Þjóðviljinn - 18.02.1989, Side 13

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Side 13
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Eg leita, þess vegnaerég Um Min livsfrukt eftir Lars Ahlin Lars Ahlin Fyrir tveim vikum sagði ég frá bókinni um Byron sem Svíar lögðu fram til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Nú verður sagt frá hinni pálþykku skáldsögunni sem þeir lögðu fram og er eftir einn af höfðingj- unum í sænskri skáldsagnagerð á þessari öld. Hann heitir Lars Ahlin. Skáldsaga Lars Ahlins heitir Min livsfrukt. Frukt þýðir ávöxt- ur og er notað í myndmáli um börn, þ.e. ávöxtur ástarinnar. Sögnin „frukta“ þýðir að óttast. Ást og ótti skipa líka veglegan sess í þessari skáldsögu, ásamt tíma. Sagan skiptist í þrjá meginhluta og er 607 blaðsíður. Saga um miljónung Min livsfrukt er sögð í fyrstu persónu og mætti ef til vill kallast þroskasaga einstaklings. Aðal- persónan skráir í henni ævisögu sína frá fæðingu til dauðadags. Aðalpersónan, sögumaðurinn Jóhannes, er eini erfingi forríkrar sænskrar fjölskyldu. Faðir hans deyr þegar hann er þriggja ára og það eina sem hann á til minja um hann er gömul skammbyssa. Hins vegar á hinn föðurlausi Jó- hannes eiginlega þrjár mæður. Par ber fyrst að nefna konuna sem gekk með hann og ól hann. Hún hefur elskað mann sinn með ærslum og liggur að mestu í rúm- inu eftir að hann fellur frá. Fer eingöngu á fætur til að fást við bókhald og sinna eignum fjöl- skyldunnar. Hún hafnar syni sín- um og höfnun hennar skapar botnlausa þrá eftir ást hjá Jó- hannesi, en hann veit það ekki sjálfur vegna þess að hann þekkir ekki fyrirbærið - það er að segja ástina. Thea móðursystir Jóhannesar verður honum önnur móðir. Samband þeirra er hlýlegt, en hún heldur honum í hæfilegri fjarlægð. Hún er ógift, hámennt- aður bókmenntafræðingur og menningarviti. Þær systur voru báðar ástfangnar af föður Jó- hannesar, en Thea fékk hann ekki og varð að láta sér nægja bókmenntirnar. Frá henni fær Jó- hannes þekkingarþrá. Þriðja móðir Jóhannesar er vinnukona fjölskyldunnar. Hún sinnir honum og hugsar um hann frá því að hann fæðist og uns yfir lýkur. Þessi þríeina heilaga móðir Jóhannesar er skapari hans, ef svo má segja. Þegar Jóhannes verður fjár- ráða er honum tilkynnt að eignir hans nemi um það bil 25 miljón- um sænskra króna. Þegar eigin- leg móðir hans leggst banaleguna og hann er kallaður að beði henn- ar segir hún honum meðal annars Kristján Jóhann Jónsson skrifar að hann sé leiðinlegur og þung- lyndur og standist engan saman- burð við föður sinn. Og hún setur honum tvo kosti: að verða fjall-' hress eins og pabbi heitinn eða lofa að gefa sjúkrahúsum í Afríku allan auð sinn. Jóhannes getur ómögulega orðið fjallhress svo hann fer að senda miljónir króna til Þriðja heimsins. Eina sem tef- ur er hvað það tekur langan tíma að lauma peningunum fram hjá skattinum. Því er það að föðurbróðir Jó- hannesar telur hann á að læra lög- fræði og sérhæfa sig í skatta-. lögum. Eftir löng námsár í Upp- sölum kemur Jóhannes aftur heim, lifir lífi sínu í bókum, les mest gömul leikskáld og heimspekinga. Vangaveltur hans um þá eru vafasamasti hlutinn af frásögninni. Annars er frásögnin snúin sam- PAGVIST H\I1\A Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Nóaborg Austurbær Stangarholti 11 s. 29595 Breiðholt - Grafarvogur Jöklaborg Bakkaborg Foldaborg v/Jöklasel v/Blöndubakka Frostafold 33 s. 71099 s. 71240 S. 673138 an úr þremur meginþáttum eins og vænta má, því þeir eru raktir til hinnar þríeinu, heilögu móð- ur. Þættirnir þrír eru ástin, menn- ingin og hversdagslffið. Ástin og tíminn Að loknu námi fær Jóhannes trygga stöðu á leiðinlegri lög- fræðiskrifstofu hjá Lars föður- bróður sínum. Þá tekur ástin völdin í lífi hans. Eins og áður gat hefur hann þráð ást alla ævi án þess að vita það, því af henni hef- ur hann enga reynslu. Allt frá bemsku hefur honum fundist hann lifandi dauður og sannfært sig um að ást sé eitthvað sem aðr- ir njóti. Stúlkan Lisbet er andstæða hans. Hún ólgar af lífsfjöri þótt lífið hafi verið henni ómjúkt. Systir hennar er þroskaheft, bróðir hennar hefur hengt sig, móðir hennar er dáin úr krabba- meini og faðir hennar saddur líf- daga. En Jóhannes og Lisbet gifta sig og ást þeirra vex jafnt og þétt. Til að byrja með er Lisbet svo hrædd við að eignast barn að þau nota bæði getnaðarvarnir, en þar kemur að hún krefst þess að þau eignist barn. í fæðingunni verður barnið fyrir alvarlegum heila- skemmdum eins og elsta systir Lisbetar. Hjarta Lisbetar brestur af harmi og hún styttir sér aldur með því að aka á gríðarstórt tré við sumarbústað þeirra hjóna. Jóhannes drepur sig og barnið á ströndinni hinum megin við sumarbústaðinn: fyrst gefur hann barninu of stóran skammt af svefntöflum, svo leggur hann síð- ustu hönd á handritið og eftir það er tímabært að miða skammbyssu föðurins á gagnaugað. Leitinni lauk Endirinn tengist vel gömlu harmleikjunum sem Jóhannes hefur endursagt ýtarlega í sögu sinni. Ástin gaf Jóhannesi og Lis- bet líf og tók það svo aftur, rétt eins og hún fór með móður Jó- hannesar. Mæðginin sameinast í dauðanum. Jóhannes gleypir í sig ókjör af menningararfi Evrópu á sinni fremur stuttu ævi í leit að því sem hann vantar en veit ekki hvað er. Vissulega hefði mátt þjappa því efni betur saman en það skiptir miklu máli fyrir byggingu sög- unnar. Jóhannes leitar, þess vegna er hann. Thea frænka gaf honum von um að bók- menntirnar ættu svar, „sann- leika“, og meðan hann trúir því horfir hann út úr lífi sínu en ekki inn í það. Þegar leitinni er lokið lýkur handritinu - og lífi Jóhann- esar. Það er hjónabandið, náið til- finningasamband við konu og barn, sem segir honum að hverju hann var að leita. Sannleikurinn er sá að ást og líf eru samheiti. Meðan Jóhannesi er að verða þetta ljóst skrifar hann sögu sína, í tilraun til að búa til örlitla von um að til sé einhver von. En bæði handritinu og lífinu lýkur, og ég ætla að ljúka þessari frásögn með örlítilli tilvitnun í þetta mikla skáldverk Lars Ahlin: „Ekkert er raunverulegra en tíminn. Hann er harður eins og gimsteinn, ruddalegur eins og vélbyssuskothríð sem aldrei linn- ir, hann étur okkur, sekúndu fyrir sekúndu, hann tyggur okkur stanslaust þangað til öllu er lokið. Þannig er nú það.“ ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 13 NORDISKT KONSTCENTRUM söker USTALLNINGSCHEF en nordisk tjánst som tillsáttes pá 4 ár (med ev. möjlighet till förlángning) Nordiskt Konstcentrum ár en samnordisk institution með uppgift att frámja det nordiska samarbetet pá bildkonstens omráde. Kontoret befinner sig i mycket vackra lokaler pá Sveaborg vid inloppet til Helsingfors. Verksamheten omfattar produktion och distribution av utstállningar, informationsverksamhet, konsttidskriften SIKSI, gástateljéverksamhet i samtliga nordiska lánder, dokumentations- verksamhet, seminarier etc. Nordiskt Konstcentrum befinner sig í ett expansivt skede. Uppgifterna vidgas. Frán den 1.1.1990 fung- erar en nordisk konst- och konstindustrikommitté som styrelse för centret. Centret, som leds af en intendent, har för nárvarande elva fasta tjánster och nágra anstállda pá timlönsbasis. Pá utstállnings- avdelningen arbetar förutom utstállningschefen tvá utstállnings- sekreteraré och en tekniker. Ustállningschefen ár intendentens stállföretrádare. Utstállningsverksamheten ár omfattande och rör frámst nutida nor- disk konst. Ustállningsverksamheten inom Norden ár prioriterad men centret arbetar ocksá utanför Norden. Pá Sveaborg finnst tvá utstállningslokaler, 400 kvm resp. 200 kvm och hár visas ett tiotal utstállningar per ár. Den nordiska biennalen Borealis ár exempel pá större projekt centret driver. Tjánsten kráver stor och dokumenterad erfarenhet af kvalificerad utstállningsversamhet pá konstsidan samt konstvetenskaplig ut- bildning. Av sökande krávs bred kunskap om nordisk konst och nordiskt konstliv. Stor vikt fástes vid god organisations- och administrativ förmága samt god samarbetsförmága. Sökande bör behárska danska, nor- ska eller svenska samt engelska. Löneklass: A23 (begynnelselön FIM 10.141 /mánad, slutlön inklusi- ve samtliga álderstillágg FIM 12.952/mánad). För tjánsteman sem ej ár finlándare tillkommer etableringsbidrag och utlandstillágg, som í Finland beskattas, samt flyttningsbidrag. Ev. kan bostad erbjudas pá Sveaborg. Ansökan skall vara centret tillhanda senast den 21.3.1989. Tilltrá- de sker i september 1989. Nármare upplysningar om tjánsten lámnas af centrets chef, intendent Birgitta Lönnell. Ansökan stálles till Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg, SF-00190 Helsingfors. Tel. 90-668 143. Félag járniðnaðarmanna Aðalfundur Veður haldinn laugardaginn 25. febrúar 1989 kl. 13:30 að Suðurlandsbraut 30 4. h. Dagskrá: 1. venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi fimmtudaginn 23. feb. og föstudaginn 24. feb. kl. 17-19 báða dagana. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn félags járniðnaðarmanna Sóknarfélagar Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs fyrir árið 1989. Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggja frammi frá og með 20. febrúar til 27. febrúar 1989. Frestur til að skila listum er til kl. 12 27. febrúar. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna Sóknar. Listum ber að skila á skrifstofu Sóknar Skipholti 50A. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.