Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Japansmarkaður Neikvæð markaðsathugun Sölustofnun lagmetis: Þurfum að ráðast í dýrt vöruþróunarátak til að komast inn á japanska markaðinn. Ekkert heyrtfrá stjórnvöldum um fyrirhuguð lagmetiskaup Japana. Frekari uppsagnir á nœsta leiti Við skoðuðum lagmetismark- aðinn í Japan í fyrra með markaðssetningu í huga. Sú skoðun sýndi að við þurfum að ráðast í mjög dýrt vöruþróunar- átak til að ná þar einhverjum ár- angri sem við treystum okkur ekki í. Enda eru neysluvenjur Japana allt öðruvísi en í Evrópu sem er sá markaður sem hentar okkur vel, sagði Theódór S. Hall- dórsson framkvaemdastjóri Sö- lusamtaka lagmetis. Um síðustu helgi var staddur hér á lándi Kazuo Shima aðal- samningamaður japönsku ríkis- stjórnarinnar í fiskveiðimálum. í viðræðum hans við íslensk stjórnvöld mun hann hafa rætt þann möguleika að Japanir keyptu af íslendingum lagmeti sem er núna óseljanlegt vegna hvalveiðistefnu sjávarútvegsráð- herra. Svo virðist sem þessi lag- metiskaup Japana séu meira í orði en í verki. Allavega hefur ekkert samband verið haft við Sölusamtök lagmetis vegna máls- ins. Þar á bæ bíða menn í ofvæni eftir að heyra eitthvað frá stjórnvöldum til að fá að vita hvað hangir á spýtunni. Þegar hafa um 40 manns misst atvinnuna vegna hruns Þýska- landsmarkaðar og bjóst Theódór við að sú tala ætti eftir að hækka til muna á næstunni að öllu óbreyttu. Fyrir lagmetisiðnað- inn, og þá ekki síst fyrir fólkið sem á það á hættu að missa at- vinnuna á næstu dögum, er brýnt að stjórnvöld leggi spilin á borð- ið. Að öðrum kosti er ekki hægt að líta á fyrirhuguð lagmetiskaup Japana öðruvísi en sem ódýra auglýsingamennsku. Það er ekki aðeins að neyslu- venjur Japana á sjávarafurðum séu með öðrum hætti en tíðkast í Evrópu, heldur kostar það mikla peninga að koma framleiðslu- vörum þangað austur. Um 150 - 170 krónur kostar að flytja eitt kfló af fiski með Flying Tigers til Japans en er mun ódýrara með skipum. Það litla sem flutt hefur verið út af lagmetisvörum þangað hefur verið flutt með japönskum skipum sem hingað koma til að lesta loðnuafurðir. Ennfremur hefur lagmetinu verið umskipað í japönsk skip í evrópskum höfnum til að ná hagstæðum flutningskostnaði. Einn ókostúr fylgir þó þessum flutningsmáta og hann er sá hversu langan tíma tekur fyrir skip að sigla frá Evr- ópu til Japans. -grh Stelling Kristins á myndinni þar sem hann íklæðist frakka sínum er að vissu leyti táknræn fyrir Amarflug - er hann að lenda eða að hefja sig til flugs? Mynd Jim Smart. Arnarflug Flugtak eða lending? Fyrsti formlegi fundur við- ræðunefndar samgönguráð- herra og Flugleiða var haldinn í gær. Fátt frétta liggur eftir þenn- an fund. Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs mætti á fundinn til móttöku beiðni um upplýsingar er varða fjárhag félagsins. Sagði Kristinn að hann mundi láta þær upplýsingar í té, en sagði jafn- framt að Arnarflugsmenn héldu áfram tilraunum sínum til fjár- mögnunar. Sagði Kristinn að KLM væri tilbúið að leggja 40 miljónir í púkkið og gaf í skyn að meira fé kæmi úr þeirri átt, að því tilskildu að Arnarflugsmönnum tækist að safna nægjanlegum upphæðum annars staðar frá. Handbolti A-sæti innan seilingar Taugar íslensku leikmannanna brugðust ekki á örlagastundu ogsigur vannstá Sviss, 19-18. Danir úr leik Leikur íslands og Sviss í gær- kvöld var jafnvel enn meira spennandi en leikurinn gegn V- Þjóðverjum í fyrrakvöld. Jafnræði var með liðunum allan tímann þar til um miðjan síðari hálfleik er Islendingar náðu þrig- gja marka forskoti, 16-13. Sviss- lendingar minnkuðu muninn fljótlega og þegar rúm mínúta var eftir höfðu Islendingar aðeins eins marks forystu, 19-18, og Svisslendingar í sókn. En taugar íslensku leikmannanna brugðust ekki þegar mest á reyndi og enda þótt tveimur íslendingum hafl verið vikið af leikvelli síðustu mínútuna tókst Svisslendingum ekki að skora og sigurinn því í höfn. Svisslendingar leika frekar hægan handbolta en keyra síðan upp hraða þegar glufur myndast í vörn andstæðinganna. Islend- ingum gekk illa að verjast lang- skotum þeirra sem flest rötuðu rétta leið og höfðu Svisslendingar frumkvæðið nær allan fyrri hálf- leikinn. Áður en blásið var til leikhlés höfðu fslendingar þó náð eins marks forystu, 11-10. Leikurinn var áfram í járnum í síðari hálfleik en eins og áður sagði var munurinn á liðunum mest þrjú mörk, 16-13. Þegar fjórar mínútur vorú til leiksloka og staðan 19-17 varði Einar Þor- varðarson vítakast frá Jens May- er sem hafði gert níu af mörkum Sviss. Þeir náðu þó að jafna mín- útu síðar en fleiri urðu mörkin ekki. Á lokamínútunni leit allt út fyrir að Svisslendingum tækist að jafna metin og stela þannig öðru stiginu en frábær barátta í ís- lensku vörninni tryggði þennan mikilvæga sigur. Valdimar Grímsson átti mjög góðan leik í gærkvöld og skoraði alls sex mörk, hvert öðru fal- legra. Þá kom Guðmundur Hrafnkelsson skemmtilega á óvart í markinu í síðari hálfleik en þá varði hann níu skot. Einar Þorvarðarsonlék fyrri hálfleikinn og varði auk þess eitt vítakast í þeim síðari. Hann varði alls 4/2 skot. Mörk íslands: Valdimar Grímsson 6, Kristján Arason 3, Guðmundur Guðmundsson 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Sig- urður Sveinsson 2/2, Héðinn Gilsson 1, Sigurður Gunnarsson 1. Ýmsir möguleikar Eftir þessi úrslit er nær öruggt að ísland nær þátttökurétti í A- keppninni í Tékkóslóvakíu á næsta ári. Eitt stig gegn Hollend- ingum í síðasta leik landans í milliriðlinum nægir til að hreppa amk. þriðja sætið í riðlinum og leika því um 5. sætið í keppninni. Hollendingar hafa tapað öllum leikjum sínum í milliriðlinum og eiga varla möguleika gegn íslend- ingum. Sigri íslendingar, eins og búast má við, getur farið svo að liðið leiki til úrslita í keppninni. Eftir sigur V-Þjóðverja á Rúmenum eru íslendingar jafnir Sviss og Rúmeníu að stigum sem leika einmitt innbyrðis á fimmtudag. Best væri að þeim leik lyki með jafntefli því þá hljóta íslendingar flest stig. Vinni Svisslendingar eru miklar líkur á að ísland verði með betra markahlutfall þar sem Hollendingar eru fremur auðveldir mótherjar en vinni Rúmenar Svisslendinga má telja víst að ísland leiki um 3.-4. sætið í keppninni. V-Þjóðverjar eiga enn mögu- leika á að ná 3. sætinu í riðlinum en fyrir þá væri best að Rúmenía ynni Sviss því þá kæmust V- Þjóðverjar í 3. sæti riðilsins. Nánast formsatriði er að ljúka hinum milliriðlinum þar sem ljóst er að Pólland, Spánn og Frakk- land hafa tryggt sér sæti í A- keppninni. Danir sitja því eftir með sárt ennið í B-flokki. Svona fer þegar þjálfarinn skellir sér í vetrarfríá miðjum undirbúnings- tímanum! Milliriðill 1 (A/B) Israel-Kúba ....................19-31 Spánn-Pólland...................23-27 Frakkland-Danmörk...............23-21 Staðan Pólland 4 4 0 0 109-85 8 Frakkland 4 3 0 1 89-72 6 Spánn 4 3 0 1 91-86 6 Kúba 4 1 0 3 91-93 2 Danmörk 4 1 0 3 94-100 2 Israel 4 0 0 4 71-109 0 Milliriðill 2 V-Þýskaland-Rúmenía .............23-21 Island-Sviss.....................19-18 Holland-Búlgaría.................26-33 Staðan Rúmenia 4 3 0 1 104-86 6 Sviss 4 3 0 1 82-72 6 Island 4 3 0 1 83-74 6 V-Þýskaland.... 4 2 0 2 87-76 4 Búlgaría 4 1 0 3 86-95 2 Holland 4 1 0 3 78-119 0 -Þóm. Lánskjaravísitalan Stálin stinn Lögfrœðilegir ráðgjafar lífeyrissjóðanna segja að breytingarnar á lánskjaravísitölunni séu ólöglegar. Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar á öndverðum meiði - Við munum eiga fund með fjármálaráðherra og viðskipta- ráðherra í dag um þessar greinar- gerðir sem nú liggja fyrir um lög- mæti þeirra breytingasem gerð- ar hafa verið á lánskjaravísitölu- nni, sagði Hrafn Magnússon hjá Sambandi almennra lífeyris- sjóða. Það er niðurstaða þeirra Ragn- ars Aðalsteinssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar lög- fræðilegra ráðgjafa lífeyrissjóð- anna að þær breytingar sem gerð- ar voru á lánskjaravísitölunni samræmist ekki lögum, en áður höfðu lögmenn viðskiptaráð- herra komist að hinu gagnstæða. Hrafn sagði að ljóst væri að í þessu máli mættust stálin stinn og bætti við að fulltrúar lífeyrissjóð- anna vildu gjarnan leita leiða til að leysa málið en svo gæti farið að eina lausnin yrði sú að vísa mál- inu til dómstóla. -sg Bráðabirgðalög Langri veg- ferð lokið Bráðabirgðalögin um efna- hagsaðgerðir, eða þau ákvæði þeirra sem ekki eru þegar orðin úrelt, voru samþykkt sem lög frá alþingi í gær. Allnokkrar umræður urðu um ákvæði laganna um Atvinnu- tryggingarsjóð og Hlutarfjársjóð Byggðastofnunar en svo fór að lokum að 9 þingmenn efri deildar guldu lögunum atkvæði sitt en 3 voru andvígir. ks. Borgarráð Rusliðí Fjörðinn Þetta er mikil sigur fyrir okkur íbúana. Við vorum reyndar þcirrar skoðunar flest að þessi stöð myndi aldrei rísa í Hádeg- ismóum, sagði Guðni Gunnars- son íbúi í Árbænum í gær eftir að borgarráð samþykkti samhljóða að beina því til stjórnar Sorp- eyðingarinnar að sækja um lóð í Hafnarfirði fyrir sorppökkunar- stöðina. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að vel gæti komið til greina að stöðin yrði staðsett í Hellnahrauni við Hafnarfjörð. Ákvörðun um það væri þó ekki hægt að taka fyrr en búið væri að skoða málið ýtar- lega. Hann sagði að Hafnfirðingar vildu leggja sitt af mörkum til að leysa þetta mál. -sg Bankarnir Vaxtahækkun Allir bankarnir utan Lands- bankinn hækkuðu í gær vexti til samræmis við Verslunarbankann á óverðtryggðum inn- og útlán- um. Forvextir víxla eru nú í bönkum og sparisjóðum á bilinu 18-20% en í Landsbankanum 14%. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.