Þjóðviljinn - 18.02.1989, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Qupperneq 7
VIÐHORF Undariegar þversagnir Hér í Þjóðviljanum birtist grein síðastliðinn fimmtudag eftir Benedikt Davíðsson, stjórnar- mann Sambands almennra líf- eyrissjóða. Þótt aðaltilgangur greinarinnar sé að „leiðrétta slæma missögn" í viðtali við Björn Grétar Sveinsson, kallar Benedikt undirritaðan til vitnis um það að Björn Grétar sé ekki einn um að breiða þessa „mis- sögn“ út. Hér á Benedikt við viðtal sem birtist í fréttatímaritinu Þjóðlífi fyrir skömmu um starfsemi At- vinnutryggingarsjóðs og þau orð sem ég lét þar falla þegar vikið var að tregðu lífeyrissjóðanna að taka við bréfum sjóðsins. Spurn- ingu um þessa tregðu svaraði ég svo: „Það hafa verið í gangi ákveðn- ir orðaleikir með ríkisábyrgð en hin raunverulega ástæða þess að Samband almennra lífeyrissjóða hefur ekki verið áfram um að kaupa bréfin er að mínu mati sú að þeim finnast vextirnir sem boðið er upp á, 5% umfram verð- tryggingu, vera of lágir. Verka- lýðshreyfingin er því í þeirri undarlegu aðstöðu að vera að berjast á móti háum vöxtunum almennt í þjóðfélaginu, en í prax- is vill hún halda í háa vexti fyrir sitt lífeyrissjóðakerfi." Það er svo sem engin furða þótt maður sem í senn er í forsvari fyrir launamenn og gæslumaður fjármagns Iífeyrissjóðanna eins og Benedikt bregðist illa við og tali um þetta sem missögn. En hér er ekki um neina missögn að ræða. Þá fullyrðingu byggi ég meðal annars á fyrsta dreifibréf- inu sem Samband almennra líf- eyrissjóða sendi aðildarsjóðum sínum til að vara þá við bréfum Atvinnutryggingarsjóðs. í bréf- inu, sem dagsett er 21. nóvember Jóhann Antonsson skrifar 1988 og er undirritað með bestu kveðju af Hrafni Magnússyni, segir meðal annars: „Tvennt er það sem gerir þessa skuldbreytingu ekki sérstak- lega fysilega fyrir lánardrottna, þ.ám. fyrir lífeyrissjóði. 1. Lánin eru verðtryggð m.v. lánskjaravísitölu eða gengi er- lendra gjaldmiðla. Lánstíminn til eru eignir Atvinnutrygging- arsjóðs skuldabréf ýmissa fisk- vinnslufyrirtækja og annarra fyrirtækja í útflutningsgreinum sem lent hafa í umtalsverðum greiðslu erfiðleikum. “ Það fer ekkert á milli mála hvaða atriði er númer eitt í að- vörunarorðum forystumanna líf- aði til hér að framan. Þvert á móti ítrekaði Hrafn Magnússon í raun þau orð í sjón- varpi eftir að full ábyrgð hafði fengist á bréfin. Þar með er aftur komið að þessari undarlegu þversögn að sömu mennirnir krefjast í senn hækkunar og lækkunar vaxta. Þessi tvöfalda staða hlýtur að „Þar með er aftur komið að þeirri undarlegu þversögn að sömu mennirnir krefjistísenn hœkkunar og lœkkunar vaxta. Þessi tvöfalda staða hlýtur að valda mönnum vanlíðan og þörfin áfarsœlli lausn á vaxtavitleysunni hlýturað vera hreint sáluhjálparatriðifyrir forsvarsmenn lífeyrissjóðanna. “ er 6 ár en vextir eru aðeins 5%. Talið er að hægt sé að selja þessi skuldabréf á verðbréfa- markaði með 20-25% afföll- um. Ljóst er að vaxtakjör þess- ara bréfa eru ófullnægjandi m.v. þá raunvexti sem bjóðast almennt á fjármagnsmarkaðin- um og eru vextirnir reyndar Iangt undir þeim markaðsvöxt- um, sem lífeyrissjóðunum bjóðast um þessar mundir. 2. Lánin eru ekki með ríkis- ábyrgð, heldur ábyrgist At- vinnutryggingarsj óður greiðslu skuldabréfa með eignum sínum. Ekki er ljóst hvaða áhrif það kann að hafa að skuldabréfin séu ekki með ríkisábyrgð, en að meginhluta eyrissjóðanna. Allnokkru síðar fara svo að koma tilvitnanir í reglugerðir lífeyrissjóðanna varðandi ríkisábyrgðina. Mitt mat er að öll umræðan um ríkis- ábyrgðina hafi verið orðaleikur. Ríkið bar ábyrgð á sjóðnum og auk þess eru útlán sjóðsins með þeim hætti að aðeins lífvænleg fyrirtæki fá þar fyrirgreiðslu og eignir sjóðsins eru því eins traustar og frekast er unnt hjá út- Iánastofnun í dag. En orðaleiknum er lokið og samkvæmt grein Benedikts hefur SAL afturkallað aðvörunarorðin varðandi ábyrgðina. Mér vitan- lega hafa þeir hinsvegar ekki afturkallað aðvörunarorðin núm- er eitt í dreifibréfinu sem ég vitn- valda mönnum vanlíðan og þörf- in á farsælli lausn á vaxtavit- leysunni hlýtur að vera hreint sáluhjálparatriði fyrir forsvars- menn lífeyrissjóðanna. Eins og aiþjóð veit eru margir reiðubúnir að leggja þeim lið við að ná þeirri lausn. Um vaxtakjör á bréfum At- vinnutryggingarsjóðs er það ann- ars að segja að með því að hafa hámarksvexti 5% ofaná verð- tryggingu er verið að reyna að létta vaxtabyrði af útflutnings- fyrirtækjum og ná vöxtum nær raunveruleikanum í efnahagslíf- inu en þeir hafa verið. Til þess að ná því markmiði þurfti skilning og þarf enn. Satt best að segja tefldi afstaða lífeyrissjóðanna og málflutningur forsvarsmanna þeirra öllu þessu starfi í tvísýnu. En eftir að framkvæmdastjóm VMSÍ skoraði á lífeyrissjóðina að taka bréfin fór róðurinn að léttast og vonandi verður þetta með öðru til þess að auðvelda atvinnu- starfsemina og draga úr hættunni á atvinnuleysi. Grein Benedikts er öðrum þræði skrifuð eins og hann segir sjálfur til að „bæta úr vanþekk- ingu“ nokkurra nafngreindra manna. Ég fyrir mína parta er alltaf þakklátur þegar sérfróðir menn eru af lítillæti sínu tilbúnir að miðla mér þekkingu sinni. Ég efast ekki um að Benedikt á eftir að segja okkur frá því af hverju það er svona erfitt að lækka vext- ina á lánum okkar sjóðsfél- aganna. Ég skil alveg erfiðleika þeirra á að fá ríkið til að greiða lægri vexti. Það er einfaldlega vegna þess að ríkið yfirbýður sjálft sig á þessum þróaða mark- aði. Ég held að sjóðsfélagar hafi aldrei skuldbundið sig til að greiða aðra vexti en þá sem sjóðs- stjórnin ákveður á hverjum tíma, svo það er hægur vandi að láta hinn góða vilja lífeyrissjóðanna til að ná vaxtastiginu eitthvað niður njóta sín. Auðvitað er freistandi að taka margt fleira til umræðu sem varð- ar lífeyrissjóðina. T.d. hefur mér oft gramist sem landsbyggðar- manni að horfa á fjármagnið sog- ast burt á höfuðborgarsvæðið í gegnum lífeyrissjóðina. Ég ætla mér þó ekki að fara út í það að sinni. Ef til vill gefst tækifæri síð- ar, - ef þversögnin sem ég gat um áðan skyldi reynast missögn í augum Benedikts. Jóhann er viðskiptafræðingur frá Dalvík, og situr nú í stjórn Atvinnu- tryggingarsjóðs. Samningur um sérfræðilæknis- hjálp milli Læknafélags Reykja- víkur og Tryggingastofnunar rík- isins hefur talsvert verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum á undan- förnum vikum. í grein í Tímanum miðvikudag- inn 11. janúar sl. fullyrti Hörður Bergmann að þessi samningur væri óhagkvæmur. í greininni beinir Hörður ýmsum spurning- um til þeirra sem bera ábyrgð á samningnum og ítrekar þessar fyrirspurnir sínar í grein í Þjóð- viljanum 28. janúar sl. Hér á eftir verður leitast við að svara þessum spurningum Harð- ar, og eins reynt að skýra út á hverju það samkomulag byggist sem náðist milli Tryggingastofn- unar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um störf lækna utan sjúkrahúsa í tilteknum greinum læknisfræðinnar öðrum en heimilis- og embættislækningum. Hagsmuna almennings gætt Hörður spyr í grein sinni „hve- nær hagsmuna almennings verði gætt“. Á öðrum stað í greinni segir hann að þessi samningur tali skýru máli um það hve veikir til- burðir stjórnvalda séu til að draga úr sérfræðikostnaðinum. Það er sjálfsagt oft á tíðum álitamál hversu vel stjómmála- mönnum eða embættismönnum tekst að gæta hagsmuna almenn- ings. Það er hins vegar trú þeirra sem að þessari samningsgerð stóðu að í samningnum hafi verið Svar við skrifum Harðar Bergmann Guðmundur Bjarnason skrifar reynt eftir fremsta megni að gæta hagsmuna almennings. Ifyrsta lagi með því að almenn- ingur á áfram kost á læknisþjón- ustu utan sjúkrahúsa. í öðru lagi með því að draga úr það að sérfræðingar settu sér sína eigin gjaldskrá, sem vafalaust yrði langtum hærri en sú gjald- skrá sem samningurinn við Tryggingastofnun ríkisins byggir á. Og þá hefði almenningur þurft Herði að læknar teljist til há- launahóps í þjóðfélaginu. Þó eru laun þeirra mjög mishá. Það þurfa Hörður og fleiri að hafa í huga þegar þeir tala um há laun og lág laun að ævitekjur manna „Með því að setja tilvísanakerfið á og fá hvorki afslátt né aðrar breytingar hefðu menn rennt alveg blint í sjóinn með það hver sparnaður hefði orðið afþessum samningi (við lœkna um sérfræðihjálp). Því varþessi leið valin. “ kostnaði við sérfræðilæknishjálp um 86 miljónir króna eða rúm 10% af heildarútgjöldum til sér- fræðilæknisþjónustu og koma þannig í veg fyrir sífellda út- gjaldaauka á þessum hluta heil- brigðisþjónustunnar. Á milli áranna 1986 og 1987 hækkaði þessi liður heilbrigðisþjónust- unnar um 26% á föstu verðlagi og á milli áranna 1987 og 1988 um 17%. Með þessum samningi er stefnt að því að lækka sérfræði- læknisþjónustuna um 10%. í þriðja lagi að koma í veg fyrir að greiða að fullu fyrir alla sér- fræðilæknishjálp. Hálaunahópur- ekki hálaunahópur í grein sinni telur Hörður „að samningur þessi gefi glögga inn- sýn í vanmátt og ábyrgðarleysi stjórnvalda og embættismanna sem eigi að gæta hagsmuna al- mennings gagnvart hálaunahópi, sem á sinn þátt í að þyngja skatt- byrði á alþýðu manna.“ Ég hygg að það sé rétt hjá þurfa ekki endilega að ráðast af því hvort menn hafi há eða lág laun á tilteknum tímapunkti. Ævitekjur hvers einstaklings skipta auðvitað mestu máli, en þær ráðast um margt af því á hvaða tíma og hversu langan tíma ævinnar menn vinna við launuð störf. Sá tími sem læknar hafa til að vinna fyrir sínum ævitekjum er styttri en hjá mörgum öðrum stéttum. Ævitejur þeirra þurfa því ekki endilega að vera hærri en t.d. hjá iðnaðarmanni, eða ein- hverri starfsstétt sem litla skóla- göngu hefur að baki en hafa þess í stað öðlast sinn lærdóm og starfs- þjálfun í atvinnulífinu á launum gagnstætt því sem er hjá læknum sem eyða stórum hluta ævinnar í skóla. Þar að auki hafa læknar, sem og aðrir langskólamenntaðir menn, þurft að leggja í mikinn kostnað við sitt nám. í greinum Harðar gætir nokk- urs misskilnings þegar hann er að fjalla um mánaðarlaun lækna. Hörður segir að þeir sem séu í fullu starfi inni á stofnun fari að veita afslátt þegar þeir séu komn- ir með kr. 192.000 mánaðarlaun sem aukavinnu, en þeir sem ein- göngu starfa á eigin stofu fari að veita afslátt þegar mánaðarlaun þeirra séu komin í kr. 385.000 á mánuði. Hér gætir nokkurs mis- skilnings. í fyrsta lagi er hér ekki um mánaðarlaun að ræða heldur mánaðartekjur. f samningnum er gert ráð fyrir því að 50% af tekj- unum fari í kostnað. Laun skv. þessu væru því kr. 96.000 og kr. 192.500. í öðru lagi hafa þeir læknar sem eru í fullu starfi, þ.e. 1000% stöðu inni á stofnun, rétt skv. kjarasamningum til að vinna sem svarar 9 klst. á viku á eigin stofu eða 36 klst. á mánuði. Sennilega er ekki óalgengt að menn vinni 50 klst. í yfirvinnu á mánuði hverj- um að meðaltali. Ég held að sá Guðmundur er heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra. Grein Harðar Bergmann birtist i Þjóðvifjanum 28. janúar sl. Laugardagur 18. febrúar 1989 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.