Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Lífeyrissjóðirnir Obreytt vaxtastefna Benedikt Davíðsson: Fylgjum áfram meðalvöxtum bankanna. Pétur Blöndal: Við munum ekki beita okkurfyrirþvíað sjóðirnir lœkkisína vexti. Porgeir Eyjólfsson: Lœkkuðum vextina til að létta á greiðslubyrði sjóðfélaga Við munum áfram fylgja þeirri reglu að láta vexti af iífeyris- sjóðslánum til sjóðfélaga fylgja meðalvöxtum bankanna eins og verið hefur frá því vextir voru gefnir frjálsir, sagði Benedikt Davíðsson formaður stjórnar Sambands almennra lífeyrissjóða þegar hann var spurður hvort þeir myndu lækka vexti af lánum sínum í kjölfar vaxtalækkunar hjá Lífeyrissjóði verslunar- manna. Allt frá því vextir voru gefnir frjálsir í nóvember 1986 tóku stjórnir lífeyrissjóöasamband- anna þá ákvörðun að vextir af lánum til sjóðfélaga réðust af þeim meðalvöxtum sem Seðla- bankinn reiknaði út og byggir á þeim vöxtum sem bankarnir bjóða sínum viðskiptavinum. í dag eru meðalvextir 8,1%, en hæst hafa þeir farið í 9,5%. - Við ákváðum að lækka vext- ina úr 8% í 7%. Á þann hátt vilj- um við koma til móts við félags- menn okkar og létta á þeim greiðslubyrðum sem háum vöxt- um fylgja. Einnig viljum við leggja okkar af mörkum til að lækka vexti almennt, sagði Þor- geir Eyjólfsson forstjóri Lífeyris- sjóðs verslunarmanna. Hann sagði jafnframt að sjóðurinn hefði nokkra sérstöðu í vaxtamál- um og benti á í því sambandi að sjóðstjórnin hefði ákveðið, þegar vextir stefndu upp fyrir 8%, að setja markið þar. En á sama tíma hefðu aðrir sjóðir tekið allt að 9,5% raunvexti af sínum lánum. - Það er hlutverk okkar sem sitjum í stjórnum þessara sjóða að ávaxta þá eftir bestu getu, sagði Benedikt aðspurður um hvers vegna sjóðirnir héldu uppi svona háum raunvöxtum. Hann sagði að þessi okurvaxtastefna myndi að vísu ekki leysa allan þann vanda sem lífeyrissjóðirnir standa frammi fyrir. „Ef ríkis- valdið er tilbúið að tryggja okkar sjóðfélögum sömu lífeyrisréttindi og td. opinberir starfsmenn hafa, gætum við lækkað vextina allverulega," sagði Benedikt. Aðspurður um hvort stjórn Landssambands lífeyrissjóða ætl- aði að beita sér fyrir að sjóðirnir innan þess lækkuðu vextina sagði Pétur Blöndal formaður sam- bandsins að það væri alfarið á valdi stjórnar hvers sjóðs að gera það. Hann vildi ekkert um það segja hvort aðrir sjóðir myndu fylgja fordæmi verslunarmanna. -sg Lánsfjárlög Ríkið fai 36,5 miljarða að láni Ríkið hyggst fá 36,570 miljarða að láni í ár, þar af 20,820 milj- arða erlendis en 15,750 miljarða hérlendis. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra á alþingi í gær. Hann kvað upphæðina hafa hækkað um 7,940 miljarða í meðförum þings- ins frá því frumvarpið var fyrst lagt fram í nóvember, þar af væru 5,7 miljarðar vegna halla á ríkis- sjóði á árinu sem Ieið. 1.750 milj- ónir væru vegna heimilda opin- berra fjárfestingasjóða en 450 miljónir vegna nýrra verkefna og gengisbreytinga. Fjármálaráðherra gat þess að þjóðhagsspá fyrir 1989 gerði ráð fyrir að halli af viðskiptum við útlönd yrði 3,3% af áætlaðri landsframleiðslu. Þetta væri spá um betri útkomu en reiknað hefði verið með, til samanburðar mætti geta þess að útkoman fyrir 1988 hefði verið 4,1% halli. ks. Tálknafjörður 10 ára bið á enda Sveitarstjórinn: Nýtt íþróttahús tekið ínotkun aðhluta. Kostar 100 miljónirfullbúið. Ekkert atvinnuleysi Félagarnir Helgi og Jón L. skildu jafnir í gær. Skák Samtök fiskvinnslustöðva Motmæla óstofnuðum SJOðl Takaþarfaföll tvímœli um endurgreiðslu 800 miljóna króna láns Verðjöfnunarsjóðs Stjórn Samtaka fiskvinnslu- stöðva mótmaelir harðlega stofn- un Hlutabréfasjóðs Byggðastofn- unar og að ekki skuli vera breytt texta bráðabirgðalaganna þess efnis að ríkissjóður taki á sig 800 miljóna króna lán Verðjöfnunar- sjóðs fískiðnaðarins. Samtök fiskvinnslustöðva telja að stofnun Hlutabréfasjóðs geti leitt til mismununar fyrirtækja og byggðarlaga og virðist einungis eiga að tryggja kröfur skuldar- eigenda í fyrirtækjum sem eru komin í þrot. Þá telja Samtökin engar líkur á að Verðjöfnunarsjóður eða fisk- vinnslan muni geta greitt þetta lán af tékjum sínum. Stjórnin tel- ur að þrátt fyrir að í umfjöllun ráðamanna, ma. sjávarútvegs- ráðherra, hafi komið fram sú skoðun að lánið muni falla á ríkis- sjóð þurfi að taka af öll tvímæli þar um í texta bráðabirgðalag- anna. -grh Jafnaðarstefnan í algleymingi Sjöunda umferð Fjarkamóts Skáksambands íslands var tefld á Hótel Loftleiðum í gær. Fátt óvæntra úrslita leit dagsins Ijós, sovésku stórmeistararnir skiptu sínum vinningi bróðurlega á milli sín og það gerðu einnig íslenskir kollegar þeirra, Helgi og Jón L., sem og Bretarnir Watson og Hodgson. Mótið er nú hálfnað (13 um- ferðir alls) og hefur enginn kepp- enda enn tekið leiftursprett og stungið félaga sína af. Að sönnu er sovéski stórmeistarinn Júrí Balasjof efstur með 5 v. en aðeins hálfum vinningi neðar eru þeir landi hans Eingorn og „okkar" maður, Helgi Olafsson. Margeir Pétursson kemur svo á hæla þeim og hefur hreppt 4 vinninga. Úrslit 7. umferðar: Karl-Sævar: 1 -0 Slgurður Daði-Björgvin: 1-0 Eingorn-Balasjov: jafnt Watson-Hodgson: jafnt Helgi-Jón L.: jafnt Hannes Hlífar-Margeir: jafnt Tisdall-Þröstur: óvíst ks. Fyrir skömmu var tekimm í notkun á Tálknafirði hluti af nýju iþróttahúsi sem verið hefur í byggingu í 10 ár. Þar á meöal er 25 m löng sundlaug, búningsað- staða og hluti af íþróttasal sem jafnframt er vísir að félagsheimil- isaðstöðu. Að sögn Arnars Pálssonar sveitarstjóra á Tálknafirði mun taka 4-5 ár að fullgera íþróttahús- ið sem verður 1460 fermetrar að stærð og áætlað er að það muni kosta fullbúið um 100 miljónir króna. Nýja íþróttahúsið gjör- breytir allri íþróttaiðkun heima- manna sem og allri leikfimi- kennslu skólabarna, en um 380 manns búa á Tálknafirði. Mjög gott atvinnuástand hefur verið þar vestra og ekkert atvinnuleysi. Burðarásar at- vinnulífsins eru Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. sem gerir út to- garann Tálknfirðing og saltfiskverkunarstöðin Þórsberg hf. með 2 netabáta. Arnar sagði að fyrirtækin hefðu staðið skynsamlega að fjárfestingum í nýliðnu góðæri og því væri staða þeirra mun skárri en margra ann- arra sjávarútvegsfyrirtækja um þessar mundir. Þó kemur 10% kvótaskerðingin sér afar illa fyrir togarann og er búist við að hann þurfi að vera bundinn við bryggju í 3-4 mánuði af þeim sökum. Auk þess er gerður út fjöldi smábáta þaðan vor og sumar og til að bæta hafnaraðstöðu þeirra er í bígerð smíði flotbryggju í ár. Þá eru starfrækt 3 fiskeldisfyrir- tæki í firðinum sem njóta góðs af heitu vatni sem þar er að finna. Það eru fyrirtækin Sveinseyrarlax hf., Þórslax hf. og Lax hf. og hafa 10 manns atvinnu hjá þeim. Tvær kaupleiguíbúðir eru í smíðum á vegum sveitarsjóðs en á Tálknafirði sem og víðar er mikill skortur á leiguhúsnæði fyrir þá fjölmörgu sem vilja vinna þar en eru ekki tilbúnir að fjárf- esta í eigin húsnæði til að byrja með. -grh Eining á Akureyri Snúum vöm í sókn Ikomandi samningum verður að endurheimta kaupmátt lœgstu launa sem náðist í aprílsamningunum í fyrra | þeim samningum sem fram- undan eru verður að stöðva þá þróun að kjörin verði sífellt lak- ari með hverjum mánuðinum sem líður og það ber að snúa vörn í sókn og leitast við að endur- heimta þann kaupmátt lægstu launa sem náðist við samninga- gerðina í apríl í fyrra, segir í ályktun sem nýlega. var samþykkt á fundi trúnaðarmannaráðs Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri. Fundurinn tekur mjög ein- dregið undir þá ályktun Verka- mannasambandsins að í komandi kjarasamningum verði aðal- 'áherslan lögð á að tryggja fulla atvinnu, jöfnun lífskjara og að verðbólgu verði haldið í skefjum. Trúnaðarmannaráðið telur að eina vonin til að ná árangri í kom- andi samningum sé að verkalýðs- hreyfingin komi fram sem sam- stæð heild og skorað er á öll verkalýðsfélög að vinna ötullega að sem víðtækastri samstöðu. Þá bendir fundurinn á að óðum styttist í að núgildandi samningar renni út og því tímabært að ljúka innbyrðis undirbúningi samn- ingagerðar og hefja alvöru við- ræður bæði við vinnuveitendur og fulltrúa ríkisvaldsins. í álykt- un fundarins er lögð rík áhersla á að afieggja verði þann ósið að ný- ir samningar séu ekki gerðir fyrr en löngu eftir að eldri samningar eru fallnir úr gildi. -grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. febrúar 1989 Verðlagslög Búin undir umþóttun Verðlagslög eru nú búin undir þær breytingar er verða um mán- aðamótin þegar verðstöðvun fell- ur úr gildi en í garð gengur um- þóttunartími strangs aðhalds í verðlagsmálum. Vegna þessa mælti viðskipta- ráðherra fyrir þríþættri breytingu á verðlagslögum á alþingi í gær. Nýmælin ganga útá það að auka virkni verðlagsráða með því að rýmka ákvæði um setu vara- manna, aukna upplýsingaskyldu fyrirtækja gagnvart verðlags- stofnun og að orkusölufyrirtæki ríkisins falli undir ákvæði verð- lagslaga tímabundið eða þá 6 mánuði sem umþóttunin varir. ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.