyrst hækkar hann vöruverð, síðan heimtar hann peninga til sorp- eyðingar. Menn taka lítt eftir fyrri liðnum en kannski eftir þeim seinni - að minnsta kosti vilja menn alls ekki hafa sorpeyðingu eða endurvinnslu í námunda við sig: upp í sveit með það, burt. Hin miklu fjöll í ríkum þjóðfélögum fellur til bara í heimahúsum tæplega eða ríflega hálft tonn af sorpi á hvert mannsbarn á ári. Mikið af því umbúðir, fyrirferðarmiklar og endast von úr viti. í þéttbýlum löndum eins og því sama Vestur- Þýskalandi eru sorpfjöllin löngu orðin til mikilla vandræða: sorp- haugar yfirfullir, enginn vill leyfa nýja nálægt sér og þótt grannríkin - jafnt Austur-Þýskaland sem Holland og Austurríki - hafi tekið við rusli frá Þjóðverjum fyrir peninga, er slíkt skammgóður vermir. Menn hafa reynt að mæta þessu sorpfargangi með endur- vinnslu - enda er haft fyrir satt að í sorphaugum t.d. bandarískra stórborga sé meira að finna af gulli, silfri og platínu en í jarð- lögum. Fyrir nú utan þörfina á að lemja niður mengun. Engu að síður hefur endurvinnslu- draumurinn ekki sigrað nema á takmörkuðum sviðum hér og þar. Einnotafaraldurinn (t.d. plastdósir og áldósir) hefur reynst margfalt sterkari til þessa en sú hreyfing sem vill með notk- un annarra efna og með skila- gjaldi eða ýmislegum reglugerð- um setja skorður við vexti rusl- fjallanna, snúa þróuninni við. Ástæðan er einföld: það eru svo miklir hagsmunir í húfi. I Vestur-Þýskalandi þar sem menn kvarta einna mest yfir sorp- haugum, þar er umbúðaiðnaður- inn einhver stærsta atvinnugrein- in, veltir meira en 30 miljörðum marka, við hann starfar hálf milj- ón manns. Þeir eiga því við ramman reip að draga sem reyna með pólitískum aðgerðum að stöðva t.d framsókn einnota um- búða. Og þó eru á kreiki ýmis- legar hugmyndir merkilegar. Til dæmis þær sem tengjast þeirri einföldu hugmynd að þær um- búðir séu bestar sem ekki eru til. Því ekki að fara í búðir og tappa af tunnum og láta renna í hólf á „innkaupakofforti" sem menn hafa með sér? Menn segja líka: bananinn á að vera okkar fyrir- mynd. Hann er í hýði sem dugar vel til flutninga og rotnar síðan og leggur lífríkinu lið á átstað. í því sama Þýskalandi eru menn til dæmis að búa til ætar umbúðir um jógúrt úr einskonar kexi. Munur að losna þannig við f jóra miljarða jógúrtplastdósa, segir Spiegel um þetta mál. Og svo er hægt að lækka kexfjallið í leiðinni. ÁB. Þjóðviljinn Síöumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ftitstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aöalsteinsdóttir. Frettastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaoamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijosm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (Iþr.), Þröstur Haraldsson. Framkvaemdast|órl:HallurPállJónsson. Skrlfstofustjóri:JóhannaLeópoldsdóttir. Skritstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýsingast)óri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Agústsdóttir. Símavarsla:SigríðurKristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bíl8t|óri:JónaSigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir ÚtbreiSslu-og ¦fgrsloslustjófl: Bjðrn Ingi Rafnsson. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, atgreiðsla, ritst|órn: Siðumúla 6, Reykjavík, simar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70kr. NýttHelgarblað:100kr. Askrlftarverð é mánuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 18. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.