Þjóðviljinn - 18.02.1989, Page 16

Þjóðviljinn - 18.02.1989, Page 16
Jóhanna Guðmundsdóttir, matráöskona: Hefur það nokkur áhrif á Þjóð- verja hvað við segjum hér? Jarþrúður Rafnsdóttir, húsmóöir: Ég hugsa að það hafi mjög lítið að segja; betra þó en að þegja alveg. Guðmundur Birgisson, nemi: Þetta gæti haft áhrif okkur í óhag. Ómar Valdimarsson, blaöamaöur: Ég held að ekkert geti haft áhrif á þetta mál úr því sem komið er. —SPURNINGIN — Hvaða áhrif telur þú að bréfaskriftir forráða- manna þjóðarinnar hafi á deilurnar um hvalina við Þjóðverja? Haraldur Erlendsson, íþróttakennari: Engin áhrif. Við erum svoddan peð í hinum stóra heimi að ef stór og mikil samtök erlendis, taka sig saman þá töpum við auðvitað. þJÓWIIUINN Laugardagur 18. febrúar 1989 35. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Matvæli Krabbakjöt úr ufsahakki Nýjasti smellurinn í bandarískri matvœlaframleiðslu Þeir kalla það Surimi upp á japönsku og það er nýjasti smellurinn í bandarískri mat- vælaframleiðslu: marningur úr ódýrum fisktegundum eins og Alaska-ufsa, sem er blandaður rotvarnar-, litar- og bragðefnum og mótaður í líki krabba, rækju, skelfisks og annarra verðmætra fisktegunda. Neysla á þessari nýj- ustu afurð bandarískrar mat- vælamenningar hefur tuttugfald- ast á undanförnum 8 árum, og ekkert lát virðist á eftirspurninni þar vcstra. Astæðan er einkum verðið, en einnig sú að sögn viku- blaðsins Time, að fiskur er orð- inn eftirsóttur sem heilsufæði í Bandaríkjunum, og skiptir þá út- litið mestu máli, þótt hollustan sé í þessu tilfelli umdeild. Surimi eða fisklíki er búið til með þeim hætti að fiskurinn, í flestum tilfellum ódýr Alaska- ufsi, er marinn og hakkaður í kældu vatni þangað til marning- urinn er orðinn að þykku deigi. Þá er bætt út í hann bragðefnum eins og sykri og salti og rotvarnar- og bindiefnum eins og monosódí- um glutamate og sterkju og síðan litarefnum eftir því sem við á hverju sinni. Svo er deigið mótað í líki krabba, humars, rækju, skelfisks eða annarra eftirsóttra fisktegunda. Talið er að Banda- ríkjamenn neyti nú um 65.000 tonna af slíku fiskmeti á ári, með- vitað eða ómeðvitað. Vinsældir þessara nýju fisk- rétta bera bandarísku bragðskyni ekki gott vitni, en fisklíki þetta er að sögn vikuritsins Time sætsalt á bragðið og eins og gúmmí undir tönn. Marningurinn kemur úr vélunum eftir að búið er að Síðan er hann litaður og blandaður bragðefnum og þvo úr fiskinum vítamín, steinefni og fitu. rotvarnarefnum og formaður í líki dýrindis krása.... En það er ekki bara að bragð- gæðin eigi lítið skylt við ferskan fisk, heldur hefur meðferðin öll stórlega rýrt upphaflegt næring- argildi ufsans sjálfs, auk þess sem hvers kyns aðskotaefnum er bætt við. Þannig hafa efnagreiningar leitt í ljós að hlutfallslegt innihald eggjahvítu og fitu hefur rýrnað og að verðmæt vítamín, fitusýrur og steinefni hafa skolast burt úr fisk- inum við marninginn. Mælingar hafa sýnt að Surimi hefur nífald- an skammt af sódíum miðað við ferska lúðu, svo dæmi sé nefnt, auk þess sem salt- og sykurinni- hald er margfalt miðað við fers- kan fisk. Talsmenn þessarar nýjungar í bandarískri matvælamenningu segja að þrátt fyrir skert næring- argildi, standist Surimi saman- burð við mörg algeng matvæli þar vestra, og hafi þann stóra kost að vera þægilegt í allri meðferð og matreiðslu. Gagnrýnendur fyrirbærisins hafa bent á að með þessu sé verið að blekkja neytendur: almennt er ekki tekið fram hvort um ekta fisk er að ræða eða fisklíki á mat- seðlum veitingahúsa eða í fisk- borðum í verslunum. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur gefið út reglugerð um að pakkn- ingar með Surimi verði að merkja sem fisklíki nema sannanlega sé um sama næringargildi að ræða og í þeirri fisktegund sem líkt er eftir. En varan er minnst seld í pakkningum, og eina fylkið í Bandaríkjunum sem setur þær kvaðir á veitingahús að segja til um á matseðli hvort um fisklíki sé að ræða, er Maine. Annars geta menn hámað í sig matarlit og monosódíum glutamate í þeirri trú að um dýrindis humar sé að ræða úr Mexíkóflóanum eða Kar- íbahafinu. Og ekki ætti verðið að draga úr matarlystinni, því pund- ið af ferskum krabba kostar í Bandaríkjunum 15-20 dollara en krabbalíki af þessari gerð kostar hins vegar 5-6 dollara beint úr steypumótinu. Matreiðslan er sögð einkar handhæg og óneitanlega er þetta girnilegt að sjá - eða hvað?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.