Þjóðviljinn - 22.02.1989, Page 4

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Page 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Afganistan Síðustu sovésku hermennirnir eru farnir frá Kabúl. En stríðinu er ekki lokið. Allar tilraunir til að koma sam- an einhverskonar samsteypustjórn stríðandi aðila hafa farið út um þúfur. Andstæðingar stjórnarinnar í Kabúl vilja ekkert við hana tala. Margir spá því að þeir geti sigrað stjórnarherinn innan tíðar. Hvað þá verður veit enginn. Margir óttast að sigurvegararnir efni til mikils blóðbaðs í Kabúl og muni þá ekki aðeins þeir skornir á háls sem kommúnistar eru kallaðir heldur og skyldulið þeirra allt og svo óviss fjöldi þeirra sem teljast í Kabúl og öðrum stærri borgum hafa vikið af brautum íslamsks rétttrúnaðar. Margar blikur eru í senn á lofti: núverandi stjórnarandstæðingum gengur illa að koma saman sinni bráðabirgðastjórn, hinir einstöku hópar sanka að sér eins miklu og þeir geta af bandarískum vopnum - m.a. til að tryggja sig í innbyrðis uppgjöri ef til kemur. Og sporin frá Iran hræða: má vera að í þeim sviptingum sem í vændum eru verði þeir sigursælastir sem lengst vilja ganga í að heimta afturhvarf Afgana til þeirra mið- alda sem kallast íslamskt lýðveldi. Fljótlega eftir að Sovétmenn sendu her til að rétta hlut sinna skjólstæðinga í borgarastríði upp úr byltingu sem gerð var 1978 í Afganistan, fóru menn að hafa orð á því að nú hefðu þeir eignast sitt Víetnam. Bandarískir fréttaskýrendur eru reyndar mjög með hugann við þá samlíkingu þessa daga. Þeir segja sem svo: Banda- ríkjamenn ruku inn í Víetnam og Rússar inn í Afganist- an vegna þess að þeir skildu ekki að þær stjórnir sem þeir vildu styðja í Kabúl og Saigon nutu lítils stuðnings og af því að þeir ofmátu hertækni sína í skæruhernaði. Báðir mátu rangt hagsmuni sína: Bandaríkjamenn héldu að heimskommúnisminn (sem þeir trúðu enn á þrátt fyrir augljósar andstæður milli Sovétríkjanna og Kína) væri að bæta við sig enn einum dómínókubbi og mundi sá víetnamski kubbur fella marga aðra í faðm hinna rauðu. Sovétmenn litu á andófið gegn Kabúlst- jórninni sem endurspeglun viðleitni Bandaríkjanna og Kína til að koma á fót fjandsamlegri stjórn við suður- landamæri þeirra. Bæði stórveldin, segirt.d. stórblaðið New York Times, voru um áratug að komast að því með hræðilegum tilkostnaði að „enda þótt stórveldi hafi hérumbil allsstaðar hagsmuna að gæta, eru fáir svo brýnir að þeir séu þess virði að leggja út í langvinna hernaðaríhlutun". Hér skal ekki farið með samúðarvæl í garð risaveld- anna sem hafa nú fundið hvort annað í sameiginlegu skipbroti. Skammsýni þeirra og glæpur um leið var sá, að reyna að þvinga með vopnavaldi smærri ríki með þeirra sérstæðu vandamálum undir sínar þarfir, undir sinn skilning á lýðræði, sósíalisma, heimsvaldastefnu, kommúnisma. Og það hefur runnið mikið blóð eftir þeirri slóð. Nú er brýnna að huga að þeim miljónum óbreyttra borgara sem eru í herkví í Kabúl og öðrum borgum Afganistans. Skortur sverfur að þeim: það mátti heyra í fréttum á dögunum að um 30 þúsund börn í Kabúl einni væru í bráðum háska vegna sjúkdóma og næringarskorts. Og á meðan er kominn upp fullkom- lega ósæmilegur ágreiningur á Vesturlöndum um það, hvort eða með hvaða skilmálum leyfa eigi að leggja loftbrú með matvæli til Kabúl til að hjálpa fólki í neyð: það er engu líkara en enginn geti komið nálægt málum þessarar hrjáðu þjóðar án þess að verða sér til minnkunar með einum eða öðrum hætti. ÁB KLIPPT W Wn Áróðursherferðin mikla Merkar fréttir eru nú að berast • af ákvörðunum stjórnarherra okkar íslendinga í hvalamálinu og öngum þess öllum. Fyrir hálf- um mánuði boðaði sjávarútvegs- ráðherra mikla áróðursherferð í Vestur-Þýskalandi þarsem þýsk- ur almenningur skyldi sannfærð- ur um ágæti vísindaveiðanna. Það var á laugardegi sem Hall- dór sagði okkur þessar fréttir í útvarpi, en eftir helgi hafði eitthvað minnkað loft í blöðrum. Þá var áróðursherferðin orðin að því að sjávarútvegsráðherra ætl- aði soldið fyrr til Bonn en hann hafði áður sagt, og um þýskan almenning var það að segja að aðaláhyggjur í ráðuneytinu voru hafðar af því hvort nægar rækjur væru í sjó og ekki af einhverjum mörkuðum handan hafs. Kann- ski er hvorteðer ekkert til skipt- anna til Þjóðverja? Bréfleg tangarsókn Leið nú og beið í nokkra daga þangað til það kom upp að í stað áróðursherferðarinnar höfðu þeir Halldór skipulagt tangar- sókn í málinu. Það rann nefnilega upp fyrir hugvitssömum herfor- ingjum okkar í þessari frelsis- styrjöid þjóðarinnar að við áttum okkur fleiri þýska hauka í horni en hugað var. Og var nú sett á bréfaskriftir. Halldór skrifaði bréf til sjávarútvegsráðuneytisins á Skúlagötunni í Bonn, og síðan hver sínum jafningja meðal þjóð- verskra. Steingrímur skrifaði kanslaranum Kohl, Jón Baldvin skrifaði Genscher utanríkisráð- herra, Vigdís var beðin að skrifa von Weizsácker. Hápunktur í páfaheimsókn? Ekki hefur enn komið fram hverjum herra Pétur biskup var beðinn að skrifa, en Þjóðverjar eru sem kunnugt er bæði lúterskir og kaþólskir. Þýskir lúteranar búa norðantil í landinu og hafa hingaðtil keypt af okkur heldur meira af fiski og væri því ráð að skrifa biskupum í fornum Hansa- borgum og feiðja þá koma vitinu fyrir sóknarbörn sín. Um þá ka- þólsku syðra er það að segja gott að þeir eru vanir fiskáti á föst- unni, en verra er við að eiga að þeirra leiðtogi situr í Róm. En okkur gefst prýðilegt færi á að tala hann til í sumar þegar hann kemur hér að messa yfir okkur. Tora, tora! Einhvernveginn vakti þessi bréflega tangarsókn daufar vonir hér heima. Kannski hafa menn ekki haft mikla trú á stíllegum sannfæringarkrafti þeirra Jóns Baldvins og Halldórs, eða þá að íslenskir lagmetismenn hafa ekki talið að það bjargaði málum á markaðnum þótt þrír ráðherrar og einn forseti, -að ógleymdum guðsmönnunum, hafi biskup ver- ið með í ráðum-, kaupi sér ís- lenskar rækjur í dós til að stýfa úr hnefa á löngum stjórnmálafund- um. Enda liðu ekki nema nokkrir dagar í þetta sinn áður en upp var dreginn mikill meistari úr Austurlöndum, embættismaður úr japönsku ráðuneyti, og heitir því hljómfagra nafni herra Síma. Nú er nýjast að þeir í Japan ætla hreinlega að redda okkur markaði fyrir þessar rækjutítlur. Það er að sögn ráðherranna tveggja ekki um að ræða neitt smáræði, ekki bara það sem tap- ast í Þýskó. Nú standa mál þannig að ríki austursins standa í rísandi sól og breiða út faðminn við Iagmetisframleiðslu okkar. Mál- inu er bjargað í eitt skipti fyrir öll, og Þjóðverjarnir geta barasta ét- ið það sem úti frýs, enda hingaðtil gleypt við bæði ósannindum og fölsunum, reyna að kaupa dóm- arana til sín í handboltanum og gott ef það voru ekki einmitt þeir sem stóðu á bakvið Iætin í heimsstyrjöldunum með ein- hvern bölvaðan skepnuskap við smáþjóðir. Japanir eru hinsvegar hið ágæt- asta fólk, hjálpfúst, óeigingjarnt og elskulegt. Að vísu er sá hængur á að þeir kunna víst ekki að borða fisk öðruvísi en nýjan, og vilja hann meirasegja helst hráan. En þeir ætla víst að reyna hjá vinaþjóðum í kringum sig, til dæmis Kóreu- mönnum, og Kínverjum. Og ef það fólk vill heldur ekki íslenskt lagmeti þá er víst töluvert þarna um brottflutta Evrópumenn, sagði annar ráðherranna í útvarpi í vikunni. Vonandi barasta að þar í brottfluttum hópi sé ekki mikið um Þjóðverja. OG SKORIÐ Ofstæki f Morgunblaðinu í gær birtist skopmynd af íslenskum hjónum við sjónvarpið að horfa á aðdá- endur Komeinís krefjast þess að Rushdie verði myrtur. Karlinn á myndinni segir við konuna: „Þetta er nú Ijóta ofstækið". Fiff- ið í teikningunni er að hann held- ur á dagblaði, sennilega Moggan- um, og þar sér í fyrirsögnina: „Málshöfðun Flugleiða: Hóta fé- laginu refsiaðgerðum ef það iðr- ast ekki“. Þarna leggur Morgunblaðið semsagt að jöfnu Rushdie-málið og deilu Flugleiða og samtaka launafólks á Islandi. Annarsveg- ar eru íslamskir öfgamenn sem reka þá miðaldaritskoðun að launa höfundum villu sína með morði, -aðfarir sem hljóta að vekja hroll og fordæmingu hvar- vetna. Hinsvegar er það að verka- lýðsfélög hafa neitað að skipta við flugfélag sem stendur í mála- rekstri til að fá það lögfest að það megi notast við verkfallsbrjóta, og að verkfallsmenn verði per- sónulega ábyrgir gagnvart fé- laginu fyrir því fjárhagslega tjóni sem það telur sig verða fyrir í kjaradeilu við starfsmenn sína. í bland við tröllin Þetta er nú ljóta ofstækið, væri rétt að segja um þessa samjöfnun Morgunblaðsins, en það vissu svosem allir hvar Moggi stendur þegar til stykkisins kemur. Hitt var mun dapurlegra að sá sem teiknaði myndina fyrir Moggann er sjálfur Gísli J. Ast- þórsson blaðamaður og rithöf- undur, pabbi hinnar stéttvísu og stoltu „Siggu Viggu“, höfundur margra snjallra teiknimynda með nafninu „þankastrik", fyrrver- andi ritstjóri Alþýðublaðsins á uppgangstímum í þess sögu, -og einusinni varaformaður í stétt- arfélagi sínu, Blaðamannafélagi íslands. Kannski sýnir þetta að þrátt fyrir aukna fagmennsku í blaða- mennskunni er harla varasamt að leggja starfsævina á borðið hjá gömlu íhaldsfrænku í Aðalstræti. í þjóðarminninu er sá sann- Ieikur tengdur Hálfdani og rauðri hurð í Ólafsfjarðarmúla. Svo er líka um þetta miklu ó- glæsilegri málsháttur: Húsbóndans auga vinnur hjú- anna hálfa verk. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rlt8tjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirjfpr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:70 kr. Nýtt Helgarbiað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.